Morgunblaðið - 09.10.1987, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 09.10.1987, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 1987 JfatgmifclafeUÞ Otgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthias Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 600 kr. á mánuði innanlands. i lausasölu 55 kr. eintakið. Frelsi handa Tíbet Ræða Mikhails Gorbachev í Múrmansk: Óráðsían er glæpsamleg — norðurhveli friðarsvæði Um þessar mundir eru 37 ár liðin frá því að Kínveij- ar lögðu Tíbet undir sig. Síðan hefur markvisst verið unnið að því að uppræta menningu og trú landsmanna. 1959 varð trúarleiðtogi Tíbeta, Dalai Lama, að flýja land og fékk þá leyfí til að setjast að í ná- grannaríkinu Indlandi. Hefur hann búið þar síðan með því skilyrði, að hann hefði ekki afskipti af málum í Tíbet eða beitti sér ekki gegn yfírráðum Kínverja þar. Áður en Dalai Lama fór frá Tíbet höfðu orðið þar blóðugar óeirðir. Nú segja Kínveijar, að uppþotin í Tíbet megi rekja til þess, að Dalai Lama var nýlega í Banda- rílq'unum og þar hafí hann flutt hvatningarorð um frelsi til handa Tíbet, sem stuðnings- menn hans hafí síðan gripið á lofti. Kínverskum yfírvöldum er í mun að festa þá skoðun sem víðast í sessi, að það sé að fyrirlagi Dalai Lama, sem Tíbetar ráðist á lögreglustöðv- ar og andmæli kínversku valdi. Ráðamenn í Peking vilja ekki láta það spyijast, að almenn- ingur, alþýðan í Tíbet, rísi gegn kínverskri drottnunar- stefnu. Það fellur illa að þeirri ímynd, sem Kínveijar hafa reynt að ávinna sér á alþjóða- vettvangi, að í ljós kemur að þeir líta á Tíbet eins og ný- lenduherra nýlendu sína eða lénsherra lén sitt. Þótt Dalai Lama hafí enn mikil áhrif í Tíbet sem andlegur og verald- legur höfðingi, dugar kínverskum stjómvöldum ekki að skella skuldinni á hann ein- an. í Tíbet er að bijótast fram áralöng óbeit á kínversku hernámi. í efnahagsmálum og að sumu leyti í mannréttinda- og þjóðfélagsmálum hafa bönd kommúnismans verið að losna af Kínveijum. Margt hefur breyst í þessu fjölmennasta ríki heims á síðustu misserum. Tíbetar eru einangruð, af- skekkt þjóð, og þeir eru illa upplýstir um samtímann. Þó hefur frelsisgolan, sem liðið hefur yfír Kína, einnig náð upp til hinna harðgeru flallabúa. Hvorki menningarbylting né önnur skipulögð útrýmingar- iðja af hálfu Kínveija hefur megnað að bijóta á bak aftur hefðir eða trú Tíbeta. Atburðir síðustu daga sýna, að þeir bíða færis að klekkja á herraþjóð- inni. Fyrir utan aldalanga þörf kínverskra höfíngja til að ráða yfír þjóðinni, sem býr á „þaki heimsins" í Himalajafjöllum, sölsaði her Kínveija Tíbet und- ir sig 1950 til að styrkja stöðu sína gagnvart Indlandi. Milli Indveija og Kínveija hefur löngum verið grunnt á því góða og hafa Tíbetar lent þar milli steins og sleggju. Til að vera trúir þeirri ímynd, sem þeir hafa leitast við að móta af landi sínu, ættu kínverskir ráðamenn ekki að senda hermenn og lögreglu til Lasha, höfuðborgar Tíbets, heldur opna landið fyrir Dalai Lama og þeim, sem vilja hjálpa Tíbetum að standa á eigin fót- um. Það fer Kínveijum illa nú á tímum að standa í sporum nýlenduherranna. Burt með M’Bow Um þessar mundir er tekist á um það, hver eigi að skipa stöðu framkvæmda- stjóra UNESCO, Menningar- málastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Þessi stofnun hefur sætt harðri gagnrýni á undan- förnum árum og hafa til að mynda Bandaríkjamenn og Bretar ákveðið að hætta þátt- töku í henni. Ein helsta ástæða fyrir óánægju með stofnunina er framganga Mahtars M’Bow, framkvæmdastjóra hennar. Hvort heldur litið er á rekst- ur UNESCO eða stefnumótun í þau tvö kjörtímabil, sem M’Bow hefur veitt stofnuninni forstöðu, er Ijóst, að ekki hefur verið haldið vel á málum. Framkvæmdastjórinn hefur verið sakaður um sérgræðgi og bruðl. Viðfangsefni stofun- arinnar eru síður en svo öll með þeim hætti, að unnt sé að kenna þau við menningu. Til að mynda hefur gætt við- leitni til að hefta frjálsa fjölmiðlun í nafíii UNESCO. Eftir allt sem á undan er gengið er forkastanlegt að endurkjósa M’Bow. Nái hann endurkjöri ættu íslensk stjóm- völd að taka stefnuna út úr UNESCO. MIKHAIL Gorbachev leiðtogi Sovétríkjanna hélt á fimmtudag í síðustu viku ræðu í Múrmansk í Sovétríkjunum sem vakið hefur mikla athygli. Á Norðurlöndum hefur einkum verið rætt um þá kafla í ræðunni sem lúta að ör- yggismálum. Annars staðar S hinum vestræna heimi hefur yfirlýsingum Gorbachevs um efnahagsmál verið veitt meiri athygli. Hér á eftir fara kaflar úr ræðu Gorbachevs. í fyrstu fjallar hann um efnahagsvand- ann í Sovétríkjunum og leiðir til lausnar honum. Síðan víkur hann að vígbúnaðarmálum og leið- togafundinum i Reykjavík. Að síðustu er fjallað um hemaðar- umsvif á norðurslóðum. Sá hluti ræðunnar sem lýtur að efnahags- málum er þýddur úr dagblaðinu The Times. Aðrir kaflar eru byggðir á þýðingu sovésku fréttastofunnar APN. Þegar Mikhail Gorbachev ræddi um efnahagsmál sagði hann meðal ann- ars: Við skulum halda áfram að taka ákvarðanir og beita aðgerðum sem hvetja alla er hlutdeild eiga í hag- kerfinu til að hugsa um spamað. Þannig ber að túlka umbætur í áætlanagerð og skipulagningu. Og eitt af markmiðunum er „perestro- ika“ [uppstokkun, umbætur — aths. þýð.]. En við verðum einnig að höfða til samvisku hvers og eins til að segja óráðsíunni stríð á hendur. Hennar gætir enn í öllum kimum hagkerfísins og ef út í það er farið, á hveiju samyrkjubúi og í hveiju fyrirtæki. Hugsið ykkur bara tapið í sam- bandi við uppskeru og geymslu landbúnaðarafiirða. Sama á við um skógarhögg og byggingarfram- kvæmdir. Það er fullljóst að allir sem hér sitja geta án hiks talið upp tylft slíkra dæma um skipulags- leysi. Það er ekki hægt að sætta sig við hversu glæpsamlega eyðslu- söm og hóflaus við erum. Við verðum að gera okkur grein fyrir þessu og breyta bókstaflega öllu í iandinu til batnaðar. Deyfð, tregða og kæru- leysi Þegar okkur hefur lærst að vera hagsýn og komið hefur verið reglu á framleiðsluna þá mun hagkerfið bera ríkulegan ávöxt. Ekki mun þá lengur reynast nauðsynlegt að eyða milljörðum rúbla í endumýjun. Þá verður hægar komið auga á kosti „perestroika". Ekki þarf heldur að tíunda þau slæmu áhrif sem eyðslu- semi hefur á siðferðisþrek manna. Ef eyðslusemin verður brotin á bak aftur þá verður siðferðislegt um- hverfí okkar sem við lifum, vinnum og hvflumst í miklu mun heilbrigð- ara; Á það ætti að leggja áherslu, félagar, að með efnahagsúrbótun- um er þjóðfélagið komið á afdrifa- ríkt umbótaskeið. í samtali við framkvæmdastjóra námufyrirtækis í Múrmansk í gær sagði ég að við sem sætum í Æðsta ráðinu litum svo á að komið væri að tímamótum í endurskipulagning- unni. Árangur þessa sögulega viðburðar er undir hæfri stjóm og efnahagslegri leiðsögn sem og sam- viskusemi vinnandi fólks kominn. Þetta eru tvö meginskilyrði. Við skulum þvf samhæfa krafta okkar og ganga út frá sameiginlegum skilningi á ábyrgð okkar. Ef eitthvað fer úrskeiðis og út- koman verður óvænt eða óæskileg skulum við samt sem áður ekki leggja árar í bát heldur reyna til þrautar. Samt er ástæða til að spyija hinnar einu mögulegu marxísku, sósíalísku og vísindalegu spuming- ar: Hvað hefur hingað til staðið fögmm áformum í vegi? Og svarið er: deyfð, tregða og kæruleysisleg viðhorf. Þegar orsakir mistakanna hafa verið fundnar á að grípa til réttra aðgerða til að kippa hlutun- um í lag. Tími stöðnunar liðinn Að sjálfsögðu tekur langan tíma að útrýma afleiðingum stöðnunar- innar. Segja má að við höfum vanist henni. Vitund okkar hefur lagað sig að skilyrðum, kvöðum og afleiðingum hennar. Tekjudrýging og sníkjujífi era orðin útbreidd fyr- irbrigði. Ég held það sé ekki ofmælt að segja að tími stöðnunar hafi verið mörgum mjög dægilegur. Margir sakna enn þeirra tíma. Þessu verðum við að gera okkur grein fyrir. Því þetta er raunvera- leikinn. Og við verðum í athæfi okkar að taka tillit til þessa vera- leika. Að skilja raunveraleikann þarf aftur á móti ekki að þýða að maður sætti sig við hann og leyfi hlutunum að ganga sinn vanagang. Að sjá og skilja er einungis fyrsta skrefíð, og nauðsynlegt skilyrði þess að ein- hveiju verði breytt. Einungis með hjálp efnahagslegra og félagslegra aðgerða í anda opnunarstefnunnar (glasnost) og með því að auka al- mennar, stjómmálalegar og menn- ingarlegar kröfur tekst að vinna bug á öllum vanda . Árangurinn mun þá sjást best á bættu siðferði þjóðarinnar og betri þegnlegri vit- und hennar. Leiðir sósíalismans og Oblomovs [þekktur iðjuleysingi úr skáldsögu Goncharovs — aths. þýð.] fara ekki saman — við skyldum gera okkur skýra grein fyrir því. Almennt séð, J)á vex „perestro- ika“ ásmegin. Öllum er skylt að leggja hönd á plóginn. Ég vil leggja á það enn frekari áherslu: að það er einungis fyrir eigin framtak sem áætlunum verður hrandið í fram- kvæmd. Það verða engin og það geta engin kraftaverk orðið. Éin- ungis fyrir eigin tilverknað fáum við klætt líf okkar nýjum búningi. Þetta er svar mitt. Félagar, hver og einn skyldi líta á stöðu mála í sínu héraði í ljósi sameiginlegs átaks, og með verk- efni „perestroika" í heild sinni í huga. Ég hefi þegar minnst á vinnu- framlag ykkar. Við kunnum svo sannarlega að meta það. En ég ætla einnig að gagnrýna nokkur atriði. Fyrst af öllu: Þið búið langt í norðri. Yfirbragð íbúanna er sér- stakt, verkefnin era sérstök og öll skilyrði til að leysa þessi verkefni eru sérstök. Margir íbúanna í borg- inni sælq'a til sjós, sumir óravegu. Þessu fólki verður að veita sérstaka aðhlynningu, félagsleg og menning- arleg þjónusta verður að standa því til boða. Skortur á þjónustu Þvf vildi ég benda á hversu hæg- fara framkvæmir í húsnæðismálum eru. Afleiðingin er sú að húsnæðis- ekla er tilfinnanleg einkum meðal sjómanna. Ástandið hefur eitthvað batnað að undanfömu. Samt sem áður sýna útreikningar byggðir á gögnum frá samtökum verkafólks að ekki er nóg að gert til að koma málum í viðunandi horf fyrir alda- mót. Þessu verður að breyta og þróuninni verður að hraða. Ekki má heldur gleyma vanda- málum í sambandi við barnaheimili, skóla og læknaþjónustu sem og skorti á menningarstofnunum og aðstöðu til íþróttaiðkunar. Sárt var að heyra um raunir verkamannanna í gær. Afköst Sev- eronikel-verksmiðjunnar hafa tvöfaldast á undanfömum sex til sjö áram. En hvorki forstöðumaður fyrirtækisins, né forráðamenn í þessari iðngrein sýndu vilja til að leysa fyrrgreindan vanda. Þeir höfðu ekki þá siðferðisvitund eða þann eiginleika flokksleiðtoga til að bera að bæta stöðu verkamann- anna sem bára hitann og þungann af auknum afköstum verksmiðjunn- ar. Rétt einu sinni vék félagsleg þjónusta fyrir löngun manna til að hrifsa það sam í næst. Þess vegna getum við ekki annað en reiðst Vladimir Yermakov og öðram félög- um er við heyram réttmætar kvartanir á borð við: „það er engin aðstaða fyrir bömin" og „það vant- ar dagheimili". Þetta er forkastan- legt. Hvílíkt bjargarleysi. Þetta er fullkomið ábyrgðarleysi. Vendipunktur í Reykjavík í ræðu sinni vék Gorbachev einn- ig að ástandi í alþjóðamálum. Hann sagði ný og mannúðlegri viðhorf vera að ryðja sér til rúms í alþjóða- stjómmálum. Hann sagðist einnig fagna samkomulaginu sem náðst hefði um útrýmingu meðal- og skammdrægra eldflauga. Síðan vék Gorbachev að fundinum í Reykjavík fyrir tæpu ári: Leiðin til þessarar sameiginlegu lausnar Sovétríkjanna og Banda- ríkjanna var erfíð. Reykjavíkur- fundurinn var tímamótaatburður í þessum skilningi. Kenningar okkar vora staðfestar í höfuðborg íslands. Þrátt fyrir hitasóttarkenndan ótta, efasemdaryfirlýsingar og áróður, þar sem hrópað var að allt hefði mistekist, tóku atburðimir á sig þá mynd sem mótuð var í Reykjavík. Þetta staðfestir að það mat var rétt sem við létum í ljós 40 mínútum eftir að fundinum lauk á dramatísk- an hátt eins og þið munið. Reykjavík var í raun vendipunkt- ur í heimssögunni sem sýndi fram á að hægt er að bæta ástandið í heiminum. Ástandið hefur breyst og enginn getur látið sem ekkert hafi gerst eftir að Reykjavíkurfund- urinn var haldinn. Fýrir okkur var þetta merkur atburður sem stað- festi réttmæti þeirrar stefnu sem við höfum valið og nauðsyn og raun- sæi hins nýja pólitíska hugsunar- háttar. Enn er langt þangað til sá áfangi sem náðist í Reykjavík verður nýtt- ur til fulls. Og góðar horfur era víðar en í sambandi við meðaldræg- ar og skammdrægar eldflaugar. Vart hefur orðið hreyfingar í þeim málum er varða bann við kjamorku- vopnatilraunum og brátt hefjast umfangsmiklar viðræður um þetta vandamál. Greinilegt er að tilrauna- bann okkar var ekki til einskis. Þetta var ekki auðstigið spor fyrir okkur en það leiddi af sér kröfur manna um allan heim um að bund- inn yrði endir á tilraunir með kjamorkuvopn. Ég ætla ekki að spá fyrir um atburðarásina. Ekki er allt undir okkur komið. Enginn vafi leikur á því að fyrsti árangurinn, sem náðist á dögunum í Washington, komandi fundur með forseta Bandaríkjanna, getur orðið keðjuverkandi og hrandið af stað viðræðum um lang- dræg vopn. Einnig þyrfti að taka fyrir hervæðingu geimsins og margar aðrar tegundir vígbúnaðar. Það lítur út fyrir að ástand á alþjóðavettvangi muni breytast til batnaðar. En ég endurtek að margt er að varast. Af okkar hálfu væri það ábyrgð- arleysi að vanmeta styrk þeirrar andstöðu sem er við þessum breyt- ingum. Um er að ræða áhrifamikil og árásargjöm öfl, blinduð af hatri í garð alls sem felur í sér fram- farir. Áhrifa þeirra gætir víða um hinn vestræna heim en þó mest í hópi þeirra sem þjóna hergagnaiðn- aðinum í orði og verki og njóta góðs af honum. Öryg’gismál á norðurslóðum Félagar! í ræðu minni hér í Múr- mansk, höfuðborg Sovétríkjanna norðan heimskautsbaugs, er við hæfi að skoða almenn mannleg samskipti frá sjónarhóli norðurhluta plánetunnar. Við teljum slíkt ekki með öllu tilgangslaust. Heimskautið er ekki bara Norð- ur-íshaf, heldur einnig norðurhérað þriggja heimsálfa: Evrópu, Asíu og Ameríku. Þar liggja saman haf- svæði Evrópu og Asíu annars vegar og Ameríku og Asíu hins vegar. Á norðurskauti era landamæri ríkja sem tilheyra andstæðum hemaðar- bandalögum og einnig þeirra sem ekki eiga aðild að slíkum bandalög- um. Öryggi norðursins er vandamál í Sovétríkjunum og okkur er um- hugað um nyrðri mörk landsins. Sagan veitir okkur dýrkeypta reynslu. Múrmanskbúar muna vel árin 1918, 1919 og 1942-45. Styijaldir þessarar aldar vora þungbær raun, einnig fyrir íbúa Norður-Evrópu. Þeir hafa að því er virðist komist að ábyrgri niður- stöðu í þessum efnum. Éinmitt þess vegna er andrúmsloftið í heiminum móttækilegra fyrir hinum nýja pólitíska hugsunarhætti. Það var engin tilviljun að söguleg ráðstefna um öryggi og samstarf í Evrópu skyldi hafa verið haldin í einni af höfuðborgum norðursins, Helsinki. Einnig var einkennandi að næsta stóra skref í þessari þróun — fyrsta samkomulagið um að efla gagnkvæmt traust — var stigið í Stokkhólmi, annarri höfuðborg í norðri. Reykjavík varð síðan tákn vonarinnar um að kjamorkuvopn væra ekki eilíf og manninum væri ekki ætlað að lifa með sverð Dam- oklesar yfir höfði sér. Nöfnum kunnra stjómmála- manna í Norður-Evrópu era tengd- ar mikilvægar tillögur á sviði alþjóðaöryggis og afvopnunar. Ég nefni Uhro Kekkonen og Olof Palme en dauði hans fyrir morðingja hendi snart sovésku þjóðina djúpt. Ég nefni Kalevi Sorsa, sem um margra ára skeið var formaður Alþjóðasam- bands jafnaðarmanna. Við fögnum starfsemi alþjóðlegrar nefndar um umhverfisvemd og þróun sem Gro Harlem Brandtland veitir forstöðu. í Sovétríkjunum meta menn að verðleikum þá staðreynd að Dan- mörk og Noregur sem era meðlimir i MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 1987 27 Þetta má ekki endurtaka sig. Rauði krossinn: Herferð gegn hungri í Eþíópíu í NATO hafa hafnað því að erlend- um herstöðvum og kjamorkuvopn- um sé komið fyrir á landsvæði þeirra á friðartímum. Þessi afstaða hefur átt stóran þátt í því að lægja öldumar í Evrópu. En þetta er aðeins hluti heildar- myndarinnar. Á norðurhjara tvinnast saman hagsmunir allra jarðarbúa. Heim- skautasvæðið og Norður-Atlants- hafið era ekki einungis „veður- stöðvar" þar sem fæðast hvirfilvindar og fellibyljir sem hafa áhrif á loftslag um allan heim. Það- an berst einnig ískaldur andardrátt- ur norðurhjarastefnu Pentagons. í kafbátum og í skipum er hér mikið af kjamorkuvopnum sem hafa áhrif á pólitískt loftslag um allan heim. Þessi vopn geta ef út í það færi haft áhrif á hemaðarleg eða stjóm- málaleg átök í allt öðram heims- hlutum. Hervæðingin í þessum heims- hluta verður æ umfangsmeiri. Áhyggjur vekja fréttir þess efnis að verði undirritað samkomulag um útrýmingu meðaldrægra og skammdrægra eldflauga, muni NATO búa sig undir að hafa til reiðu stýriflaugar á hafi og í lofti á norðurhluta Atlantshafssvæðis- ins. Þetta þýddi meiri ógnun við okkur og öll lönd Norður-Evrópu. Ný ratsjárstöð hefur verið reist á Grænlandi en það er brot á samn: ingum um eldflaugavamir. í norðurhluta Kanada era gerðar til- raunir með bandarískar stýriflaug- ar. Fyrir skömmu mótaði ríkisstjóm Kanada umfangsmikla áætlun um aukinn herafla á heimskautaslóð- um. Hemaðaramsvif Banda- ríkjanna og NATO fara vaxandi á svæðum sem liggja að landamæram Sovétríkjanna í norðri. Sama má segja um umsvif NATO í Noregi og Danmörku. Tillögnr í sex liðum Sem ég er staddur hér í Múr- mansk, á þröskuldi heimskautsins og Norður-Atlantshafsins, langar mig til að bjóða þeim sem yfír þess- um svæðum ríkja til löngu tíma- bærra viðræðna um öryggismál. Hvemig gerum við okkur þetta í hugarlund? Þetta gæti orðið ein- hliða, tvíhliða eða marghliða samstarf. Ég hef oftar en einu sinni rætt um „hið sameiginlega heimili okkar, Evrópu." Nútímatækni gerir kleift að nýta heimskautasvæðið í þágu þjóðarbúskaparins og annarra hagsmuna í löndunum, sem ríkja á heimskautinu, í þágu Evrópu og mannkynsins alls. Til þess verður fyrst og fremst að leysa þau örygg- isvandamál sem skapast hafa. Sovétríkin eru fylgjandi því að veralega sé dregið úr fjandskap á þessum slóðum. Megi norðurhjari plánetunnar verða að friðarsvæði. Megi norðurpóllinn verða að friðar- póli. Við leggjum til við öll þau ríki sem áhuga hafa, að viðræður verði hafnar um takmörkun og samdrátt hemaðaraðgerða í norðri, sem og * austur- og vesturhveli jarðar. Hvað skyldum við eiga nákvæm- lega við? í fyrsta lagi að því er varðar kjamorkuvopnalaust svæði í Norð- ur-Evrópu. Ef slík ákvörðun væri tekin, væru Sovétríkin, eins og þeg- ar hefur komið fram, tilbúin að axla ábyrgð. Það er undir hlutaðeig- andi ríkjum komið hvemig sú ábyrgð verður skilgreind: Með marghliða sáttmálum eða einhliða, með yfírlýsingum ríkisstjóma eða á annan máta. Jafnframt lýsa Sovétríkin yfir að þau era tilbúin til að ræða við öll þau ríki sem hlut eiga að máli um þau vandamál er varða kjamorku- vopnalaust svæði og tilurð þess. Þar á meðal má nefna mögulegar ráðstafanir varðandi sovéskt land- svæði. Við gætum gengið enn lengra, meðal annars Qarlægt þá kafbáta úr Eystrasalti sem búnir era langdrægum flaugum. Eins og kunnugt er hafa Sov- étríkin einhliða tekið niður skotpalla fyrir meðaldrægar eldflaugar á Kolaskaga. Einnig fjölda skotpalla fyrir slíkar eldflaugar umhverfís Leníngrad og Eystrasalt. Fjöldi skammdrægra eldflauga var fluttur brott úr þessum héruðum. Heræf- ingar hafa og verið takmarkaðar í nágrenni við landamæri Norður- landanna. Eftir samkomulagið um tvöfalda núll-lausn hafa opnast nýj- ir möguleikar hvað hemaðarlega slökun á þessum slóðum varðar. í öðra lagi: Við fögnum tillögu Finnlandsforseta, Mauno Koivisto, um takmörkun hemaðaraðgerða á hafsvæði Norður-Evrópu. Fyrir sitt leyti hafa Sovétríkin lagt til að hafnar verði viðræður milli Varsjár- bandalagslandanna og NATO um minni hemaðaraðgerðir og tak- markaða starfsemi flota og flughers á Eystrasalti, Norðursjó og Græn- landshafi. Sem og um auknar ráðstafanir til að efla gagnkvæmt traust. Meðal slíkra ráðstafana gæti ver- ið samkomulag um takmörkun kafbátavígbúnaðar, að umfangs- miklar heræfíngar flota og flughers verði tilkynntar fyrirfram, að full- trúum allra ríkja í Samtökum um samvinnu og öryggi í Evrópu verði boðið að fylgjast með umfangsmikl- um æfingum flota og flughers. Þetta gæti verið fyrsta viðleitnin til að efla traust beggja vegna í norðurhéraðum. Auk þess leggjum við til að skoð- uð verði þau mál er lúta að starf- semi flota og flughers á alþjóðleg- um hafsvæðum og þar sem skipaferðir era algengar. Halda mætti fund í þessu augnamiði, til dæmis í Leníngrad. Vert er að hafa í huga þegar fjall- að er um kjamorkuvopnalaust svæði að nú eiga Norðurlöndin, það er fsland, Danmörk, Noregur, Svíþjóð og Finnland ekki kjamorku- vopn. Við vitum að þessum löndum er illa við að vettvangur kjamorku- tilrauna okkar skuli vera á Novaja Zemlja. Við veltum lausn þessa vanda fyrir okkur en hún er ekki einföld þar eð hér er mikið í húfi. Satt að segja má leysa þetta mál í eitt skipti fyrir öll ef Bandaríkin sam- þykkja að hætta tilraunasprenging- um, eða að minnsta kosti halda þeitn í lágmarki fyrst um sinn. í þriðja lagi: Sovétríkin leggja mikið upp úr friðsamlegu samstarfí um nýtingu auðlinda heimskauts- ins. í því sambandi verða menn að deila með sér þekkingu og reynslu. Með sameiginlegu átaki verður hægt að móta sameiginlega áætlun um skynsamlega framtíð, norðuhér- uðum til handa. Við leggjum til að samið verði um gerð samræmdrar orkuáætlunar fyrir Norður-Evrópu. Forði orkugjafa eins og olíu og gass er gífurlegur að því er sagt er. En vinnslan er erfíð og nauðsyn- legt verður að hanna sérstakan tæknibúnað sem þolir veðráttuna á norðurhjara. Samvinna í þessum málum væri skynsamleg því þá myndi kostnaður við búnað og fleira minnka. Við höfum áhuga á að stofna fyrirtæki í samstarfí við Noreg og Kanada til að vinna olíu og gas á landgranni. Við erum einn- ig tilbúnir til viðræðna um þetta efni við önnur ríki, til dæmis um nýtingu auðlinda á Kólaskaga. í flórða lagi: Vísindaleg rannsókn á heimskautasvæðinu er mjög þýð- ingarmikil fyrir mannkynið. Við búum jrfír mikilli reynslu og eram tilbúin að miðla öðram af henni. Við höfum einnig áhuga á rann- sóknum annarra ríkja á heimskaut- inu. Samvinna hefur þegar tekist við vísindamenn í Kanada. Við leggjum til að árið 1988 verði haldin ráðstefna heimskautaríkj- anna til að samræma vísindalegar rannsóknir þar um slóðir. Til greina kemur að ræða um stofnun sameig- inlegs vísindaráðs heimskautsins. Múrmansk gæti verið ráðstefnu- staðurinn ef aðrir aðilar samþykkja það. Málefni er varða hagsmuni fram- byggja á norðurslóðum, rannsóknir á þjóðháttum þeirra og þróun menn- ingartengsla milli norrænnna þjóða era allrar athygli verðar. í fimmta lagi: Við leggjum sér- staka áherslu á samstarf landanna f norðri hvað varðar umhverfis- vemd. Á þessu sviði er öllum ljóst hversu brýn nauðsynin er. Þá reynslu sem safnast hefur við sam- eiginlegar ráðstafanir sjö strand- ríkja við vemdun Eystrasalts mætti nýta við vemdun allra hafsvæða á norðurhveli jarðar. Sovétríkin leggja til að sameigin- lega verði mótuð samræmd áætlun um umhverfisvemd í norðri. Lönd Norður-Evrópu gætu verið öðram fordæmi, samið um skipulagt eftir- lit með ástandi umhverfis og eins um öryggi hvað varðar geislavirkni á þessum slóðum. Það er mjög áríð- andi að vemda freðmýramar, skógartúndrana og barrskógabelt- ið. í sjötta lagi: Gegnum heim- skautasvæðið liggur stysta sjóleiðin frá Evrópu til Austurlanda fjær, til Kyrrahafs. Hagnýting þessa er að mínu mati tengd því að komið verði á eðlilegum samskiptum á alþjóða- vettvangi. Við væram reiðubúnir að opna norðursjóleiðina fyrir er- lend skip með hjálp ísbijóta. Þetta er það sem við höfum fram að færa. Svona er sovésk utanríkis- stefna sem lýtur að öryggismálum. Þetta eru fyrirætlanir okkar og áætlanir fyrir framtíðana. Auðvitað er trygging öryggis og þróun sam- starfs í norðri alþjóðlegt viðfangs- efni og ekki undir okkur einum komið. Við eram reiðubúnir að hlusta á allar móttillögur og hug- myndir. Aðalatriðið er, að málum verði hagað þannig að andrúmsloft- ið hér mótist af hlýjum golfstraumi en ekki af ísköldum andardrætti tortryggni og fordóma. Allir geta gengið að því vísu að það er Sovétríkjunum mikið hags- munamál að norðurhluti jarðarinn- ar, heimskautasvæðin og nærliggj- andi lönd, að norrænar lendur verði aldrei framar vettvangur styijaldar, að hér skapist friðarsvæði, svæði árangursríks samstarfs. Altenposten RAUÐI kross íslands er f sam- starfi við Alþjóða Rauða krossinn og eþíópíska Rauða krossinn að hefja herferð gegn hungri i Eþíópíu. í fréttatilkynningu frá RKÍ segir, að miklir þurrkar á síðustu mánuðum hafa valdið uppskerubresti í landinu og mjög brýnt sé, að nóg sé til af matvæl- um svo koma megi í veg fyrir að fólk yfirgefi heimili sín og safnist saman í flóttamannabúðir likt og gerðist 1984. í frétt RKÍ segir, að samkvæmt könnun sem gerð hafi verið f Eþíópfu sé áætlað að það vanti að minnsta kosti 950.000 tonn af matvælum á árinu 1988. Ekki er hægt að svo stöddu að gera nákvæma áætlun um fjölda þess fólks sem þurfa mun á aðstoð að halda. Hinsvegar hefur eþfópíski Rauði krossinn og fulltrúar Alþjóðasambands Rauða kross fé- laga kannað ástandið i Wollo, Hararge, Gamu Gofa og Sidamo, þar sem þessir aðilar störfuðu á áranum 1984-87. Sýndi sú könnun að í kjöl- far uppskerubrests er fyrirsjáanlegur stórfelldur matvælaskortur þegar á næstu mánuðum. Nauðsynlegt er að Rauði krossinn geri nákvæmari könnun á matvælaþörfinni, hvar eigi að starfa og hvemig standa beri að hjálparstarfínu. Þessari upplýsinga- öflun á að vera lokið fyrir miðjan október á þessu ári. í norðurhéraðum Eþíópfu; Eritreu, Tigre, Gondar og Haragre, þar sem skærahemaður hefur geisað undan- farin ár, er Alþjóðaráð Rauða krossins eina hjálparstofnunin sem fær að starfa. í þessum héruðum einnig útlit fyrir matvælaskort á næstu mánuðum.í lok október munu væntanlega liggja fyrir nánari tölur um fyrirsjáanlega matvælaþörf, en ljóst er nú þegar að kostnaður við hjálparstarf sem Rauði krossinn áformar mun nema um 500 milljón- um króna. Auk uppskerabrests af völdum þurrka hajfa engispettur valdið stór- felldu fjóni í norðurhéraðunum og hefur Rauði krossinn annast úðun á skordýraeitri úr flugvélum til að eyða engisprettunum. Rauði kross íslands tók þátt í baráttunni við engisprett- upláguna með 260.000 kr. framlagi í september sfðastliðnum. Samhliða neyðaraðstoð undanfar- inna ára í Eþíópíu hefur Rauði krossinn kappkostað að veita aðstoð ' til að koma í veg fyrir hungursneyð j og sjúkdóma af völdum síendurtek- inna þurrka_ og uppskerabrests. Rauði kross íslands er nú að hefja samstarf við deild Rauða krossins S Gojam-héraði og er ætlunin að grafa branna, vemda uppsprettulindir og ef til vill að vinna sfðar að gróður- vemd og heilsugæslu. Allt era þetta brýn verkefni og einföld í fram- kvæmd en þó mikils virði í baráttu þessa fólks við fátækt og sjúkdóma í umhverfí þar sem rányrkja og óblíð veðrátta hafa eytt mestöllum gróðri. Rauði kross íslands bindur miklar vonir, við að geta orðið að liði og skilið eftir þekkingu og verðmæti sem eiga eftir að gagnast fólkinu um ókomna framtíð. Hægt er að leggja sitt af mörkum til hjálpar- starfsins með þvf að styrkja hjálpar- sjóð RKÍ, gírónúmer 90000-1.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.