Morgunblaðið - 09.10.1987, Page 42

Morgunblaðið - 09.10.1987, Page 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, PÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 1987 Pálmi Gestsson og Randver Þorláksson spauga I beinni útsend- ingu, og það er greinilegt að Jörundi er skemmt. í baksýn er Borgarbandið: Karl Möller, Árni Scheving, og Birgir Baldursson. Morgunblaðið/Sverrir Slj örnuskemmtun á Hótel Borg Keflavík, Vestmannaeyjum og fleiri stöðum, en þetta var fyrsti þáttur- inn í fýrirhugaðri þáttaröð, sem á að heita „í hjarta borgarinnar", og verður útvarpað beint frá „Borg- inni“. Hugmyndin er að halda því áfram að hafa spumingakeppni, þar sem samkeppnisaðilar í viðskipta- heiminum etja kappi, og síðan geta menn hlustað á lifandi tónlist og gamanmál, hvort sem er á Hótel Borg, eða inni í stofu heima hjá sér. Utvarpsstöðin Stjaman gekkst fyrir skemmtidagskrá í beinni útsendingu frá Hótel Borg nú á sunnudaginn. Aðalatriðið í dag- skránni var spumingakeppni þar sem áttust við lið frá Sanitas og Vífílfelli, eða „Pepsí og Kók“. Auk þess lék Borgarbandið af fíngrum fram, og þeir Jörandur, Pálmi Gestsson, og Randver Þorláksson fóra með gamanmál. Stjaman hefur áður verið með beinar útsendingar frá Reykjavík, Bauð vinunum í kvöldmat eftir lát sitt Morgunblaðið/Sverrir Starfsmenn Sanitas og Vífilfells skemmtu sér konunglega á skemmtidagskránni, eins og aðrir gestir. sjóð sem á að styrkja efnilega dans- ara til náms. Þrátt fyrir allt þetta örlæti, mun Bob þó hafa skilið eftir meginhluta eigna sinna og auðs handa sínum nánustu. Bob Fosse setti fjölmarga fræga dans- og söngleiki á svið á Broad- way og víðar, og hann leikstýrði m.a. myndinni „All That Jazz“, sem var tilnefnd til 9 Óskarsverðlauna árið 1979, en myndin sú var í aðra röndina sjálfsævisaga Bobs. Hann hreppti ekki hnossið fyrir bestu leik- stjóm í það skiptið, en hann vann Óskarinn fyrir leikstjóm á „Cabar- et“ árið 1973, og það sama ár fékk hann Tony-leiklistarverðlaunin fyrir uppsetningu á Broadway-söng- leiknum „Pippin", og Emmy-verð- laun fyrir að stjóma sjónvarpsþætti Lizu Minelli - afrek sem enginn hefur leikið eftir. Þó að dauða Bobs hafí borið óvænt að, þá vora vinir hans sam- mála um að hann hefði ekki getað hugsað sér að kveðja jarðlífíð á annan hátt - hann dó nefnilega við hlið konu sinnar á leið á framsýn- ingu á endurgerð fyrsta söngleiks síns, „Sweet Charity". Lát danshöfundarins og leik- stjórans Bobs Fosses nú á dögunum var mikið áfall fyrir alla unnendur danslistarinnar, því Bob var aðeins sextugur að aldri, og var enn á fullu við að semja og svið- setja dansa. Bob vildi hins vegar alls ekki að fólk færi að gráta lát sitt í langan tíma, og bauð því bestu vinum sínum í mat upp á sinn kostn- að eftir dauða sinn. Ekki komu miðlar, eða neins ' konar andakukl hér við sögu, heldur vora fyrirmæli í erfðaskrá Bobs þar sem höfðinginn skipaði svo fyrir að 25.000 dalir - eða um ein milljón íslenskra króna - skyldu teknir frá til að 66 nafngreindir vinir hans gætu „fengið sér í gogginn á minn kostnað." Ekki vitum við enn hvort vinimir era búnir að fara í kvöld- mat, en það hefur þá ekki verið dónaleg samkoma, því á listanum vora m.a. Dustin Hoffman, Liza Minelli, Roy Scheider, Jessica Lange, Neil Simon, og E.L. Doct- orow. Auk þessa ánafnaði Bob Fosse öðram vinum sínum, og ýmsum góðgerðarstofnunum, töluvert fé, og ijórar milijónir fóra í að stofna Þau Bo og John Derek segjast vera hæstánægð með að dveljast saman öllum stundum á búgarði sinum. Bo Derek er ánægð í einangrunmni Bo Derek hugsar mikið nm heilsuna, og eyðir miklum tíma í að matreiða hollustufæði fyrir sig og eiginmanninn. álaginu sem starfínu fylgdi, en Bo fékk hann til að taka upp heilsu- samlegri lifnaðarhætti. Þau hjónin taka nú lífínu með stakri ró, og fara oft í langar ferðir á hestbaki um fjöllin, eða fara út á sjó á segl- skútu sinni. John er konu sinni ákaflega þakklátur fyrir að hafa fengið hann til að skifta um stefnu í lífínu; „Bo kenndi mér að elska lífíð“ segir hann. Þau Bo og John era samt ekki alveg sest í helgan stein, þau era að leggja drög að nýrri kvikmynd, og Bo segist hafa áhuga á að leika í tveimur eða þremur myndum í viðbót. Hún segist vilja eignast böm einhvemtíma í framtíðinni, en í augnablikinu er hún hæstánægð með lífið á búgarðinum, þar sem hún dvelur yfírleitt með John 24 Man einhver eftir Bo Derek? Leikkonan sem sló í gegn í myndinni „10“, og var hýllt sem kyntákn níunda áratugarins, hefur ekki sést á hvíta tjaldinu í langan tíma, eftir að hafa leikið jafn hörmuleg hlutverk og frumskógar- konuna Jane í jafri hörmulegri endurgerð gömlu Tarsan-mynd- anna. Bo segist ekki hafa lagt kvik- myndaleik endanlega á hilluna, en hún segist hins vegar vera hæstán- ægð með lífíð svo lengi sem hún fái að lifa í friði með eiginmanni sínum, leikstjóranum John Derek. Þeir vora fáir sem spáðu hjónaband- inu langlífí, þegar John kvæntist hinni 17 ára gömlu Mary Collings, eins og Bo hét þá, fyrir fjórtán áram síðan. Bæði var, að aldursmunurinn á hjónunum var býsna mikill, eða 30 ár, og svo hafði John átt í erfið- leikum með fyrri hjónabönd sín, því Linda Evans og Ursula Andress yfírgáfu hann báðar eftir að hann hafði gert þær að stjömum. John gerði Bo líka að stjömu, en hún hljópst ekki á brott strax á eftir, þvert á móti hefur samband þeirra hjóna orðið nánara og betra eftir því sem árin hafa liðið. Bo og John búa á afviknum stað á búgarði í fjöllunum fyrir ofan Los Angeles, þar sem þau halda hesta sína og hunda. „Það er rétt að við eigum ekki marga vini,“ segir Bo, „en samband okkar Johns er mjög náið, og við þurfum í raun ekki á öðram að halda.“ John var eitt sinn vinnusjúklingur, og hann var orðinn veill fyrir hjarta af streitunni og Höfðinginn Bob Fosse ásamt vinkonu sinni, Lizu Minelli, sem fékk að borða á kostnað Bobs ásamt 65 öðrum útvöldum. tíma á sólarhring. fclk í fréttum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.