Morgunblaðið - 09.10.1987, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 09.10.1987, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 1987 25 i ínv STATIOK Reuter Starfsmaður útvarpsstöðvar í höfuðborg Filippseyja hengir tilkynn- ingu um lokun stöðvarinnar á vegg útvarpshússins. Aquino neitar að grípa til herlaga Maníla, Reuter. CORAZON Aquino, forseti Filippseyja, hundsaði í gær áskoranir ýmissa aðila um að setja herlög til þess að auðvelda sér baráttuna gegn öflum, sem sögð eru undirbúa valdarán. Uppreisnarmenn í her landsins og hægri sinnaðir stjómmálamenn hafa sakað Aquino um linku í barát- tunni gegn uppreisnarmönnum kommúnista. Hafa þeir sagt forset- ann bera ábyrgð á því að kommún- istar séu nú í sókn. Fidel Ramos, yfirmaður herafla Filippseyja, sagði á miðvikudag að hópar hægrisinna undirbyggju vald- arán og væri talið að reynt yrði að láta til skarar skríða fyrir næstu mánaðamót. Af þessum sökum hefur við- búnaður verið efldur í höfuðborg- inni og hermenn hliðhollir Aquino hafa tekið sér stöðu á hverju götu- homi. í dögun í gær var síðan þremur útvarpsstöðvum lokað. Voru þær sagðar hafa útvarpað áróðri frá byltingaröflum. Stjómin setti í gær fé til höfuðs Gregorio Honasan, ofursta, sem var höfuðpaurinn í byltingartilraun 28. ágúst síðastliðinn. UNESCO: M’bow heldur sínu, en Spán- verjinn sækir á „Þurfum að endurskoða veru okkar í stofn- uninni, sigri M’bow,“ segir Birgir Isleifur Gunnarson, menntamálaráðherra í ANNARRI umferð kosninga til embættis framkvæmdastjóra UNESCO, Menningarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, fékk Sene- galinn Amadou Mahtar AVbow aftur flest atkvæði, eða 18 talsins. Hann stendur því stað f. 4 fyrstu umferð. Spánverjinn Federico Mayor sótti hins vegar á og fékk níu atkvæði í stað sex áður. Pakist- aninn Sahabzada Yaqub Khan fékk hins vegar 12 atkvæði, fjórum færri en á miðvikudag. Birgir ísleifur Gunnarson, menntamálaráð- herra, sagði í samtali við Morgunblaðið að það væri ekkert launung- armál að Islendingar vildu ekki að M’bow yrði áfram framkvæmda- stjóri og að þeir hlytu að taka aðild sína að stofnuninni til rækilegrar endurskoðunar næði M’bow kjöri. Stjómarerindrekar við UNESCO í París, en þar hefur stofnunin að- setur, sögðu að líklegt mætti teljast að Mayor fengi fleiri atkvæði í þeim þremur umferðum, sem eftir er og töldu ólíklegt að úrslit réðust fyrr en síðla í næstu viku. ísland á nú fulltrúa í fram- kvæmdastjóm UNESCO, en það er Andri ísaksson. Norðurlönd eiga sitt hvom fulltrúann og hafa skipst á setu í stjóminni. Hinn Norður- landabúinn er Svíi og hafa fulltrúar Norðurlanda vanalega með sér nokkurt samráð. í samtali við Birgi ísleif Gunnar- son kom fram að enn væri mikil tvísýna í framkvæmdastjóravalinu. Hann sagði þó að sú staðreynd að M’bow hefði ekki unnið á benti til þess að menn væru smeykir við að ljá honum atkvæði sitt. „Fylgi hans meðal Afríku- og arabaríkja er held- ur ekki einhlítt, svo að hann stendur ekki jafntraustum fótum og áður,“ sagði Birgir. Varsjárbandalgsríkin hafa til þessa stutt Búlgaríumanninn Nik- olai Todorov, en talið er að þau munu beina atkvæðum sínum ann- að, þar sem ljóst má vera að hann hlýtur ekki brautargengi og kunna þau atkvæði, sex talsins, að skipta sköpum í kjörinu. M’bow hefur til þessa þóu hallur undii austantjalds- ríkin og var Birgir ísleifur því spurður hvort þau myndu ekki styðja M’bow. „Það er reyndar ekki víst að þau gefí neitt eftir með sinn mann, en Andri Isaksson telur ólík- legt að þau styðji M’bow að svo komnu máli.“ Fréttaskýrendur telja nær öruggt að kommúnistaríkin styðji ekki Pakistanann, svo Birgir var spurður hvort ekki væri líklegt að þau styddu Mayor. Hann vildi ekki leiða neinum getum að því, en benti á að sumir væntu enn nýs frambjóðanda til málamiðlunar. M’bow hefur verið harkalega gagnrýndur af mörgum, meðal ann- ars fyrir að draga taum kommúnist- arílq'a, en þó aðallega fyrir að vera andsnúinn öllu því sem vestrænt getur talist. Þá þykir mörgum ekki einleikið hversu mörg skyldmenna og vina M’bows hafa verið ráðin í ábyrgðarstöður hjá UNESCO. Hafa sumir líkt stofnuninni við fjölskyl- dufyrirtæki þar sem klíkuskapur, spilling, fjáraustur og geðþóttaá- kvarðanir M’bows ráði ferðinni. Bandaríkin og Bretland, sem lögðu til bróðurpartinn af fjármun- um stofnunarinnar, hættu aðild sinni að henni árin 1984 og 1985, þar sem þeim þótti lítið sem ekkert tillit til sín tekið, þrátt fyrir að það væru þau sem borguðu brúsann. 21/" Hm- 4 s CD > Þar sem fagmennirnir versla erþéróhætt BYKO KÓPAVOGI siml 41000 HAFNARFIRÐI símar 54411 og 52870 FISKELDIS- OG FISKVINNSL USTÖÐVAR l'éj' 'vl-, sCo( ‘ é siV’. c • &•*,' MF80 mjúkísvélin erauövitaö frá SCOTSMON , stærsta ísvélaframleiðanda heims. Viö bjóðum einnig fleiri stærðir af þessum frábæru mjúkísvélum frá SCOTSMQN GERÐ AFKÖST ORKUÞÖRF MF40 380 kg 1 kw MF50 600 kg 2 kw MF 60 1200 kg 2,5 kw MF 80 2400 kg 4 kw Vélarnar eru úr ryðfriu stáli eöa málaöar • vatns eöa loftkældar* ein eöaþriggjafasa • 220/380volt • eininga-uþpbyggöar • þægilegar í • uþpsetningu • einstaklega hljóölátar • LEITIÐ NÁNARI UPPLÝSINGA • | —| SCOTSMPN LITÆKNI Súðarvogi 20, 104 Reykjavik simar 84580 — 30031

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.