Morgunblaðið - 09.10.1987, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 09.10.1987, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 1987 ii Morgunblaðið/GSH Breska silfurliðið á Evrópumótinu í Brighton: Frá vinstri eru John Armstrong, Tony Forrester, Raym- ond Brock, Rob Sheehan, Tony Priday fyrirliði, Graham Kirby og Jeremy Flint. Jón opnaði í 3. hendi á 4 hjörtum, Forrester doblaði, Sigurður passaði og Brock sagði 4 spaða. Þar sem menn fá ekki 9-lit á hendina á hveij- um degi sagði Jón B hjörtu sem Forrester doblaði. Hann spilaði út laufakóng og Sigurður lagði niður: S. Á1098 H. 1087 T. K7 L. 8732 Eitthvað virðast köllin hafa farið úrskeiðis hjá Bretunum því Forrester reyndi næst að taka laufaásinn. Jón trompaði, tók hjartaás og spilaði tígli. Ásinn lá rétt svo spaðataparinn fór niður og Jón fékk 850. Við hitt borðið opnaði Sheehan á 4 laufum, sterkri 4ra hjarta opnun, Ásgeir doblaði og Flint sagði 4 hjörtu. Aðalsteinn sagði 4 spaða, Sheehan 5 hjörtu sem Ásgeir doblaði. Aðalsteinn spilaði út laufi og nú skipti Ásgeir auðvitað í spaða þar sem vesturspilin sáust. 14 impar til íslands. Bretar fengu 8 impa í næsta spili þegar Ásgeir tapaði snúnum 3 grönd- um sem hægt var að vinna, meðan Forrester spilaði bút. Staðan var því ekki of glæsileg þegar kom að spili 26. Þar átti Jón Baldursson þessi spi! í vestur þegar allir voru á hættu: S. K76 H. ÁD T. ÁKD94 L. Á103 Sigurður opnaði í 1. hendi á eðli- legu laufí og sýndi síðan jafnskipta hendi með 12-14 punkta, 4-lit í spaða, fyrirstöðu í laufí og hjarta og síðan, í svari við trompspumingu, eitt há- spil í spaða. Ef tígullinn gaf 5 slagi gat Jón talið 12 slagi, þe. 2 á spaða, 3 á hjarta, 5 á tígul og 2 á lauf. Sá 13. gat verið laufadrottning, eða komið með spaða- eða laufsvíningu ef Sig- urður átti gosana. Auk þess voru þvingunarmöguleikar ef ekkert af þessu gekk eftir. Jón taldi stöðuna í leiknum aukþess bjóða upp á að taka áhættu og sagði því 7 grönd. Sigurður átti: S. AG93 H. K32 T. G2 L. K854 Eftir hjartaútspil tók Sigurður nokkra slagi áður en hann svínaði spaðagosa - sem hélt. 13 slagir og 13 impar til íslands þegar Flint og Sheehan létu sér nægja 6 grönd. Nú var staðan í hálfleiknum svotil jöfn og leikurinn stóð í 16-14 fyrir Breta. I leik Noregs og Hollands hafði bilið hinsvegar aukist stöðugt svo leik- urinn var í 25-5 fyrir Holland. Ef þessi munur héldist í báðum leikjum voru íslendingar komnir í 3. sæti en Norðmenn dottnir í 4 sæti. En Norðmennimir ungu voru ekki á því að gefast upp. í síðustu sex spilunum söxuðu þeir jafnt og þétt á forskot Hollendinga og tókst að vinna til baka um 50 impa og tapa aðeins 13-17. Þeir enduðu því með 406 stig. Þau úrslit voru Ijós þegar 2 spil voru eftir í leik íslands og Breta. Bretamir höfðu fengið 7 impa sam- tals í spilum 27-30 og vom 16 impum yfír í leiknum. Þeir þurftu að vinna með 18 impa mun, eða 18-12, til að tryggja sér 2. sætið; ísland þurfti hinsvegar að vinna með 4ra impa mun eða 16-14 til að ná 3. sætinu. í næstsíðasta spili fékk ísland 5 impa og Bretar J)urftu því 7 impa í síðasta spili en Islendingar 15 til að ná verðlaunasæti. Síðasta spilið var sveifluspil en ekki í rétta átt: Vestur gefur/AV á hættu. Norður ♦ D74 ♦ 1075 + ÁG109543 Vestur Austur ♦ 1095 ♦ K3 ♦ 962 111 ♦ ÁD1085 ♦ G432 ♦ ÁK86 ♦ K62 ♦ 87 Suður ♦ ÁG862 ♦ KG743 ♦ D9 ♦ D Opinn salur: Vestur Norður Austur Suður JB Forrester SSv Brock pass 3 lauf 3 hjörtu pass pass dobl a.pass Lokaður salur: Veatur Norður Austur Suður Sheehan ÁA Flint AJ 1 lauf 2 grönd dobl 3 lauf pass pass 3 hjörtu a.pass Forrester opnaði eðlilega á 3 lauf- um og Sigurður sagði jafn eðlilega 3 hjörtu. Brock vildi ekki taka neina áhættu með dobli, en þegar kom aft- ur að Forrester hugsaði hann sig lengi um á eigin mælikvarða. Zia, sem skýrði spilið, sagðist vera viss um að Forrester myndi dobla: hann átti bestu skiptingu til að úttektardobla eftir opnunina auk þess sem hann átti ás í vöm ef til kæmi. Það fór eftir og' Brock passaði doblið feginn niður. 3 hjörtu fóm tvo niður og Bretamir fengu 500, mjög góða tölu. I lokaða salnum þóttust Flint og Sheehan spila passkerfi, en það byggðist á því að „opnun“ á passi kom í stað eðlilegrar laufopnunar, en opn- un á 1 laufi sýndi 0-11 punkta. Ég kem ekki auga á hvaða kosti þessi viðsnúningur hefur í för með sér því andstæðingunum er enginn grikkur gerður og Bretamir vom lítið betur settir þótt þeir gætu bytjað einni sögn neðar. Sheehan opnaði semsagt á veiku laufi og Ásgeir „opnaði" á 2 gröndum, sem sýndu veika hindrun í einhveijum lit. Síðan þróuðust sagnir svipað og í opna salnum nema hvað Ásgeir pass- aði út 3 hjörtu. Hann var þó í betri aðstöðu en Forrester til að enduropna með dobli, því hann átti algert hám- ark fyrir sinni opnun. Flint slapp síðan 1 niður, Bretamir græddu 9 impaogunnu leikinn 18-12, nákvæmlega það sem þeir þurftu til að krækja í 2. sætið því þeir höfðu unnið Norðmenn 14-16 í innbyrðis- leik. ísland varð í 4-5. sæti ásamt Pólveijum sem skutust upp að hlið- inni á þeim með stómm sigri í síðustu umferð. En Svíamir vom ömggir sig- urvegarar þegar þeir unnu Frakka 22-8 í síðasta leiknum. Magnús G. Gunn- laugsson bóndi Ytra-Ósi - Minning Fæddur 28. febrúar 1908 Dáinn 10. september 1987 Foreldrar hans voru hjónin Marta G. Magnúsdóttir frá Hala- koti í Flóa, Einarssonar prentara og Gunnlaugur Magnússon, bóndi á Ósi, Magnússonar bónda og hreppstjóra á Hrófbergi. Magnús ólst upp við venjuleg sveitastörf er voru honum alla tíð nærstæð. Á uppvaxtarárum hans voru færri tækifæri til skólagöngu en nú er. Auk venjulegrar heimafræðslu lauk hann námi frá Héraðsskólan- um að Núpi 1927. Gæfudagur hans var 6. febrúar 1932 er hann kvæntist eftirlifandi konu sinni, Aðalheiði Þórarins- dóttur, alþingismanns og bónda á Hjaltabakka og konu hans Sigríðar Þorvaldsdóttur. Þau Magnús og Aðalheiður hófu búskap á prestsetrinu Stað í Steingrímsfirði 1934, en fluttist að Ytra-Ósi 1938 og bjuggu þar megin hluta starfsævinnar eða til 1980 að þau fluttust til Reykjavík- ur þar sem Magnús vann við ýmis störf þar til hann fékk aðkenningu af þeim sjúkdómi er nú lagði hann að velli. Var annars orðinn merki- lega hress eftir fyrra áfallið. Eftir að þau hjón fluttu suður, var sumardvöl „heima" ein af þeim munaði er þau létu eftir sér. — Og þá heimsóttu þau ævinlega okkur Ingu að Svanshóli eða í Hól þar sem við gátum í næði rifjað ýmislegt upp frá manndómsárun- um. Okkar á milli kölluðum við hvorn annan Magga og Munda og þann hátt hef ég á eftirleiðis í þessum minningarorðum. Þegar þessi vinur minn og starfsfélagi er allur, bregða fyrir hugskotssjónum mínum fjölmarg- ar óafmáanlegar myndir. Fyrstu kynnin voru við sundnám í Hveravíkurlaug, dásamlega vor- daga 1926 er Theodór Þorláksson kenndi þar sund. Næsta vor hafði Filippus bróðir hans þann starfa á hendi, en þeir bræður, ásamt Steina á Nesi voru bestu sundmenn í héraðinu. Maggi var auk þess knár leik- fímis- og fijálsíþróttamaður. Hann var síðar í fimleikaflokknum á Al- þingishátíðinni á Þingvöllum, er sýndi við mikla hrifningu áhorf- enda. Maggi var unnandi íþrótta og félagsmála til lokadags. Enda voru fá þau félagasamtök í Hrófbergs- hreppi og í héraði sem hann var ekki í forystu. Þótti sumum undra- vert hvað hægt var að hlaða af slíkum störfum á bónda í fullu starfí. Ætli konan hafí ekki gert honum það kleiít með því að bæta við starf sitt. En hér var um harðduglegan baráttufúsan mann að ræða sem í engu hlífði sér þegar á hólminn var komið. Ég hætti mér ekki út á þá braut, að reyna að telja upp öll trúnaðarstörf hans. Eitt er víst, að hann var lengi í sveitarstjórn, oddviti og hreppstjóri. Leið okkar lá dijúgan tíma sam- an í stjóm Kaupfélags Steingríms- fjarðar (KSH) _ og í sýslunefnd Strandasýslu. Á þeim vettvangi kom glögglega fram hæfni hans í fáguðu máli ásamt lagni við að sætta mismunandi sjónarmið. Trú- fastur bindindismaður var hann alla ævi á tóbak og áfengi. Fölskvalaus samvinnumaður og treysti Framsóknarflokknum best fyrir umboði dreifbýlisins á lög- gjafaþinginu og annarstaðar. Minnisstæðasta samstarfíð og dugnaður hans er þó ef til vill þeg- ar við, ásamt öðmm góðum mönnum, unnum að byggingu heimavistarbamaskólans á Klúku og félagsheimilisins Laugarhóls. Ötulleiki hans og áhugi var engin gervimennska. Minna mætti á fjöl- margar framfarir sem hann lét sér ekki óviðkomandi. Eitt var það í fari hans, sem fáum öðmm var gefið og lífgaði oft upp á ströngum mannfundum, og við eril starfsins. Það var hag- mælskan. Hún var svo eðlislæg að engu virtist skipta hvort hann ræddi í stuðluðu eða óbundnu máli. Á fundum var þetta skemmti- leg upplifan. Faðir hans og föðurafí vom talandi hagyrðingar svo þetta er góð ættarfylgja. Og böm þeirra Magga og Öllu hljóta að hafa erft þessa sérgáfu þar sem móðir þeirra er síst eftirbátur á þessu sviði. Ljóð hennar og stökur em snjöll og fáguð svo sem best má vera. Hún er fljúgandi hagmælsk. Strandapósturinn ber þess vitni. Maggi var karlmannlega vaxið snarmenni. Hjálpsamur við þá er með þurftu svo sem hann átti kyn til og ekki latti konan slíkt. Hann var heill í samstarfi og ódeigur að styðja og leggja fram djarfar áætl- anir, ásamt því að vera í fremstu víglínu. Manna fúsastur til að bera sáttarorð á milli andstæðra afla. Þau Maggi og Alla áttu bamaláni að fagna sem öll era vel gerð til 'nuga og handa ásamt augljósum glæsileik og hlýju viðmóti. Þau em þessi: Sigríður Þóra, maður Ríkarður Jónatansson flugstjóri. Marta Gunnlaug, maður Svavar Jónatansson verkfræðingur. Nanna, sambýlismaður Hrólfur Guðmundsson bifreiðastóri. Þórar- inn, kona Sigríður Austmann Jóhannsdóttir hjúkmnarfræðingur en Þórarinn er verkfræðingur að mennt og starfar sem slíkur. Öll em þau búsett syðra nema Nanna er á Hólmavík þar sem hún hefur sauðfjárbú ásamt öðmm störfum. Um þessa dóttur sína sagði faðir hennar, að án glöggskyggni henn- ar við sauðfé og dugnað, gæti hann vart hugsað sér sauðfjárbú- skap. Eftir litla dvöl „heima“ í sumar kom fyrirboði hinsta kallsins svo halda varð suður í skyndingu þar sem síðasta andvarpið var tekið. Við leiðarlok þakka ég þessum vini mínum samstarf og ótal gleði- stundir um leið og við Inga vottum öllum aðstandendum okkar dýpstu samúð. Að Görðum á Álftanesi faðmar móðir jörð þetta bam sitt óijúfandi örmum. Að lokum niðurlag á kvæðimi Strandastofn eftir Aðalheiði. „Sigrum áhrif vinds og veðra, vinnum, ræktum nakinn svörð. Þá mun andi okkar feðra ávalt blessa Steingrímsfjörð." Góðra manna samfylgd er gulli betri. Ingimundur á Hóli Kveðja: Börge Hillers Fæddur 3.júní 1915 Dáinn 2. október 1987 Kveðja frá sonarsonum. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskiinaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V.Br.) Davíð Arnar, Birgir Ottó og Óttar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.