Morgunblaðið - 09.10.1987, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIP, FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 1987
9
r
I Domus Medica sem og í Veitingahöllinni
sjálfri í Húsi verzlunarinnar er eingöngu
boðið uppá fyrsta flokks mat og þjónustu á
öllum sviðum:
ÁRSHÁTÍÐIR
BRÚÐKAUPSVEISLUR
SÍÐDEGISBOÐ
ERFIDRYKKJUR
AFMÆLISVEISLUR
RÁÐSTEFNUR
HÁDEGISFUNDI
ALMENNA FUNDI
GLÆSILEGT ÚRVAL AF VEITINGUM
MARGSKONAR HLAÐBORÐ
BLÖNDUÐ HLAÐBORÐ
FISKIHLAÐBORÐ
STEIKARHLAÐBORÐ
SMURTBRAUÐ
PINNAMAT
HEITIR RÉTTIR EFTIR VALI
DOMUS MEDICA
Símar 685018-33272.
m
'wjMlliri,
VEÍHNGARHAIIAVEISllIR
ÍDOMUS
MEDICA
Veitingahöllin hefur nú tekið að sér rekstur
salanna í Domus Medica og getur nú boðið
viðskiptavinum sínum uppá glæsilega að-
stöðu fyrir 50-250 manna veislur og
mannamót.
Tjarnarbakkinn
Tjörnin og fuglalífið þar hefur lengi verið yndi Reykvíkinga. Þess
vegna hafa framkvæmdir sem snerta Tjörnina verið mjög við-
kvæmar og upndeildar meðal borgarbúa, eins og eðlilegt er. Á
fundi borgarstjórnar Reykjavíkur sl. fimmtudag var samþykkt
að gera breytingar á austurbakka Tjarnarinnar með eins og
hálfs metra breiðri malarfyllingu út í hana. Vel má vera, að
þessar breytingar verði til þess að umhverfi Tjarnarinnar verði
meira aðlaðandi. Engu að síður er eftirtektarvert að rifja upp
þrjár fréttir, sem birzt hafa í Morgunblaðinu um austurbakka
Tjarnarinnar.
„Misskilning-
ur eöa vís-
vitandi rang-
færslur“
Hinn 12. septcmber
1986 birtist frásögn i
Morgunblaðinu af um-
rœðum í borgarstjóm
Reykjavíkur nokkrum
dögum áður um deili-
skipulag Kvosarinnar,
sem svo var nefnd, þ.e.
miðbæjarins. I frásögn
blaðsins var vitnað til
ræðu Vilþjálms Þ. VU-
þjálmssonar, formanns
skipulagsnefndar
Reykjavíkur, en í þessari
frásögn sagði m.a.: „Vil-
þjálmur sagði það
misskilning eða vísvit-
andi rangfærslur að
breikka eigi götur gífur-
lega, sneiða græn svæði
af Hljómskálajium og
ráðast langt út i Tjöm,
eins og einhver borgar-
fulltrúi hafði fullyrt.“
Uppfylling
ekkitil
frambúðar,
nema...
í Morgunblaðinu hinn
16. júlí sl. birtist svohijóð-
andi frétt: „Bráðabirgða-
viðgerð á Tjamarbakk-
anum. Borgarráð hefur
samþykkt að gerð verði
bráðabirgðaviðgerð á
Tjamarbakkanum með-
fram Fríkirkjuvegi og
við Vonarstræti. Að sögn
Björas Friðfinnssonar,
framkvæmdastjóra, lög-
fræði- og stjómsýslu-
deildar, verður lagður
\ malarkantur meðfram
bakkanum til að auð-
velda viðgerð og vama
því, að hann hryiyi. Júlí-
us Hafstein, formaður
umhverfismálaráðs,
sagði, að kanturinn væri
að hrynja og væri að
auki hættulegur á köfl-
um. Fyrirhuguð uppfyll-
ing er ekki hugsuð til
frambúðar nema og ef
að ákvörðun verði tekin
um að breikka Fríkirkju-
veginn. Þess vegna er
ekki ástæða tíl að fjalla
um uppfyllinguna í um-
hverfismálaráði," sagði
Júlíus.
Malarfyliing-
út í Tjömina
í Morgunblaðinu sl.
laugardag birtist svo-
hjjóðandi frétt: „Á fundi
borgarstjómar á
fimmtudag - vom sam-
þykktar breytingar á
austurbakka Tjamarinn-
ar, þar sem gert er ráð
fyrir eins og hálfs metra
breiðri malarfyllingu út
i hana. Með þessari
breytíngu, sem áður
hafði verið samþykkt i
umhverfismálaráði að tíl-
lögu garðyrkjustjóra, er
gert ráð fyrir að færa
umferð gangandi fólks
meðfram austurbakkan-
um fjær bflaumferð og
að gera umhverfi Tjam-
arinnar meira aðlaðandi
með bekkjum og tijá-
gróðri. Siguijón Péturs-
son og Guðrún
Ágústsdóttir, Alþýðu-
bandalagi, mæltu gegn
þessum breytingum, þar
eð þau töldu þær miða
að þvi að gera breikkun
Fríkirkjuvegarins auð-
veldari. Lagfæringamar
á Tjamarbakkanum vom
samþykktar i borgar-
stjóm með tveimur
mótatkvæðum."
VERIÐ VEL KLÆDDIVETUR
Iðunnarpeysurá
dömur,
herra
og börn.
Dömublússurfrá
OscarofSweden.
Dömubuxur, pils
og buxnapilsfrá
GARDEUR.
Verslunin er opin daglega frá kl. 9-18,
laugardagafrá kl. 10-16. Kreditkortaþjónusta.
/ f PRJÓNASTOFAN
Uduntv
verslunin v/Nesveg, Seltjarnarnesi.