Morgunblaðið - 09.10.1987, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 09.10.1987, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 1987 15 Reiðubúnir til náins sam- starfs við fiskvinnsluna - segir Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Verkamannasambands íslands „Mér finnst þetta ákaflega athyglisvert og get tekið undir margt af því sem forseti AJ- þýðusambands Vestfjarða segir. Við erum reiðubúnir til þess að aðstoða fiskvinnsluna, sem við teljum að verulega hafi hallað á. Við erum tilbúnir að taka upp náið samstarf við fiskvinnslueigendur til þess að efla greinina,“ sagði Guðmund- ur J. Guðmundsson, formaður Verkamannasambands íslands, aðspurður um ummæli Péturs Sigurðssonar, forseta Alþýðu- sambands Vestfjarða, í Morg- unblaðinu á miðvikudag, þess efnis að verkafólk og vinnuveit- endur taki höndum saman um að veija fiskvinnsluna. „Ég held að það sé þjóðarheill í veði að þessir aðilar snúi bökum saman. Fiskvinnsla á íslandi á það í vök að verjast, að það veitir ekki af kröftum beggja," sagði Guðmundur ennfremur. Hann benti á að þessir aðilar hefðu stað- ið sameiginlega að námsskeiðum fyrir fiskvinnslufólk og þar hefði náðst mjög góður árangur. „Ég er ekki f minnsta vafa um það að nánara samstarf yrði báð- um aðilum til farsældar. Hins vegar erum við ekki á því að hag- ur fiskvinnslunnar liggi í því að pína laun fiskvinnslufólks niður. Það verður bara til þess að hún verður enn frekar undir en verið hefur," sagði Guðmundur. Hann sagði að það væru miklir ónýttir möguleikar í fiskvinnsl- unni og hún ætti að vera tilbúin til samstarfs við verkafólk um að efla hana. „Hinu er ekki að leyna að okkur finnst fiskvinnslan eiga ákaflaga takmörkuð ítök í Vinnu- veitendasambandinu," sagði Guðmundur að lokum. Fundur VSI og ASA á mánudag FORS V ARSMENN Vinnuveit- endasambands íslands halda til Egilstaða á mánudag til fyrsta fundar við fulltrúa Alþýðusam- bands Austurlands um nýja kjarasamninga. Áður en samn- ingafundurinn hefst verður haldinn fundur með fiskverkend- um á Austurlandi. Fundur fiskvinnslunefnda VSÍ og Verkamannasambands íslands á þriðjudag varð árangurslaus. Annar fundur þessara aðila verður ekki fyrr en eftir fund Vinnuveitenda- sambandsins með Alþýðusambandi Austurlands. SýniríFÍM- salnum MARGRÉT Jónsdóttir opnar sýn- ingu í FÍM-salnum í Garðastræti 6 í dag, föstudaginn 9. október. Þar sýnir hún olíumálverk sem eru ÖU máluð á þessu ári. Margrét stundaði nám í _Mynd- lista- og handíðaskóla íslands 1970-1974 og framhaldsnám við Saint Martin’s School of Art í Lon- don 1974-1976. Margrét var einn af stofnendum Gallerí Suðurgata 7 og starfaði við það árin 1977-1981. Hún hefur tekið þátt í sýningum bæði hér heima og erlendis og má þar t.d. nefna sýningar í Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Finnlandi, It- alíu, Englandi, Póilandi og Banda- rílqunum. Sýningin í FÍM-salnum er opin daglega kl. 14-19 og stendur til 25. október nk. Ólaf s víkurvegur: Lægsta til- Vegna þess að: er með innbyggðum herði hefur sérlega fallega áferð er því létt að þrífa þekur algjörlega í 2-3 umferðum boð 59% af kostnaðar áætlun SIGURÐUR Vigfússon, Bjarnar- fossi í Staðarsveit, átti lægsta tilboð í lagningu Ólafsvíkurveg- ar á SnæfeUsnesi, frá Vegamót- um að Hofsstöðum. Tilboð hans var 4,3 milljónir kr., sem er 59% af kostnaðaráætlun Vegagerðar- innar en hún var 7,2 milljónir kr. Umræddur vegarkafli er 2,5 km að lengd og á verktakinn að ljúka verkinu 25. júlí næsta sumar. Sex fyrirtæki buðu í veginn og voru til- boð allra töluvert innan við kostnað- aráætlun verkkaupa. Dagur frímerk- isins í dag DAGUR f rímerkisins er í dag föstudaginn 9. október. Af því tílefni hefur ísafolda- prentsmiðja hf. gefið út bókina íslensk frímerki 1988. Þetta er 32. útgáfa þessarar bókar sem er 112 bls. að stærð. Höfundur bókarinnar er Sig- urður H. Þorsteinsson -nýja Ijósa línan Fæst í öllum helstu málningarverslunum Efnaverksmiðjan Sjöfn Aknrevri Sími QR-91 Aflfl

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.