Morgunblaðið - 09.10.1987, Blaðsíða 23
Alusuisse
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 1987
23
Vonir bundnar við
leirsíuframleiðslu
Umferðarslys
á Ibiza
Sjö létust og 20 slösuðust á
miðvikudag er langferðabifreið
og mótorhjól lentu í árekstri á
eyjunni Ibiza undan Spánar-
ströndum. Um borð í áætlunar-
bifreiðinni voru vestur-þýskir
ferðmenn. Eldur blossaði upp
í bifreiðinni og létut sjö far-
þegar auk ökumanns mótor-
hjólsins. Átta þeirra sem
slösuðust voru fluttir flugleiðis
upp á meginlandið og dveljast
þeir á sjúkrahúsi í Valencia.
möguleikum síanna innan Alusuisse
og er talið víst að þær eigi framtíð
fyrir sér í efnaiðnaði ogjafnvel í sam-
bandi við umhverfisvemd.
Spánn:
Arsenik til
að „lækna“
lauslæti
karlanna
Valencia, Reuter.
FJÓRAR konur hafa verið hand-
teknar í nágrenni Valencia fyrir
að byrla eiginmönnum sinum ars-
enik til þess að „lækna“ þá af
meintu lauslæti.
Upp komst um gjörðir kvennanna
er lögreglustjóri í smábænum Alaqas
í Valencia-héraði var lagður inn á
sjúkrahús þungt haldinn. Við rann-
sókn kom í ljós að hann hafði innbyrt
litla skammta af arseniki i langan
tíma. Eiginkona hans, sem hafði sak-
að hann um framhjáhald, viðurkenndi
að hún hefði ætlað að „lækna" hann
af lauslætinu með því að gefa honum
arsenik í kaffí. Lögreglan hleraði
símtöl milli kvennanna þar sem þær
ræddu árangur „læknisaðgerðanna".
Voru fjórar konur færðar til yfir-
heyrslu eftir hleranimar og er í
athugun hvort þær verða ákærðar.
Reuter
Ostur fyrir árið í Sviss
Þessi helmingur af stórum svissneskum osti, sem maðurinn
á myndinni handfjatlar brosandi, vegur um 45 kíló, en það
mun vera það magn og þriggja manna meðalfjölskylda í
Sviss sporðrennir á ári hveiju.
Moskva:
••
Oryggisverðir hand-
taka andófsmenn
Moskvu, Reuter.
HJÓN á miðjum aldri, sem
mótmæltu stjórnarskrárbrot-
um stjórnvalda, voru hand-
tekin skammt frá Kremlar-
múrum í fyrradag. Tveir
menn til viðbótar voru hand-
teknir fyrir að krefjast þess
að almenningi yrði gert fijálst
að flytjast úr landi.
Hjónin héldu mótmælaspjöldum
á lofti þar sem andmælt var brotum
stjómvalda gegn ákvæðum stjóm-
arskrárinnar en á miðvikudag vom
tíu ár liðin frá því_ ný stjómarskrá
var leidd í lög. Á örskotsstundu
flykktust að lögreglumenn og óein-
kennisklæddir öryggisverðir og
handtóku þeir hjónin.
Fyrr um daginn höfðu tveir
menn krafist þess að þeir sem þess
æsktu fengju leyfi til að flytjast
frá Sovétríkjunum. Bám mennimir
spjöld og vora þau hrifsuð af þeim
áður en þeir vom dregnir inn í
lögreglubifreið.
Samkvæmt reglugerð sem lög-
leidd var í síðasta mánuði er með
öllu óheimilt að hafa í frammi
mótmæli á Rauða torginu og í
miðborg Moskvu. Vilji menn efna
til fjöldasamkundu annars staðar
í borginni þurfa þeir að afla sér
sérstakrar heimildar yfirvalda.
ZUrich, frá önnu Bjarnadóttur, fréttaritara MorgunblaOsinB.
ALUSUISSE hefur hafið starfsemi fyrstu SELEE Ieirsíuverksmiðjunn-
ar í Evrópu. Hún er i Sierre í Sviss og var tekin í notkun í siðustu
viku. Síuraar era notaðar til að hreinsa málm í fljótandi formi við
álframleiðslu og eykur það gæði fullfrágenginnar vöru. Þær hafa
hingað til aðeins verið framleiddar í Bandaríkjunum en Alusuisse
stefnir nú inn á nýja markaði og bindur miklar vonir við verksmiðjuna
í Sierre.
„Opnun hennar er mikilvægt skref
í átt að nýju Alusuisse," sagði Theod-
or M. Tschopp, framkvæmdastjóri
álframleiðslusviðs, við opnunarathöfn
í Sierre. Alusuisse steftiir að því að
minnka hlut álframleiðslu innan fyrir-
tækisins verulega á næstu árum og
opnun verksmiðjunnar er þróun í þá
átt.
Risa-gedda
gleypir hund
Moskvu, Reuter.
HUNDUR lifði af að vera gleypt-
ur af risastórri geddu að sögn
útvarpsins í Moskvu.
Hundurinn hvarf þegar hann var
að synda yfír ána Pechora í norðan-
verðri Síberíu. Hann var að synda
til húsbónda síns sem var á veiðum
hinu megin árinnar. Rétt eftir að
hundurinn hvarf beit á hjá hús-
bónda hundsins og hann náði á land
risastórri geddu. Ut úr skolti gedd-
unnar sást í skott hundsins.
Maðurinn risti fiskinn á kvið og út
stökk hundurinn geltandi og hafði
ekki orðið meint af.
Að sögn Moskvu-útvarpsins var
fískurinn rétt tæpir 2 metrar á
lengd og vó 52 kfló.
Núverandi varaforstjóri SELEE,
Jim Dore, fann leirsíumar upp fyrir
tæpum fimmtán árum. CONALCO,
dótturfyrirtæki Alusuisse í Banda-
ríkjunum, framleiddi síumar í upphafi
aðeins fyrir verksmiðjur Alusuisse en
árið 1978 var tekið að selja þær á
almennum markaði. Þær eru nú seld-
ar í 46 löndum og 160 manns starfa
hjá fyrirtækinu, en það varð sjálf-
stætt dótturfyrirtæki Alusuisse fyrr
á þessu ári. Verksmiðjan í Sierre á
að þjóna mörkuðum í Evrópu, Mið-
Austurlöndum og Afríku.
Komið hefur í ljós að nota má
síumar við framleiðslu annarra
málma en áls. Nú er verið að stækka
SELEE verksmiðjuna í Bandaríkjun-
um og mun hún brátt framleiða síur
fyrir stáliðnað. Verksmiðjan í Sierre
mun hefja síuframleiðslu fyrir jár-
niðnað snemma á næsta ári. Unnið
er að rannsóknum á frekari markaðs-
ERLENT
Hvíldar, hressingar og heilsubótarferð
eldri borgara á luxushótelið
Sandansky
"R 1-^ -w*
2ja og 3ja vikna hressingardvöl á luxus heilsubótarhóteli. íslensk
hjúkrunarkona með í ferðinni. 5000 kr. afsláttur fyrir ellilifeyrisþega.
Hægt er að fara sérferðir til Saloniki í Grikklandi og ýmissa staða í
Búlgaríu.
Mögulegt er að dvelja nokkra daga í Kaupmannahöfn í upphafi og lok-
uhi ferðar.
ERUM FLUTTI MIÐBORGINA
FERÐA^VAL hf
Hafnarstræti 18
sími 14480 - 12534