Morgunblaðið - 09.10.1987, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 09.10.1987, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 1987 Þreifingar um myndun meirihluta á Ólafsvík: Bæjarsljóri ver gerðir sínar á borgarafundi Ólafsvfk. Frá Benedikt Stefánssyni blaða ÞREIFINGAR eru í gangi milli sjálfstœðismanna, Framsóknar- flokks og Alþýðubandalags um myndun nýs meirihluta i bæjar- stjórn Ölafsvikur. Kristján Pálsson, bæjarstjóri, sem sagt hefur starfi sínu lausu, boðaði til borgarafundar í gærkvöldi. Hugðist hann svara ásökunum um slæmar fjárreiður bæjar- sjóðs. í samtali við Morgunblaðið sagð- ist Kristján krefjast afsagnar þeirra sem kosnir voru til trúnaðarstarfa af meirihluta bæjarstjómar. Sveinn Þór Elínbergsson, forseti bæjar- stjómar, og Herbert Hjelm, formað- ur bæjarráðs, ætla þó ekki að víkja sæti. „Fundur Kristjáns er tíma- skekkja og ekki til þess fallinn að lægja öldumar. Ef þær tölur sem hann birtir á fundinum em í sam- ræmi við vinnubrögð hans í meiri- hlutasamstarfinu er lítið á þeim oni Morgunblaðsins. byggjandi,“ sagði Herbert. Sjálfstæðismenn lýsa sig reiðu- búna til samstarfs við framsókn og hvort heldur lýðræðissinna eða Al- þýðubandalag. Þeir segja útilokað að vinna með Alþýðuflokknum, þar sem kratar sprengdu meirihluta A- og D-lista á fyrsta fundi bæjar- stjómar eftir kosningar vorið 1986. Þar hafi Alþýðuflokksmenn sýnt ódrenglyndi og síðan höggvið í sama knérunn með óheiðarlegri gagnrýni á þá sem sátu við stjóm- völinn kjörtímabilið 1982-86. „Við setjum það skilyrði fyrir samstarfí við lýðræðissinna eða Alþðubandalag að þeir taki til baka þann ómaklega áróður sem hafður var í frammi gegn okkur undanfar- ið eitt og hálft ár,“ sagði Kristófer Þorleifsson, efsti maður á D-lista. Viðmælendur blaðsins eru nokk- uð vongóðir um að myndun meiri- hluta geti tekist á næstu dögum, enda megi bæjarfélagið ekki við neinum töfum. „Ég vil fýrst sjá úttekt á fjármálum bæjarsjóðs áður en tekin verður afstaða til myndun- ar meirihluta. Það eru ýmsir lausir endar, sem menn verða að taka til- lit til. Ég vil ekki hafa bæjarstjórann fyrir rangri sök,“ sagði Stefán Jó- hann Sigurðsson, fulltrúi framsókn- armanna. Meirihluti lýðræðissinna, Al- þýðuflokks og Alþýðubandalags féll á bæjarstjómarfundi sfðastliðinn mánudag þegar Herbert Hjelm, fulltrúi G-lista, sleit samstarfínu. I samtali við blaðið sakaði Herbert bæjarstjórann um lágkúruleg vinnubrögð og sagði að í raun hefði Kristján stjómað bæjarfélaginu einn síns liðs. „Það hefur ekki verið haldinn fundur í meirihlutanum síðan í maí. Forsendan fyrir sam- starfí var löngu brostin. Ég hef aldrei getað sætt mig við að menn Morgunblaðið/Sverrir Frá Ólafsvfk. Félagsheimilið er fremst til vinstri á myndinni. komi aftan að mér og þar sem ég hef heitið því að starfa af heilindum tók ég þessa ákvörðun." Sveinn Þór Elínbergsson segir að bæjarstjórinn hafí leynt sam- starfsmenn sína öllum upplýsingum um flárreiður bæjarsjóðs. Vegna framkvæmda við félagsheimilið tók Kristján lán í Landsbankanum og samdi um greiðslukjör án samráðs við meirihlutann eða bæjarstjóm. Hér er um að ræða skuldabréf til tveggja ára sem ber forvexti þann- ig að af sjö milljónum króna fékk bæjarsjóður aðeins greiddar sex milljónir. Bæjarstjómarmenn segja þessi vinnubrögð forkastanleg og eigi ekkert bæjarfélag að sætta sig við slfk kjör hjá viðskiptabanka sfnum. „Ég tel brýnast nú að við látum meirihlutamyndun og flokkshags- muni lönd og leið en vinnum að irtálefnum bæjarins með almanna- heill að leiðarljósi. Við höfum beðið um nákvæma úttekt á íjárreiðum bæjarssjóðs fyrstu níu mánuði þessa árs og á gmndvelli hennar og ársreiknings 1986, sem endur- skoðandi hyggst Ijúka einhvem næstu daga, verða frekari ákvarð- anir byggðar," sagði Sveinn Þór Elínbergsson, forseti bæjarstjómar Ólafsvíkur. JL^esid af meginþorra þjóðarinnar daglega! Auglýsinga- síminn er224 80 sím oKV 3 ^'eí'ð 6TT7 AUGLÝSINGASTOFA MYNDAMðTA HF Kirkjuþing: Tillaga um stofnun menn- ingarmiðstöðvar í Skálholti KIRKJUÞINGIÐ í Bústaðakirkju hélt sinn fjórða fund f gær, en meðal mála er mesta umræðu fengu voru tillaga til þingsálykt- unar nm menningarmiðstöð í Skálholti og þingsályktunartil- laga um safnaðaruppbyggingu. Alls voru sex mál lögð fram á kirkjuþingi I gær. Flutningsmaður tillögunnar um menningarmiðstöð í Skálholti er dr. Gunnar Kristjánsson, en í henni felst að Skálholtsskóla verði breytt í menningarmiðstöð, þar sem fram fari námskeið og ráðstefnur um málefni kirkjunnar og þjóðlífsins. í greinargerð með tillögunni er talað um að gera Skálholt að mótsstað fyrir ólíka aðila samfélagsins, þar sem skoðanaskipti géti farið fram. Gert er ráð fyrir að breytingin geti rúmast innan núgildandi laga um skólann. Tillögunni var vel tekið af þeim er þátt tóku í umræðunni og virt- ust menn almennt sammála um að breytinga væri þörf á rekstri Skál- holtsskóla, þar sem aðsókn að skólanum hefði ekki alltaf verið sem skyldi. Séra Jón Einarsson var einn þeirra er tóku til máls og fagnaði hann greinargerðinni, en taldi til- löguna þó skipta meginmáli og fannst hún ekki viðeigandi. Hann lagði áherslu á að í Skálholti væri nú þegar menningarmiðstöð og að markmið skólans væru í fullu gildi í dag. í máli sr. Jóns kom líka fram að kirkjan ber enga ábyrgð á skól- anum, þar sem hann heyrir undir menntamálaráðuneytið, en aftur á móti ber kirkjuráð ábyrgð á fjár- málum skólans. Annað mál varðandi Skálholt, er lagt var fram á kirkjuþingi í gær, var þingsályktunartillaga um upp- byggingu Skálholts, en á næsta ári verða 25 ár liðin frá vígslu Skál- holtskirkju og 80 ár liðin frá fæðingu dr. Bjama Benediktssonar, fv. forsætisráðherra og ritstjóra Morgunblaðsins, sem beitti sér fyrir setningu laga, er heimiluou ríkis- stjóminni að afhenda þjóðkirkju íslands Skálholtsstað. Samkvæmt ákvæðum laganna á ríkissjóður að greiða árlega ákveðna upphæð í sjóð, sem vera skal til uppbygging- ar í Skálholti. Ætlunin var að upphæðin héldi raungildi sínu, en sú hefur ekki orðið raunin og fjár- hæðin farið rýmandi með ámnum. Þess er nú vænst, að á afmælis- og minningarári fáist leiðrétting, svo að vilji þeirra, sem lögin settu og staðinn afhentu, megi ná fram að ganga, segir í lok greinargerðar- innar. Annað mál, lagt fram af dr. Gunnari Kristjánssyni, var þings- ályktunartillaga um safnaðarupp- byggingu. Greinargerð með tillögunni var mjög ítarleg og margt sem borið var fram. Meðal annars að þörf væri á breytingum á starfí kirkjunnar með tilliti til nýrra að- stæðna í breyttu þjóðfélagi. Einnig að gerð væri könnun á kirkjusókn og annarri starfsemi safnaðarins. Af umræðum sem fram fóm mátti ráða, að margir vom sammála um að einhverra breytinga á safnaðar- starfínu væri þörf. Umræðumar vom þó ekki allar jákvæðar. Sr. Þorbergur Kristjánsson var harð- orður gegn slíkum breytingum og taldi þær vafasamar og tvísýnt um árangur. Hann sagðist vera á móti því að kirkjan væri að eltast við kröfur um að vera „í takt við tímann" og „svara væntingum". í kirkjunni em sérfræðingar til að segja prestinum hvemig hann eigi að ná vinsældum og alltaf er verið að tala um hvetju fólk hefur áhuga á, sagði sr. Þorbergur. Hann hélt áfram og talaði um að verið væri að markaðssetja kirkjuna, t.d. með því að tala um „gleðina í guðs- þjónustunni". Með þessu ætti að gera kirkjuna aðgengilegri, en hún yrði bara yfirborðsleg og boðskap- urinn útundan. Sr. Einar Þorsteins- son og sr. Jón Einarsson tóku að nokkm í sama streng, en sr. Jón bætti því líka við að hann teldi áhrif kirkjunnar meiri en menn al- mennt gerðu sér grein fyrir. Samstaða var um að málið væri umfangsmikið og ekki hægt að gera því full skil á stuttum tíma, en í tillögunni er gert ráð fyrir að nefndin sem fjalli um málið skili skýrslu ásamt drögum á næsta þingi. Lagt er til að Kristnisjóður greiði fyrir störf nefndarmanna, en það kom fram að menn töldu að sjóðnum myndi ekki vera það fært. Dr. Gunnar sagðist með þessu vilja vekja athygli á að menn fengju greiðslu fýrir störf sem þessi hjá kirkjunni, en ynnu ekki allt í sjálf- boðavinnu fremur en tíðkaðist annars staðar. Önnur mál, sem rædd voru á kirkjuþingi í gær, voru tillaga til þingsályktunar varðandi lög um fóstureyðingar og almannatrygg- ingar, þar sem lagt er til að aðstoð við verðandi mæður verð aukin, svo hægt verði að draga úr fóstureyð- ingum af félagslegum orsökum. Einnig tillaga til þingsályktunar um söngmálafulltrúa og breytingu á lögum um trúfélög. Kirkjuþing heldur áfram störfum og meðal mála á dagskrá í dag er tillaga til þingsályktunar um krist- infræðikennslu í grunnskólum og starfsréttindi guðfræðinga. Þessi mál hafa nýlega verið til umfjöllun- ar í Morgunblaðinu og var þá rætt við Ólaf Skúlason vígslubiskup, þar sem hann lýsir óánægju presta með ný lög, sem skipa háskólamenntuð- um guðfræðingum, er kenna krist- infræði, í hóp leiðbeinenda. Birgir ísleifur Gunnarsson, menntamála- ráðherra, segir að hér sé um að ræða lög um lögvemdun starfs- heitis gmnnskólakennara og skóla- stjóra, _ sem sett voru á Alþingi 1986. í greinargerð með tillögunni, sem lögð verður fram á þinginu í dag, segir m.a.: „Þótt fullur skiln- ingur sé á gildi þess að lögbinda starfsheiti og starfsréttindi kennara er með öllu óviðunandi að þeir sem hafa menntun til og er treyst til að annast uppfræðslu í söfnuðunum skuli ekki njóta sömu viðurkenning- ar gagnvart kristinfræðikennslu í grunnskóla." Fjórar aðrar þingsályktunartil- lögur verða lagðar fyrir kirkjuþing í dag. Þær eru um stríðsleikföng til gjafa, um að stofnuð verði staða tónlistarstjóra við Skálholtskirkju, en það er þriðja mál um Skálholt er lagt er fram á þinginu, um afnám dags tileinkaðan boðun meðal gyð- inga og um endurskoðun á lögum um veitingu prestakalla nr. 44, 30. mars 1987. Þá verður lagt fram álit löggjafamefndar um siðfræði- stofnun Háskóla íslands og þjóð- kirkjunnar og dr. Gunnar Kristjáns- son er með fyrirspum til formanns nefndar sem sér um endurskoðun á skipan prestakalla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.