Morgunblaðið - 09.10.1987, Blaðsíða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, PÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 1987
V estur-Þýskaland:
Takmörk fyrir
áfengisneyslu
hjólreiðamanna?
DÓMSTÓLAR í Vestur-Þýskalandi hafa úrskurðað að hjólreiða-
menn, hestakúskar og jafnvel fótgangandi megi ekki hafa nema
svo og svo mikið áfengismagn í
oft og tiðum á.
Iðnaðarmaðurinn frá Ockstadt
í Hessen hafði í tvígang misst
ökuskírteinið vegna drykkjuskap-
ar undir stýri. Þegar hann loks
fékk skírteinið aftur ákvað hann
að ferðast upp úr því á hjóli þeg-
ar hann hefði vín um hönd. Kvöld
nokkurt hjólaði hann heim á leið
og hafði reyndar drukkið ógrynn-
in öll af bjór og snafs, en hegðan
hans í umferðinni var til fyrir-
myndar. Þar kom að gatnamót
urðu á vegi hans. Umferðarregl-
um samkvæmt leit hann til beggja
hliða áður en hann gerði siglíkleg-
an til að sveigja til vinstri. Á miðri
götunni varð hann fyrir því óláni
að bandarískur hermaður, sem var
vel við skál og hafði að auki misst
ökuskírteini sitt nokkru áður, ók
aftan á hann. Nýja hjólið var ger-
eyðilagt og iðnaðarmaðurinn
hlaut smávægileg meiðsl.
Dómstólar komust að þeirri nið-
urstöðu að handverksmaðurinn
hefði reyndar farið eftir settum
reglum og ekkert væri út á ökulag
hans að setja. Aftur á móti hefði
hann verið drukkinn og þar með
sýnt vítavert gáleysi í umferðinni.
Var hann dæmdur til að greiða
12 þúsund króna sekt eingöngu
vegna þess að áfengismagn í blóði
blóði, en úrskurðimir stangast
hans hafði mælst 1,72 prómill.
Hann áfrýjaði máli sínu til æðri
dómstóla, en þar var dómurinn
úr undirrétti staðfestur og áfeng-
isneyslu hjólreiðamanna sett
takmörk: ef áfengismagn í blóði
fer yfir 1,7 prómill er hjólreiða-
maðurinn óhæfur til hjólreiðar.
Þessi dómur hefur greitt úr
þeim vanda, sem laganna verðir
hafa átt við að etja í málum Bakk-
usar og hjólreiðamanna.
í Vestur-Þýskalandi hefur
komið í ljós að tíundi hver hjól-
reiðamaður, sem verður valdur að
umferðaróhappi, er undir áhrifum
áfengis. Nú heyrist einnig oftar
en áður að vestur-þýska lögreglan
greini frá því að drukknir hjól-
reiðamenn hafi misst stjóm á
farartækjum sínum og anað
stjómlaust áfram. Nýverið gerðist
það í Eschbom í Hessen að ungl-
ingur hjólaði niður þrjátíu þrep í
brautarstöð, utan í blásaklausan
vegfaranda, rakst á steinvegg og
slasaðist lífshættulega.
Drukknir hjólreiðamenn í
Þýskalandi eiga nú meira að segja
á hættu að missa ökuskírteinið.
Það kom fyrir 26 ára gamlan hjól-
reiðamann frá Bremen sem var á
leið heim úr veislu. Lögreglan tók
eftir því að hann hjólaði í hlykkj-
Blindfullur á þeysireið.
um eftir götunni og var aðeins
klæddur skóm og sokkum. Áfeng-
ismagn í blóði hans mældist 2,05
prómill. Hann var sviptur ökuskír-
teininu og yfírréttur sagði að
honum skjátlaðist ef hann teldi
að það hefði engin áhrif á aksturs-
hæfni að hjóla undir áhrifum
áfengis.
Yfírvöld í hinum ýmsu ríkjum
Vestur-Þýskalands hefur aftur á
móti greint á um það hvenær
mælirinn sé fullur. Sem dæmi má
nefna að bæversk yfírvöld leyfðu
hjólreiðamanni, sem mældist með
2,41 prómill í blóði, að halda óá-
reittum leiðar sinnar. Yfírréttur í
Bæjaralandi úrskurðaði að áfeng-
ismagn í blóði væri ekki eini
mælikvarðinn á aksturshæfni
mannsins.
Úrskurður hæstaréttar í Þýska-
landi þess efnis að refsivert sé að
hjóla með 1,7 prómill áfengis í
plóði er reistur á könnun réttar-
læknis frá Giessen. Hann lét hóp
ungmenna, sem að sögn voru vön
drykkju, aka reiðhjólum og litlum
vélhjólum. Ökumenn vélhjólanna
misstu dómgreind og aksturs-
hæfni við 1,3 prómill, en hjólreiða-
mennimir komust upp í 1,5
prómill áður en hægt var að gera
athugasemdir við aksturslag
þeirra.
Vestur-þýska dómara greinir
einnig á um það hversu mikið
áfengismagn má vera í blóði fót-
gangandi vegfarenda. í Hamborg
var dæmt að fótgangandi vegfar-
andi, sem mældist með 1,7 prómill
áfengis í blóði, væri óhæfur til
að vera í umferðinni. í Stuttgart
segja dómarar að miða skuli við
2,0 til 2,7 prómill um hábjartan
dag, en 1,7 til 2,0 prómill eftir
að dimma tekur. Aftur á móti
ætti hraustur maður að ráða við
1,4 prómill. Spurt er hvort brátt
verði sett takmörk við því hversu
drukknir fótgangandi megi vera.
Svo verður örugglega ekki ef
Bæjarar mega ráða. í Bæjara-
landi var maður einn handtekinn
fyrir að arka eftir miðri götu og
mældust 2,5 prómill áfengis í blóði
hans. Rétturinn komst að þeirri
niðurstöðu að auk áfengismagns
þyrfti einnig að fínna aðrar
vísbendingar um að maðurinn
hefði verið óhæfur til að viðhafast
á almannafæri. Hefði til dæmis
verið refsivert ef hann hefði „leg-
ið á götunni" og „ekki getað staðið
upp“.
Heimild: Der Spiegel.
Franska og bandaríska lögreglan upprættu í sameiningu stór-
an eiturlyijahring á þriðjudag. Alls voru sjö menn handteknir.
í aðgerðinni náði franska lögreglan 64 kílóum af kókaíni, en
það er mesta magn af kókaíni sem náðst hefur í einu í Frakkl-
andi. Verðmæti kókaínsins á götunni er um 4 milljarðar ísl.
króna. Á myndinni eru Jean Hogue, yfirmaður franska tollsins
og Bemard Gravet, yfírmaður eiturlyfjadeildar lögreglunnar að
skoða kókaín-sendinguna.
AWACS-flugvélar kæmu
að takmörkuðum notum
BANDARÍSKAR flugvélar
búnar AWACS-ratsjárbúnaði
myndu líkast til vera skotnar
niður á fyrstu mínútum átaka,
að sögn sérfræðings , sem
starfar í bandariska vamar-
málaráðuneytinu. Breska
dagblaðið The Independent
skýrði frá þessu nú nýlega en
Bretar hyggjast festa kaup á
AWACS-flugvélum fyrir um
800 milljónir punda (48 millj-
arða ísl. kr.). Tvær AWACS-
flugvélar em staðsettar í
vamarstöðinni í Keflavík.
Tom Amlic, sem starfar í þeirri
deild bandaríska vamarmálaráðu-
neytisins er hefur með höndum
mat á tækjabúnaði flughersins,
sagði í sjónvarpsviðtali á Bretlandi
að ratsjárkerfíð væri meingallað
að því leyti að óvinaflugvélar gætu
notað ratsjárgeisla, sem vélin
sendir frá sér, til að miða flug-
skeytum að henni. Með ratsjárbún-
aðinum má greina óvinaflugvélar
í lágflugi í 200 til 300 mílna íjar-
lægð. Sagði hann að sökum þessa
myndi reynast nauðsynlegt að
halda ratsjárvélum í ákveðinni
fjarlægð brytust út átök. Þetta
þýddi hins vegar að vélamar
kæmu að takmörkuðum notum á
átakatímum. í viðtalinu kom einn-
ig fram að íranskar flugvélar
hefðu tvívegis komist inn yfír
saudi-arabískt yfírráðasvæði þrátt
fyrir að AWACS-vélar hefðu verið
í eftirlitsflugi.
Á síðasta ári ákvað breska ríkis-
stjómin að festa kaup á AWACS-
flugvélum og hætta við smíði
ratsjárkerfís, sem fyrirhugað var
að koma fyrir í Nimrod-þotum.
Var þetta gert eftir að gallar höfðu
þráfaldlega komið fram í breska
kerfínu.
Bandaríkin:
Krabbamein rakið til
skemmdra erfðavísa
Efnasambönd eins og tóbaksreyk-
ur talin valda skaðanum
RANNSÓKNIR bandarískra visindamanna benda til, að
gallaðir eða skaddaðir erfðavísar eigi mikinn þátt í ákveð-
inni tegund lungnakrabbameins og mjög banvænni, svoköll-
uðu smáfrumnakrabbameini.
Búist er við, að þessi uppgötvun
leiði til betri skilnings á þessum
sjúkdómi en af honum þjást um
20% þeirra, sem fá lungnakrabba-
mein. Nokkur bið mun þó verða
á, að meðhöndlun sjúklinganna
breytist að sama skapi.
Ekki er enn vitað hvað veldur
skemmdu erfðavísunum, sem hafa
fundist í lungnakrabbameins-
frumum, en vísindamennimir
hallast að því, að efnasambönd-
um, t.d. tóbaksreyk, sé um að
kenna. Ekkert kom fram, sem
benti til, að um arfgengan galla
væri að ræða. Lungnakrabbamein
er langalgengasta krabbameinið í
Bandaríkjunum.
Erfðaskemmdimar fundust í
erfðavísi 3, í einu af 23 erfða-
vísapörum, sem stjóma öllum
erfðum ffumunnar. Við rannsókn-
imar var notast við sérstaka gerð
af DNA-eggjahvítuefni og það
látið fínna tiltekin svæði í erfðaví-
sinum. Borinn var saman heil-
brigður vefur og vefur, sem var
sjúkur af smáfrumnakrabba-
meini, og bentu niðurstöðumar
til, að krabbameinið mætti rekja
til þess, að ákveðinn hluta af
erfðavísi 3 vantaði.
Vísindamennimir telja, að
skemmdimar felist í því, að bæði
konin vantar í erfðavísi, sem ann-
ars sér um að bæla niður fmmu-
vöxt, sagði dr. Susan L. Naylor,
vísindamaður við háskólann í Tex-
as en hún vann að þessum
rannsóknum ásamt starfsbræð-
rum sínum við Bandarísku
krabbameinsstofnunina í Bethes-
da og aðra rannsóknastöð þar í
borg.
Dr. Naylor sagði, að skemmdir
í erfðavísi 3 væru einnig grunaðar
um að valda öðrum krabbameins-
tegundum, t.d. krabbameini {
nýrum og húðkrabbameini, og
hugsanlega miklu fleiri.