Morgunblaðið - 09.10.1987, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 09.10.1987, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 1987 -t atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Sendill Sporléttan, geðgóðan sendil vantar strax. Vinnutími fyrir hádegi og tvo daga eftir hádegi. Nánari upplýsingar veittar á skrifstofu. Hólmavík Umboðsmaður óskast til að annast dreifingu og innheimtu fyrir Morgunblaðið á Hólmavík. Upplýsingar hjá umboðsmanni í síma 95-3263 og hjá afgreiðslunni í Reykjavík, sími 83033. fltttgiiiiMfitoife Höfn, Hornafirði Umboðsmaður óskast til að annast dreifingu og innheimtu fyrir Morgunblaðið. Einnig vantar blaðbera. Upplýsingar hjá umboðsmanni í síma 81007 og hjá afgreiðslunni í Reykjavík, sími 91-83033. Fóstra óskast mjög eindregið til starfa á dagheimilið Múlaborg, Ármúla 8A. Lysthafendur hafi samband við Kristínu Elfu eða Hörð í síma 685154 eða á staðnum. Múlaborg - mjúkur staður. MJÓLKURSAMSALAN Bitruhálsi 1, pósthólf 635, 121 Reykjavík. Vöruafgreiðsla Mjólkursamsalan óskar að ráða starfsmenn við vöruafgreiðslu. í boði er framtíðarstarf hjá traustu fyrirtæki. Hjá fyrirtækinu starfar fólk á^öllum aldri. Góð vinnuaðstaða og mötuneyti í nýjum og glæsilegum húsakynn- um á Bitruhálsi 1. Nánari upplýsingar gefa Þórður eða Bent í síma 692200. Getum bætt við okkur starfsfólki í eftirtalin störf: 1. í vélasal. Konur og karla við framleiðslu á pokum. Nánari upplýsingar veitir Jón Ármann Sigurðsson, verkstjóri. 2. Aðstoðarmenn í prentsal. Upplýsingar veitir Daníel Helgason. Upplýsingar eru aðeins veittar á staðnum. I1.ISÍ.OS llí* KRÓKHÁLSI 6 Utkeyrsla Óskum eftir starfsmanni til útkeyrslustarfa á húsgögnum. Upplýsingar í verslun okkar á Grensásvegi 3. Ingvarog Gylfi sf. Helgarvinna Okkur vantar duglegt, morgunhresst fólk í ræstingar um helgar. Hafir þú áhuga líttu þá við í Broadway í dag á milli kl. 13.00 og 17.00. Bókaverslun — afgreiðsla Bókaverslun í verslanamiðstöð í Austur- borginni óskar að ráða nú þegar vana starfskrafta til afgreiðslustarfa. Um er að ræða tvö störf. Vinnutími 9-13 og 9-18. Áhugasamir umsækjendur leggi inn eigin- handarumsóknir á auglýsingadeild Mbl. fyrir 13. þ.m. merkt: „Bók — 778“. Góð aukavinna ★ Vantar þig kvöldvinnu frá kl. 18.00-22.00? Okkur vantar fólk til áskriftarsölu. Góðir tekjumöguleikar fyrir hæfileikaríkt fólk. ★ Vantar þig aukavinnu part úr degi eða stutt tímabil? Vinnutíma ræður þú sjálf/ur. Við leitum að fólki til áskriftarsölu. Góðir tekjumöguleikar fyrir hæfileikaríkt fólk. ★ Upplýsingar gefur Kristján í síma 36780 milli kl. 14.00-18.00 fram til laugardags. Tímaritið Þjóðlíf. Sölustörf á ferðaskrifstofu Þekkt ferðaskrifstofa í Reykjavík ætlar að ráða nokkra sölumenn til starfa á næstu vik- um eða mánuðum. Reynsla í ferðaskrifstofustörfum eða við far- miðasölu hjá flugfélögum er að sjálfsögðu vel þegin en ekki skilyrði. Leitað er að fólki, sem hefur til að bera áhuga á ferðastarfsemi, ríka þjónustulund, vilja og metnað til að ná árangri, að ógleymdum sölu- mannshæfileikum og aðlaðandi framkomu. Sóst er eftir fremur ungu fólki (20-35 ára) sem hefur áhuga á að afla sér reynslu og þekkingar í framtíðarstarfi eða a.m.k. til nokkurra ára. Störfunum fylgja námskeið og þjálfun hér á landi ásamt kynnis- og námsferðum til út- landa. Hér er um spennandi möguleika að ræða fyrir fólk, sem kýs að starfa í lífrænni og sívax- andi atvinnugrein á öflugri og framsækinni ferðaskrifstofu. Málakunnátta er óhjákvæmileg. Verslunar- skólamenntun, stúdentspróf eða hliðstæð menntun/reynsla eru lágmarksskilyrði en reynsla af tölvum er æskileg. Góð laun og hlunnindi eru í boði fyrir trausta og reglusama sölumenn. Umsóknir þurfa að vera ítarlegar. Þær verði sendar afgreiðslu Mbl. fyrir 20. október merktar: „Ferðaskrifstofa - 6120“. Algjörum trúnaði er heitið. Öllum verður svarað. Húsbyggendur athugið Múrarameistari getur bætt við sig verkefnum strax. Upplýsingar í síma 52754. Starfsmaður óskast til starfa á járnalager. Guðmundur Arason, Smíðajárn, Skútuvogi 4, Reykjavik, sími 686844. PÓST- OG SiMAMÁLASTOFNUNIN óskar að ráða verkamenn við lagningu jarðsíma úti á landi. Nánari upplýsingar verða veittar í síma 91-26000. Uppeldisfræðingur eða kennari óskast til að byggja upp forskólastarf á dag- heimilinu Múlaborg, Ármúla 8A. Um er að ræða deildarforstöðu á deild 3ja-6 ára barna. Athugið! Möguleikar á dagvist fyrir barn starfsmanns. Upplýsingar í síma 685154 eða á staðnum. Forstöðumenn. Viltu vinna spennandi starf? Félagasamtök óska eftir fjölhæfum starfs- manni frá 1. nóvember. Verksvið: Fræðslu- og útgáfustarf, námskeiðahald, persónuleg fyrirgreiðsla. Unnið í þriggja manna teymi. Nauðsynlegt að viðkomandi hafi menntun, áhuga eða reynslu af félagsmálum. Umsókn sendist til auglýsingadeildar Mbl. fyrir 20. október merkt: „Fjölhæfni - 4712“. Afgreiðslustörf Sláturfélag Suðurlands óskar eftir að ráða starfsfólk til starfa við afgreiðslustörf í SS-búðunum. Við leitum að duglegum og reglusömum ein- staklingum, sem eru tilbúnir til þess að vinna með öðrum starfsmönnum að því, að veita viðskiptavinum okkar góða þjónustu. í boði er góð vinnuaðstaða og ágæt laun. Allar nánari upplýsingar veitir starfsmanna- stjóri á skrifstofu fyrirtækisins, Frakkastíg 1, Reykjavík. Sláturfélag Suðurlands, starfsmannahald.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.