Morgunblaðið - 09.10.1987, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.10.1987, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBF.R 1987 Reynsla íslenskra fyr- irtækja Eyjólfur Axelsson forstjóri Axis reifaði þá reynslu, sem fyrirtækið hefur öðlast af mistökum í útflutn- ingi, sem það hóf 1983. Fyrirtækið eyddi 4,5 milljónum í markaðssetn- ingu á flölbreyttu úrvali af húsgögnum. Farið var á vörusýn- ingar til að reyna að selja, en án árangurs. Því næst var auglýst eftir umboðsmönnum og þeir fyrstu valdir. Starf þeirra skilaði engum árangri. Árið 1985 var framkvæmd könnun á starfsemi fyrirtækisins og leiddi það til þeirr- ar niðurstöðu, að framleiðsluvörum var fækkað. Síðan var farið farið sýningar ekki með það í huga að selja heldur til að afla þekkingar á markaðinum. Á síðari stigum var fyrirtækið farið að sérhæfa sig í ákveðnum vörum, sem reynt var að aðlaga að markaði. Markvisst var unnið að því að fylgja eftir vænlegum samböndum og umbúðir þróaðar. Ákveðið var og að ein- beita sér að auðveldum mörkuðum, eins og Hollandi og Belgíu. Með stöðugri framþróun í vöruþróun, ræktun viðskiptasambanda og strangara gæðaeftirliti, hefur út- flutningur aukist að verðmæti úr 2,5 milljónum í 13 milljónir á þessu ári, að því er áætlað er. Óskar Maríusson forstjóri Máln- ingar hf. ræddi því næst um útflutning Málningar á Steinsílan málningunni, sem er sérstaklega Morgunblaðií/Bjami Þátttakendur & námsstefnunni um útflutningsmál Danskur sérfræðingur um íslenskan útflutning: VANTAR AGA OG FYRIRHYGGJU MILLJÓNIR króna hafa farið í súginn hjá íslenskum út- flutningsfyrirtækjum undanfarin ár vegna mistaka eða hugsunarleysis við undirbúning útflutnings og markaðs- setningar. Þetta kom meðal annars fram á námsstefnu, sem Iðniánasjóður hélt nýverið í samstarfi við danska ráð- gjafafyrirtækið AIM Management fyrir aðila í útflutningi. Jafnframt voru reifuð dæmi, þar sem fyrirtæki höfðu, með sjálfsskoðun náð að snúa við af óheillabraut inn á greiðar götur góðra markaða. Fundarstjóri á námsstefn- unni var Víglundur Þorsteinsson, formaður Félags íslenskra iðnrekenda. Henrik Möller, forstjóri AIM Management. Morgunbiaðið/Bjami Námsstefnan, sem haldin var að Hótel Sögu, hófst með ávarpi formanns Iðnlánasjóðs, Jóns Magnússonar. Hann benti á að ísland væri hlutfallslega stærsta inn- og. útflutningsþjóð heims og væri fátt mikilvægara en að vel væri á málum haldið í útflutningi. Að loknu ávarpi Jóns flutti Frið- rik Sophusson iðnaðarráðherra ávarp. Hann ræddi almennt um mikilvægi útflutnings og í ræðu sinni vakti hann athygli á þeirri hugmynd Sigurðar B. Stefánsson- ar að tengja gengi íslensku krónunnar við stöðuga gjaldmiðla EB. Hvernig á og hvernig ekki Aðalerindi námsstefnunnar var haldið af Henrik Möller forstjóra AIM Management. Möller hefur í nokkur ár annast markaðsráðgjöf fyrir ýmis íslensk fyrirtæki. Hann hélt ýtarlegan fyrirlestur um það, hvemig menn ættu ekki að bera sig að við markaðssetningu nýrra vara á erlendan markað. Að því er íslendinga varðaði sagði Möller að mörg íslensk fyrirtæki, hefðu reynt að flytja út fram- leiðslu sína, en ekki náð árangri, m.a. vegna eftirfarandi atriða: Skorts á undirbúningi áður en sala hefst. Vals á röngum aðila til að til að annast sölu. Skorts -á þekkingu og hæfni til að þjóna ákveðnum markaði varð- andi sölu og afhendingu vörunnar og vegna vanþekkingar á fjár- hagslegri hlið málsins. Skorts á skilmerkilegri for- gangsröðun og einbeitingu að útflutningsátaki. Of margra fljófæmisákvarðana með óvæntum afleiðingum fyrir útflytjendann. Oftrúar á vörusýningum. Möller fór síðan mjög ýtarlega í grundvallarreglur við undirbún- ing útflutnings og framfylgni, sem ekki er rúm til að rekja.. Möller sagði í lokin, að á íslandi væri mikið af hæfíleikaríku fólki, sem væri stolt af því sem það væri að gera, sjálfstætt, duglegt og viljasterkt, en jafnframt opið fyrir öllu. „Ef þið bætið aga við þetta og fyrirhyggju, þá mun allt ganga vel.“ Danskar smákökur og vorrúllur Að loknu erindi Möllers flutti Uffe Steen Mathiesen markaðs- stjóri Dansk Biscuit Co. A/S erindi þar sem hann lýsti uppgangi fyrir- tækis síns og hvemig því gekk að markaðssetja vörur sínar í Þýska- landi. Fyrirtækið hafði áður selt mikið af vöru sinni til Banda- ríkjanna. Uffe benti að mjög gott væri að geta náð fótfestu á þýskum markaði, enda væri um að ræða þá þjóð, sem næst mest flytti inn af vörum á eftir Bandaríkjunum. Uffe sagði, að ef menn ætluðu að ná árangri í Þýskalandi, yrðu þeir að einbeita sér að honum. Einnig væri nauðsynlegt að hafa í huga að Þýskaland væri í raun ekki eitt markaðssvæði, heldur tvö megin- svæði; Norður—Þýskaland og Suður—Þýskaland. Þessi svæði væru mjög ólík markaðssvæði og ólíkum aðferðum bæri að beita. Á eftir Mathiesen talaði Andreas Nielsen framkvæmdastjóri sölu- og markaðsmála hjá Daloon A/S. Fyrirtæki hans framleiðir unnin matvæli. Sagði hann frá þróun útflutnings fyrirtækisins til Eng- lands, Vestur—Þýskalands og Hollands. Góður árangur náðist í sölu í Bretlandi og kvað hann ástæðumar að baki vera þær helst- ar að langtímaáætlanir hefðu verið gerðar, einn innlendur sölumaður með reynslu og kunnáttu hefði starfað fyrir þá, stjóm fyrirtækis- ins í Danmörku hefði haft afskipti af sölunni, innlendir aðilar hefðu séð um auglýsingar og að varan hefði á sér danska ímynd. Salan mistókst hins vegar alfarið í Vest- ur—Þýskalandi til að byija með, þar eð varan hafði hreinlega ekki verið nógu góð fyrir þýskan mark- að. Ástandið færi batnandi eftir að þeir hefðu tekið sér tak í vöru- þróun, en batinn væri hægur. Lagði hann mikla áherslu á að langan tíma tæki að leiðrétta mis- tök í markaðssetningu. Útflutning- ur til Hollands var einnig klúður. Stafaði það m.a. af því að innflytj- andinn framleiddi vömr sem voru í samkeppni og höfðu í ofanálag þá ímynd að vera lélegar en í lág- um verðflokki. Iðnlánasjóður og Ut- flutningsráð Sigurður B. Stefánsson fram- kvæmdastjóri flutti fróðlegt erindi á námsstefnunni um gengis- áhættu. Fyrst ræddi hann um viðskiptalega, efnahagslega og rekstrarlega gengisáhættu, síðan um gengisáhættu vegna gengis- breytinga á alþjóðlegum gjaldeyr- ismarkaði og að lokum um gengisáhættu vegna breytinga á gengi íslensku krónunnar. Bragi Hannesson bankastjóri Iðnaðarbankans lýsti fjárhagslegri þjónustu Iðnlánasjóðs við útflutn- ingsfyrirtæki. Sjóðurinn skiptist í tvær deildir, Vöruþróunar- og markaðsdeild og Tryggingardeild útflutningslána. Sú fyrmefnda sinnir bæði vöruþróunar- og mark- aðsmálum og er tilgangur hennar að auka útflutning iðnaðarvara með lánum, m.a. til markaðsstarf- semi og þróunarverkefna. Hin síðamefnda tekur hins vegar að sér að tryggja lán sem lánastofn- anir hafa veitt innlendum framleið- endum vöru eða þjónustu til fjármögnunar á útflutningslánum, sem veitt eru eða útveguð erlend- um kaupendum. Einnig tryggir deildin kröfur íslenskra útflytjenda á hendur erlendum kaupendum, enda hafí þær orðið til vegna út- flutnings á íslenskum vörum eða þjónustu. í þriðja lagi selur hún verkefnaábyrgðir fyrir þjónustu sem íslenskir aðilar veita erlendis. Þráinn Þorvaldsson fram- kvæmdastjóri Útflutningsráðs íslands kynnti starfsemi ráðsins og hvaða þjónustu fyrirtæki gætu fengið hjá því. Forsenduna fyrir þjónustu ráðsins taldi hann vera þörfína á samstarfí útflytjenda, meðal annars til að aðgreina ís- ienskar vömr frá öðrum, auka fullvinnslu afurða og að skapa landinu ákveðna ímynd. Markmiðið með starfí ráðsins er að efla sam- starf fyrirtækja til að efla útflutn- ing, veita þeim alhliða þjónustu og ráðgjöf og vera stjómvöldum til ráðuneytis um utanríkisverslun ís- lendinga. til þess gerð að vinna á alkalí- skemmdum. Eftir að hafa fengið einkaleyfi fyrir þessari málningu var farið að huga að útflutningi, en eftir nokkur skakaföll var ákveðin ný stefnumörkun, þ.e. að semja við ábyrgan málningarfram- leiðanda á veigamestu markaðs- svæðunum um framleiðslurétt. Sú stefna hefur að sögn Óskars þegar skilað nokkrum árangri. Síðastur íslenskra útflytjenda talaði Sigurður Jóhannsson for- stjóri Iceplast. Fyrirtækið fram- leiðir alls kyns plastvörur og fór upp úr 1980 að huga að útflutn- ingi. Brösuglega gekk og var fyrirtækið í taprekstri. Breytingar á sölu voru sveiflukenndar, engin klár vörustefna, of breitt svið og of margir vöruflokkar, lager ýmist of mikill eða enginn og tækniþekk- ingpi var ekki haldið við. Heldur lítil stjóm var á útflutningi; of lítið ferðast, of lítil þekking á mörkuð- um og hálfkaraðar vörur kynntar. Árið 1985 var ákveðin sú stefnu- mörkun að einbeita sér að fram- leiðslu á hágæðavörum úr plasti fyrir sjávarútveg og vera áreiðan- legur framleiðandi. Með fækkun vöruflokka, nýrri verðstefnu, end- urskoðun á samsetningu fram- leiðslukostnaðar, aukningu á framleiðslugetu, hönnun á nýju kynningarefni og aukningu aug- lýsinga var salan aukin úr 44 milljónum árið 1985 í 75 milljónir 1987.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.