Morgunblaðið - 09.10.1987, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 09.10.1987, Blaðsíða 38
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 1987 38 Minninfr: Guðrún Benedikts dóttir Reyndal Fædd 18. ágúst 1903 Dáin 27. september 1987 Hinn 27. september sl. andaðist tengdamóðir mín, Guðrún Bene- diktsdóttir Reyndal, eftir langvar- andi veikindi. Hún var fædd 18. ágúst árið 1903 í Gljúfurárholti í Ölfusi. For- eldrar hennar voru Benedikt fæddur 30. nóvember 1859, á Stóru Heiði í Mýrdal, Eyvindsson og kona hans, Margrét fædd 24. október 1862 á Reykjum í Ölfusi, Gottskálksdóttir. Guðrún ólst upp hjá foreldrum sínum í Gljúfurárholti fram yfir fermingu við leiki og störf eins og títt var um æskufólk í sveitum á árum áður. Margar átti hún minn- ingamar úr Ölfusinu og höfðu þau einkasystkinin, hún og Guðmundur bróðir hennar, sem lengi var borg- argjaldkeri í Reykjavík, gaman af að riija þær upp á góðri stund, en þau systkinin voru mjög samrýmd alla tíð. Við hné móðurömmu sinnar, sem hún hafði mikið dálæti á, Halldóru Hjartardóttur, er dvald- ist á heimilinu mörg síðustu æviár sín, nam hún margan fróðleik í bemsku. Þær minningar geymdi hún til efri ára, en það var Guðrúnu mikið áfall, er amma hennar dó. Þá var Guðrún á tólfta ári. Vorið 1918 brugðu foreldrar hennar búi og fluttu til Hafnarfjarð- ar, þar sem þau ur.nu næstu árin. Þar gekk Guðrún i Flensborgarskól- ann, sem Ögmundur Sigurðsson stjómaði af röggsemi og festu. Hún útskrifaðist þaðan vorið 1924, en slíkt skólanám veit ekki sjálfgefið á þeim ámm fyrir fátækan ungling. Eftir hin skemmtilegu æskuár tók alvara lífsins við með vinnu og síðar veikindum. Mikill vágestur, sem þá var nær ómögulegt að sigr- ast á , knúði dyra og í nokkum tíma dvaldist Guðrún á Vífilstaðaspítal- anum. Hún gerði sér ekki þá miklar framtíðarvonir, en þrátt fyrir frum- stæð læknisráð frá nútímasjónar- homi séð, tókst henni með hjálp hinna ágætu lækna að yfirstíga veikindin og ná sér að fullu. En ekki síst taldi hún batann til kominn vegna ljóss, sem þá barst inn í líf hennar og glæddi það nýjum Kveðjuorð: Fædd 22. febrúar 1943 Dáin 3. september 1987 Þessar fáu síðbúnu línur eiga ekki að vera yfirlit eða úttekt á lífi og starfi Erlu Jónsdóttur heldur fá og fátækleg kveðjuorð til þessarar frænku minnar, sem féll frá aðeins 44 ára. Eg var farinn úr foreldrahúsum þegar Erla systurdóttir mín fæddist þar 22. febrúar 1943, en var þó ekki langt undan og man þá gleði og hamingju, sem fyllti húsið, þegar þessi litla fallega stúlka fæddist. I litla húsinu í Naustahvammi vonum. Það var, að hún kynntist Jóhanni Reyndal, fæddan 4. maí 1878 í Árósum í Danmörku, sem var alltaf nóg pláss og nóg af hjartahlýju og lífsgleði, þótt ver- aldarauður væri af skomum skammti. Þetta var fyrsta bam Gyðu syst- ur minnar og eiginmanns hennar Jóns Davíðssonar frá Skuggahlíð. Þau hófu sinn búskap á Sveins- stöðum í Hellisfirði árið 1943, en fluttust þaðan 4 ámm síðar að Skálateigi í Norðfirði og hafa átt þar heima síðan. Þau Gyða og Jón eignuðust 8 böm, sem öll hafa verið búsett hér á Norðfirði og hafa því gefið Norð- firði dýrmætan arf. síðar varð eiginmaður hennar. Árið 1934 giftu þau sig og hófu búskap á Akranesi, þar sem Jóhann rak brauðgerðarhús, en hann var bakarameistari að iðn, og árið 1939 fluttu þau til Reykjavíkur, þar sem hann hélt áfram starfsemi sinni með dyggri aðstoð eiginkonunnar. Þau bjuggu í farsælu hjónabandi uns Jóhann lézt hinn 8. september 1971. Þijú böm eignuðust þau, sem öll era á lífi, Erling, Dóra og Stellu. Guðrún var kona greind og hóg- vær og fór að öllu með gát. Hún var róleg og hæglát eins og verið hafði Margrét, móðir hennar. íhug- un og gaumgæfni féll henni betur en framhleypni. Hún hafði yndi af tónlist, var mjög músíkölsk og hafði næma tilfinningu fyrir túlkun tón- listarinnar. Þá kunni hún fímin öll af kvæðum og vísum, sem hún hafði jafnan á hraðbergi. Á búskaparáram Guðrúnar vora ekki jafn auðfengnar allar vörar og Ég hefi ekki verið daglegur gest- ur í Skálateigi hjá þeim Gyðu og Jóni, en þegar ég hef komið þar við, eða litið heim að þeim bæ, er þar oftast margt um manninn, böm þeirra og makar svo og bamaböm og virðist mér vera meiri ræktar- semi og ástúð innan þessa systkina- hóps og frændliðs, en almennt tíðast nú til dags. Ég veit því að í þessum hópi er söknuðurinn mikill við fráfall Erlu. Erla hafði ailt það til að bera, sem manneskja þarf til þess að manni geðjist að henni og þyki vænt um hana. Hún var glöð, blíð og falleg. Eiginmaður Erlu var Hans Sig- fússon, drengur góður og hið mesta prúðmenni. Þau giftu sig árið 1964 og hafa lengst af búið á Þiljuvöllum 28 hér í bæ. Þau eiga 4 uppkomna syni. alla vel gerða og mannvænlega. Jafnframt því, sem Erla annaðist stórt og gestkvæmt heimili, þá stundaði hún jafnan vinnu utan Erla Jónsdóttir, Neskaupstað t Faöir okkar, BIÖRN HARALDSSON, varð bráðkvaddur fimmtudaginn 8. október. Fyrir hönd aðstandenda. Axel Bronko Björnsson. t Eiginmaður minn, GUÐMUNDUR BJÖRNSSON veggfóðrari, Sunnubraut 22, Kópavogi, lést 7. október í Sunnuhlíð, hjúkrunarheimili aldraðra í Kópavogi. Þórheiður Guðrún Sumarliðadóttir. t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi,' ÓSKAR ÁRNASON hárskerameistari, Sogavegi 48, Reykjavik, lést þriðjudaginn 6. október. Steinunn Eiríksdóttir, Eiríkur Óskarsson, Oddbjörg Óskarsdóttir, Haukur Haraldsson og barnabörn. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JENSEY MAGÐALENA KJARTANSDÓTTIR frá Hesteyri, verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju laugardaginn 10. október kl. 14.00. Jarðsett verður í Kirkjuvogskirkjugaröi i Höfnum. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Kirkjuvogskirkiu eða aðrar líknarstofnanir. Jón Borgarsson, Guðlaug Magnúsdóítir, Jósef Borgarsson, Lúlla Kristin Nikuiásdóttir, Svavar Borgarsson, Þórey Ragnarsdóttir, Jóhannes Borgarsson, Rósa Þórðardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Móðir okkar, GUÐRÚN BENEDIKTSDÓTTIR REYNDAL, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni föstudaginn 9. október kl. 15.00. Fyrir hönd aðstandenda, Erlingur Reyndai, Dóra Reyndal, Stella Reyndal. t Systir okkar, móðir, tengdamóðir og amma, JÓSEFÍNA ÁSTRÍÐUR ÞORSTEINSDÓTTIR frá Litlu-Hlíð, sem andaðist á sjúkrahúsinu Hvammstanga 3. október sl. verður jarösungin frá Víðidalstungukirkju 10. október kl. 14.00. Fyrir hönd systkina, barna, tengdabarna og barnabarna, Laufey Jónsdóttir. t Maðurinn minn, faðir okkar og fósturfaðir, FREYSTEINN DRAUPNER MARTEINSSON, Strandgötu 30, Neskaupstað, sem lést í Sjúkrahúsi Neskaupstaðar, föstudaginn 2. október, verður jarðsunginn frá Noröfjaröarkirkju, laugardaginn 10. októ- ber kl. 14.00. Maria Siggeirsdóttir, Draupnir Rúnar Draupnisson, Ástvaldur Draupnisson, Siggeir Þorsteinsson. t Eiginmaður minn, RAGNAR PÁLSSON, Víðigrund 1, Sauðárkróki, verður jarðsunginn frá Sauöárkrókskirkju laugardaginn 10. október kl. 14.00. Anna Pála Guðmundsdóttir. nú era. Það féll því í hennar hlut, líkt og margra húsmæðra á þeirri tíð, að sauma þann fatnað, sem til þurfti á heimilinu. Hún sneið og saumaði öll föt á bömin og fórst það vel úr hendi. Einnig fékkst hún við hannyrðir, sem vora henni kært hugðarefni, í þeim stopulu frístund- um, sem gáfust. Var handbragð hennar mjög fágað. Eftir andlát eiginmanns síns bjó Guðrún á heimili dóttur sinnar, Stellu, þar til síðustu misserin, að hún dvaldist í Hátúni 10B, og skulu starfsfólki þar færðar innilegar þakkir fyrir hjúkrun hennar þann tíma. Að lokum vil ég þakka Guðrúnu samfylgdina. „Far þú í friði, friður Guðs þig blessi." Heiðar Magnússon heimilisins. Hin síðari árin vann hún á bamaheimilinu Sólvöllum og á leiðinni til og frá vinnu hittumst við oft og tókum þá tal saman. Það var notalegt að tala við Erlu. Hún var svo glöð og vingjamleg. Stundum barst talið að bömunum og framtíð þeirra og leyndi það sér ekki, að mesta hamingja Erlu var _ bamalán þeirra hjóna. Framtíð drengjanna var greinilega hennar hjartansmál, þótt hún væri jafnan hógvær í tali um hæfileika þeirra og framtíðarhorfur. Erla var jarðsett hinn 11. sept. sl. Gífurlegt íjölmenni var við jarð- arförina og mátti sjá þar á öllum, að þar var kvödd kær og vinmörg manneskja. Ég vil að lokum senda foreldram Erlu og tengdaföður, systkinum hennar, eiginmanni og sonum þeirra innilegar samúðarkveðjur okkar Guðrúnar. NorðQörður sér á bak góðum borgara á besta aldri, sem hafði þó gefið honum svo mikið, en átti þó svo margt ógert. Blessuð sé minning Erlu Jónsdóttur. Stefán Þorleifsson X—/esið af meginþorra þjóðarinnar daglega! Auglýsinga- síminn er224 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.