Morgunblaðið - 04.11.1987, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 04.11.1987, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 1987 Bankar íslands eftir Vilhjálm Bjarnason í því landi íslandi, þar sem dugir að hafa eitt af öllu, þar vilja flestir hafa tvennt eða þrennt af öllu. Eitt á ríkið að eiga, eitt eiga hinir og þessir að eiga og eitt á SIS að eiga. Á grundvelli þessarar röksemda- færslu fer fram merkileg umræða um bankamál á þessu hausti. Hafa hinir og þessir viljað gjalda fyrir hugsjón sína með kr. 760 milljónum á aprílverðlagi til að halda ímynd- uðu jafnvægi. Einn af forystumönn- um hinna og þessara orðaði hugsjón sína þannig, að það yrði að koma í veg fyrir kaup SIS á Útvegs- bankanum, því það gæti verið eitthvað í málinu sem SÍS sæi en þeir ekki. Hins vegar hefur lítil skynsamleg umræða átt sér stað um hagræð- ingu í bankakerfínu. Samhliða aukinni tæknivæðingu þar hefur starfsfólki fjölgað og einnig útibú- um. Þannig starfa nú þijár banka- stofnanir á Patreksfírði, en kaupfélagið og_ sláturhúsið lepja dauða úr skel. Á Akureyri eru tíu afgreiðslustaðir bankastofnana og einn hinum megin fjarðar. Á Sel- fossi eru fjórir bankar með af- greiðslur. Eg sé ekki samhengið milli fjölda bankastofnana og vel- megunar. Samkeppni í millilandasiglingum „Með opnun gjaldeyris- deilda í Búnaðarbanka og Iðnaðarbanka fóru ^eir viðskiptavinir frá Utvegsbankanum, sem áttu sér undankomu- leið. Bankinn hefur því orðið undir í samkeppn- inni. Það ber því brýna nauðsyn til þess að horfið verði frá þeirri lausn, sem bankastjórn Seðlabankans taldi þá lökustu af þeim valkost- um, sem fyrir lágu á liðnum vetri.“ fékk snöggan endi á árinu 1985. Á árinu 1980 störfuðu 1.050 manns hjá Eimskip og 200 manns hjá Hafskip. í dag starfa um 850 manns hjá Eimskip með lejguskipum. Um starfsmannahald SÍS er mér ekki kunnugt. Ég hef engan hitt, sem tekið hefur eftir því, að það hefur fækkað um 400 manns í flutninga- starfsemi. í bankamálaumræðu haustsins hefur eitt skynsamlegt komið fram. Það er að SÍS ætlaði að sameina Vilhjálmur Bjarnason Útvegsbanka og Samvinnubanka. Og hvað er svona snjallt við það? Frá bæjardyrum SÍS séð, þá er augljóst, að skjóta verður stoðum undir rekstur Samvinnubankans. Til að bankinn uppfylli skilyrði við- skiptabankalaganna þarf hann á nýju hlutafé að halda, sem nemur 200—300 milljónum. Greiðslubyrði SÍS af Útvegsbankakaupunum er svipuð og af hlutafjáraukningu í Samvinnubankanum fyrstu 3 árin en síðan meiri út fímmta árið. Vandamál Samvinnubankans er það, að bankinn er rekinn á um 20 stöðum í mjög smáum einingum, en í sambýli við tryggingafélag. Einn af forystumönnum SIS hefur sagt, að bankinn yrði ekki rekinn með tapi, því bankinn væri í sam- býli og það væri þá hægt að milli- færa frá tryggingafélaginu. Nú þurfa tryggingafélögin einnig að gæta aðhalds í rekstri og þetta er því ekki hægt í sama mæli og áður. Og bankamir hafa fengið sam- keppni. Verðbréfasjóðir hafa tekið til starfa. Vaxtamunur hjá þeim er u.þ.b. 2% en 8—9% hjá bönkum. Sparifjáreigendur borga ekki enda- laust fyrir vitleysuna frekar en tryggingafélög. Á liðnu sumri voru rekstrarskil- yrði banka óvenju góð, vaxtamunur mikill og lausaíjárstaða banka heppileg. Þessir tveir þættir hafa afgerandi áhrif á afkomu banka, þar sem þjónustugjöld eru alltof lág hér á landi. Afkoma bankastofnana batnaði frá 1. ársþriðjungi. Ekki dugði það þó til að tryggja afkomu 10 af 14 afgreiðslustöðum Útvegs- banka íslands hf. Þrír afgreiðslu- staðir, ísafjörður, Siglufjörður og Vestmannaeyjar skiluðu hagnaði sem nam 50—60 milljónum, en það er einmitt rekstrarhagnaður bank- ans á 2. ársþriðjungi þessa árs. Viðskiptavinir bankans á þessum stöðum geta ekki endalaust staðið undir rekstri bankans. Umboðs- menn eigenda hans, stjómmála- menn, verða að taka afstöðu í þessu máli hið fyrsta, því ella lenda þeir í öðrum og stærri vanda á árinu 1990. Með opnun gjaldeyrisdeilda í Búnaðarbanka og Iðnaðarbanka fóru þeir viðskiptavinir frá Út.vegs- bankanum, sem áttu sér undan- komuleið. Bankinn hefur því orðið undir í samkeppninni. Það ber því brýna nauðsyn til þess að horfið verði frá þeirri lausn, sem banka- stjóm Seðlabankans taldi þá lök- ustu af þeim valkostum, sem fyrir lágu á liðnum vetri. Valkostimir eru nú: 1. Sameining Iðnaðar-, Útvegs- og Verzlunarbanka. Sú leið er vart fær á meðan Iðnaðar- og Verzlunar- banki koma sér ekki saman um sameiningu eða samvinnu. 2. SÍS kaupi Utvegsbanka og sameini hann Samvinnubanka. Á því er augljós ókostur. Hann er sá að stærstu viðskiptavinir Útvegs- banka á Siglufírði og í Vestmanna- eyjum hafa mikil hagsmunatengsl við samkeppnisaðila SIS í ákveðinni grein og sætta sig vart við að verða viðskiptavinir samvinnuhreyfíngar- innar. ísfirðingar og aðrir geta farið annað, ef þeir eru óánægðir. Mætti því undanskilja Siglufjörð og Vest- mannaeyjar og selja öðmm. En hvað er þá verið að selja? 3. Sameining og endurskipulagn- ing Búnaðar- og Útvegsbanka. Þar þarf eigandinn að semja við sjálfan sig- . 4. Áframhaldandi rekstur Út- vegsbanka íslans hf. í óbreyttri mynd til ársins 1990 en þá neyðast fulltrúar eigenda til að glíma við afturgenginn vanda. Það er skoðun mín, að valkostir nr. 2 og 3 séu þeir einu raunhæfu og að öðrum hvomm þeirra beri að vinna. Höfundur er viðskipt&fræðingur og starfar l\já Kaupþingi hf. Krístni frá Bárð- arbúð svarað eftirSturlu Böðvarsson Kristinn Kristinsson frá Bárðar- búð, nú kennari á Hellissandi, sendir frá sér hálfgert skáldverk á siðum Morgunblaðsins í tilefni af skrifum undirritaðs um vegamál 26. september sl. Grein Kristins ber nokkum keim af leikþáttagerð og hefur mig óverðugan í aðalhlut- verki. í anda nútíma skáldverka er hinn „nærsýni bæjarstjóri", svo sem hann kallar greinarhöfund, vondur maður, sem vill standa gegn byggð á Nesinu öllu. Auðvitað er hér af ágætum manni skotið nokkuð yfír markið í tilfínningahita og mikilii Jólabasar Hús- mæðrafélagsins Húsmæðrafélag Reykjavíkur heldur sinn árlega jólabasar að Hallveigarstöðum sunnudaginn 8. nóvember. Allur ágóði af jólabasamum rennur til góðgerðarstarfsemi. Vamingurinn á þessum basar hefur allur verið unninn af félagskonum og er í tengslum við jólin. Einnig eru ýmsar pijónavörur til vetrarins. Basarinn hefst kl. 14.00. „Hugmyndir mínar byggjast á þeirri meg- inforsendu að tengja byggðirnar saman á öllu Nesinu og styrkja þannig byggðina.“ nærsýni. Erfítt er að sjá að hugmyndir mínar um uppbyggingu vegakerfís- ins á Snæfellsnesi gangi gegn hagsmunum eins né neins enda þótt ég hafi þá skoðun að tengja eigi byggðimar með vel uppbyggð- um og ömggum fjallvegum og stytta vegalengdir svo sem kostur er milli staða. Eg nefni ekki Útnes- veg án þess að hafa ætlað þeim vegi annað hlutverk en eðlilegt er. Hugmyndir mínar byggjast á þeirri meginforsendu að tengja byggðim- ar saman á öllu Nesinu og styrkja þannig byggðina. Flutningar innan 'svæðisins eru vaxandi og þjóna mikilvægum hagsmunum á sama hátt og það er nauðsynlegt að bæta vegakerfíð í Breiðuvík og fyrir Jök- ul, sem ég tel þó vera aftar í röðinni en ýmis önnur verkefni í vegagerð. Tillögumar sem ég setti fram eru ekki eingöngu mínar. Vegagerðin hefur kynnt þær og fært fyrir þeim fullgild rök. Ráðamenn hafa hins vegar ekki viljað koma af stað Sturla Böðvarsson umræðu um þessar tillögur, ef til vill af ótta við viðbrögð á borð við grein Kristins. Sem innfæddir Snæfellingar tel ég að við Kristinn höfum jafnan rétt til þess að dásama Jökulinn við sem flest tækifæri þrátt fyrir það að við höfum flutt okkur um set á Nesinu og erum nú báðir á því norð- anverðu. En ég hika ekki við að segja, að á meðan vegakerfíð er eins og það er í milli þéttbýlisstað- anna er óeðlilegt að hefja stórfram- kvæmdir við veginn fyrir Jökul. Að vísa á veginn um Heydal og Útnes- veg er óraunhæft og ófullnægjandi lausn á samgöngumálum okkar og mun leiða til þess, að byggðin sunn- anfjalls klofni endanlega frá þeirri þjónustu og viðskiptum, sem eðli- legt er að komi frá þéttbýlinu norðanfjalls. Kristinn varar við mínum ráðum enda þótt þau hafí í einhveijum öðrum málum dugað, svo sem hann lætur liggja að, og telur „nærsýni" mína beinast að því að skara eld að köku okkar Hólmara ef ég skil hann rétt. Það þykir væntanlega einhveijum einkennileg hagsmuna- gæsla fyrir Hólmara að leggja til að Fróðárheiði verði byggð upp. Ég er hins vegar viss um að Krist- inn fær fáa Ólsara til þess að falla frá því að byggja upp heiðina og aka fyrir Jökul. Hinsvegar er öllum ljóst sem þekkja til þróunar byggðarinnar í Breiðuvík og aukningar í ferða- mannaþjónustu á svæðinu að bæta verður Ötnesveginn. í umræðum um vegamál og röð- un framkvæmda á landsbyggðinni hættir' mönnum mjög til þess að láta tilfinningar ráða afstöðu sinni. Grípa menn þá til ráða eins og Kristinn gerir, að þyrla upp mold- viðri, gera mönnum upp skoðanir og beina umræðunni frá aðalatrið- um málsins. Kristinn ætlar mér, vegna skoðana minna í vegamálum, einhveija sérstaka andstöðu við hin- ar „veiku" byggðir. Slíkur málflutn- ingur veikir ekki einungis einstakar byggðir heldur landsbyggðina og Akranesi. SAMNINGUR liggur nú fyrir milli félagsmálaráðuneytisins og Akraneskaupstaðar um að reisa húsnæði fyrir verndaðan vinnu- stað á Akranesi og dagvistun fyrir fatlaða. Vonast er til að byggingarfram- kvæmdir hefjist nú í nóvember og er áætlað að framkvæmdum verði lokið f lok næsta árs eða byijun árs 1989. Byggingin verður til afnota fyrir vemdaðan vinnustað eins og áður segir og einnig fyrir svæðis- stjóm um málefni fatlaðra á skaðar málflutning einlægra lands- byggðarmanna eins og Kristinn er. Það hafa verið unnin stórvirki í vegagerð á Nesinu þó að við viljum ná betri árangri. Þar vil ég nefna veginn fyrir Búlandshöfða, sem reyndar þarfnast endurbyggingar, og Ennisveginn. Ekki minnist ég þess að Hólmarar hafí ráðist gegn þeim sjálfsögðu framkvæmdum. Núna telja þeir hins vegar vera komið að því að gera átak á fjallveg- unum af ástæðum, sem ég rakti í fyrri grein minni. Þess vegna geri ég tillögur vegagerðarinnar að minni um að leggja veg um Dufgus- dal. í þessu máli er það raunsæi í stöðunni að leggja til að vegurinn um Fróðárheiði verði jafnframt byggður upp. Hann getur þó vegna hæðar aldrei orðið eins öniggur og vegurinn um Dufgusdal. Ég tek það ekki nærri mér þó Kristinn telji mig nærsýnan og mun á meðan ég starfa sem bæjarstjóri hiklaust vinna að hagsmunamálum Stykkis- hólms, sem reyndar falla saman við hagsmuni héraðsins. Uppbygging vegakerfísins er sameiginlegt hagsmunamál allra Snæfellinga. Deilur um röð fram- kvæmda mega ekki draga úr krafti okkar eða sundra okkur. Það mun einungis tefja og skaða. Um það veit ég að við Kristinn erum sam- mála og snúum því bökum saman. Höfundur er bæjnrstjóri í Stykkishólmi. Vesturlandi. Reiknað er með að vinnuaðstaða verði fyrir 20 manns og með tilkomu hennar verði mikil breyting á atvinnumálum fatlaðra. Ákraneskaupstaður og nokkur félagasamtök á Vesturlandi standa að vemduðum vinnustað og ríkis- sjóður greiðir laun forstöðumanns og hluta af öðrum rekstrarkostn- aði. Nýr forstöðumaður hefur nýlega verið ráðinn og er það Einar Guðmundsson kennari á Akranesi og hefur hann nú þegar tekið til starfa. Bjóddu vetrinum byrginn með JnwuESTunE undir bílnum! Yerndaður vinnustað- ur byggður á Akranesi - JG
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.