Morgunblaðið - 04.11.1987, Qupperneq 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 1987
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 1987
37
Ilforga Útgefandi ntlritoftttÞ Árvakur, Reykjavík
Framkvæmdastjóri HaraldurSveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Aðstoöarritstjóri Björn Bjarnason.
Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen.
Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033.
Askriftargjald 600 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 55 kr. eintakiö.
Fylgikvillar
í haftabúskap
Nýlega urðu umræður utan
dagskrár á Alþingi vegna
þess að Útgerðarfélag Akur-
eyrar hefur keypt togarann
Dagstjömuna frá Suðumesj-
um. Hefði þar með sjöundi
togarinn verið seldur af þessu
svæði. í umræðum um málið
kom fram, að útgerð á Suður-
nesjum ætti ekki síst undir
högg að sækja vegna kvóta-
reglnanna svonefndu, það er
þeirra reglna, sem gilda um
skiptingu afla á milli einstakra
fískiskipa og þar með lands-
hluta. Á þingi Verkamanna-
sambandsins í síðustu viku
vakti Þröstur Ólafsson, fulltrúi
sambandsins í ráðgjafamefnd
um stjómun fískveiða, máls á
sölu þessa sama togara og
sagði meðal annars: „Ég hef
heyrt að kaupverð á togaranum
Dagstjömunni hafí verið um
180 milljónir króna. Glöggir
menn telja að gangverð á svona
skipi án kvóta sé um 50 milljón-
ir króna. Vátryggingarverð er
um 80 milljónir og það er venju-
lega allt of hátt. Kvóti skipsins,
2.700 tonn, er því seldur á um
130 milljónir króna, 50.000
krónur tonnið og 50 krónur
kílóið. Kvótinn verður reyndar
notaður áfram, til fjögurra ára,
verði það samþykkt á Alþingi
og þá kostar hvert kíló af físki
að minnsta kosti 12,50 krón-
ur.“
Þessar umræður um sölu á
Dagstjömunni em hér rifjaðar
upp til að varpa ljósi á eina
hlið fískveiðistefnunnar. Mótun
þessarar stefnu fyrir næstu ár
er nú í deiglunni. Fjölmenn
ráðgjafamefnd hefur haldið
fundi undanfamar vikur. Á
döfínni em þing Landssam-
bands íslenskra útvegsmanna,
og Farmanna- og fískimanna-
sambandsins og formannaráð-
stefna Sjómannasambands
íslands auk Fiskiþings. Þama
koma saman fulltrúar þeirra,
sem standa fískveiðistefnunni
næst, ef þannig má orða það,
auk fískvinnslunnar. Undirbún-
ingur steftiumótunarinnar er
að vemlegu leyti í höndum
þessara aðila, en að lokum er
það Alþingi, sem tekur af skar-
ið. Er mikið í húfí, því að hér
er ekki verið að fjalla um neina
einkaeign þeirra, sem sækja
sjóinn eða vinna verðmæti úr
aflanum, heldur sameign þjóð-
arinnar allrar, sjálfa undirstöðu
þjóðarbúskaparins.
Ef þær tölur, sem fram koma
í ræðu Þrastar Ólafssonar og
vitnað var til hér að ofan, em
réttar þá hafa fískveiðistefnan
og kvótareglumar haft svipuð
áhrif og innflutningshöftin fyr-
ir fjórum áratugum eða svo.
Þá þurftu menn að leita til
Viðskiptanefndar og Fjár-
hagsráðs, ef þeir vildu fá
erlendan gjaldeyri eða flytja inn
vaming frá útlöndum. Þá var
svartur markaður með gjald-
eyri hluti af hinu daglega lífi
í landinu og vömr, sem leyfi
fékkst fyrir, vom seldar á upp-
sprengdu verði, af því að menn
borguðu svo og svo mikið fyrir
leyfíð. Sagt var, að jeppar, sem
kostuðu tuttugu þúsund krón-
ur, væm seldir á sjötíu þúsund
krónur vegna þess hve leyfið
sjálft var verðmætt í augum
þeirra, er vildu eignast jeppa.
Efnahagssaga áranna frá
1930 til 1960 ætti að vera
mörgum þeirra, sem vinna að
því að móta fískveiðistefnuna,
í minni. Af eigin raun kynntust
útgerðarmenn, sjómenn og
fískverkendur því, hve fylgi-
kvillar haftakerfísins vom
alvarlegir. Ekki nóg með það,
reynslan sýndi einnig, að höftin
höfðu alls ekki þau áhrif, sem
að var stefnt með þeim. At-
vinnulífíð var drepið í dróma,
opinber ofstjóm var óskilvirk
og menn beittu öllum ráðum
til að fara í kringum kerfíð.
Ættu þingmenn að huga að
þessum kafla í sögu Alþingis
og líta á tíðar umræður innan
veggja þess um höftin og hindr-
animar, þegar þeir huga að
opinbemm afskiptum af físk-
veiðum.
Sagan sýnir, að þeir, sem
vom andvígir höftunum, létu
sig hafa það að kyngja þeim í
þeirri trú, að þeir væm að fóma
minni hagsmunum fyrir meiri.
Enginn stjómmálaflokkur var
sannfærðari um gildi opinberr-
ar íhlutunar í málefni atvinnu
og verslunar en Framsóknar-
flokkurinn, þótt ekki vildi hann
þjóðnýtingu eins og Alþýðu:
flokkurinn og kommúnistar. í
slgóli þessa kerfís náði SÍS ör-
uggri fótfestu.
Allir em á einu máli um
nauðsyn þess að hafa stjóm á
sókninm í takmörkuð auðæfí
sjávar. í þeirri viðleitni mega
menn ekki horfa fram hjá fylg-
ikvillunum. Þeir geta ekki síður
orðið hættulegir en sá sjúk-
dómur, sem ætlunin er að
uppræta.
Aukin fjölbreytni í atvinnulífi á Ólafsfirði:
Með fjóra togara og fiskeldisstöð,
en lélegar samgöngur á sjó og landi
Helmingur af togaraflota Ólafsfirðinga við festar í Vesturhöfninni: Sigurbjörg og Ólafur Bekkur.
Morgunblaðið/Bjami
Gunnar Sigvaldason, framkvæmdastjóri Sæbergs, um borð í frysti-
togaranum Mánabergi: Stefna stjórnvalda i hafnarmálum er furðu-
leg.
Það er „þensla“ í atvinnulífinu
á Ólafsfirði um þessar mundir,
en það er þó varla áhyggjuefni,
því vöxturinn er fyrst og fremst
í undirstöðunni, ekki yfirbygg-
ingunni. Nú era fjórir skuttogar-
ar gerðir út frá Ólafsfirði, og
er það líklega íslandsmet — mið-
að við höfðatölu. Það þykir líka
vel af sér vikið af tæplega 1.200
manna bæ að eiga knattspyraulið
í fyrstu deild og Ólafsfirðingar
era ánægðir með árangur Leift-
urs í sumar, sem tryggði sér
sæti meðal þeirra bestu í þessari
vinsælu íþróttagrein.
Morgunblaðsmenn heimsóttu
Ólafsfjörð á dögunum til að
kynna sér atvinnumál i kaup-
staðnum, og til að forvitnast um
hvaða mál era efst á baugi þar
í bæ.
Ólafsfjörður hefur byggt nær
eingöngu á sjávarútvegi allt frá því
að vélbátaútgerð hófst þar á fyrsta
tug aldarinnar. Samvinnuhreyfing-
in og ríkið hafa átt lítinn þátt í
atvinnuuppbyggingu á Ólafsfirði í
gegnum tíðina, en bjartsýnir at-
hafnamenn hafa látið því meira að
sér kveða. Bæjarbúar benda á að á
Ólafsfírði er ekkert bankaútibú, en
hins vegar er þar myndarlegur
sparisjóður.
Þora að taka áhættu
„Einn togari er fyrir okkur eins
og ein stóriðja er fyrir þá fyrir sunn-
an,“ sagði Þorsteinn Ásgeirsson,
framkvæmdastjóri Útgerðarfélags
Ólafsfíarðar, en togari félagsins,
Ólafur Bekkur, er nýkominn úr
gagngerri endursmíði í Póllandi.
Fyrr á árinu, eða í apríl, kom frysti-
togarinn Mánaberg til Ölafsfíarðar,
og eru þá fjórir skuttogarar á staðn-
um; Sólberg, og frystitogarinn
Sigurbjörg, auk hinna tveggja fyrr-
nefndu.
„Það eina sem er óbreytt á hon-
um er afturmastrið", sagði Þor-
steinn um Ólaf Bekk, meira í gamni
en alvöru, en það er þó hægt að
segja með nokkrum rétti að tveir
nýir togarar hafi bæst í flota bæj-
arbúa á árinu, því Ólafur Bekkur
er mun hæfari til veiða eftir breyt-
inguna en hann var áður. Auk
togaranna eru tveir 200-300 tonna
bátar á Ólafsfirði, auk fjölda smærri
báta. Það eru tvö hraðfrystihús í
bænum, og ein stór saltfískverkun-
arstöð, en margir smábátaeigendur
verka afla sinn sjálfír í smærri hús-
um.
Hveiju þakkar Þorsteinn Ás-
geirsson uppsveifluna í atvinnumál-
um á Ólafsfírði? „Menn hafa þorað
að taka áhættu, það er byrjunin,"
svaraði Þorsteinn, „síðan er þetta
eins og snjóbolti sem hleður utan á
sig; nýtt skip þarf löndunarmenn
og iðnaðarmenn." Þorsteinn sagði
að rekstur togarans og frystihúss-
ins hefði gengið vel, en þó hefði
verið stopult hráefni fyrr á árinu,
og það hefði varla nóg vinnuafl nú
í sumar. Ef áfram héldi á sömu
braut gæti orðið skortur á vinnu-
afli eftir áramót, og það væri þegar
farið að hugsa um innflutning á
vinnuafli.
Höfnin of lítil
fyrir flotann
„Það eina sem háir okkur er
bryggjuaðstaðan," sagði Þorsteinn
ennfremur, „bryggjur eru mikið til
ónýtar, og það er geysileg vinna
eftir í Vesturhöfninni."
Skipta jarðgöngin máli fyrir físk-
vinnsluna?
„Göngin munu gera okkur kleift
að hafa betri samskipti við Akur-
eyri og Dalvík, og munu auka
möguleika á að miðla hráefni á
milli staða," sagði Þorsteinn, „Múl-
inn er þröskuldur fyrir því að fólk
þori að setjast hér að; ef hann
væri ekki til staðar væru líklega
200-300 manns fleira hér."
„Það er ekki of mikið að hafa
fjóra togara hér,“ sagði Gunnar
Sigvaldason, framkvæmdastjóri
Útgerðarfélagsins Sæbergs hf., „en
það er óneitanlega orðið dálítið
þröngt í höfninni." Sæberg gerir
út tvo togara, Sólberg og Mána-
berg, og sagði Gunnar að afkoma
útgerðarinnar hefði verið í betra
lagi á síðasta ári, ekki síst vegna
olíuverðslækkunarinnar.
Hafnaraðstaðan er stóra málið í
huga Gunnars, eins og líklega
flestra Ólafsfírðinga sem fást við
útgerð. „Ef ekkert verður gert við
höfnina er vandséð að það verði
hægt að halda áfram að landa á
Ólafsfírði," sagði Gunnar, „menn
horfa með skelfíngu til þess ef
framkvæmdum þar verður ekki
haldið áfram." Gunnar sagði að það
hefði ekkert verið unnið við höfnina
í 10-12 án „Maður furðar sig á
stefnu stjómvalda í þessum málum,
það er með ólíkindum hve lítið fram-
lag er til hafnarmála."
Gunnar var ekkert allt of vongóð-
ur um að fé fengist til að vinna
áfram að endurbótum við höfnina,
en hann var heldur bjartsýnni á
jarðgöngin, sem munu koma út-
gerðinni til góða eins og öllum
öðmm atvinnurekstri: „Það er búið
að lagfæra hina Ó-vegina, og það
væm svik ef framkvæmdir við Ól-
afsfjarðarmúlann yrðu dregnar til
baka.“
Góð aðstaða fyrir
fiskeldi
Það er unnið við fleira en útgerð
og fískvinnslu á Ólafsfirði, og má
þar nefna fiskeldisstöðina Oslax,
þar sem fjórir menn starfa. Ólafur
Bjömsson, forstjóri Óslax, hafði
ekki mikinn tíma til að spjalla við
okkur Morgunblaðsmenn, því það
var lax úti í Ólafsfíarðarvatni sem
þurfti að kreista, og íslögn á vatn-
inu hafði sett strik í reikninginn,
og gert mönnum erfítt um vik við
að ná fiskinum.
Úlfar Agnarsson, starfsmaður þjá ÓsIaxL og Ólafur Björnsson, forstjóri, fyrir framan útitanka fiskeld-
isstöðvarinnar. í baksýn grillir í isilagt Olafsfjarðarvatn.
Þorsteinn Ásgeirsson, fram-
kvæmdastjóri Hraðfrystihúss og
Útgerðarfélags Ólafsfjarðar:
Það væra kannski 200-300 manns
í viðbót hér, ef jarðgöngin hefðu
komið fyrr.
Okkur tókst þó að tmfla Ólaf
aðeins, og hann fræddi okkur á því
að Óslax hefði starfað í rétt tæp
tvö ár, og að nú væra um 500.000
seiði í stöðinni. Ólafur sagði að
Óslax fengist nær eingöngu við
seiðaeldi, en að nokkur þúsund seið-
um hefði verið sleppt til hafbeitar,
og hefðu heimtur verið góðar. Hann
taldi að það væri gott útlit með
markað fyrir seiði næsta ár, og var
bjartsýnn um að hægt yrði að
stækka stöðina mikið. Aðstæður
fyrir fískeldi era af ýmsum ástæð-
um góðar á Ólafsfirði; Óslax fær
heitt vatn úr holu sem ekki var
nýtt við hitaveituna, og svo er Ól-
afsfjarðarvatn við bæjardymar á
stöðinni.
Ólafsfjarðarvatn er óvenjulegt að
því leyti að í því blandast sjór og
ferskvatn, og þar má fínna kola,
ufsa, og jafnvel sfld, auk silungs
og lax. „Það er góð aðstaða til
hafbeitar hér í vatninu," sagði Ólaf-
ur okkur, „það er tveggja metra
þykkt ferskvatnslag á yfirborðinu,
og svo seltulög neðar, þannig að
seiðin geta seltuvanið sig þar sjálf."
Jarðgöngin era kappsmál fyrir
Ólaf eins og aðra, því ef farið verð-
ur út í vetrarslátran á matfíski
verður að vera hægt að senda fisk-
inn fyrirvaralaust.
Innanbæjarfréttir
í kapalsjónvarpi
Einn mesti athafnamaðurinn á
Ólafsfírði — og sá albjartsýnasti,
segja sumir — er Skúli Pálsson,
bifvélavirki og fjölmiðlafrömuður.
Skúli stóð fyrir „kapalvæðingu"
Ólafsfjarðar hér á áram áður, og
var Ólafsfjörður einn fyrsti staður-
inn á landinu sem fékk þannig
„innanbæjarsjónvarp". Skúli stóð
fyrir þessu framtaki nánast alveg
upp á eipn spýtur, og margir hristu
hausinn jrfír þessarri bjartsýni í
byrjun, en nú era um 70-80% húsa
á Olafsfírði með innlögn frá Skúla,
og era bæjarbúar hæstánægðir með
sjónvarpið sitt, ekki síst með viku-
legan þátt með innanbæjarfréttum
sem Skúli tekur upp sjálfur.
Það var ekki við það komandi
að ná tali af Skúla daginn sem
Morgunblaðsmenn vora á Ólafs-
fírði, því hann var í óðaönn við að
flytja loftnet með aðstoð þyrlu upp
á ljallið Múlakollu fyrir ofan bæinn,
og eiga Ólafsfirðingar þá að geta
náð sendingu Stöðvar 2 samdægurs
— en nú fær Skúli efni stöðvarinn-
ar vikugamalt á spólum, og þykir
sumum að einstaka efni, svo sem
veðurfréttir, sé þá úr sér gengið.
Eiga jarðgöngin inni
hjá ríkinu
Það er greinilega enginn skortur
á athafnasömum einstaklingum á
Ólafsfirði, og það var almenn bjart-
sýni ríkjandi um framtíðina hjá
viðmælendum Morgunblaðsins. En
þó að einstaklingsframtakið hafi oft
fengið miklu áorkað á Ólafsfírði,
þá era stærstu hagsmunamál bæj-
arbúa í dag komin undir velvilja og
skilningi ráðamanna „fyrir sunn-
an“. Ólafsfírðingum fínnst að þeir
„eigi göngin inni“ hjá ríkisvaldinu,
enda hafí ekki verið neinar stór-
framkvæmdir í vegamálum á
Ólafsfírði í 25 ár, á meðan bundið
slitlag sé í kringum flest önnur
byggðarlög á landinu. Höfnin var
líka orðin úr sér gengin, en átak
var gert í sumar við að endur-
byggja bryggjur, og dýpka höfnina
— en togaramir vora famir að taka
niðri þegar þeir komu að landi. Það
er þó mikið verk eftir I höfninni
enn, og ef uppgangurinn í atvinnu-
lífínu á Ólafsfírði á að haldast, er
ljóst að samgöngur á sjó og landi
verða að færast í betra horf frá því
sem nú er.
HÓ ,
Bætt hafnaraðstaða og göng í gegn-
um Múlann eru brýnustu verkefnin
- segir Valtýr Sigurbjörnsson, bæjarsljóri
Morgunblaðið/Bjami
Valtýr Sigurbjörnsson, bæjarstjóri á Ólafsfirði: hafnarbætur og jarð-
göngin eru stóru málin fyrir Ólafsfirðinga - og svo grasvöUurinn
fyrir Leiftur.
„ÞAÐ ER eins og vítamínsprauta
að fá fleiri skip í bæinn“, sagði
Valtýr Sigurbjörnsson, bæjar-
stjóri á Ólafsfirði, þegar Morg-
unblaðsmenn tóku hann taU á
bæjarskrifstofunni. „Velgengni í
sjávarútvegi og aukin fjölbreytni
i atvinnulifinu hafa þjálpast að
en til þess að uppgangurinn hald-
ist verður að halda áfram að
bæta hafnaraðstöðuna og fá hin
langþráðu jarðgöng i gegnum
Ólafsfjarðarmúlann,“ sagði Val-
týr.
„Þetta era mestu framfarir í at-
vinnumálum síðan 1972,“ sagði
Valtýr, en það ár kom fyrsti skut-
togarinn, Ólafur Bekkur, til ólafs-
fjarðar. Hann sagði að nú munaði
mestu um komu frystitogarans
Mánabergs í aprfl, og komu Ólafs
Bekks úr endursmíði í Póllandi fyrr
í mánuðinum. Valtýr nefndi að um
40-50 ný störf sköpuðust í kringum
Mánaberg. Bátum hefur einnig
fjölgað, sagði Valtýr, og trilluút-
gerðin blómstrað, enda hefði afli
verið góður mestan hluta ársins.
Húsbyg-gingar
aukast að nýju
Fjölbreytni í atvinnulífínu hefur
einnig aukist á síðustu árum, sagði
Valtýr, og nefndi hann sem dæmi
fískeldisstöðina Óslax, framleiðslu
á kavíar úr grásleppuhrognum á
vegum Sævers, og saumastofuna
Berg. „Einhæfni í atvinnulffínu er
galli, það er mikilvægt að byggja
upp fleiri möguleika, þvf það bæði
skapar vinnu, og dreifír áhættunni."
„Bærinn tengist atvinnulífínu á
ólafsfírði býsna mikið," sagði Val-
týr, bærinn á þriðjung í Ólafi Bekki,
hann er stærsti hluthafínn í Hótel
Ólafsfirði, og hann rekur dvalar-
heimili aldraðra, Hombrekku, þar
sem era 17 vistmenn. Hombrekka
er einn af stærri vinnustöðum á
Ólafsfirði, en þar er einnig heilsu-
gæslustöð staðarins, með 13 sjúkra-
rúm.
Það hefur ekki orðið mikil breyt-
ing á íbúafjölda nú síðustu ár á
Ólafsfirði, sagði Valtýr, og hafa
húsnæðismál líklega valdið þar ein-
hveiju. Það var nær ekkert byggt
á ólafsfírði í fyrra og hitteðfyrra,
en nú eru í smíðum átta íbúðir í
raðhúsi og eitt einbýlishús, og sagð-
ist Valtýr vænta þess að uppsveiflan
í atvinnulífínu skilaði sér í því að
enn meira yrði bygggt næsta sum-
ar. Tímabundið atvinnuleysi hefur
verið viðloðandi á Ólafsfirði undan-
farin ár, að sögn Valtýs, en það
hefur minnkað mikið, og það var á
mörkunum að það væri nægt vinnu-
afl í sumar, einkum vantaði iðnað-
armenn til starfa.
Höfnin og göngin
skipta öllu máli
Hver era helstu málin sem á Ól-
afsfirðingum brenna í dag?
„Múlinn er mál málanna," sagði
bæjarstjórinn, „það er mjög mikið
atriði að fá göngin." Valtýr kvaðst
vera bjartsýnn á að framkvæmdir
við gerð jarðgangna í gegnum Ól-
afsfjarðarmúla myndu hefjast
næsta vor, enda hefði flárveitinga-
nefnd gefíð út ákveðna yfírlýsingu
þess efnis í fyrra, og allir ráðamenn
lofað öllu fögra um framkvæmdir.
Vegagerðin er nú búin að vinna
alla undirbúningsvinnu fyrir
gangnagerðina, og sagði hann að
því væri ekki eftir neinu að bíða.
„Erfíðar samgöngur hljóta alltaf
að standa byggð og framförum fyr-
ir þrifum" sagði Valtýr þegar hann
var spurður hveiju göngin myndu
breyta, og hann nefndi sem dæmi
að samvinna sveitarfélaga, eins og
fyrirhugað samstarf Ólafsfirðinga
og Dalvíkinga á sviði sorpbrennslu,
væri mjög erfið við núverandi skil-
yrði.
„Hitt aðalmálið, og ekki síður
mikilvægt, era umbætur á höfninni
á Ólafsfirði, enda er höfnin lífæð
staðarins," sagði Valtýr. „Framlög
ríkisins til hafnarinnar hér era ekki
í neinu samhengi við þau verðmæti
sem um hana fara. Höfnin gefur
hundrað milljóna af sér, en samt
er það hrein píslarganga að fá
nokkra peninga til hennar. Það fara
meiri verðmæti um þessa höfn en
varið er til hafnarmála á öllu
landinu. Það mætti kannski spyija
á hveiju eigi að lifa þegar búið er
að skera kýmar?"
Þó að unnið hafí verið að því í
sumar að endurbæta bryggjur og
dýpka höfnina, þá hafa fjárveiting-
ar til hafnarinnar ekki nægt til
þess að halda í horfínu, sagði Val-
týr, og með stækkun flotans yrðu
endurbætur á höfninni enn brýnna
mál en ella.
Bjartsýnn á fótboltann
og atvinnulíf ið
Hver era helstu verkefnin á veg-
um bæjarins í nánustu framtfð?
Valtýr nefndi að það þyrfti að
ljúka varanlegri gatnagerð, byggja
íþróttahús, og svo auðvitað að
leggja grasvöll fyrir Leiftur.
Hveiju vill bæjarstjórinn spá um
gengi Leifturs á næsta sumri?
Valtýr sagðist vera vongóður uni
að Leiftur héldi sæti sínu í fyrstu
deild, og sagðist telja að heimavöll-
urinn ætti eftir að færa liðinu þau
stig sem til þess þyrfti. Hann sagð-
ist ekki vera síður bjartsýnn á að
uppgangurinn í atvinnulífínu héld-
ist, en bætti þó við að það færi alveg
eftir hvemig áraði hjá sjávarútveg-
inum.
í lok viðtalsins barst talið að
Skúla Pálssyni, athafnamanni, sem
var í óðaönn við að flytja loftnet
upp á Múlakollu með aðstoð þyrlu
þegar Morgunblaðsmenn vora á
Ólafsfirði. „Þetta er merkilegt og
lofsvert framtak hjá Skúla,“ sagði
Valtýr, og fræddi okkur á því að
Skúli hefði verið einn fyrsti maður-
inn á landinu sem stóð fyrir
kapalsjónvarpi. Skúli 'hefði staðið
fyrir kapalvseðingu staðarins upp á
sitt eindæmi, og að mörgum hefði
þá þótt það glapræði. Svipaðar
raddir hafa líka heyrst um nýjasta
framtak Skúla, en loftnetið á Múla-
kollunni á að ná efni Stöðvar 2
fyrir Ólafsfirðinga. Við spurðum
Valtý Sigurbjömsson, bæjarstjóra,
um hans álit, og ekki stóð á svar-
inu: „Ef ekki væra til ótrúlega
bjartsýnir menn, þá yrðu engar
framfarir."