Morgunblaðið - 04.11.1987, Qupperneq 70

Morgunblaðið - 04.11.1987, Qupperneq 70
70 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. NÓVEMBER 1987 KNATTSPYRNA / ENGLAND Craig Johnston í landsliðshópinn Lawrenson til Man. United? Craig Johnston, miðvallarleik- maður frá Liverpool, var í gær valinn í enska landsliðshópinn fyrir leikinn gegn Júgóslövum í Evrópu- ■■^■H keppni landsliða, FráBob sem verður í Júgó- Hennessy slavíu á miðviku- / Englandi daginn í næstu viku. Englandi nægir jafntefli til að sigra í riðlinum. Johnston hefur leikið með enska U-21 landsliðinu. Hann fæddist í Suður-Afnku, er með ástralskan ríkisborgararétt og á ættir að rekja til Englands, Skotlands, írlands og Wales. Johnston, sem verður 27 ára í næsta mánuði, hefur ekki leikið a-landsleik, en fyrmefndar þjóðir hafa allar viljað fá hann í sínar raðir og sjálfur hafði hann helst áhuga á að leika fyrir Skotland. Lawrenson til United? írski landsliðsmaðurinn Mark Law- renson, sem er 30 ára og á eftir þrjú ár af samningi sínum við Liverpool fór í gær fram á sölu. Liverpool keypti þennan sterka vamarmann frá Brighton 1981 fyr- ir 900.000 pund, en hann meiddist á síðasta keppnistímabili og hefur ekki náð að festa sig í liðinu síðan. Nokkur félög hafa sýnt honum áhuga en Manchester United vill greiða 700.000 pund fyrir hann og sleppi Liverpool honum, virðist United lfklegasti kaupandi. Wark til Le Havre? John Wark gæti einnig verið á för- um frá Liverpool. Franska iiðið Le Havre hefur boðið 125.000 pund í skoska landsliðsmanninn. Liverpool greiddi Ipswich 450.000 pund fyrir Wark, sem er 30 ára, í mars 1984, en hann hefur ekki komist í hópinn lengi. Wark hafði áhuga á að fara aftur til Ipswich, en Le Havre býð- ur honum svipuð laun og hann hefur hjá Liverpool og því boði getur reynst erfítt að hafna. KNATTSPYRNA Ámií Leiftur Ami Stefánsson, vamarmað- urinn sterki úr Þór á Akureyri, mun leika með nýliðum Leifturs frá Ólafsfírði næsta sum- ■■■■■■ ar í 1. deildinni í FróReyni knattspymu. Ámi Eiríkssy ákvað þetta í gær áAkureyri 0g sagJ)j j samtali við Morgunblaðið að hann myndi skrifa undir fé- lagaskipti síðar í vikunni. Ámi hefur verið fastamaður í Þórsliðinu undanfarin ár. Hann er 28 ára að aldri og á að baki 101 leik í 1. deildinni með Akur- eyrarliðinu og hefur skorað flögur mörk í þeim. Ámi á alls 234 leiki að baki með meistaraflokki Þórs; hann lék sinn 200. leik sumarið 1986, gegn Víði í Garði. Ámi er annar leikmaður liðsins frá þvf í sumar sem hættir, Sigur- bjöm Viðarsson hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Aml Stefánsson spymir frá marki f leik með Þór. Til hægri er Sigur- þjöm Viðarsson, sem lagt hefur skóna á hilluna. FRJÁLSAR / HEIMSAFREKASKRÁ || KNATTSPYRNA / V-ÞÝSKALAND Vésteinn 10. í kringlu og Einar 12. íspjóti Vésteinn Hafsteinsson, HSK, náði 10. bezta afreki ársins í kringlukasti í heiminum á þessu ári og Einar Vilhjálms- son, UÍA, 12. bezta heimsaf- rekinu í spjótkasti, samkvœmt heimsafrekaskrá í frjálsíþrótt- um, sem miðuð er við 4. október sl. Vésteinn kastaði kringlunni sem kunnugt er 67,20 metra á móti í Klagshamn í Svíþjóð 17. júlí sl. og bætti fj'ögurra ára gamalt íslandsmet sitt um 1,60 metra. ^ Bezta afrekið í heiminum í ár er 72,08, en það vann Bandaríkjamað- urinn John Powell, einnig í Klags- hamn. Powell er með langlengsta kastið því næstur er Svfinn Stefan Femhoim með 69,80 metra. Vésteinn er rétt á eftir afreksmönn- um á borð við Ólympíumeistarann Rolf Dannenberg, V-Þýzkalandi, og heimsmeistarann frá 1983, Tékk- ann Imrich Bugar. Náði hann þriðja bezta afreki Norðurlandabúa og er t.d. með rúmlega meters lengra kast en Norðmaðurinn Knut Hjelt- nes, <em kastaði 69,62 metra í hitteðfyrra. Gamla met Vésteins, 65,60 metrar, var 77. bezta afrek í kringlukasti frá upphafí, miðað við síðustu ára- mót. Vésteinn færði sig talsvert upp þann lista í ár, því nú er hann kom- inn í 42. sæti á lista yfír beztu kringlukastara heims frá upphafí. Einar Vilhjálmsson setti sem kunn- ugt er Norðurlandamet í spjótkasti er hann kastaði 82,96 metra á Landsmóti UMFÍ á Húsavík 11. júlí. Er það 12. bezta afrekið í heim- inum í ár. Norðurlandametið missti Einar hinsvegar til Finnans Seppo Raty, en til þess að ná því dugði Raty ekki minna til en verða heims- meistari í spjóti á HM f Róm. Árangur Einars í spjótkastinu er jafnframt 14. bezta afrekið með nýja spjótinu frá upphafí. Sem kunnugt er voru gerðar breytingar á spjótinu fyrir tveimur árum er höfðu veruleg áhrif á árangur í greininni. Einar á 23. bezta afrekið frá upphafi með eldra spjótinu, kastaði 92,42 í Texas vorið 1984. Einn maður hafði kastað spjótinu yfír 100 metra. Síðsumars var Sigurður Einarsson í 18. sæti á heimsafrekaskránni í spjótkasti, en hann er ekki á listan- um frá 4. október. Sigurður kastaði 80,84 metra í sumar og samkvæmt upplýsingum FRÍ er það 20. bezta afrekið í heiminum í ár. Á listanum frá 4. okt. er að fínna Suður-Afríku- mann með 82,06 metra. Árangur Suður-Afríkumanns er hins vegar ekki viðurkenndur þar sem Suður- Afríku hefur verið úthýst úr Al- .þjóðafrjálsíþróttasambandinu og öðrum íþróttasamböndum vegna aðskilnaðarstefnu stjómvalda. Ásgelr ásamt Arie Haan, þjálfara Stuttgart. Ásgeir með Stutt- gart gegn Bayem „Eg er allur að koma til. Hef æft á fullu undanfarna tvo daga. Fór á tvær erfiðar æfing- ar í gær og svo aftur í dag. Þetta er allt að koma. Nú vant- ar aðeins ieikæf inguna," sagði Ásgeir Sigurvinsson, fyrirliði Stuttgart, í viðtali við Morgun- blaðið í gærkvöldi. Ásgeir hefui verið frá vegna meiðsla, í læri, undanfarnar vikur. Asgeir sagði að hann myndi ekki leika með Stuttgart gegn Dortmund um næstu helgi. „Arie Haan, þjálfari okkar, vonast eftir því að ég verði tilbúinn í slaginn gegn Bayem hér í Stugttgart 14. nóvember," sagði Asgeir. Margir leikmenn Stuttgart hafa meiðst að undanfömu og ekki getað leikið. Ásgeir sagði að þeir Karl Allgöver og markvörðurinn Eike Immel væru tilbúnir að leika gegn Dortmund. „Vellimir hér eru famir að þyngjast. Það er stutt í jólafrí knattspymumanna. Síðasta um- ferðin í ár verður leikin 21. nóvember," sagði Asgeir. FIMLEIKAR Guðjón fimleika- maður ársins GUÐJÓN Guðmundsson úrÁr- manni hefur verið valinn fimleikamaður ársins. Fim- leikasamband íslands útnefndi hann sem slíkan á ársþingi sínu 9.-10. október sl. Arsþinginu var ekki lokið á framangreindri helgi og verð- ur því aukaþing haldið 7. nóvember í íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Á þinginu var ákveðið að efna til svonefnds Reykjavíkurboðsmóts annað hvert ár og bjóða til þess keppendum frá 7-10 löndum. Mót af þessu tagi var haldið í marz sl. og þótti takast vel. Þá var ákveðið að sækja um að fá að halda hér á landi Norðurlanda- meistaramót fullorðinna og Norður- landamót drengja. Norðurlandamót í nútímafímleikum verður haldið hér á landi árið 1989. Á ársþinginu var Rannveigu Guð- mundsdóttur veittur styrkur úr minningarsjóði Áslaugar Einars- dóttur. Rannveig stundar nám við íþróttaháskólann í Köln í Vestur- Þýzkalandi. Lokaverkeftii hennar fjallar um sálfræðilegan undirbún- ing fimleikamanna. HANDKNATTLEIKUR / 1. DEILD KARLA Pyrsti Akureyrarslagurinn í 1. deild! Akureyrarliðin Þór og KA mæt- _ ast í fyrsta skipti í 1. deildar- keppninni f handknattleik á Akureyri í kvöld. Það má fastlega reikna með að leik- ur þeirra, sem hefst kl. 20, verði spennandi og flörugur og ekki er að efa að bæjarbúar fjölmenna í íþróttahöllina. Það má því búast við góðri stemmningu. í vetur leika ' ' félögin í fyrsta skipti saman f 1. deildinni. Þór kom upp í vor, en KA hefur leikið í deildinni í nokkur ár. Fjórir aðrir leikir verða í kvöld. KR leikur gegn Stjömunni í Laugar- dalshöllinni kl. 20.15 og strax að honum loknum verður boðið upp á stórleik. Meistarar Víkings leika gegn Val kl. 21.30. IR mætir Fram í Seljaskóla kl. 20.15 og á sama tíma leikur FH gegn Breiðablik í Hafnarfírði. Baráttan á toppi deildarinnar er nú að verða mjög spennandi og allt getur greinilega gerst. FH-ingar em enn á toppnum eftir 5 umferð- ir, þrátt fyrir að hafa tapað sínu fyrsta stigi í vetur um helgina, er þeir gerðu jafntefli við KA á Akur- eyri. Þeir hafa 10 stig. Valsmenn em í öðm sæti með 9 stig, Víking- ar hafa 8, Breiðablik og Stjaman 6, KR og ÍR em með 4 stig, KA 2, Fram 1 en Þórsarar em enn án stiga og sitja því á botninum. Markahæstu leikmenn 1. deildar karla í handknattleik eftir sex umferðir eru þessir: Hans Guðmundsson, UBK.....43/14 Þorgils Óttar Mathiesen, FH..41 Júlíus Gunnarsson, Fram...40/11 Konráð Olavson, KR........38/8 Valdimar Grímsson, Val.......37/2 Sigurpáll Aðalsteinsson, Þór..37/21 Héðinn Gilsson, FH.............35 Skúli Gunnsteinsson, Stjömunni .35 Karl Þráinsson, Víkingi......30/5 Sigurður Gunnarsson, Víkingi .30/5 Stefán Kristjánsson, KR......29/8 Guðmundur Þórðarsonm ÍR......28/3 Júlfus Jonasson, Val........27/11 Óskar Helgason, FH...........26/8 Ólafur Gylfason, ÍR..........25/7
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.