Morgunblaðið - 14.11.1987, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1987
Hagnaður
af rekstri
Amarflugs
fyrstu níu
mánuðina
UM 300 þúsund króna hagn-
aður varð af rekstri Arnar-
flugs hf. fyrstu níu mánuði
ársins, samkvæmt upplýsing-
um Kristins Sigtryggssonar,
framkvæmdastjóra félags-
ins. Á síðasta ári varð 170
milljóna króna tap á rekstr-
inum.
Kristinn sagði að í áætlunar-
flugi milli landa hefðu farþegar
verið 20% fleiri fyrstu tíu mánuð-
ina en 1986, eða alls liðlega 34
þúsund talsins. Vöruflutningar
jukust enn meira og flutti félagið
86% meira eða 1.910 tonn á
móti 1.024 tonnum.
„Horfumar em þannig að við
vonum að þetta geti haldist út
árið,“ sagði Kristinn: Við.erum
með allt annað fyrirtæki í hönd-
unum en áður.“ Hann benti á að
félagið hefði hætt öllum leigu-
verkefnum erlendis, sem hefðu
verið þungur baggi, og þá hefði
sætanýting verið góð. Einnig var
stofnað sérstakt fyrirtæki um
rekstur innanlandsflugsins ogtók
það til starfa 1. maí síðastliðinn.
Kristinn upplýsti einnig að nokk-
ur hagnaður hefði orðið á
innanlandsfluginu frá maí til loka
september.
r wmæamsssm\ i iniiiiiiMwiiiiiiiniwiwBKai
Morgunbladið/Bjöm Blöndal
Starfsmenn voru önnum kafnir langt fram á nótt við að raða vörum í hillur.
Fríhafnarverslunin stækkuð
NÝ fríhafnarverslun fyrir
komufarþega i flugstöð Leifs
Eiríkssonar verður tekin í notk-
un í dag. Verslunin er á neðri
hæð byggingarinnar og er um
400 fermetrar að stærð.
Að sögn Péturs Guðmundsson-
ar flugvallarstjóra, var unnið
langt fram á nótt við að koma
fyrir innréttingum í nýju verslun-
inni og raða vörum í hillur.
Bráðabirgða verslunin á efri hæð-
inni var 130 fermetrar.
Nokkuð hefúr borið á kvörtun-
um frá farþegum sem ekki hafa
fengið vagna undir töskumarþeg-
ar komið er til landsins. Sagði
Pétur að í gömlu flugstöðinni
hefðu verið um 50 vagnar en þá
kvartaði enginn. „Strax þegar
flutt var í vor, fóru að berast
kvartanir og er nú búið að fjölga
þeim um helming. Eru nú.rúmlega
100 vagnar í flugstöðinni og verða
170 fyrir sumarið, en fleiri kom-
ast ekki fyrir samtímis," sagði
Pétur. „Hluti vandans er að vögn-
unum er ekki skilað inn jafnóð-'
um.
Að gefnu tilefni sagðist Pétur
vilja koma á framfæri að kaup á
plöntum í flugstöðina voru boðin
út á sínum tíma og lægsta tilboði
tekið, sem var kr. 493.000 fyrir
allar plöntur, einnig tvö síðustu
trén. Hæsta tilboðið voru plöntur
fyrir um 2,2 milljónir. Þá hefur
komið fram að gróðurlampar sem
settir voru upp hafi kostað kr.
700.000 en rétt er að þeir kostuðu
kr. 7.000 upp settir með sérstakri
ljósaperu.
Alþjóðleg ráðstefna um tóbak og heilbrigði í Tókýó:
ísland með forystu í barátt-
unni gegn tóbaksreykingum
Frá Árna Johnsen blaðamanni Morgunbladsins í Tókýó.
í niðurstöðum alþjóðlegrar ráðstefnu um tóbak og heUbrígði í
Tókýó sem 600 fulltrúar frá 54 löndum sóttu kom fram að íslend-
ingar eru framarlega í baráttu þjóða gegn tóbaksreykingum. Dr.
Per Bjarkvá frá Noregi, sem fjallaði um niðurstöður þeirra vísinda-
manna og leikmanna sem sérstaklega fluttu erindi á ráðstefnunni
um börn og reykingar og almennan árangur gegn reykingum,
undirstrikaði að íslendingar hafa með löggjöf og frágangi hennar
náð mestum árangrí í baráttunni gegn reykingum.
Það kom greinilega fram á ráð-
stefnunni að víða um heim er
fylgst grannt með því sem gert
er á íslandi í þessum efnum því
í dag
T.ggBáíg
MORGUNBLADS I NS
það hefur sýnt sig að þar næst
árangur. Það voru á þessari fjöl-
sóttu ráðstefnu sýndar m.a.
niðurstöður ýmissa rannsókna sem
gerðar hafa verið á íslandi og loka-
orðin sem fylltu sýningartjaldið á
salnum voru: ísland hefur sannað
að það er hægt að ná árangri í
þessum efnum.
Mikla athygli vakti á ráðstefn-
unni erindi Sveins Magnússonar
læknis um árangur í baráttunni
gegn daglegum reykingum skóla-
bama 12-16 ára. Miðað var við
árin 1974, 1978, 1982 og 1986
en á því tímabili höfðu daglegar
reykingar skólabama á þessum
aldri minnkað úr 23% 1974 í 9%
1986. Erindi Sveins byggðist á
rannsóknum hans, Skúla Johnsens
borgarlæknis og Þorvarðar Om-
ólfssonar hjá Krabbameinsfélag-
inu. Þá flutti Þorsteinn Blöndal
yfírlæknir á berklavamardeild
Heilsuvemdarstöðvarinnar erindi
um tvíblindaathugun á 4ra milli-
gramma nikótíntyggjói og Iyf-
leysu. Sigurður Amason iæknir
flutti erindi um lungnakrabbamein
hjá konum en tíðni þess er næst-
hæst hjá íslenskum konum á eftir
konum í Skotlandi.
Margar nýjar niðurstöður í
rannsóknum á skaðsemi tóbaks
komu fram á þessari ráðstefnu og
m.a. var mikið fjallað um óbeinar
reykingar sem vísindamenn segja
nú að geti valdið, ótvírætt, slæm-
um sjúkdómum eins og til dæmis
krabbameini.
Kjötskrokkatalningin:
Niðurstöður
liggja fyrir
upp úr helgi
UPPLÝSINGAR um birgðir
kindakjöts úti á landi eru að
mestu komnar til landbúnaðar-
ráðuneytisins og í gær og í dag
er talið i frystigeymslum á höf-
uðborgarsvæðinu. Niðurstöður
ættu að liggja fyrir strax eftir
helgi.
Framkvæmdanefnd _ búvöru-
samninga fyrirskipaði birgðataln-
inguna um síðustu helgi og óskaði
eftir því að lögregluyfirvöld stað-
festu birgðatölumar. Skeyti um
birgðimar hafa síðan verið að ber-
ast. Sigurður Þórðarson skrifstofu-
stjóri í Qármálaráðuneytinu segir
að niðurstöður ættu að liggja fyrir
strax eftir helgi.
Laugardalshöll:
Ahorfenda-
svæði stækkað
ÍÞRÓTTA- og tómstundaráð
Reykjavíkur er að kanna mögu-
leika á að stækka áhorfenda-
svæðið í Laugardalshöll, að sögn
Júlíusar Hafstein, formanns
ráðsins. Þá eru uppi hugmyndir
um að byggt verði nýtt íþrótta-
hús austan við Laugardalshöll-
ina.
Július sagði að stækkun áhorf-
endasvæðisins kæmi helst til greina
þar sem sviðið er nú gengt áhorf-
endastúkunni. Koma mætti fyrir
pöllum sitt hvom megin við sviðið
sem yrði framlengt og að auki
nokkrar færanlegar sætaraðir
framan við og á sviði. „I>á verður
að færa handboltavöllinn nær
áhorfendasvæðinu þar sem það er
í dag,“ sagði Júlíus.
Ekki hefur enn verið tekin enda-
leg ákvörðun um hvaða hús verður
byggt austan við Laugardalshöll
þar sem fyrirhugað var að byggja
skautahöll. Júlíus sagði að uppi
væru hugmyndir um að byggja þar
enn stærra hús, sem yrði mun
stærra en Laugardalshöllin og þá
fyrir fleiri íþróttagreinar, sýninga-
hald og hljómleika. „En þetta er
ein af þeim hugmyndum sem lítil-
lega hafa verið ræddar með framtíð
Laugardalssvæðisins í huga," sagði
hann.
Miklilax og Hólalax:
Selja laxahrogn tíl Chile
ii j \
%> ' . i
■ A
/ A
LAXELDISSTÖÐVARNAR
Miklilax og Hólalax hafa samið
nm sölu á um 1.300.000 hrogn-
nm tíl CUe að verðmæti um 4
milljónir króna. Hrognin verða
flutt héðan flugleiðis í sérstök-
nm kælikössum um miðjan
desember.
Að sögn Reynis Pálssonar fram-
kvæmdastjóra Miklalax, er
samningnurinn til kominn fyrir
milligöngu skosks ráðgjafafyrir-
tækis, sem er þeirra ráðgjafí í
fískeldi. Þetta er fyrsti sölusamn-
ingur fyrirtækjanna við þessa aðila
en rúmt ár er síðan fískeldisstöðin
Miklilax var stofnuð og verða
fyrstu seiðin seld næsta vor. Stefnt
er að stækkun stöðvarinnar og er
fyrirhugað að rækta þar lax til
slátrunar í framtíðinni. Um 30
bændur í Fljótum eiga um 60 til
70% af hlutafé fyrirtækisins en
heildar hlutafé er 25 milljónir.
Ragnar Árnason segir sig úr Alþýðu-
bandalagsfélaginu á Seltjarnarnesi:
Hugmynd um stofn-
un félags vonsvik-
inna hagfræðinga
RAGNAR Arnason hagfræðingur hefur sagt sig úr Alþýðubanda-
lagsfélaginu á Seltjarnarnesi og hyggst jafnvel stofna nýtt
Alþýðubandalagsfélag: málefnafélag vonsvikinna hagfræðinga.
Ástæðuna fyrir úrsögninni segir Ragnar vera að þetta félag
hafi aldrei starfað reglulega og auk þess virðist' félagið ekki
hafa not fyrir hans starfskrafta. Ragnar var ekki valinn sem
fulltrúi á landsfund Alþýðubandalagsins en hann var einn þeirra
sem sömdu efnahags og atvinnumálaskýrslu fyrír landsfundinn.
Ólafur Ragnar Grímsson var einn fulltrúa félagsins á lands-
fundinum.
stór hópur merkra hagfræðinga
sem ekki hefði notið þeirrar
áheymar sem þeir ættu að njóta.
Ragnar sagði að þetta myndi
væntanlega ekki hafa áhrif á störf
hans sem formaður útgáfustjóm-
Þjóðviljans. Hann sagði
Ragnar sagðist, í samtali við
Morgunblaðið, hafa skrifað úr-
sagnarbréf 3. nóvember þar sem
hann rakti ástæður úrsagnar
sinnar úr félaginu. Hann sagði
við Morgunblaðið að annað hvort
myndi hann aftur ganga í Al-
þýðubandalagsfélagið í Reykja-
vík, sem hann hefði raunar aldrei
sagt sig formlega úr, eða stofna
nýtt félag, sem yrði þá málefnafé-
lag hagfræðinga sem orðið hefðu
fyrir vonbrigðum í flokknum.
Ragnar sagði í framhaldi af því
að í Alþýðubandalaginu væri all-
ar -v— —o—
aðspurður um hvort nýr ritstjóri
yrði ráðinn í stað Þráins Bertels-
sonar, að það yrði að koma í ljós.
Össur Skarphéðinsson væri einnig
á milli vita en ekkert væri afráðið
í þessu efni. Mörður Amason og
Óttarr Proppé v.om í sumar ráðn-
ir ritstjómarfúlltrúar á blaðinu.