Morgunblaðið - 14.11.1987, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 14.11.1987, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1987 fclk f fréttum SINAWIK Yf ir tvö hundruð konur á tískusýningu OSinawik-konur héldu árlegan tískusýningarfund sinn í Súlna- sal Hótels Sögu þriðjudaginn 10. nóvember síðastliðinn. Fundir sem þessi eru haldnir í nóvember ár hvert og sóttu fundinn að þessu sinni rúmlega tvö hundruð konur, úr Reykjavík og einnig utan af landi. Sýnd voru föt frá Verðlistan- um, Útilífí, Marco Polo, Heru, Tískuhúsi Markús og Pelsinum auk brúðarkjóla eftir Þórhöllu Harðard- óttur. Hárgreiðslu annaðist hár- greiðslustofan Aristókratinn og um snyrtingu sá Salon Ritz. Helga Helgadóttir stjómaði sýningunni og var jafnframt kynnir. Helga Helgadóttir kynnir. Morgunblaðið/Þorkell Dagbjört Guðmundsdóttir, Ester Jónsdóttir, Þórhalla Grétarsdóttir og Guðrún Ólafsdóttir í fatnaði frá Verðlistanum. md eintökum PELICAN ENDURREIST: Drápum hljóm- sveitina þegar við rákum Pétur Hljómsveitin Pelican, ein vin- sælasta og eftirminnileg- asta hljómsveit á síðasta áratug verður endurreist í veitingahús- inu Þórscafé um næstu helgi. Er ekki að efa að margir munu fagna þessum tíðindum enda átti hljómsveitin fjölmarga aðdáend- ur, sem enn líta með söknuði til þeirra ára þegar hún fór sem logi yfir akur og tryllti landslýð með kraftmiklum leik sínum. Mönnum er líka í fersku minni dramatisk endalok sveitarinnar, en aðdragandann að því má rekja til þess þegar söngvarinn Pétur Kristjánsson var rekinn, öllum að óvörum. Þau sár virðast þó gróin og Pétur mætir til leiks ásamt félögum sínum, þeim Björgvin Gíslasyni gítarleikara, Jóni Ólafssyni bassaleikara, Óm- ari Óskarssyni gitarleikara og Ásgeiri Óskarssyni trommuleik- Bjöggi Gísla þegar hann var beðinn um að rifja aðeins upp ferilinn. „Við komum úr hinumn og þessum hljómsveitum, Pétur og Gunni Her- manns úr Svanfríði, Ómar og Geiri úr Ástaijátningu og ég úr Náttúru. Jonni kom svo til liðs við okkur í janúar 1974 og þá gerðum við fyrstu plötuna „Uppteknir", sem varð metsöluplata. Platan var tekin upp í Shaggy Dog Studióinu í Massachusetts í Bandaríkjunum og eftir að við komum heim var spilað á fullu um allt land, en helstu stað- imir voru líklega Festi, Stapi, Klúbburinn og Félagsgarður í Kjós þar sem við settum áðsóknarmet. Um þetta leyti varð Ómi Vald um- boðsmaður okkar og það var heilmikið um að vera í kringum þetta." Fimm milljóna sukkið DAVID BOWIE: Smitaði hann Wonduaf eyðni? Wanda Nichols mætir hér til réttarsalarins í Dallas þar sem ákæra henn- ar á hendur tónlistar- manninum David Bowie um meinta nauðgun var tekin fyrir. Við vitnaleiðslur vottaði Wanda að eftir að Bowie hefði niður- lægt sig hefði hann bitið sig í bakið og boðið sig velkomna í hóp þeirra sem væru sýktir af eyðni. Hvorki Bowie né verj- andi hans létu sjá sig við vitnaleiðslumar. Reuter Séð yfir hluta gesta á tískusýn- ingarfundi Sinawik. ara. „Pelican var stofnuð vorið 1973 og tók strax strikið beint á toppinn, þótt ég segi sjálfur frá,“ sagði „Snemma á árinu 1975 fómm við aftur til Bandaríkjanna, í Shaggy Dog stúdíóið, þar sem við gerðum plötuna „Lítil fluga", eða GLENN CLOSE Ólétt, en neitar að gefa upp faðemið Leikkonan Glenn Close, sem er okkur íslendingum að góðu kunn fyrir leik sinn í kvikmyndunum Jagged Egde og The Big Chill, á von á bami. Það þykir nokkmm tíðindum sæta þar sem hún skildi við mann sinn snemma á þessu ári og hefur ekki verið við karlmann kennd síðan. Aukinheldur er hún orðin fertug og ekki seinna vænna að eiga sitt fyrsta bam. Ekki vill hún gefa upp nafn bams- föðursins og hefur það valdið miklum heilabrotum þar vestra. Glenn er hreint himinlifandi yfír þessum ánægjulegu frétt- um og getur vart beðið fram í apríl, þegar von er á að bamið líti dagsins ljós. Svo skemmtilega vill til að Glenn hefur nýlokið við að leika í myndinni Fatal Attraction þar sem hún leikur einhleypa konu sem verður þunguð. Glenn Close ásamt mótleikara sínum í Banvænu aðdráttar- afli, Michael Douglas. Hann mun þó ekki grunaður um að eiga hlutdeild í barni Glennar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.