Morgunblaðið - 14.11.1987, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 14.11.1987, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1987 Líklegt að fækkað verði í herliði Bandaríkjahers - segir Carlucci, verðandi varnarmálaráðherra Washington, Reuter. FRANK Carlucci, sem Ronald Reagan Bandaríkjaforseti hefur tilnefnt til embættis varnarmálaráðherra, sagði i gær að fyrir- hugaður niðurskurður á fjárlögum næsta árs geti orðið til þess að fækkað verði í herliði Bandaríkjahers. Carlucci kvaðst á hin bóginn vera því andvígur að bandarískir hermenn yrðu kallaðir heim frá Vestur-Evrópu. Carlucci lét þessi orð falla er hann svaraði spumingum her- málanefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings en þingmenn þurfa lögum samkvæmt að sam- þykkja útnefningu hans. Sam Nunn, formaður hermálanefndar- innar, kvaðst telja öruggt að Carlucci hlyti samþykki þingsins. I janúarmánuði var Carlucci skip- aður öryggisráðgjafi Reagans forseta í stað Johns Poindexters sem sagði af sér er uppvíst varð um leynilega vopnasölu banda- rískra embættismanna til Irans. Nú tekur Carlucci við stöðu vam- armálaráðherra af Caspar Wein- berger, sem sagði af sér af persónulegum ástæðum. Carlucci kvaðst búast við að fækkað yrði í herliðinu vegna nið- urskurðarins á næsta ári. Sagði hann stærð heraflans ekki vera höfuðatriði, mestu skipti að her- 305 milljónir til höfuðs morðingja Olofs Palme Reuter Ulf Karlsson, lögregluforingi, (t.h.) og Mats Nilsson, bankastjóri, standa við peningastafla, sem í er sama upphæð og verðlaunaféð, sem veitt verður fyrir upplýsingar er leiða til handtöku morðingja Olofs Palme. Stokkhólmi, frá Erík Liden, fréttaritara Morgunblaðsins í Sviþjóð. SÆNSKA stjórnin ákvað á fimmtudag að tífalda verðlaun- aféð, sem veitt verður fyrir uppiýsingar er leiða myndu til handtöku morðingja Olofs Pahne, fyrrum forsætisráð- herra Svfþjóðar, sem myrtur var í miðborg Stokkhólms 26. febrúar í fyrra. mennimir væm hæfir og vel búnir tækjum. Virðist svo sem hann sé ósammála Weinberger hvað þetta varðar því sá síðamefndi hafði margoft lýst því yfír að vamar- málaráðuneytið gæti ekki fallist á að hermönnum yrði fækkað þótt dregið yrði úr fjárframlögum til vamarmála. A Bandaríkjaþingi hafa komið fram hugmyndir um að fækkað verði í herliðinu í Vestur-Evrópu í spamaðarskyni. „Ég er algjör- lega ósammála þessu, bæði vegna skuldbindinga okkar á vettvangi Atlantshafsbandalagsins og í efnahagslegu tilliti. Eg fæ ekki séð að unnt sé að spara fé með þessu móti," sagði Carlucci. Hann lét þess einnig getið að hann væri algjörlega sammála Weinberger um nauðsyn þess að áfram yrði unnið að geimvamará- ætlun Bandaríkjastjómar. Sagðist hann styðja væntanlegt samkomu- lag risaveldanna um upprætingu meðal- og skammdrægra kjam- orkuflauga en vændi jafnframt Sovétstjómina um að hafa brotið gegn ákvæðum þeirra sáttmála, sem gerðir hefðu verið um tak- mörkun vígbúnaðar. Ert þú einn af þeim sem spilar í getraunum eða lottói og ert alltaf með annan eða þriðja vinning, en vilt setja gildru fyrir þann stóra?? Jó, ég vissi það. ÞÚ MUNDIR EKKI FÚLSA VIÐ FIMM OG HÁLFRI MILLJÓN Þó er rétt að þú vitir það að 29. ógúst sl. vannst ó eitt af okkar kerfum stærsti vinningur sem fengist hefur hér ó landi eða, og taktu nú eftir*. - 5.396.256 krónur - Eitt af okkar 1642 kerfum hlýtur að henta þér Engin tímafrek útfylling fyrir þó sem spila í Getraunum, slíkt er gert hjó okkur með aðstoð tölvu Hringið eða skrifið eftir ÓKEYPIS upplýsingabæklingi um okkar kerfi Símaþjónusta Hægt er að TIPPA í gegnum síma. Og auðvitað er greiðslukortaþjónusta Opið mónud. til miðvd. fró kl. 12.oo-18.oo, fimmtud. og föstud. fró kl. 10.oo-22.oo, lougord. fró Id. 9.OO-20.OO. Lokað ó móttöku getrouno kl. 13.oo ó laugord. hafnarstræti 16 - pósthólf 718-121 reykjavík - sími 91 -Ó24012 Verðlaunaféð, sem er skatt- fijálst, var hækkað í 50 milljónir krónur, eða jafnvirði 305 milljóna íslenzkra króna. Var það gert að kröfu sænsku lögreglunnar í þeirri von að nýjar upplýsingar í málinu komi fram. Hækkunarkrafan er talin vísbending um að hvorki gangi né reki í rannsókn morð- málsins. Lögreglan hefur fengið 14.000 vísbendingar frá því morð- ið var framið, langflestar fyrst eftir morðið, en ekki enn komist á slóð morðingjans. ERLENT Lífshlaupið gerði haun að róttækum efásemdar manni Erich Fried fær Georg Buchner- verðlaunin í bókmenntum GEORG Biichner-verðlaunin í bókmenntum vorum afhent á dögunum í Darmstadt í Vestur-Þýskalandi. Verðlaunin sem þykja mikill heiður fyrir þann sem þau hlýtur voru í ár veitt ljóðskáldinu Erich Fried. Herbert Heckmann forseti Þýsku bókmenntaakademíunnar sagði við verðlaunaafhendinguna að ekki færi á milli mála að Fried reyndi að erta lesandann og vekja með honum gagnrýnar hugmyndir. Jafnframt freistaði hann að vinna á fordómum og þrælslund. Hann sagði Fried beita penna sínum gegn öllum vana og tilgerð. Að þessu leyti væri Fried eftirmaður Till Eulenspiegel og sannkallaður snillingur í því að fínna sprengjum sínum heppileg skot- mörk. Enginn sem kunnugur væri lífshlaupi Frieds gæti haldið því fram að hin róttæka pólitíska efahyggja hans væri helber tilviljun. Fried er fæddur í Vínarborg árið 1921 og sá með eigin augum föstu- daginn blóðuga árið 1927 þegar genpð var milli bols og höfuðs á verkamönnum sem mótmæltu í höf- uðborg Austurríkis. Hann varð einnig vitni að valdaráni Dollfu árið 1933. Foreldrar hans voru teknir höndum skömmu eftir að þýskur her marséraði inni í Austurríki árið 1938. Faðir hans dó í kjölfar „yfír- heyrslu" hjá Gestapo. Fried komst undan til Lundúna árið 1939 og vann þar hjá Flóttamannaaðstoð gyðinga við að hjálpa öðrum gyðing- um að flýja. Árið 1950 settist hann í ritneftid tímaritsins „Blick in die Welt“. Á árunum 1952 til 1968 vann hann fyrir BBC og flutti Qölda fréttaskýringa um málefhi Þýska- lands sem vöktu mikla athygli. Fyrstu ljóð sín orti Fried strax í æsku og hann hefur gefíð út meira en þijátíu ljóðabækur. Bókin „Lieb- esgedichte" (Ástarljóð) sem kom út árið 1979 hefur selst í 160.000 ein- tökum og er Fried því söluhæsta núlifandi ljóðskáld sem skrifar á þýsku. Hann hefur einnig skrifað útvarpsleikrit, skáldsögu og texta að óperu. Þá þykir afbragðsgóð nútí- maleg þýðing Frieds á verkum Shakespeares. Frá miðjum sjöunda áratugnum hefur Fried í vaxandi mæli fjallað um pólitísk efni í ljóðum sínum. Ekkert hefur verið honum heilagt í þeim efnum enda hefur hann aflað sér óvildarmanna f öllum stjóm- málaflokkum. í ræðu sem skáldið hélt við ver-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.