Morgunblaðið - 14.11.1987, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 14.11.1987, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1987 37 Tolli sýn- ir á Nes- kaupstað ÞORLÁKUR Kristinsson, Tolli, opnar sýningn á mál- verkum sínum í Safnaðar- heimilinu á Neskaupstað sunnudaginn 15. nóvember. Tolli sýnir 15 til 20 verk máluð á undanfömum fjórum árum. Þetta er önnur einkasýn- ing hans á árinu hér á landi en í september og október sl. voru haldnar tvær sýningar á verkum hans í Ballerup og Friðrikssund í Danmörku. Sýningin á Neskaupstað er opin kl. 16.00-22.00 um helgar og kl. 19.00-22.00 virka daga. Sýningin stendur í eina viku. Tolli við eitt verka sinna. Tiunda konan vígð til prests hérlendis YRSA Þórðardóttir, guðfræðingur, verður vígð til prestsþjónustu af settum biskupi íslands, séra Sigurði Guðmundssyni, nk. sunnu- dag, 15. nóv., í Dómkirkjunni í Reykjavík. Hefst athöfnin kl. 11. Yrsa hefur verið kjörin prestur : astsdæmi. Vígsluvottar eru allir vigðar konur. Móðir vígsluþega, séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir, lýsir vígslu en aðrir vígsluvottar eru systir Yrsu, Dalla Þórðardóttir í Miklabæ, forveri hennar á Hálsi, séra Hanna María Pétursdóttir í Skálholti og séra Miyako Þórðar- dóttir, prestur heymleysingja. Altarisþjónustu auk biskups annast séra Hjalti Guðmundsson. Guðni Þ. Guðmundsson organleik- ari og Dómkórinn leiða kirkju- sönginn. Þetta er í fyrsta sinn hérlendis sem allir vígsluvottar við prests- vígslu eru konur. Auk þess mun það mjög fátítt að móðir og tvær dætur taki prestsvígslu. Séra Auð- ur Eir Vilhjálmsdóttir var fyrst Hálsaprestakalli í Þingeyjarpróf- islenskra kvenna til að vígjast árið 1974, er hún var settur prestur Súgfirðinga, og næst í röðinni var dóttir hennar, séra Dalla Þórðar- dóttir, sem vígðist til Bíldudals 1981. Yrsa er tíunda konan sem tekur prestsvígslu hérlendis. Hún er 25 ára gömul, dóttir Þórðar Amar Sigurðssonar MA og séra Auðar Eir. Hún lauk guðfræði- prófi frá Háskóla íslands nú í haust. Eiginmaður hennar er Car- los Ferrer, sem mun væntanlega ljúka guðfræðiprófí um áramótin næstkomandi. Unglinga- meistaramót Fiðlusónötur 1 safn- aðarheimili kaþólskra HLÍF Sigurjónsdóttir fiðluleikari og David Tutt píanóleikari leika fiðlusónötur eftir J.S.Bach, Béla Bartók og Richard Strauss á tón- leikum í safnaðarheimili kaþ- ólskra Hávallagötu 16 sunnudaginn 15. nóvember kl. 16.00. Tónleikamir eru á vegum Tón- listarfélags Kristskirkju og er öllum heimill aðgangur. Hlíf hefur að undanfömu starfað með Kammerhljómsveitinni í Ziirich en hún er talin meðal bestu kam- mersveita í Evrópu. Hún hefur víða komið fram sem einleikari og vöktu tónleikar sem hún hélt með Tutt fýrir u.þ.b. tveim árum mikla at- hygli. David Tutt er meðal fremstu ein- ieikara Kanada og hefur komið víða fram sem einleikari með hljómsveit- um. Tutt hefur einnig unnið til margra verðlauna fyrir píanóleik, m.a. gullverðlaun í Toronto. Þau Hlíf og Tutt hafa starfað mikið saman síðan þau voru bæði heiðurs- styrkþegar við Listaskólann í Banff í Kanada 1979-82. Efnisskrá tónleikanna hefst á c-moll sónötu Bachs, einu sex meistaraverka sem hann samdi fyr- ir fíðlu og sembal. Þá er sónata nr. 2 eftir Bartók sem er talin meðal kröfuhörðustu verka þessa ung- verska meistara, bæði til flytjenda og áheyrenda. Lokaverkið, fíðlusón- ata op. 18 eftir Richard Strauss, er meðal æskuverka þessa höfuð- tónskálds Þjóðverja á 20. öld. (Fróttatilkynning) Hlíf Sigurjónsdóttir fiðluleikari og David Tutt píanóleikari. Islands í skák hafið SKÁKSAMBAND íslands heldur Unglingameistaramót íslands 1987 i Félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur dag- ana 13.-16. nóvember. Tefldar verða sjö umferðir eftir Monrad-kerfi á mótinu og um- hugsunartími er ein klukkustund á 30 fyrstu leikina og 20 mínútur til viðbótar til að ljúka skákinni. Fimm efstu menn fá skákbækur í verðlaun og sigurvegarinn fer á skákmót erlendis. Fyrsta umferð fór fram í gær, tefldar verða tvær umferðir í dag, laugardag, klukkan 13 og 16 og tvær á morgun á sama tíma. Síðustu umferðimar verða síðan tefldar á mánudag klukkan 18.30 og 21.30. Námsstefna umnýtmgu jarðhita Endurmenntunarnefnd Há- skóla íslands gengst fyrir námstefnu um nýtingu jarðhita 16.-18. nóvember næstkomandi. í frétt frá aðstandendum sem að markmið námsstefnunnar sé að kynna möguleika á betri nýtingu jarhita og þeim nýjungum sem fram hafa komið á síðustu árum. Einnig hvemig hægt er að standa að nýjum nýtingarframkvæmdum og bæta þær sem fyrir eru. Umsjónarmenn námsstefnunnar eru dr. Jón Steinar Guðmundsson verkfræðingur og dr. Valdimar K. Jónsson, prófessor við Háskóla ís- lands, en auk þeirra flytja sex sérfræðingar erindi. Skráning er á Skrifstofu Háskóla íslands. Gerðuberg: Myndir málað- ar með íslensk- um jurtalitum ÁSTA Erlingsdóttir opnar mál- verkasýningu í Gerðubergi í Breiðholti sunnudaginn 15. nóv- ember kl. 16.00. Ásta sýnir þar myndir sem eru málaðar með litum, sem búnir em til úr íslenskum jurtum. Ásta sem hefur stundað grasalækningar býr sjálf til litina. Sýningin stendur yfir í tvær vik- ur. Frétt um grískar stjórnmálahræringar í bresku blaði: Kvennaflokkur stofnaður í kjölfar framhjáhalds? Islensk kvennalistakona sögð hafa lagt á ráðin BOÐSFERÐ Ingibjargar Hafstað, fulltrúa Kvennalistans, til Grikk- lands fyrir nokkrum vikum hefur í bresku blaði verið tengd tilraunum griskra kvenréttindahópa til að fá Margaret Papandre- ou, eiginkonu griska forsætisráðherrans Andreas Papandreou, til að stofna kvennaflokk þar i landi og bjóða sig fram til þings á næsta ári. Kveikjan að þessu er, samkvæmt blaðinu Sunday Ex- press, reiði griskra kvenna yfir að Andreas Papandreou, sem er 68 ára gamall, hefur haldið fram hjá eiginkonu sinni með 33 ára gamalli flugfreyju. í frétt Sunday Express, sem fréttaritari blaðsins í Aþenu skrif- ar, er haft eftir talsmönnum gríska Kvennasambandsins að skömmu eftir að framhjáhald gríska forsæt- isráðherrans varð opinbert hafí frú Papandreou hitt Ingibjörgu Haf- stað í Aþenu til að ræða við hana um bestu aðferðir við að stofna nýjan flokk. í fréttinni er Ingibjörg sögð vera leiðtogi stjómmálaflokks kvenna á íslandi og þingmaður. Einnig segir í fréttinni að pólítí- skir samstarfsmenn Vigdísar „Simmvorgadotir", (stafsetning Sunday Express) forseta íslands og Gro Harlem „Brutland" forsæt- isráðherra Noregs hafi hvatt frú Papandreou til að láta til skarar skríða. í samtali við Morgunblaðið sagði Guðrún Jónsdóttir hjá Kvennalist- anum að ýmis vinnstrisinnuð samtök í Grikklandi hefðu nýverið sameinast í eina hreyfíngu sem hefði í kjölfar þess haldið 9 daga hátíð á Ólympíuleikvanginum í Aþenu. Konur sáu um dagskrá hátíðarinnar einn daginn og buðu Kvennalistanum að senda fulltrúa sinn til að flytja þar erindi og varð Ingibjörg Hafstað fyrir valinu. Guðrún sagði að þessi heimsókn Ingibjargar, og íslenski Kvenna- listinn um leið, hefði vakið mikla athygli í Grikklandi. Á sama tíma var mál Papandreouhjónanna mjög til umræðu þar og fjölmiðlar hefðu sennilega slegið þessu tvennu sam- an sem væri úr lausu lofti gripið því Ingibjörg og Margaret hefðu ekki hist. Áhugi kvenréttindasam- taka í Grikklandi á kvennastjóm- málum væri þó mikill og Ingibjörg hefði eftir heimsóknina fengið mörg bréf og fyrirspumir frá grískum kvenréttindakonum. Guðrún sagði að Kvennalistinn hefði ekki aðeins vakið athygli í Grikklandi undanfarið. Kristín Ástgeirsdóttir væri til dæmis stödd í Danmörku að ósk kvenréttinda- samtaka sem voru mjög óánægð með niðurstöðu dönsku kosning- anna í sumar. Einnig væri fylltrúi Kvennalistans á leiðinni til írlands til að halda aðalræðuna á lands- fundi kvennasamtaka þar, um hvemig hægt sé að breyta hlut- föllum kynjanna á þingi á sem fljótlegastan hátt. Morgunblaðið náði ekki tali af Ingibjörgu Hafstað í gær, þar sem hún var þá á leiðinni til Finnlands til að halda námskeið um kvenna- stjómmál í stjómmálafræði í Háskólanum í Ábo ásamt Maríu Jóhönnu Lárusdóttur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.