Morgunblaðið - 14.11.1987, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1987
33
Sambýlið á Vesturgötu 102, Akranesi.
íhælis
víkur frá venjulegum þroska eða
hegðun býr á einum og sama stað
er það líklegt til að styrkja óæski-
lega hegðun og draga úr möguleik-
um á sjálfstæði, frumkvæði og
sjálfsbjargarviðleitni. Um það eru
mýmörg dæmi, bæði hér heima og
erlendis, að fólk, sem hefur búið í
tiltölulega lokuðum samfélgöum
vangefinna, en átt þess kost að
flytja þaðan, hafí sýnt ótrúlegar
framfarir og getu þegar á reyndi
við aðrar kringumstæður.
Þannig mætti lengi halda áfram
að rekja átæður þess að Þroska-
hjálp hefur lagt fram þær tillögur
sem hér eru til umræðu.
Kjarni málsins er sá að núver-
andi skipulag og starfsemi
Kópavogshælis er ekki í sam-
ræmi við ríkjandi viðhorf um
stöðu og rétt vangefins fólks, né
heldur í samræmi við þær grund-
vallarhugmyndir sem lög um
málefni fatlaðra byggja á.
Sambýli
Eins og títt er þegar nýjar hug-
myndir koma fram voru ýmsir
hikandi þegar forráðamenn Vist-
heimilisins Sólborgar á Akureyri
annars vegar og Styrktarfélag van-
gefínna hins vegar sýndu þá miklu
framsýni að koma á fót fyrstu sam-
býlunum fyrir vangefíð fólk fyrir
rúmum áraug. Sumir gátu einungis
fallist á að þetta búsetuform ætti
við um þá sem allra best væru
staddir. Reynslan af sambýlum hef-
ur hins vegar verið á þann veg að
nú eru starfandi 22 sambýli fyrir
fatlaða víðs vegar um landið og
fyrirhugað er að þeim fjölgi í a.m.k.
34 á næsta ári.
Fáum blandast hugur um að
þessi leið sé afar heppilegur kostur
og hafí þegar skilað óvefengjanleg-
um árangri. Enn heyrast að vísu
þær raddir að þeir sem mestu eru
fatlaðir séu betur komnir á stærri
viststofnunum, en eftir að komið
var á fót sambýlum þar sem einnig
býr fólk með verulegar líkamlegar
og andlegar fatlanir og mikla þörf
fyrir umönnun, hefur þeim röddum
fækkað. Sé gætt að því að húsnæði
sé hentugt og fjöldi starfsfólks í
samræmi við þörf er ekkert til fyrir-
stöðu slíkum sambýlum. Reynslan
af þeim er einnig eindregið jákvæð,
bæði hér heima og erlendis.
Rétt er að geta þess að íbúar
sambýla sækja að jafnaði vinnu,
skóla eða dagvist yfír daginn, rétt
eins og almennt gerist með aðra
landsmenn. Sambýlin ein og sér
leysa því engan vanda nema einnig
séu fyrir hendi góðir kostir í þeim
efnum.
Grein Jóns S. Karlssonar
og Sævars Halldórssonar
Greinarhöfundar benda á að tæp-
ur þriðjungur vistmanna Kópavogs-
hælis sé 50 ára og eldri og telja
að tillögur Þroskahjálpar taki ekki
tillit til réttar þeirra til að „eyða
ævikvöldinu í þekktu umhverfí á
Kópavogshæli". Eigi þessi athuga-
semd við rök að styðjast er hún
einmitt skýrt dæmi um þá félags-
legu einangrun, sem hefur viljað
einkenna stórar viststofnanir og
vikið er að hér að framan; vistmenn
hafa margir hveijir ekki átt þess
kost að búa við aðrar kringumstæð-
ur og eru því ekki taldir færir um
að skipa um umhverfi. Þetta á ugg-
laust við í nokkrum tilvikum, þó
því verði tæpast trúað að „þekkt
umhverfí" nái ekki út fyrir lóð
hælisins.
Rök sem þessi mega ekki koma
í veg fyrir að vistmönnum gefíst
kostur á að búa annars staðar. Það
er heldur ekki ætlun Þroskahjálp-
ar að vistmenn Kópavogshælis
verði fluttir landshorna á milli —
nema það sér beinlínis ósk þeirra
sjálfra og aðstandenda þeirra.
Ofangreind athugasemd JSK og
SH er studd þeim rökum einum að
um sextugt eigi fólk erfiðara með
að laga sig að nýjum aðstæðum,
einkum vangefnir. Á þetta hefur
reyndar lítið reynt þar eð vangefið
fólk, sem komið er á þennan aldur,
hefur lítt átt þess kost að flytja sig
um set.
Fullyrðingar um að „a.m.k. 42
aldraðir vistmenn (átt er við þá sem
verða 58 ára og eldri 1995, aths.
hér) eigi siðferðilegan rétt á að
vera áfram á Kópavogshæli" eru
ugglaust settar fram af góðum
hug, en þær bera einnig vitni ríkri
forsjárhyggju. Engin fullnægjandi
rök koma fram um að þessum vist-
mönnum sé fyrir bestu að fara
hvergi. Og siðferðilegur réttur
manna til að flytja búferlum fellur
sem betur fer ekki niður þó að þeir
séu komnir á sextugsaldur.
Ólíkt mat — ekki skort-
ur á upplýsingum
Á nokkrum stöðum halda grein-
arhöfundar því fram að tillögur
Þroskahjálpar séu byggðar á ófull-
nægjandi upplýsingum, jafnvel á
ágiskunum. I því felst mikið van-
mat á starfsháttum samtakanna.
Að sjálfsögðu hefur upplýsinga ver-
ið leitað. Hvað varðar það síðast-
nefnda halda JSK og SH því fram,
að mat Þroskahjálpar á fjölda þeirra
sem þarfnist hjúkrunar, auk sér-
hæfðrar umönnunar og þjálfunar,
sé ágiskun, en í tillögum samtak-
anna er gert ráð fyrir 25—30 manns
í þeim hópi. Þetta mat er ekki
meiri ágiskun en svo að JSK og
SH telja að 27—30 manns muni
þarfnast slíkrar þjónustu. Þeir bæta
hins vegar við þann fjölda 42 vist-
mönnum, sem þeir telja að ekki
skuli flytja vegna þess eins að þeir
verði komnir hátt á sextugsaldur-
eftir sjö ár. Þama er ekki um að
ræða ólíkar upplýsingar, heldur er
á þær lagt ólíkt mat.
Það þjónar hins vegar engum
tilgangi að deila um tölur í þessu
sambandi; kjami málsins er ekki
sá hvort fy'öldi vistmanna, sem flyt-
ur á næstu sjö árum, verður
nokkrum fleiri eða færri ellegar
hvort fjöldi starfsmanna í hveiju
sambýli þurfí að vera meiri eða
minni sem nemur hluta úr stöðu-
gildi. Kjarni málsins er sú skipu-
lagsbreyting sem Þroskahjálp
hefur lagt til sem stefnumörkun
og lýst er hér að framan.
Ástæða er einnig til að vara við
því að einblínt sé um of á „rekstrar-
lega hagkvæmni" þegar fjallað er
um sjálfsagða umönnun og þjón-
ustu við landsmenn.
Hver á að marka
stefnuna?
Landssamtökin Þroskahjálp hafa
nú starfað í 11 ár og hafa innan
vébanda sinna 26 aðildarfélög með
rúmlega sex þúsund félagsmönn-
um, bæði styrktarfélög fatlaðra og
fagfélög þeirra sem annast þjálfun
og umönnun fatlaðra. Greinarhöf-
undar nefna réttilega að Þroska-
hjálp séu öflug samtök, sem hafi
frá stofnun beitt sér fyrir úrbótum
í málefnum vangefínna, sem og
annarra fatlaðra. Þeim, sem til
þekkja, blandast ekki hugur um að
samtökin eiga verulegan þátt í þeim
miklu framförum sem orðið hafa á
þessu sviði undanfarinn áratug.
M.a. hafði Þroskahjálp forgöngu
um að koma á þeirri löggjöf sem
nú er í gildi.
Það skýtur því nokkuð skökku
við er greinarhöfundar efast um að
Þroskahjálp sé réttur aðili til að
standa að stefnumörkun í málefn-
um fatlaðra.
í fyrsta lagi skal vísað til þess,
sem að ofan getur um óvefengan-
lega hlutdeild Þroskahjálpar í þeim
framförum sem orðið hafa undan-
farin ár. Það harmar enginn nú.
í öðru lagi skal á það bent að
hagsmunasamtök af ýmsu tagi hafa
alla jafna átt drýgstan þátt í að
koma á félagslegum umbótum og
verið helsta hreyfíafl sögunnar,
hvort sem það hefur verið með bein-
um hætti ellegar með því að standa
að baki ráðamönnum og hugsjóna-
mönnum, sem hafa viljað beita sér
á sviði löggjafar eða framkvæmda.
Hætt er við að öðruvísi væri um
að litast hér á landi ef alltaf hefði
verið beðið eftir því að ríkisvaldið
mótaði stefnu í hinum ýmsu málefn-
um.
Síðast en ekki síst skal minnst á
að í lögum um málefni fatlaðra er
lögð á það sérstök áhersla að hags-
munasamtök fatlaðra taki þátt í
framvindu mála á þessu sviði. Það
er beinlínis eitt af markmiðum lag-
anna að tryggja þann sjálfsagða
rétt.
Þegar greinarhöfundar gefa til
kynna að Landssamtökin Þroska-
hjálp séu ekki til þess bær að leggja
fram tillögur um framtíð Kópavogs-
hælis fara þeir því ekki einungis
með rangt mál; þeir misskilja einn-
ig eðli hagsmunasamtaka.
Stefnumörkun til
fyrstu umræðu
Einn forystumanna Þroskahjálp-
ar komst svo að orði á landsþingi
samtakanna í fyrri mánuði að tillag-
an um framtíðarskipulag Kópa-
vogshælis væri stefnumörkun, lögð
fram til fyrstu umræðu. Samtökin
gera sér vitaskuld ljóst að fram-
undan er ítarleg umræða um
tillögurnar meðal allra þeirra
aðila sem málið varða, enda að
því stefnt frá upphafi. Tillögur
Þroskahjálpar eiga vafalítið eftir
að taka ýmsum breytingum við þá
umræðu hvað framkvæmd varðar,
en stefnan er ljós.
Framkvæmdin er síðan í höndum
viðeigandi yfírvalda, þ.e. heilbrigð-
is- og tryggingamálaráðuneytisins,
sem Kópavogshæli heyrir undir, og
félagsmálaráðuneytisins, sem sam-
kvæmt lögum skal annast málefni
fatlaðra, þar á meðal rekstur sam-
býla. Hér er því um að ræða
samstarfsverkefni ráðuneytanna
þar sem hagsmunasamtök fatlaðra
hljóta einnig að eiga hlut að máli,
enda ráð fyrir því gert í lögum.
F.h. stjómar Þroskahjálpar,
Ásta B. Þorsteinsdóttir
formaður.
r náist
asjóðs
skerðing en tíðkast á framlögum
til annarra atvinnugreina, s.s. sjáv-
arútvegs og landbúnaðar.
í lögum um Iðnlánasjóð væm
ákvæði þess efnis að endurskoða
ætti ýmis ákvæði, þ. á m. ákvæði
um framlög ríkissjóð, fyrir lok árs-
ins 1988. Iðnaðarráðherra sagðist
af þessu tilefni hafa beint því stjóm-
ar Iðnlánasjóðs að heíja endurskoð-
un laganna í ljósi fenginnar reynslu.
Tillögur um breytingar myndu
væntanlega verða lagðar fyrir Al-
þingi eftir áramót.
Varðandi síðari lið fyrirspumar-
innar sagði iðnaðaráðherra að ef
framlag ríkisins yrði alveg fellt nið-
ÍlMAfií
ur myndi það þýða 30% samdrátt
á ráðstöfunarfé sjóðsins frá því sem
væri á þessu ári. Það myndi leiða
til þess að draga þyrfti úr stuðningi
við ýmis aðkallandi verkefni er sjóð-
urinn hefði styrkt. Hann hefði því
tekið þetta mál upp við fjárveitinga-
nefnd og lagt til að framlag ríkisins
á næsta ári yrði a.m.k. hliðstæð
upphæð og væri á þessu ári. Mál
þessi yrðu síðan endurmetin fyrir
árslok 1988 eins og lögin um Iðn-
lánasjóð gerðu ráð fyrir. Það væri
von hans að samkomulag næðist,
við endanlega afgreiðslu fjárlaga,
um að sjóðurinn fengi fjárveitingu
á árinu 1988.
Ný þingmál
Mælingar á geislavirkni
Þórhildur Þorleifsdóttir (Kvl.-
Rvk.) spyr heilbrigðisráðherra um
reglubundnar mælingar á geisla-
virkni á íslandi.
Snjómokstur á
fjallvegnm
Jónas Hallgrímsson (F.-Al.) og
Jónas Kristjánsson (F.Al.) spyija
samgönguráðherra um kostnað við
snjómokstur á fjallvegum á Aust-
urlandi og reglur um opnunardaga.
Greiðsla með
skuldabréfum
Kjartan Jóhannsson (A.-Rn.)
spyr fjármálaráðherra um greiðslu
opinberra gjalda með skuldabréf-
um. Spyr hann m.a. hvort þess séu
dæmi á undanfömum árum að fjár-
málaráðherra hafi heimilað greiðslu
opinberra gjalda einstaklinga og
fyrirtækja með skuldabréfum um-
fram það sem mælt hefur verið
fyrir í sérstökum lögum.
Jöfnun námskostnaðar
Sturla Böðvarsson (S.-Vl.) spyr
menntamálaráðherra um fram-
kvæmd laga um ráðstafanir til
jöfnunar á námskostnaði.
Samgöngur á
Austurlandi
Jónas Hallgrímsson (F.-Al.) hef-
ur lagt fram þingsályktunartillögu
um samgöngur á Austurlandi. Vill
hann að rannsóknir verði gerðar á
möguleikum til að koma á vegasam-
bandi milli byggða á Austurlandi.
Lýsing á Hellisheiði
Eggert Haukdal (S.-Sl.) ásamt
sex þingmönnum úr Framsóknar-
flokki, Sjálfstæðisflokki, Borgara-
flokki og Alþýðubandalagi hefur
lagt fram tillögu til þingsályktunar
um að sett verði upp lýsing á Suður-
landsvegi um Hellisheiði.
Ríkisf ramlag vegna
dagvistunar
Ásmundur Stefánsson hefur lagt
fram frumvarp til laga um ríkis-
framlag til sveitarfélaga vegna
dagvistunar bama á forskólaaldri.
Opinber ferða-
málastefna
Unnur Stefánsdóttir (F.-Sl.) hef-
ur ásamt sex þingmönnum úr
Framsóknarflokki, Kvennalista,
Borgaraflokki, Sjálfstæðisflokki og
Alþýðubandalagi lagt fram tillögu
til þingsályktunar um mótun opin-
berrar ferðamálastefnu.