Morgunblaðið - 14.11.1987, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 14.11.1987, Blaðsíða 27
AnnaMar- grét varð stigahæst í undan- keppninni ÞAÐ vakti athygfli að í undan- keppninni um titilinn Ungfrú heimur í Albert Hall í fyrrakvöld hlaut Anna Margrét Jónsdóttir flest stig hjá dómurum eða sam- tals 34 stig. Austurriska stúlkan Ulla Weigerstorfer hlaut þá næstflest stig ásamt fulltrúum Colombíu og Venezuela eða 32 stig. í lokakeppninni á milli þeirra 12 efstu dæmir síðan önn- ur dómnefnd óháð úrsiitum úr stigagjöfinni í undankeppninni. Fyrri dómnefndin, sem vinnur með öllum hópnum fyrir keppnina gefur stig, sem síðan standa ásamt þeim stigum sem seinni dómnefndin gefur, eftir að lokakeppnin sjálf er hafin. Ekki er gefið upp hveijir skipa seinni dómnefndina fyrr en í beinni útsendingu sjónvarpsins í sjálfri lokakeppninni. Stigin úr undankeppninni hjá hinum 12 efstu voru þessi: ísland 34, Austurríki, Venezuela og Colombía 32, Pólland 30, Argentír.a 26, Frakkland, Holland og Hong Kong 24 stig og Guan, Israel og Nígería 22 stig. Auglýs- ingar í læstri dagskrá TVEIMUR auglýsingatímum var skotið inn í beina útsendingu frá keppninni Ungfrú heimur, á fimmtudagskvöldið, og sagði Jón Gunnarsson að yfirleitt bönnuðu framleiðendur sjónvarpsþátta að augiýsingum væri skotið inn í þá i læstri dagskrá en sérstakt leyfi hefði verið veitt af seljendum þessa þáttar. Var þetta i annað sinn sem Stöð 2 sýndi beint frá keppninni um Ungfrú Heim og hefur sérstakur samningur verið gerður á milli aðstandenda keppninnar og Stöðvar 2. Jón sagði að auglýsingar hefðu einnig verið undanfarið milli dag- skrárliða í barnaefni á laugardags og sunnudagsmorgnum, og einnig í kringum þætti eins og Heilsuhæ- lið í Gervahverfi. Stöð 2 er nú farin að selja auglýs- ingar í læsta dagskrá sína og í nýjustu auglýsingaverðskrá er sérs- taklega boðið upp á auglýsingar í læstri dagrskrá. Jón Gunnarsson auglýsingarstjóri Stöðvar 2 segir að engar athugasendir hafi verið gerðar við slíkt af hálfu útvarpsrétt- amefndar, enda sé slíkt leyfilegt að mati Stöðvar 2 þar sem auglýsin- gatímamir séu vel aðgreindar frá öðm dagskrárefni. Jón sagði að stefnan væri að auglýsingatímar yrðu aldrei lengri en 2 mínútur í læstri dagsrkrá. II SSSmVÓV1 .t ! sniOWHM'.V.I QI6AJSHQOHOK MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1987 Þriðja bindi af sögu Framsóknarflokksins komið út: Mestur vandi var að velja og hafna - segir Þórarinn Þórarinsson, höfundur verksins „ÞEGAR ég lít til baka yfir þessa áratugi, finnst mér nafnið á riti mínu, Sókn og sigrar, vera réttnefni. Þar á ég ekki aðeins við þátt Framsóknarflokksins í stjórnmálasögunni. Þessi orð, sókn og sigrar, eru í raun táknræn fyrir alia þjóðarsöguna á þessu skeiði, “ segir Þórarinn Þórarinsson, fyrrum ritstjóri og alþingis- maður, i formála að þriðja bindi ritverks sins um sögu Framsóknar- flokksins, sem nú er komið út. Þórarinn segir þar jafnframt að með þessu bindi Ijúki frásögn hans af þætti flokksins i stjórn- málasögunni á fyrstu 60 starfsárum flokksins, frá 1916 til 1976. í tilefni af útkomu ritsins ræddi Morgunblaðið við höfundinn. „Égvarfenginntilaðskrifasögu verk. „Það kom fljótlega í ljós að Framsóknarflokksins í tilefni af 50 sagan var það yfirgripsmikil að ára afmæli hans árið 1966,“ sagði henni yrði ekki gerð fullnægjandi Þórarinn er hann var spurður um skil í einni bók. Niðurstaðan var tildrög þess að hann réðst í þetta því sú að skipta þessu í tvö bindi Varðberg og SVS; Dr. Voslensky á hádegisfundi DR. MICHAEL S. Voslensky verður á hádegisfundi hjá Varð- berg og SVS (Samtök um vest- ræna samvinnu) i Átthagasalnum á Hótel Sögu í dag, 14. nóvem- ber. Salurinn verður opnaður kl. 12.00. Hin sovéska tilraun með stjórnun á manninum er sjötug um þessar mundir. Rússnesku orðin „glasnost" og „perestrojka" eru notuð til að skýra ýmsa þætti í stjómarstefnu Gorbatséffs, ríkisleiðtoga í Sov- étríkjunum. Dr. Voslensky sem hefur ritað bækur og greinar um Sovétríkin og flutt marga fyrir- lestra fjallar um þessi tvö hugtök í framsöguerindi sínu sem hann flytur á ensku. Hann tengir þau þriðja hugtakinu, „nómenklatúru" (sovéska hástéttakerfinu). Fundurinn er opinn félagsmönn- Dr. Michael S. Voslensky um í SVS og Varðbergi, svo og öllum gestum félagsmanna. og fyrsta bindið kom út á 50 ára afmæli flokksins í desember 1966. Það fjallaði um tímabilið frá 1916 til 1937. Þá var ákveðið að ég héldi þessu áfram, en á næstu árum hafði ég hins vegar lítinn tíma til að sinna verkinu þar sem ég var bæði rit- stjóri og þingmaður og hafði fleiri störfum að gegna. Ég byijaði eigin- lega ekki aftur fyrr en 1984, eftir að ég hætti ritstjóm Tímans. Annað bindið, sem fjallar um tímabilið frá 1937 til 1957 kom síðan út í fyrra og á þessu ári hef ég svo lokið við síðasta bindið um árin frá 1957 til 1976. Með þessu bindi lýkur frá- sögn minni af þætti Framsóknar- flokksins í stjómmálasögunni á fyrstu 60 starfsámm hans. Lengra held ég ekki áfram enda er erfítt að fjalla um atburði sem em svona nálægt manni $ tíma,“ sagði Þóra- inn. Þórarinn kvaðst vera ángæður með að hafa lokið þessu verki. „Mér hefur þótt þetta skemmtilegt, ekki síst vegna þess að tuttugasta öldin er að mínu mafysögulegasata öldin í sögu okkar íslendinga. Á þessari öld hafa órðið mestar fram- farir á öllum sviðum. Við höfum átt marga góða forystumenn og margt nýtt hefur komið til sögunn- ar á sviði lista og menningar." Þórarinn sagði að varðandi verk- ið hefði sér verið mestur vandi á höndum að velja og hafna. „Ég varð að sleppa fjölmörgu sem ég hefði viljað segja frá þar sem ég varð fyrst og fremst að binda mig við stjómmálasöguna. Tilgangurinn með þessu verki mínu má segja að sé tvíþættur. Annars vegar að rifja upp stjómmálasögu þessa tímabils, mönnum til fróðleiks og vonandi einhverrar ánægju, misjafnlega þó kannski eftir því hvar í flokki menn standa. Hins vegar lít ég svo á að þetta gæti orðið heimildarrit seinna meir fyrir menn, sem væru að kynna sér sögu landsins og þá sérs- taklega hvað varðar afstöðu Þórarinn Þórarinsson. framsóknarmanna til hinna ýmsu mála. Ég kem að vísu víða við stefnu og sögu hinna flokkanna enda úti- lokað að segja sögu eins flokks án þess. Ég hef reynt að hafa þetta eins hlutlaust og mér framast er unnt þótt vitanlega hljóti frásögnin að draga einhvem keim af tengslum mínum við flokkinn. Þegar rituð er saga eins flokks getur maður líka alltaf búist við þeirri gagnrýni að hlutur annarra sé ekki nógu stór. Ég hef þess vegna gætt þess að hafa sérstaka kafla um forystu- menn annarra flokka. Má þar til dæmis nefna merka forystumenn Sjáifstæðisflokksins svo sem Jón Þorláksson, Ólaf Thors og Bjama Benediktsson," sagði Þórarinn Þór- arinsson. íslenska óp- eran sýnir Don Giovanni ÁKVEÐIÐ hefur verið að ís- lenska óperan sýni Don Gio- vanni í vetur og er frumsýning fyrirhuguð £ febrúar. Hljómsveitarstjórinn hefur þeg- ar verið ráðinn en ekki hefur verið ráðið í öll hlutverkin enn sem komið er. Tónlistarhúss- happdrættið Drætti hefur verið frestað til 9. janúar. Miðar fást í Gimli við Lækjargötu og ístón, Freyjugötu 1. Tilvalin gjöf til að stinga í hvern jólapakka. Áhugafólk um tónlistarhús á íslandi, sem hefur mögu- leika á að ganga í hús til að selja miða, vinsamlegast hafið samband við framkvæmdastjóra í síma 29107 eða 17765. Samtök um byggingu Tónlistarhúss á íslandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.