Morgunblaðið - 14.11.1987, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 14.11.1987, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1987 61 Stöðvum hvalveiðar Sæ- dýrasafnsins í Hafnarfirði Til Velvakanda. í fréttum undanfama daga hafa hvalveiðar félags sem nefnist „Fauna“ margoft verið til umræðu. Félagsmenn hafa staðið að veiðum fjögurra háhyminga og að sögn talsmanns þess, Helga Jónassonar, fræðslustjóra í Garðabæ, er ætlun- in að selja þá til Ameríku og greiða með kaupverðinu skuldir Sædýra- safnsins í Hafnarfirði og jaftivel opna það að nýju, en safnið er nú lokað og til gjaldþrotameðferðar. Þeir sem að veiðunum standa telja sig geta fengið fjórar milljón- ir fyrir hvem háhyming svo hér er um talsverða fjármuni að ræða. Raunar var upplýst í fréttatíma á Stöð 2, þann 4. þ.m., að gangverð þessara dýra vestanhafs væri tíu milljónir króna. Ef upplýsingar stöðvarinnar eru réttar, virðast fleiri hafa hér hagsmuna að gæta en Sædýrasafnið. í flestum við- skiptum er að vísu nokkur milliliða- kostnaður, en er hann ekki helst til mikill í þessu tilviki. Meðan Sædýrasafnið starfaði var það umtalað hér og erlendis fyrir slæman aðbúnað dýranna og skorts á hirðusemi. Sjálfsagt hefír fjárskortur átt mestan þátt í því. Vafasamt er hins vegar hvort það verður nokkmm til ánægju eða þjóðinni til sæmdar að hefja þann rekstur að nýju. Hvalveiðar okkar íslendinga hafa vakið mikið umtal erlendis eins og kunnugt er og geta átt eftir að skaða hagsmuni okkar, þótt vísindarannsóknir séu þeim tengdar. Margir eiga afkomu sína undir hvalveiðum, en sama verður ekki sagt um háhymingaveiðar Fauna-manna, og enginn mun kenna þær veiðar við vísindi. Stöðvum því háhymingaverslun fræðslustjórans og félaga hans áður en það veldur okkur tjóni. Hvalavinur Bjórfrumvarpið: Hvað er þjóðinni fyrir bestu? Til Velvakanda. Mig langar til að þakka Sverri Hermannssyni fyrir hans skeleggu afstöðu til bjórsins sem fram kom í umræðunum á Alþingi um daginn. Þegar svona mál er á dagskrá sem varðar hvert heimili í landinu, hveija einustu manneskju, alda og óboma þá hlýtur að verða að gera þá kröfu til þingmanna að þeir rasi ekki um ráð fram og samþykki eitt- hvað sem er öllum til skaða og skammar. Ef einhver er í vafa finnst mér hann ætti að leggjast undir feld og spyrja: Hvað er þjóðinni fyrir bestu? Annað ráð er líka til og það er að leita til þeirra manna sem hafa mesta og besta þekkingu á þessum málum og hafa engra hagsmuna að gæta, og vil ég þá nefna menn eins og prófessor Tóm- as Helgason og Jóhannes Berg- sveinsson lækni og marga fleiri væri hægt að telja. Leita þeirra álits og fara eftir því. Þorbjörg Björnsdóttir Algengustu heimilistækin, sem daglega eru í notkun og með öllu ómissandi, geta verið hinar mestu slysagildrur. Öll umsvif hinna eldri vekja forvitni og athafnaþrá bam- anna. Leyfíð þeim að taka þátt í störfum ykkar og leiðbeinið þeim. Munið ávallt „að hnífur og skæri eru ekki bama meðfæri". Innilegar þakkir fœri ég öllum œttingjum og vinum, sem glöddu mig á nirœÖisafmœlisdegi mínum þann 5. nóvember 1987. GuÖ blessi ykkur öll. Sólveig Sigurjónsdóttir. Jl- Hjartans þakkir fceri ég börnum minum, tengdabörnum, barnabörnum og fjölskyldum þeirra, systkinum mínum og vinum, sem glöddu mig meÖ heimsóknum, gjöfum, blómum og skeytum á 80 ára afmceli mínu þann 23. októbersl. Sá dagur veröur mér ógleymanlegur. GuÖ blessi ykkur öll. Sigurbjörg Ögmundsdóttir, ViÖigrund 22, Sauðárkróki. 10% afsláttur Bjóðum 10% afslátt á KIMADAN mykjudælum 2,5 og 3,0 metra á meðan birgðirendast. «v TIL SÖLU FORD ECONOLINE150,4x4,6 CYL. Bíllinn er mjög vel með farinn og vel búinn, m.a. spil, fullinnréttaður, eldhús og bensínmiðstöð. Sjón ersögu ríkari. Hagstætt verð og greiðsluskilmálar ef samið er strax. Upplýsingar í síma 84060. íla-& Vélsleóasalan BIFREIÐAR & LANDBÚNAÐARVÉLAR 84060 S- 38600 SUÐURLAN DSBRAUT14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.