Morgunblaðið - 14.11.1987, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 14.11.1987, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1987 11 Spilandi á fiðlu á íslandi, í Klettafjöllum, Sviss og víðar Hlíf Siguijónsdóttir ásamt David Tutt pianóleikara. Hlíf Sigurjóns- dóttir fiðlu- leikari tekin tali Á sunnudag kl. 16 heldur Tón- listarfélag Kristskirkju enn eina athyglisverða tónleika. Þar koma fram Hlíf Sigurjónsdóttir fíðlu- leikari og David Tutt, kanadískur píanóleikari, sem býr í Ziirich. Þau hafa spilað saman hér áður, en kynntust í Kanada fyrir nokkrum árum. Hlíf hefur lítið verið heimafyrir undanfarin ár. Eftir að hún lauk námi í Tónlistarskólanum þar sem hún var reyndar í síðasta árgang- inum sem lauk prófí hjá Bimi Ólafssyni, fór hún í tónlistardeild Bloomington-háskóla, síðan til Toronto og þá til Banff í Kletta- flöllum. Sjálfsagt að notað tæki- færið að nefna þennan merka skóla, sem er mitt í ægifegurð Klettafjalla. Þar voru lengi aðeins haldin námskeið og Hlíf sótti þar fímm sumamámskeið, en var auk þess tvo vetur í skólanum. Hann státar af að draga til sín býsna færa listamenn, sem dvelja þar um skeið og vinna af krafti með fáum nemendum, því skólinn er ekki stór. Robert Aitkins flautu- leikari, sem var hér í haust, er einn af ráðamönnum skólans. Það er á Hlíf að heyra að hún sé ekki laus við heimþrá eftir þessum dýrðarstað, en þaðan fór hún svo og kenndi og spilaði á fsafírði og var svo hér í Reykjavík. Og aftur fór hún út, lausréð sig í Kammersveitina í Mainz og ferðaðist víða með þeim. Þegar fólk er komið til Mið-Evrópu á annað borð, þá er bara að fínna sér fast heimilisfang, en síðan er hægt að fara þar um allar jarðir. Það gerði Hlíf, kom sér fyrir í Ziirich, sótti þar tíma og var svo í lausamennsku, þangað til að hún fastréð sig í Kammersveit Ziirich. Það voru þijátíu sem sóttu um stöðuna þá. En í vetur ætlar hún að vera heima og hvers vegna það? „Ég ætla að athuga hvort ég get verið heima en líka haft sam- band út og unnið eitthvað þar. Föst staða úti er nefnilega býsna föst og lítill tími til að vera heima. í sumar fékk ég til dæmis fjög- urra vikna frí. Starfíð er spenn- andi, en það er hart, ef hugur sækir heim. Landið á sterk ítök í mér. Nú nýt ég þess að vera heima og æfa fyrir tónleika. Ég er svo léttlynd að ég á bara fíðluna og ekkert annaðt eins og snigillinn húsið sitt. . . Eg þarf líka að vinna vel í vetur, því í fyrra brákaði ég mig á fæti og ég fékk í bakið, svo ég missti úr. Erlendis taka hljómsveitir ógjaman inn fólk eldra en 35 ára, eftirlaunamál. Ég á eitt ár eftir í þau aldursmörk, svo mér fannst ég geta notað það í annað en hljómsveitarvinnu úti. En ég býst við að fara út aftur í vor og svip- ast um. Ég fór út til að komast í samkeppni, spreyta mig við slíkar aðstæður og fá þá ögun og skólun, sem henni fylgir. Það má mikið læra við slíkar aðstæður, sem tæplega fæst hér heima, en í skólum." Nú er svo stutt síðan þú varst í námi, svo þér er það vísast í fersku minni. Hvað fínnst þér skipta máli þar? „Góð byijun, góð undirstaða skiptir miklu. Mér fínnst ég vera heppin að hafa haft Gígju Jó- hannsdóttur og Björn Ólafsson, sem fyrstu kennara mína. Eftir að undirstaðan hefur verið lögð, er mikilvægt að fara sem víðast, sjá sem mest fyrir sér og kynnast ólíkum skoðunum, tína eitt upp hjá einum og annað hjá öðrum. Eftir framhaldsnámið kemur tími úrvinnslu og svo er hægt að vera endalaust að. Það stórkost- lega við tónlist er hvað hún er lifandi, hvemig er alltaf hægt að bæta við sig og endurskoða. Fiðluleikari getur kannski valið milli þess að spila í hljómsveit, í kammersveit, sem einleikari eða kenna. Hvað af þessu finnst þér mest freistandi sem stendur? „Ég veit ég á eftir að gera eitt- hvað af þessu öllu einhvem tímann, en sem stendur kýs ég helzt að vinna sjálf. Ég er enn ekki tilbúin til að fara að kenna, en á þessu stigi fínnst mér gaman að aðstoða og hitta fólk, sem er komið langt. Það er örvandi fýrir mann sjálfan og því fylgir engjn áb}Tgð. Á næstunni vil ég bara. spila sjálf á fíðluna, tek svo frek- ari ákvarðanir í vor.“ Eitt af því, sem hljóðfæraleik- arar þurfa að ráða fram út er að fínna sér gott hljóðfæri. Hvemig fórst þú að? „Það er mjög erfítt að fínna gott hljóðfæri fyrir viðunandi verð og það verður æ erfiðara. Ég keypti mína fíðlu 1979. Þá hafði ég verið að leita lengi og ákvað svo að láta smíða mér fíðlu í Kanada. Ég var með hana í Klettafjöllum, en þar var of þurrt fyrir hana og mér féll einhvem veginn aldrei við hana. Það er ekki óalgengt að auðugt fólk kaupi hljóðfæri og þar á meðal fíðlur til að fjárfesta og láni svo hljóðfæraleikurum grip- inn. í gegnum vinkonu mína úti frétti ég af auðugri fjölskyldu, sem hafði áhuga á slíku og fólkið var fúst til að lána mér fíðluna, eða leyfa mér jafnvel að kaupa hana seinna. Kennari minn hafði verið í London og kom nú og sagði, að eftir tvo daga yrði upp- boð hjá Southeby’s í London. Þar yrði meðal annars boðin upp fíðla, sem væri vænlegt að Q'árfesta í. Ég hafði þá samband við fólkið, en þegar til kom, þótti því frestur- inn of stuttur. Ég hringdi þá heim í mömmu og sagði henni að nú hefði ég verið óheppin, því þama hefði ég næstum verið búin að ná í fíðlu. Fyrir algjöra tilviljun stóðu foreldrar mfnir með fjárfúlgu í höndunum, smá arf, svo mamma sagði að ég skyldi ekki hætta við. Þegar kennari minn frétti af því að foreldrar mínir ætluðu að kaupa fíðluna, sagðist hann vita af annarri fíðlu í London, ekki á uppboðinu, heldur hjá fíðlusala. Sú fiðla væri ekki safngripur eða vænleg til fjárfestingar eins og hin, en hún væri hins vegar miklu betra hljóðfæri. Konan hans var enn í London og eftir 24 klukku- stundir var búið að koma kaupun- um í kring. Fiðlan var á góðu verði, vegna þess að við nánari athugun kom í ljós að snúðurinn á Guamerius fiðlunni var eftir annan ítalskan fíðlusmið, Tesore nokkum. Eftir mánuð flaug ég svo til New York til fundar við fíðlusal- ann og þar fékk ég fiðluna mína, án þess að hafa prófað hana. En góð er hún, smíðuð 1705, var í eigu Mendelssohn-fjölskyldunnar fram til 1930, en þá keypti hana þekktur spánskur fíðluleikari. Sá átti átta fíðlur, meðal annars Stradivaríus. Þegar hann dó var hann búinn að losa sig við allar fíðlumar nema þessa, því hún var uppáhaldsfiðlan hans. Það var svo ekkjan sem seldi hana fíðlusalan- um mínum. Stradivaríusinn gaf hann víst í Tónlistarháskólann í Madrid til afnota fyrir afburða nemendur." Við kvenfólkið veltum því gjaman fyrir okkur hvemig fari um konur í hinum ýmsu greinum. Hvemig lítur tónlistarlífíð í Mið- Evrópu út frá sjónarhóli kvenna? „Vínarfílharmónían ræður ekki konur. Margir muna kannski eftir uppistandinu þegar Sabine Mayer klarínettuleikari var ráðin í Berlínar-fflharmoníuna fyrst kvenna, en varð að hrökklast það- an aftur. í Sviss er þekkt kammerhljómsveit undir stjóm Paul Sacher. í þá hljómsveit em að vísu ráðnar konur, en þá fá aldrei að sitja yzt, í sætunum næst áhorfendum. Konur eru varla nokkum tímann konsert- meistarar eða í einleikssætum hljómsveitanna. í Bandaríkjunum fer prufuspil ofast fram bak við tjöldin, þannig að dómaramir sjá ekki þann sem spilar. Þar er kon- um ráðlegt að mæta ekki á háhæluðum skóm, svo það heyrist ekki að þama er kvenmaður á ferð. Hámarksaldur til að fá fastr- áðningu í hljómsveit er 35 ára, ef viðkomandi hefur verið í hljóm- sveit áður, en 32 ár fyrir þá sem em reynslulausir. Stulka, sem fer að eiga böm eftir námið og hefur enga reynslu, á þá á hættu að fá ekki ráðningu eftir 32 ára aldur. óvíst er að hún fái einu sinni að taka þátt í pmfuspili, því það fær ekki hver sem er. Þama hefur lítið breyst og virðist enn í fullu gildi, að konur þurfi að vera tíu sinnum betri en næsti karlmaður til að eiga minnstu möguleika." En víkjum að tónleikunum. Hvað ætlið þið Tutt að spila? „Við völdum verk, sem okkur langaði að læra og spila. Þau em víða að, svo efnisskráin er fjöl- breytt. Fyrst er Bach sónata í c-moll, skrifuð fyrir fiðlu og semb- al. Bach þarfnast nú tæplega útskýringar. Bartók skrifaði tvær sónötur fyrir fiðlu og píanó 1927—1928. Bartók sagði sjálfur að þama sé hann næst því að vera utan hins hefðbundna tóna- kerfís, í tólf tóna skalanum. Sónatan er einstaklega snúin og mikið verk, mikið um tvíundir og sjöundir. Á mörgum stöðum fara hljóðfærin ekki saman, fíðlan spil- ar sitt og píanóið annað. En samt er þetta Bartók eins og honum einum er lagið. Svo spilum við Strauss, sónötu op. 18, sem er eina fíðluverkið hans. í henni er ótrúlega mikið af því sem kom seinna fram, t.d. í ópemnni Rósa- riddaranum og fleiri verkum. Annars er erfitt að tala um tónlist. Tónlistarfólk er víst líka vant að tjá sig um tónlist á annan hátt en í orðum.“ TEXTI: SIGRÚN DAVÍÐSDÓTTIR Sinfóníutónleikar Tónlist Jón Ásgeirsson Efnisskrá: Vaughan-Williams: Vespurnar, forleikur. Weber: Konsert nr. 2 fyrir klari- 'nettu. Tsjaikovski: Sinfónia nr. 5. Einleikari: Guðni Franzson. Stjórnandi: Frank Shipway. Einn af endurreisnarmönnum enskrar tónlistar var Ralph Vaug- han Williams. Hann sótti sínar hugmyndir í enska alþýðutónlist og stóð framarlega í þeim hópi tónlist- armanna er endurvöktu áhuga tónlistamnnenda á gamalli enskri tónlist en var einnig vakandi fyrir þeim nýjungum sem komu fram í Evrópu. Eftir hann liggja margar stórbrotnar tónsmíðar sem vert væri að flytja hér á landi. Vespum- ar er ágætur forleikur, saminn 1909, þegar hann var að finna sig í því að takast á við tónsmíðar en var þá þegar viðurkenndur sem fræðimaður. Hljómsveitin lék verkið ágætlega undir vökulli stjórn Ship- way. Annað verkið, Klarinettukonsert eftir Weber, var flutt af Guðna Franzsyni. Guðni flutti konsertinn á köflum fallega, einkum hæga þáttinn og margt mjög vel í þeim fyrsta, enda er alltaf einhver dulin „músíkölsk" tilfínning í því sem Guðni gerir. Síðasta verkið var sú fimmta eftir Tsjaikovskí og þar fór bæði hljómsveitin og stjómandinn á kost- um. Shipway er innblásinn stjóm- andi og náði t.d. að magna upphaf verksins með dulúð og spennu og reyndar allt verkið, svo að þetta meistaraverk kunnáttu og óham- inna tilfínninga varð dýrðlegur sinfónískur óður, þar sem mannleg- ar tilfínningar em hafnar upp fyrir hversdagslegar langanir en gæddar djúpstæðri íhugun og þrunginni, friðlausri þrá einmana sálar eftir óskilgreinanlegri hamingju og friði. Að endingu gapir við endalaust hyldýpi örvæntingar, svo að leitin að hamingjunni snýst upp í flótta Morgunblaðið/Bjami Áheyrendur fagna einleikaranum, Guðna Franzsyni og stjórnanda, Frank Shipway, að flutnii loknum. undan eigin þrá, þar sem lífíð dans- magnar með lífínu ástriður sem ar vals við dauðann, en dauðinn munu á endanum tortíma því.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.