Morgunblaðið - 14.11.1987, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 14.11.1987, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1987 43 GarðskagaflösL Grunnskólinn í Sandgerði, kl. 16:15 Náttúrufræðsla, svæðafræðsla, verk að vinna Fitjadalur^i Flankastaöatjöm| Sandgerðistjöm^ GraseyriO Kettlingatjöm^ Leifsstöð, blómaskáli, kl. 17:30 Umhverfismál suður með sjó Vettvangsferðir sunnudeginn 15. nóvember/ Ný unglinga,- bók eftir Liz Berry IÐUNN hefur gefið út nýja ungl- ingabók, Er þetta ást? eftir breska höfundinn Liz Berry. í bókarkynningu segir svo: „Ótal stelpur dreymir um að kynnast frægum rokkstjömum. En Cathy er ekki í þeim hópi. Hún er sautján ára og efnilegur listmálari. Rokkstjömumar skipta hana engu máli — ekki fyrr en hún verður á vegi gítarleikarans fræga, Paul Devlin, sem verður hrifinn af henni — og Dev svífst einskis til að fá það sem hann vill. Cathy hrífst af honum og óttast hann í senn. Hún vill fara sínar eigin leiðir, en kemst um síðir að því að það er erfitt að synda á móti straumnum ...“ Jón Ásgeir Sigurðsson þýddi. Náttáruvemdarfélag Suð-Vesturlands: Náttúruverndar- og um- hverfismál á Suðumesjum Náttúruvemdarfélag Suðvestur- lands fer í sjö vettvangsferðir suður með sjó á sunnudaginn 15. nóvem- ber til kynningar á nokkrum náttúruvemdar og umhverfismál- um sem snerta Suðumes. Fróðir menn munu flalla um ákveðið mál- efni á hveijum stað og svara spumingum. Allt áhugafólk er vel- komið. (Þeir íbúar höfuðborgar- svæðisins og aðrir sem hug hafa á að fara í ferð með langferðabíl á milli staða, hafí samband í síma (91-) 40763 í dag frá kl. 17-19). Fyrsti staðurinn verður Vogavík undir Stapa. Fólk mæti kl.9.30 í fjöruna skammt sunnan Vogalax. Gengin verður örstutt leið eftir leir- unni útí Hólmabúðir eða verið í samkomuhúsinu Glaðheimum, allt eftir veðri. Guðmundur Björgvin Jónsson fræðimaður mun fjalla um hvemig umhorfs var í Vogavík um aldamót. Stefán Bergmann líffræð- ingur mun kynna líffríki fjörunnar og hugsanlegar breytingar á því vegna starfsemi fiskeldisstöðvar- innar og nágrennis við byggðarlag. Næsti staður verður Arfadalsvík- in (neðan Húsatófta) í Grindavík kl. 11.45 eða í Húsatóftahúsinu Halldór Ingvason skólastjóri spjall- ar um nýtingu vatns úr gjám og fjöruvötnum og jarðhitans í Eld- vörpum fyrr á tímum. Freysteinn Sigurðsson jarðfræðingur mun ræða um náttúruauðlindir neðan- jarðar og skynsamlega nýtingu þeirra. Þriðji staðurinn verður við Kirkj- una í Höfnum kl. 13 eða inní í kirkjunni. Ásbjöm Eggertsson hreppstjóri segir frá gróðri í Hafna- hreppi fyrr á öldum. Guðleifur Siguijónsson garðyrkjumaður lýsir ástandi gróðurs síðari árin og hvað verður framtíðarverkefnið. Á flórða staðnum, Njarðvíkurfitj- um, (norðan við Hagkaupshúsið), kl. 14.00 eða í Safnaðarheimilinu í Innri-Njarðvík, fjallar Helga Ingi- mundardóttir um Njarðvíkurfitjar fyrr á tímum og Jóhann Guðjónsson líffræðingur um lífríki þeirra í dag og gildi þess að halda því lítt rösk- uðu. Fimmti staðurinn verður Hafnar- gata 32 í Keflavík kl. 15.00 á III. hæð hússins. Þar mun Jóhann Berg- mann bæjarverkfræðingur fjalla um skipulagsmál og byggðaþróun Keflavíkur. Sjötti staðurinn verður í gmnn- skólann í Sandgerði kl. 16.15. Guðjón Kristjánsson skólastjóri fjallar um hugmynd NVSV um upp- setningu á sýningu um náttúrufar og mannvist heimabyggðar sem viðfangsefni í efri beklqum grann- skóla. Við fáum góða gesti í heimsókn sem leggja sitt til mál- anna. Síðast verður komið við í Lauf- skálanum í Leifsstöð, nýju flugstöð- inni kl. 17.30. Þar er ætlast til að þátttakendur heQi umræður með spumingum sem varða ásýnd lands- ins í kringum flaugbrautimar, flugstöðina og veginn til höfuð- borgarsvæðisins. Fróðir menn sitja fyrir svörum. Með þessu lýkur ferðaröðinni um Suðumes. Eitt af næstu verkefnum NVSV verður samskonar ferðaröð um Innnes (þ.e. Hafnarfjörð, Garðabæ, Bessastaðahrepp, Kópa- vog og Seltjamames), Mosfellsbæ, Kjalameshrepp og Kjósarhrepp. (frá NVSV) Iðunn gefur út Svik í Sinkiang eftir Adam Hall IÐUNN hefur gefið út bók eftir spennusagnahöfundinn Adam Hall og nefnist hún Svik í Sink- iang. Þetta er saga um pjósnir og gagnnjósnir. A baksfðu segir svo: „Hver er raunverulegur tilgangur hinnar fló- knu og hættulegu sendifarar sem yfirmenn Quillers hafa sent hann í? Mun hann komast lifandi á leiðar- enda — og ef honum tekst það, hvað tekur þá við? Þetta er síður en svo fyrsta háskaför njósnarans Quillers, þó aldrei hafí hann glímt við jafn hættulega andstæðinga ... og aldrei fyrr hafi hann þurft að fljúga stolinni rússneskri herþotu inn í rússneska landhelgi — allt til Sinkiang. Quiller kemst fljótt að raun um að hann á í höggi við fleiri óvini en Rauða herinn, og hringurinn þrengist stöðugt ... hann er ekki lengur talinn ómissandi — örlaga- spumingin er — hver mun svíkja í Sinkiang?" Álfheiður Kjartansdóttir þýddi. d Electrolux BW 200 uppþvottavélin náði ekki bara prófinu... hún „DÚXAÐI” ! Á kröfuharðasta neytcndamarkaðinum, fékk hún eftirfarandi ummæli frá Svenska Konsumentverket: * Hæsta einkunn (5) fyrir uppþvott og þurrkun * Hæsta einkunn (5) fyrir að vera hljóðlát * Hæsta einkunn (5) fyrir sparneytni * Við bætum svo við ótrúlegu verðtilboði 34.557,: Láttu ekki uppþvottinn angra þig lengur- , .KÝLDU’ ’ Á ELECTROLUX !
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.