Morgunblaðið - 14.11.1987, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 14.11.1987, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1987 7 16. þing Landssambands íslenskra verzlunarmanna sett í gær: Mikilvægast að tryggja hag hinna lægstlaunuðu Akureyri. Frá Hjálmari Jónssyni, blaðamanni Morgunblaðsins. „NÚ EINS og ævinlega áður verða kjaramál helsta mál þings- ins. Við þurfum að ákvarða meginstefnu okkar bæði, hvað varðar kröfugerð og jafnframt hvernig við viljum standa að samningum þeim sem framundan eru. Við getum tæpast búist við þvi að ná fram stórfelldum kjara- bótum til handa öllu okkar fólki. Þvi er mikilvægast, eins og raun- ar hefur verið áður, að bæta'og tryggja hag þeirra sem við lök- ust kjörin búa, jafnframt því sem við verðum að leitast við að eyða því mikla misrétti sem ríkir vegna yfirborgana eins og það er kallað, og launaskriðs," sagði Björn Þórhallsson, formaður Landssambands íslenskra verzl- unarmanna, þegar hann setti 16. þing samtakanna á Akureyri í gærmorgun. Rétt til setu á þinginu eiga 135 fulltrúar frá 23 verslunarmannafé- lögum og félagsdeildum hvaðanæva af landinu. Landssambandið er næst stærst landssambanda ASI með um 13-14 þúsund félagsmenn. Aðeins Verkamannasamband ís- lands er stærra. Tæp 70% þingfull- trúa eru frá Verzlunarmannafélagi Reykjavíkur, stærsta félaginu í samtökunum, sem jafnframt er stærsta verkalýðsfélag í landinu með á níunda þúsund fullgilda fé- lagsmenn, en rúmlega 12 þúsund á félagaskrá. Landsfundur Kvennalistans: Staða Kvennalist- ans rædd LANDSFUNDUR Kvennalistans hófst í gærkvöldi í Menningar- miðstöðinni Gerðubergi í Breið- holti. Fundurinn stendur fram á sunnudag. Gestur fundarins er Anna Guð- rún Jónasdóttir lektor við Háskól- ann í Örebro í Svíþjóð, og flutti hún í gærkvöldi erindi um konur og vald. í dag verða umræður um stöðu Kvennalistans og hvemig hann geti markað sér enn meiri sérstöðu inn- an þings og utan, og á sunnudaginn verður rætt um viðhorf kvenna til þróunar atvinnu og byggðamála. Að lokinni skýrslu stjómar gerðu aðildarfélögin grein fyrir starfsemi sinni. Kom fram að víða úti á lands- byggðinni er félagsstarfið dauft og félögin vanmegna og lögðu menn áherslu á að gera þyrfti átak í því að styrkja innra starf samtakanna. í leiðara VR-blaðsins í nóvember, sem er nýútkomið, og dreift var á þinginu, segir Magnús L. Sveins- son, formaður VR, að 75% af afgreiðslukonum séu á launum samkvæmt lágmarkstöxtum, sem em á bilinu 33—39.700 krónur. Það sé á sama tíma og öll umsvif versl- unarinnar beri það mér sér að hún hafi úr gífurlegu íjármagni að spila. Nægi að benda á hina gegndarlausu fjárfestingu í versluninni upp á tugi miiljarða á síðustu missemm. Þá segir „Það er annars einkennilegt, að á sama tíma og kaupmenn segj- ast enga peninga hafa til að hækka Morgunblaðið/Guðmundur Svansson Björn Þórhallsson, formaður Landssambands verzlunarmanna, og Magnús L. Sveinsson, formaður Verzlunarmannafélags Reykjavíkur, á þingi LÍV i gær. dagvinnulaun, þá keppast þeir við að lengja stöðugt þann tíma, sem unninn er í jrfirvinnu, sem greiddur er með 70% álagi á dagvinnuna án þess að fá auknar tekjur á móti þegar á heildina er litið.“ Samtökin „Tjörnin lifi“: Útifundur til að mótmæla ráðhúsi TJORNIN LIFI heita óformleg samtök sem á morgun, sunnudag, gangast fyrir útifundi til að mót- mæla fyrirhugaðri staðsetningu ráðhúss við Reykjavíkurtjörn. Fundurinn hefst í Vonarstræti klukkan 16. Á blaðamannafundi sem undirbún- ingsnefnd fundarins hélt kom fram að samtökin telja að verið sé „að pota ráðhúsbyggingunni bakdyra- megin inn í samþykkt kvosarskipu- lag, án þess að borgarbúum sé gefinn kostur á að tjá sig um málið og koma á framfæri athugasemdum," eins og einn nefndarmanna orðaði það. Sam- tökin hyggjast þrýsta á félagsmála- ráðherra að hann veiti ekki samþykki sitt fyrir byggingunni og leita til dómstóla ef þörf krefur til að stöðva byggingu ráðhússins. Samtökin Tjömin lifi eru að sögn Harðar Erlingssonar, eins úr undir- búningsnefnd, skipuð rúmlega 100 manns úr öllum áttum sem eiga það sameiginlegt að láta sér annt um lífríki tjamarinnar og svipmót mið- bæjarins. Fólk úr öllum landshlutum hefiir að sögn látið málið til sín taka „enda er Reykjavík höfuðborg lands- ins og málið kemur öllum íslending- um við,“ sagði María Gunnarsdóttir sem sæti á í undirbúningsnefnd fund- arins. Samtökin hafa útbúið dreifi- bréf þar sem fram kemur hvað þau hafa við bygginguna að athuga. Þar segir að samtökin óttast „að stór nýtískuleg skrifstofubygging úti í Tjöminni muni með umfangi sínu og stíl bera önnur hús við Tjömina ofur- liði. Að ráðhús og bílageymsla í Tjöminni muni draga til sín meiri bílaumferð en hæfi umhverfi Tjam- arinnar og að tilraunir til að leysa umferðarvandamál við ráðhúsið skapi hættu á að enn frekar verði gengið á Tjömina." Ennfremur segj- ast samtökin óttast að uppfyilingar í Tjöminni skerði lífsskilyrði fiigla, því að þau byggist að miklu leyti á botndýralífi Tjamarinnar og að ekki sé vetjandi að skerða flatarmál Tjamarinnar meira en þegar hefur verið gert en Qórðungur flatarmáls hennar hafí þegar verið skertur með uppfyllingum. Samtökin segjast telja að allar breytingar á tjamarbökkun- um eigi að miðast við að auka aðdráttarafl Tjamarinnar sem úti- vistarsvæðis. Fundarstjóri á útifundinum verður Undirbúningsnefndin með Tjömina í baksýn MorKunblaðlð/Bjarnl Eiríksson Flosi Ólafsson leikari. Meðal þeirra sem fram koma verða Megas sem flytur lög af nýrri Reykjavíkurplötu sinni og Gísli Helgason og Herdís Hallvarðsdóttir sem flytja lög tileink- uð Tjöminni og Reykjavík. Þá ávarpar Valgerður Tryggvadóttir fundinn. V erkalýðshreyfingin hefur ekki efni á pr ófkj ör sbaráttu - segirPéturSigurðssoníviðtalivið Þjóðlíf PÉTUR Sigurðsson, fyrrverandi arsöm og umfangsmikil prófkjörs- alþingismaður Sjálfstæðisflokks- ins i Reykjavík, segir í viðtali i nýútkomnu Þjóðlifi að fyrirtæki standi straum af kostnaði við prófkjör frambjóðenda í Sjálf- stæðisflokknum. Félagar verka- lýðshreyfingarinnar hafi hins vegar ekki ráð á að taka þátt í prófkjörsbaráttu flokksins og því vegnað þar illa. I blaðinu er talað við nokkra fyrr- verandi þingmenn um hvaða störf þeir vinni nú, og þar á meðal við Pétur Sigurðsson forstöðumann Hrafnistu í Hafnarfirði. í viðtalinu segir að talið hafi verið að kostnað- barátta, sem átti sér stað meðal sjálfstæðismanna í Reykjavík, hafi ráðið miklu um ákvörðun Péturs að hætta þingmennsku. Pétur segir síðan um þetta: „Okkur, þessum „vesalingum" úr verkalýðshreyfingunni hefur vegn- að frekar illa í prófkjöri innan Sjálfstæðisflokksins. Kostnaðurinn hefur mikið að segja þvi að félagar verkalýðshreyfíngarinnar hafa ekki ráð á þessu. Þeir hafa enga sjóði að ganga í til að reka kostnaðar- sama prófkjörsbaráttu. Hins vegar hafa ýmis fyrirtæki sem standa straum af kostnaði annara fram- Pétur Sigurðsson. bjóðenda miklu betri tækifæri til þess.“ Meðal annars efnis f Þjóðlífi má nefna blaðauka um bækur á jóla- markaði, viðtal við tvo Sykurmol- anna, uppbyggingu hjá Málningu hf og grein um kjamorkuver í Bret- landi. > 3 0> c (O t/> œ > VERÐMÚRINN BROTINN 1988 árgerðin af Skutlunni frá Lancia kostar nú að- eins 313 þúsund krónur. Þú gerir vart betri bíla- kaup! Opið laugardaga frá kl. 1—5. BÍLABORG HF. FOSSHÁLSI 1, S. 68 12 99.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.