Morgunblaðið - 14.11.1987, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1987
Gullastokkur
minninganna
Myndlist
BragiÁsgeirsson
Málarinn Einar G. Baldvinsson
er samur við sig um myndefni
enda hefur hann fyrir löngu fund-
ið sinn rétta tón í listinni.
Myndefni hans er í hæsta máta
íslenskt og er þó minna sótt í
nútímann svo sem við þeklrjum
hann en öllu meira í geymd minn-
inganna og þá nánar tiltekið
kreppuáranna, er málarinn var
að vaxa úr grasi. í öllu falli þekkj-
um við þessi vinalegu myndefni
frá hafnarbakkanum þar sem bát-
ar og skip raða sér á myndflötinn
og glittir í bryggjusporð í for-
grunninum, sem ómissandi lið í
myndbyggingunni.
Forverar hans máluðu margar
frægar myndir í svipuðum dúr og
það var víst ósköp eðlilegt að Ein-
ar tæki þetta upp, sem var í alla
staði rétt og heilbrigt.
Þannig eru einmitt svipsterk-
ustu myndir listamannsins á
sýningu hans í Gallerí íslenzkt list
á Vesturgötu 17 í þessum sér-
staka myndstíl svo sem nr. 19
„Frá Höfnum", nr. 21 „Frá Hafn-
arfirði" og nr. 28 „Mynd“. Allar
tjá þær bestu hliðar Einars sem
máiara og hefði jafnvel verið
æskilegt að hann hefði einbeitt
sér enn meira að því sérstaka,
vinalega myndefni er þar kemur
fram.
En Einar tók einnig hliðarspor
líkt og fleiri „fígúratívir" lista-
menn af hans kynslóð og málaði
óhlutlægar myndir um skeið en
það átti miklu síður við hin sér-
stöku persónueinkenni hans. Það
kemur fram í nokkrum slíkum
sem fá að fljóta með á sýning-
unni og eru vafalítið frá því
tímabili er menn töldust landráða-
menn væru þeir ekki á réttu
óhlutlægu línunni.
Það er lærdómsríkt að sjá
hvemig fer þegar slíkir yfírgefa
óðöl sín og ræktuð tún fyrir störf
í ókunnum hjálendum og tapa
áttum um stund.
Ekki þó svo að skilja að þessar
abstraktmyndir séu ekki fram-
bærileg málverk heldur er miklu
minna af listamanninum í þeim
en hinum hlutlægu þar sem hann
kann sig í íslenzkum fjallasal,
gróandi og athafnalífí.
Þessi sýning Einars G. Bald-
vinssonar er nokkuð sérstök á
reykvískum sýningarvettvangi
um þessar mundir og ekki aðeins
fyrir stemmningsrík myndefni
heldur einnig fölskvalausa mál-
aragleði sem er án nokkurrar
tilgerðar.
Þannig á það að vera í hvaða
stíl sem menn annars mála, en
verður þó æ sjaldséðara eftir því
sem málurum fjölgar á landi hér.
Það eru mikil vísindi falin í því
að leita ekki langt yfir skammt
því að í nánasta umhverfi er feg-
urðin falin.
Manu De Carvalho skemmtir gestum Broadway næstu tvær helgar.
Manu í Broadway
MANU DE Carvalho, söngvari
og píanóleikari, sem hefur
skemmt íslendingum sem lagt
hafa leið sína til Torremolinos á
Spáni er kominn til íslands og
skemmtir gestum Broadway um
þessa og næstu helgi.
Með Manu í Broadway leika Jó-
hann Ásmundsson, Gunnlaugur
Briem, Björn Thoroddsen, Stefán
Stefánsson og Kjartan Vaídemars-
son.
Koma Manu hingað til lands er
liður í afmælisdagskrá Broadway
um þessar mundir, en sú dagskrá
stendur fram í desember.
SIMAR 21150-21370
SOLUSTJ LflRUS Þ VA10IMARS
LOGM JOH ÞOROARSON HDl
Til sölu i smíðum á góðu verði - frábær greiöslukjör:
3ja-4ra herb. íbúð
á 1. hæð 98,5 fm nettó. Sérlóð. Sólverönd. Sérþvottaaðstaða.
4ra herb. íbúð
á 2. hæð 110,3 fm nettó. Tvennar svalir. Sérþvottaaöstaöa. Fullgerð-
ur bílskúr getur fylgt.
íbúðirnar verða fokheldar
á næstu vikum. Afh. fullb. u. trév. og máln. næsta sumar. Öll sameign
fullfrág. ibúöirnar eru í sjö íbúöa fjölbhúsi við Jöklafold í Grafarvogi.
Byggjandi: Húni sf. Teikn. og nánari uppl. fyrirliggjandi.
Skammt frá Sundlaug Vesturbæjar
Við Reynimel 2ia-3ja herb. góö ib. á 4. hæð. Skuldlaus. Mikið útsýni.
Úrvalsstaður. Ákv. sala.
Glæsileg eign á vinsælum stað
Nýl. steinhús á útsýnisstað f Garðabæ. Húsið er rúmir 300 fm sam-
tals á tveimur hæðum. Vandað og vel byggt. Arinn í stofu, saunabað
með hvfldarherb. Svalir og stór sólverönd. Tvöf. bílsk. með vinnuað-
stöðu. Stór lóð með skrúðgarði. Skipti mögul. á mlnna einbhúsi.
Fleira kemur til greina.
Lítil íbúð - laus strax
2ja herb. samþykkt fb. i kj. í þríbhúsi við Lindargötu. Nokkuð endur-
bætt. Laus strax.
í gamla góða Austurbænum
Að mestu endurbyggt timburhús meö 4ra-5 herb. ib. á hæð og ris-
hæð um 60 x 2 fm. Snyrting á báðum hæðum. Góður kj. til margskonar
nota. Rúmgóð eignarlóð meö háum trjám. Húsiö er laust fljótlega.
Fjöldi fjársterkra kaupenda
að fbúðum, sórhæðum, einbýlis- og raðhúsum. Margskonar eigna-
skipti möguleg. Margir bjóða útb. fyrir rétta elgn.
Opið f dag laugardag
kl. 11.00 tll kl. 16.00.
ALMENNA
FASTEIGNASALAN
LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370
Óður ortur úr lífssöng
Bókmenntir
Jóhann Hjálmarsson
Svava Jakobsdóttir: GUNNLAÐ-
AR SAGA. Forlagið 1987.
Gunnlaðar saga er nýr áfangi í
sagnagerð Svövu Jakobsdóttur,
grunnurinn hinn sami, en frásagn-
araðferð með öðrum hætti en áður.
Auðvelt er að greina tengsl við fyrri
verk, til dæmis smásögumar í Gef-
ið hvort öðru (1982). Samt er
stíllinn annar, mun breiðari og víða
ljóðrænni en dæmi eru um hjá
Svövu. Hún freistar með Gunnlaðar
sögu að brúa bil milli fortíðar og
nútíðar, leggur út á þá hálu braut
að samþýða goðsöguleg efni og
hitamál samtíðar. Þrátt fyrir hið
félagslega markmið sögunnar er
sjónum einkum beint inn á við,
reynt að grafast fyrir um eðli mann-
eskjunnar, tilfinningar hennar og
það sem er dulúðarkyns.
Þetta er vissulega metnaðarfullt
verkefni fyrir skáldsagnahöfund og
jafnvel þótt einhver muni segja að
það hafi mistekist er tilraunin ein
sér lofsverð.
Hjá Snorra má lesa um Gunnlöðu
sem gætti skáldskaparmjaðarins.
Óðinn lá hjá henni þijár nætur og
skyldi fá að launum þijá drykki af
þessum eftirsótta miði. En hann
drakk mjöðinn allan og flaug síðan
á brott í amarhami. Mjöðurinn kall-
aðist Suttungamjöður og gaf Óðinn
hann ásunum og þeim mönnum sem
yrkja kunna. „Því köllum vér skáld-
skapinn feng Óðins og fund og
drykk hans og gjöf hans og drykk
ásanna", skrifar Snorri í Skáldskap-
armálum Eddu sinnar. Gunnlaðar
er getið á fleiri stöðum, m.a. í Háva-
málum. En Svava Jakobsdóttir fer
frjálslega með þátt Gunnlaðar,
styðst við Völuspá og fleiri fom rit
og leikur sér að minninu að vild.
í Gunnlaðar sögu verður ísbnska
stúlkan Dís að eins konar Gunnlöðu
Svava Jakobsdóttir
sem í leiðslu endurheimtir feng
Óðins. Dís er tekin föst í danska
Þjóðminjasafninu þar sem hún
stendur við brotinn sýningarskáp
með forsögulegt gullker í höndum.
Móðir stúlkunnar heldur til Kaup-
mannahafnar til að leita skýringa
á hegðun dótturinnar og til að fá
hana lausa úr fangelsi. Eiturlyf,
hryðjuverkasamtök em meðal þess
sem Danir láta sér detta í hug. En
smám saman rennur þessi óvenju-
lega samtímalýsing saman við
goðsöguna. Dís hefur orðið fyrir
hugljómun og fær ekki neitt við
ráðið. Móðir hennar lætur heillast
af frásögninni, skáldskap veruleik-
ans og veruleika skáldskaparins,
og kannar sjálf nýjar slóðir ímynd-
unaraflsins. Við vitum ekki alltaf
hver er að segja frá, Dís eða móðir
hennar eða Gunnlöð eða hvort
skuggapersónur fomeskjunnar
hafa holdgast í textanum og kapp-
kosta að flytja mikilvæg boð.
Nöturlegar myndir frá borgarlífi
Kaupmannahafnar, helvíti undir-
heimafólksins, eru rofnar af skáld-
legum lýsingum á veröld gyðjunnar,
sæluríki kvennanna þar sem upp-
hafning ríkir og allt er djásnum
skreytt. Ógæfa mannanna ræðst
af því að þeir hafa glatað skáld-
skapnum og þar með lífinu, voninni.
Óðinn hefur fengið þá til að gleyma
og vanvírða gyðjuna, hvatt til bar-
daga og landvinninga. Veldi
karlmannsins hefur aðeins illt í för
með sér, framundan ógn kjamorku-
styijaldar. Konan á að frelsa með
því að fá aftur í hendur kerið góða:
„Alla hluti, kvika og dauða, hlýt
ég að særa fram til að yrkja þann
óð sem ortur er úr lífssöng allrar
skepnu. Orð mín skulu gerð úr
mýkt slöngunnar og ýlfrí
úlfsins . . .úr geislum sólar ljós-
týran er lýsir mér ..."
Má ekki skilja Gunnlaðar sögu
svona? Skáldsagan er í senn vamað-
arorð og brýning. Atburðir líðandi
stundar Tsjemóbýl, Barseback fá
sögunni byr undir vængi.
Svava Jakobsdóttir leggur ríka
áherslu á siðferði og ábyrgð. Alvara
hennar hefur stundum borið skáld-
skapinn ofurliði. En það gerist ekki
að marki í Gunnlaðar sögu. Ekki
síst er skáldsagan eftirtektarverð
fyrir það hve vel hún er skrifuð og
hve góðum árangri höfundurinn
nær í því að búa til ljóðrænt og
dulúðarfullt andrúm. Eins og flest
skáldverk Svövu Jakobsdóttur má
túlka Gunnlaðar sögu á fleiri en
einn veg. Þessi skáldsaga er að
mínu mati fyrst og fremst óður til
lífsins ortur f þeirri trú (sýnist hæp-
in eins og önnur trú) að konumar
geti haft vit fyrir karlmönnunum.
Trú er oft einföldun, en hefur vissu-
lega rétt á sér, ekki síst þegar hún
er í þágu skáldskapar: „Og þið
munuð sjá grannar hendur rétta
fram kerið og bjóða ykkur að bergja
lffsins vatn úr gullinni uppsprettu
sem aldrei þrýtur meðan ykkur
þyrstir . . .“
Ný föndur-
vöruverslun
LITIR og föndur opnaði nýlega
verslun í nýju húsnæði í Skip-
holti 50b í Reykjavík.
Litir og föndur er einnig á Skóla-
vörðustíg 15 og verður sú verslun
starfrækt áfram með svipuðu sniði.
Verslanimar leggja áherslu á að
hafa úrval af myndlistarvörum fyrir
fagmenn og skólafólk. Einnig ýmis-
konar föndurefni, s.s. jólafóndur og
föndur fyrir fólk á öllum aidri.
Eigendur verslananna eru Guð-
finna Hjálmarsdóttir, Grímur
Ingólfsson og Þórunn Thorlacius.
Morgunblaðið/Sverrir
Guðfinna Hjálmarsdóttir (t.v.) einn af eigendum og Þórunn Sigurðar-
dóttir verslunarstjóri í Litur og föndur í Skipholti 50b.