Morgunblaðið - 14.11.1987, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 14.11.1987, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1987 Frakkland: Málverk eftir kumia meistara boðin upp Parfs, Reuter. FRANSKIR listaverkasalar vonast nú til, að verðið, sem fékkst í New York fyrir málverkið „Sverðliljur" eftir Van Gogh, verði til að hækka verðið á mesta listaverkauppboði, sem haldið hefur verið í Frakkl- andi. Verður það í næstu viku og þá m.a. boðin upp verk eftir Van Gogh, Monet, Picasso, Modigliani, Salvador Dali og Matisse. Joel-Marie Millon, forseti Drouot- uppboðsfyrirtækisins, segir, að lista- verkamarkaðurinn verði æ mikilvæg- ari sem griðastaður flárfestenda og býst hann við, að fyrir verkin 44, sem verða seld í næstu viku, fáist 53 millj- ónir dollara. Bindur hann miklar vonir við, að verðið, sem fékkst fyrir „Sverðliljur" Vincents Van Gogh, 53,9 milljónir dollara, hæsta verð fyrir málverk bæði fyrr og siðar, verði til að hækka uppboðsverðið. Hér á eftir fer listi yfir 10 dýrustu listaverk, sem seld hafa verið á upp- boði. Er verðið í dollurum: • „Sverðliljur" eftir Van Gogh. 1987. 53,5 millj. • „Sólbíóm" eftir Van Gogh. 1987. 39,9 millj. • „Brúin í Trinquetaille" eftir Van Gogh. 1987. 20,2 miilj. • Guðspjöll Hinriks ljóns, lýst hand- rit frá 12. öld. 1983. 11,9 millj. • „Lotning vitringanna" eftir Man- tegna. 1985. 8,1 millj. eða 10,4 á núvirði. • „Rue Mosnier" eftir Manet. 1966. 7,7 millj. eða 11 á núvirði. • „Málverk af ungri stúlku í gull- ofínni skikkju" eftir Rembrandt. 1986. 10,3 millj. • „Sævarmynd: Folkstone" eftir Tumer. 1984. 10 millj. • „Land undir hækkandi sól“ eftir Van Gogh. 1985. 9,9 millj. • „Kona við lestur" eftir Braque. 1986. 9,5 milj. M. jf*■ ■** DRUKKNUÐUI SKOLPINU Reuter Að minnsta kosti 37 manns fórust í gær þegar langferðabifreið fór I og annar óþverri rennur um. Mikil þoka var þegar slysið átti sér út af vegi í úthverfum Mexikóborgar og lenti út í skurði, sem skolp | stað. Myndin sýnir þegar bifreiðin var dregin upp úr skolpinu. Daniel Ortega leggur fram vopnahlésáætlun Washington, Reuter. DANIEL Ortega, forseti Nic- aragua, hefur lagt fram 11-liða áætlun um vopnahié í landinu og Noregur: Krónprinshjónum sagt til syndanna ÓBló, frá Jan Erik Laure, fréttaritara Morgunblaðaina. „NORSKA konungsfjölskyldan verður sjálf til að binda enda á konungdæmið í landinu ef krónprinsinn og kona hans geta ekki skilið hvað til þeirra friðar heyrir." Grete Knudsen, einn þingmanna Verkamanna- flokksins, iét þessi orð falla í Stórþinginu í fyrradag en hún telur, að margt af þvi, sem þau krónprinshjónin hafa verið að vasast í, sé allt of litað af pólitík. Krónprinshjónin, Haraldur og Sonja, hafa verið dálítið umdeild að undanfömu og finnst mörgum sem þau átti sig ekki á stöðu sinni í samfélaginu. Meðal ávirðing- anna má nefna þessar: ★ Sonja var kjörin varaforseti Rauða krossins og lét sig hafa það að beijast við annan mann um embættið. Auk þess hefur Rauði krossinn átt í deilum við stjómvöld vegna afstöðunnar til flóttamanna. ★ Afskipti Sonju af hemum og yfirlýsingar hennar um, að konur ættu að taka meiri þátt í her- mennskunni. ★ Aðild Haralds að Alþjóðanátt- úmvemdarsjóðnum, sem hefur hamast gegn hvalveiðum Norð- manna. ★ Þátttaka Haralds í siglinga- keppni, sem kostuð var af einka- fyrirtækjum. Kom hann sjálfur fram í auglýsingum fyrir nokkur fyrirtæki og ekki þótti það verra fyrir þau þegar Haraldur vann til heimsmeistaratignar í ákveðnum siglingaflokki. Grete Knudsen finnst aftur á móti mikið koma til Ólafs kon- ungs, sem hún segir vera samein- ingartákn fyrir alla þjóðina. Ummæli hennar um krónprins- hjónin urðu hins vegar til þess, að umræðu um lífeyri konungs- fjölskyldunnar var frestað. Ólafur konungur fær nú í laun tæpar átta milljónir ísl. kr. á ári og Haraldur og Sonja fá þá upphæð ætlar hann að leggja hana fyrir Miguel Obando y Bravo kardiná- la, sem hvorirtveggju, skærulið- ar og sandinistar, hafa samþykkt sem milligöngumann. Samkvæmt friðaráætlun Mið- Ameríkuríkjanna frá í ágúst skal komið á vopnahléi milli stjórnvalda og skæruliða í Nicaragua og E1 Salvador og sagði Ortega, að tillög- ur sínar væru „mjög raunsæjar, mjög sveigjanlegar og ættu því að geta orðið árangursríkar". Ortega vill, að væntanlegar við- ræður við skæruliða og aðra stjóm- arandstæðinga fari fram í Washington og verði Bandaríkja- stjóm beinn aðili að þeim. Vill hann með því leggja áherslu á þá skoðun sína, að skæruliðamir séu aðeins handbendi Bandaríkjastjómar. Stjómin í Washington hefur hins vegar vísað þessu á bug. Skærulið- ar vilja, að viðræðumar fari fram í Managua, höfuðborg Nicaragua, en á það má Ortega ekki heyra minnst. Alfredo Cesar, einn leiðtogi skæmliða, sagði í gær í viðtali við NBC-sjónvarpsstöðina, að Ortega ætti nú aðeins tvo kosti. Væri ann- ar sá að hafna friðaráætlun .Mið-Ameríkuríkjanna en hinn að leysa upp flokk sandinista. „Hér er um að ræða lenínískan flokk, sem er byggður upp á sama hátt og aðrir slíkir. Það væri sjálfsmorð fyrir flokkinn að hrinda friðaráætl- uninni í framkvæmd," sagði Cesar. Grænland: Alþýðusamband í ótal pörtum Nuuk, frá NJ. Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins. Verkalýðshreyfingin í Græn- landi er klofin og krefst hvor fylkingin þess að vera viður- kennd sem hinn eini, rétti fulltrúi launþega. Samböndin eru því tvö og raunar það þriðja í burðar- liðnum. Til klofningsins kom á nýlegu þingi samtakanna í Julianeháb en þá beið „gamla" stjómin hvem ósig- urinn á fætur öðrum, m.a. í máli, sem snerist um að banna uppeldis- fræðingum aðild og um brottrekstur varaformannsins en hann var sak- aður um ýmsar vammir og skammir. Bankamir tveir í Grænlandi hafa lokað reikningum alþýðusambands- ins þar til ljóst er hver ræður á þeim bæ en leifamar af gömlu stjóminni hafa búið rammlega um sig í aðalstöðvunum í Nuuk og neita öðrum um aðgang. Það er þó ekki nóg með, að þessar tvær fylkingar berist á banaspjót, heldur er sú þriðja að fæðast. Standa að henni tæknimenn á útvarpinu, prentarar og ýmsir aðrir, tæknimenntaðir 65 ríki hafa tilkynnt þátttöku í Seoul 1988 Seoul, Reuter. SEXTÍU og fimm ríki hafa stað- fest þátttöku sina í Ólympíuleik- unum í Seoul á næsta ári, að því er framkvæmdanefnd leikanna skýrði frá á fimmtudag. í þessum hópi er ekkert kommúnistaríki. Þjóðir, sem eiga aðild að Al- þjóðaólympíunefndinni (IOC), hafa frest til 17. janúar næstkomandi til Númálum vií jólinl að tilkynna þátttöku í leikunum í Seoul. Hinn 17. september síðastlið- inn, þegar nákvæmlega ár var til leikanna, sendi IOC aðildarríkjum sínum, sem er 167, boð um þátttöku í Ieikunum. Meðal ríkjanna 65 eru 18 Evr- ópuríki, 15 Asíuríki, 12 frá Afríku, 15 frá Suður- og Norður-Ameríku og 5 ríki úr Eyjaálfu. Suður-Kóreumönnum var falin framkvæmd ieikanna árið 1981, en í hitteðfyrra kröfðust Norður- Kóreumenn þess að fá að halda hluta leikanna. Fyrir tilstilli IOC hafa verið haldnir Qórir fundir með Norðan- og Sunnanmönnum. Er ágreiningur um skiptingu óleystur og hafa Norðanmenn hafnað hverri málamiðlun IOC af annarri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.