Morgunblaðið - 14.11.1987, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1987
"t
Amerískur Logan snjóbíll
Nú fæst þessi ameríkani á ótrúlega hag-
stæðu verði eða kr. 1.100.000, standard
bílinn frá verksmiðju. Myndin er af bíl
Flugbjörgunarsveitarinnará Hellu. Sá
bíll er með ýmsum aukabúnaði.
Gísli Jónsson & co hf.
Sundaborg 11.Sími 686644.
VELDU
®TDK
iÞEGAR ÞÚ VILT
| HAFAALLTÁ
i HREINU
Undir merki Krists
__________Mynt_________________
Ragnar Borg
Myntfræðin hefir ( margar aldir
verið álitin afar skemmtileg vísinda-
grein. Innan hennar sameinast
fornleifafræðin og saga. Gömlu Róm-
vetjarnir söfnuðu grískri mynt en
lögðu jafnframt stund á gríska sögu
og gríska goðafræði, til að komast
til botns í gerð hinna ýmsu grísku
peninga. Nútildags fylgjast leikir sem
lærðir með framvindu mála á sviði
myntrannsókna. Hér mun ég rekja
eitt slíkt mál, sem vakið hefir mikla
athygli.
Guðfræðingar og sagnfræðingar
hafa lengi velt fyrir sér einstakri
fylgni atburða í lífi Konstantíns fyrsta
(hins mikla), keisara í Róm, og for-
spár í 19. kafla, 11—16, í Opinber-
unarbók biblíunnar. Nú hafa
myntfræðingar einnig tekið við að
rannsaka þetta. Þeir hafa skoðað silf-
urmynt Konstantíns mikla af mikilli
nákvæmni, aðra stóra silfurmynt,
slegna á 4. öld, svo og hluti úr bronsi
með áfestum eða íslegnum sigur-
merkjum.
Opinberunarbók Jóhannesar var
rituð á fyrstu öld, nærri tveim öldum
áður en atburðimir urðu í lífi Konst-
antíns mikla, og var ekki felld inn í
biblíuna fyrr en árið 397.
Sá kafli biblíunnar, sem vitnað er
til, hefst í 19. kafla, 11. „Og ég sá
himininn opinn, og sjá: hvítur hestur.
Og sá, sem á honum sat, heitir Trúr
og Sannorður, hann dæmir og berst
með réttvísi." Riddaranum er frekar
lýst í 19. kafla, 13. „Og hann er
skrýddur skikkju, blóði drifinni, og
nafn hans nefnist: Orðið Guðs. Heitin
„Trúr og Sannorður" og „Orðið Guðs“
voru kenniorð, sem notuð voru til að
auðkenna Jesú Krist, sem oss skilst
að hafi kallað þennan mann á hvítum
hesti til þjónustu við sig.
Vandinn er bara sá, og er sérlega
heillandi, að oss er ekki sagt hvem
Kristur hefir kallað til þjónustu, að-
eins vísbendingar þar að lútandi.
Svarið hlýtur að vera mikilvægt, því
hinn útvaldi verður til þess, að orð
Guðs fær að hljóma ftjálst og í friði
um heimsbyggðina í árþúsundir.
Kirlq'unnar menn hafa verið hljóðir
og hafa ekki komið fram með það,
hver þessi óþekkti riddari gæti verið,
en nýjustu rannsóknir renna stoðum
undir það, að riddarinn á hvíta hestin-
um hafi einmitt verið Konstantín
mikli.
Árið 305 var Konstantín settur
keisari yfir Gallíu, Bretland og neðri
Rínarlönd. Hann reyndist þar réttlát-
ur dómari og dugandi herforingi.
Árið 310 leystist upp þríeyki keisar-
anna í Róm og mikill glundroði ríkti
en Maxentíus varð að lokum keisari.
Um mitt ár 312 gerði Konstantín
uppreisn og geystist til Rómar með
40.000 manna liði. Á leiðinni háðu
Bronspeningur frá 318 með
mynd af Konstantín mikla. Pen-
ingurinn er sleginn til að minnast
margra sigra keisarans. Krists-
merkið er letrað á hjálminn.
þeir margar blóðugar orrustur er
þeir fóru um Ítalíu til Rómar. Það
var venja þeirra tíma, að herforinginn
var í fararbroddi fyrir hemum og
Sigurbogi Konstantíns í Róm.
j Electrolux
útlitsgallaðir kæli- og frystiskápar
með verulecum afslætti !
TR1178 Tvískiptur kælir/frystir.............12.500
TR1076 Tvískiptur kælir/frystir............10.000 uppseldir
k J
TF 966 Frystiskápar...................8- 10.000
RP 1185 Kæliskápur.......................... 7.500
RP 1348 Kæliskápur.......................... 9.400
Vörumarkaöurinn
KRINGLUNNI SÍMI 685440
Erfðamengun laxastofna:
Hræddari við inn-
flutning en blöndun
íslensku stofnanna
- segir Arni Isaksson veiðimáJastjóri
HJÁ Veiðimálastofnun er í sam-
ráði við samtök fiskeldismanna
unnið að undirbúningi reglna til
að minnka hættuna á svokallaðri
erfðamengun í laxi, að sögn Arna
ísakssonar veiðimálastjóra. Þar
er gert ráð fyrir að hafbeit sé
eingöngu stunduð með seiðum
úr viðkomandi á eða af nærliggj-
andi svæði. Þá verður bannað að
WIKA
Þrýstimælar
Allar stærðir og geröir
SíhLartl«Qjis)aap
Vesturgötu .16, sími 13280
flytja seiði á milli norður- og
suðurhluta landsins. Einnig er
gert ráð fyrir að settar verði
reglur um lágmarksfjarlægð
hafbeitarstöðva frá öðrum haf-
beitarstöðvum og veiðiám.
Ámi segist vera hræddari við
innflutning á erlendum stofnum en
þó einhver blöndun verði á íslensku
stofnunum. Flutningur á milli
svæða hér innanlands hefði lengi
tíðkast og heilu veiðiámar ræktaðar
þannig upp. Þó væri rétt að fara
varlega vegna vaxandi sjúkdóma-
hættu. Þess vegna væru sérfræð-
ingar Veiðimálastofnunar almennt
á þeirri skoðun að banna algerlega
innflutning á hrognum og dreifa
ekki þeim erlendu stofnum sem
þegar eru í landinu. Nú er norskur
lax f tveimur fískeldisstöðvum, í
sjókvíum hjá ÍSNO í Kelduhverfi
og í kerum á landi hjá íslandslaxi
hf. _við Grindavík.
Ámi sagði að menn hefðu sér-
stakar áhyggjur af útþenslu fiskeld-
is í nágrenni höfuðborgarinnar. Því
væri unnið að undirbúningi sérstaks
rannsóknarverkefnis til að fá úr því
skorið hver hættan á blöndun stofna
væri. Merktur yrði villtur fiskur f
Elliðaánum, öll seiði sem færu í
hafbeit á svæðinu og ef til vill einn-
ig í sjókvíum. Síðan yrði að fylgjast
mjög nákvæmlega með heimtum á
fiski f hafbeitarstöðvunum og öllum
veiðiám, allt frá Elliðaánum til Lax-
ár í Leirársveit.
Ámi sagði að stefnt væri að
könnun á mismun í erfðafræði laxa-
stofna hér á landi með svokölluðum
rafdrætti, það er rannsókn á eggja-
hvítuefnum á milli stofna.
\.