Morgunblaðið - 14.11.1987, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 14.11.1987, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1987 "t Amerískur Logan snjóbíll Nú fæst þessi ameríkani á ótrúlega hag- stæðu verði eða kr. 1.100.000, standard bílinn frá verksmiðju. Myndin er af bíl Flugbjörgunarsveitarinnará Hellu. Sá bíll er með ýmsum aukabúnaði. Gísli Jónsson & co hf. Sundaborg 11.Sími 686644. VELDU ®TDK iÞEGAR ÞÚ VILT | HAFAALLTÁ i HREINU Undir merki Krists __________Mynt_________________ Ragnar Borg Myntfræðin hefir ( margar aldir verið álitin afar skemmtileg vísinda- grein. Innan hennar sameinast fornleifafræðin og saga. Gömlu Róm- vetjarnir söfnuðu grískri mynt en lögðu jafnframt stund á gríska sögu og gríska goðafræði, til að komast til botns í gerð hinna ýmsu grísku peninga. Nútildags fylgjast leikir sem lærðir með framvindu mála á sviði myntrannsókna. Hér mun ég rekja eitt slíkt mál, sem vakið hefir mikla athygli. Guðfræðingar og sagnfræðingar hafa lengi velt fyrir sér einstakri fylgni atburða í lífi Konstantíns fyrsta (hins mikla), keisara í Róm, og for- spár í 19. kafla, 11—16, í Opinber- unarbók biblíunnar. Nú hafa myntfræðingar einnig tekið við að rannsaka þetta. Þeir hafa skoðað silf- urmynt Konstantíns mikla af mikilli nákvæmni, aðra stóra silfurmynt, slegna á 4. öld, svo og hluti úr bronsi með áfestum eða íslegnum sigur- merkjum. Opinberunarbók Jóhannesar var rituð á fyrstu öld, nærri tveim öldum áður en atburðimir urðu í lífi Konst- antíns mikla, og var ekki felld inn í biblíuna fyrr en árið 397. Sá kafli biblíunnar, sem vitnað er til, hefst í 19. kafla, 11. „Og ég sá himininn opinn, og sjá: hvítur hestur. Og sá, sem á honum sat, heitir Trúr og Sannorður, hann dæmir og berst með réttvísi." Riddaranum er frekar lýst í 19. kafla, 13. „Og hann er skrýddur skikkju, blóði drifinni, og nafn hans nefnist: Orðið Guðs. Heitin „Trúr og Sannorður" og „Orðið Guðs“ voru kenniorð, sem notuð voru til að auðkenna Jesú Krist, sem oss skilst að hafi kallað þennan mann á hvítum hesti til þjónustu við sig. Vandinn er bara sá, og er sérlega heillandi, að oss er ekki sagt hvem Kristur hefir kallað til þjónustu, að- eins vísbendingar þar að lútandi. Svarið hlýtur að vera mikilvægt, því hinn útvaldi verður til þess, að orð Guðs fær að hljóma ftjálst og í friði um heimsbyggðina í árþúsundir. Kirlq'unnar menn hafa verið hljóðir og hafa ekki komið fram með það, hver þessi óþekkti riddari gæti verið, en nýjustu rannsóknir renna stoðum undir það, að riddarinn á hvíta hestin- um hafi einmitt verið Konstantín mikli. Árið 305 var Konstantín settur keisari yfir Gallíu, Bretland og neðri Rínarlönd. Hann reyndist þar réttlát- ur dómari og dugandi herforingi. Árið 310 leystist upp þríeyki keisar- anna í Róm og mikill glundroði ríkti en Maxentíus varð að lokum keisari. Um mitt ár 312 gerði Konstantín uppreisn og geystist til Rómar með 40.000 manna liði. Á leiðinni háðu Bronspeningur frá 318 með mynd af Konstantín mikla. Pen- ingurinn er sleginn til að minnast margra sigra keisarans. Krists- merkið er letrað á hjálminn. þeir margar blóðugar orrustur er þeir fóru um Ítalíu til Rómar. Það var venja þeirra tíma, að herforinginn var í fararbroddi fyrir hemum og Sigurbogi Konstantíns í Róm. j Electrolux útlitsgallaðir kæli- og frystiskápar með verulecum afslætti ! TR1178 Tvískiptur kælir/frystir.............12.500 TR1076 Tvískiptur kælir/frystir............10.000 uppseldir k J TF 966 Frystiskápar...................8- 10.000 RP 1185 Kæliskápur.......................... 7.500 RP 1348 Kæliskápur.......................... 9.400 Vörumarkaöurinn KRINGLUNNI SÍMI 685440 Erfðamengun laxastofna: Hræddari við inn- flutning en blöndun íslensku stofnanna - segir Arni Isaksson veiðimáJastjóri HJÁ Veiðimálastofnun er í sam- ráði við samtök fiskeldismanna unnið að undirbúningi reglna til að minnka hættuna á svokallaðri erfðamengun í laxi, að sögn Arna ísakssonar veiðimálastjóra. Þar er gert ráð fyrir að hafbeit sé eingöngu stunduð með seiðum úr viðkomandi á eða af nærliggj- andi svæði. Þá verður bannað að WIKA Þrýstimælar Allar stærðir og geröir SíhLartl«Qjis)aap Vesturgötu .16, sími 13280 flytja seiði á milli norður- og suðurhluta landsins. Einnig er gert ráð fyrir að settar verði reglur um lágmarksfjarlægð hafbeitarstöðva frá öðrum haf- beitarstöðvum og veiðiám. Ámi segist vera hræddari við innflutning á erlendum stofnum en þó einhver blöndun verði á íslensku stofnunum. Flutningur á milli svæða hér innanlands hefði lengi tíðkast og heilu veiðiámar ræktaðar þannig upp. Þó væri rétt að fara varlega vegna vaxandi sjúkdóma- hættu. Þess vegna væru sérfræð- ingar Veiðimálastofnunar almennt á þeirri skoðun að banna algerlega innflutning á hrognum og dreifa ekki þeim erlendu stofnum sem þegar eru í landinu. Nú er norskur lax f tveimur fískeldisstöðvum, í sjókvíum hjá ÍSNO í Kelduhverfi og í kerum á landi hjá íslandslaxi hf. _við Grindavík. Ámi sagði að menn hefðu sér- stakar áhyggjur af útþenslu fiskeld- is í nágrenni höfuðborgarinnar. Því væri unnið að undirbúningi sérstaks rannsóknarverkefnis til að fá úr því skorið hver hættan á blöndun stofna væri. Merktur yrði villtur fiskur f Elliðaánum, öll seiði sem færu í hafbeit á svæðinu og ef til vill einn- ig í sjókvíum. Síðan yrði að fylgjast mjög nákvæmlega með heimtum á fiski f hafbeitarstöðvunum og öllum veiðiám, allt frá Elliðaánum til Lax- ár í Leirársveit. Ámi sagði að stefnt væri að könnun á mismun í erfðafræði laxa- stofna hér á landi með svokölluðum rafdrætti, það er rannsókn á eggja- hvítuefnum á milli stofna. \.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.