Morgunblaðið - 14.11.1987, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 14.11.1987, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1987 15 AUGLYSING g________________Handprjónasambandið 10 ára: Hlýju gjafirnar, handprjónaðar úr íslenska lopanum! A myndinni eru þœr Bryndfs Eiríksdóttir og Annelene Gunn- arsson í verslun Handprjónasam- bandslns. Viðskiptavinir verslunar Handprjónasambands ís- lands á Skólavörðustíg 19 eru fjarriþviað vera er- lendir ferðamenn ein- gögnu. Sannleikurinn er sá, að íslendingareru langstærsti hluti við- skiptavinanna, ogþeir koma tilað kaupa handa sjálfum séreða tilgjafa. íslendingar kunna nefnilega að meta íslenska lopann, svo einstakur sem hann er til fatagerðar. Og íslendingar vilja kaupa sér „gömlu góðu lopapeysuna" í sauðalitun- um, ekki „erlendu" litina, sagði okkur hún Bryndís í Handprjónasambandinu. Um þessar mundir er Hand- prjónasambandiö 10 ára gamalt. Sambandið er eins og nafnið bendir til, félag handprjónafólks um land allt. Raunar er það merkilegt á þessum tímum Hong Kong-klæðaburðar fólks á Vesturlöndum, að til skuli vera svo vegleg verslun í hjarta Reykjavikur þar sem megnið af vörunni er han- dunnið af mikilli alúð og eljusemi. Þetta ber þeim konum, sem lagt hafa hönd á flíkurnar, fagurt vitni. í versluninni á Skólavörðu- stíg 19 er að finna mikið úrval af vinnu félagsmanna, lopapeysum, húfum, vettl- ingum, sokkum, sjölum og hyrnum, svo eitthvað sé nefnt. Þar er einnig boðiö upp á fjölbreytt úrval af vél- prjónuðum peysum frá innlendum framleiðendum, smærri mokkavörum og lopa. Félagið rekur einnig heildsölu með handprjónað- ar ullarvörur og flytur tölu- vert út. Þá er einnig póstsent innanlands og til útlanda. Margireru ijólagjafahugleiö- ingum um þessar mundir, ekki síst þeir, sem ætla að senda vinum og kunningjum erlendis glaðning. I verslun Handprjónasambandsins er úrval af skemmtilegum og alíslenskum varningi. Margt af því er mjög sér- stakt og persónulegt og því einkar skemmtilegt til gjafa. Félagar í Handprjónasam- bandinu taka einnig að sér að prjóna sérstaklega fyrir viðskiptavini, allt eftir því hvers þeir óska. Margir hafa komið með skemmtilegar hugmyndir til úrlausnar og ekki farið troðnar slóðir og beðið um hina hefðbundnu íslensku lopapeysu. Það er upplagt að líta inn hjá konunum í Handprjóna- sambandinu, - sérstaklega ef verið er að leita að „hlýrri gjöf“. Mun kannski ekki af veita, því í hönd fer kaldasti árstíminn hér á landi, sem og í Evrópu og Ameríku. Hvar finnur þú Einhver besta jólagjöfin til vina og vandamanna erlendis: ÍSLENSKUR MA TARPAKKI FRÁ KJÖTBÚRIPÉTURS Sendi frá sér 2.400 pakka til útlanda fyrir jólin í fyrra Pótur í Kjötbúrinu á Laugavegi 2, - íslenski maturinn er vinaœll er- lendls. „ Við höfum fengið ótal kveðjur, bréfleiðis og símleiðis, fyrír matarpakk- ana, sem við höfum sent víða um heim, m.a. til Kína, Kenýa, Thailands og víðar, “ sagði Pétur kaup- maður í Kjötbúri Péturs, þegar við hittum hann að máli að loknum önnum dagsins. I litlu búðinni í kjallaranum á Laugavegi 2, þarsem áðurhét Tóm- as, hefur verið matvöru- verslun í 85 ár. Verslunin er minnsti „ stórmarkað- ur“ borgarinnar og ómissandi punktur í til- veru Gamla miðbæjarins; núna almenn kjörbúð, sem leggur áherslu á gott úrval afvillibráð. Auk þess að þjóna vegfar- endum og nágrönnum sér Kjötbúr Péturs um að ganga frá matarpökkum til íslend- inga erlendis — og til útlend- inga, sem kunna að meta íslenskar afuröir, og þeir eru ófáir. Þessi þjónusta er í gangi allt árið en þó lang- mest vikurnar fyrir jól. Viöskiptavinir, sem vilja senda matargjöf til útlanda, kaupa vöruna hjá Pétri og afgreiðslufólkiö annast um framhaldið og sparar með þvi mikil hlaup. Gengið er frá pakkanum á tryggilegan hátt, vottorðs aflað hjá yfir- dýralæknisembættinu, og gengið frá tollskýrslu og fylgibréfi. Loks er farið með pakkann á póststofuna, en hún sendir hann með næstu flugvél áleiðis til móttak- anda. Mikilvægt er að koma með heimilisfang móttak- anda, skýrt og greinilega skrifað eða vélritað, og heim- ilisfangið þarf að vera sem allra nákvæmast. Þannig kemst pakkinn snurðulaust á áfangastað. Fyrir þessa þjónustu Péturs og hans fólks borga menn aöeins 200 krónur, sem er ódýrt. Valið í pakkana er mjög ein- staklingsbundið, þar ræður smekkur viðtakandans. Það er ekki ráðlegt aö senda ýmsa matvöru í pósti, t.d. ekki nýtt eða frosiö kjöt né heldur fisk. Skyr getur orkað tvímælis. Hinsvegar velja menn i pakkana ótrúlegustu matvæli, innlend og jafnvel innflutt. íslendingar erlendis sækjast mjög eftir hangikjöt- inu, en það er frá Reykhúsi S(S, verkað eftir gömlu og viðurkenndu aðferðinni og rýrnar ekki við suðu. Þá er London lamb vinsælt til sendinga, jafnvel pylsupakki frá SS, harðfiskur, reyktur lax eða reyktur sjóbirtingur. Margir senda ORA-svið í dósum og þá rófustöppu í dós með. Þá eru fiskibollurn- ar í dósum eftirsóttar, kavíar í glerkrukkum, jafnvel súr hvalur. Og það merkilega: Margir vilja láta senda sér Cocoa Puffs eða Cheerios; sakna þess að heiman. Enn aðrir vilja fá Opal eða Tópas með matarpakkanum! Matarpakkarnir hjá Kjötbúri Péturs stoppa aldrei. Þegar leyfi dýralæknis er fengið, er pakkað vandlega, gengið frá skjölum, og haldið beint á pósthús. Hver pakki er sérstaklega tekinn fyrir og afgreiðslan fer fram að kaup- anda viðstöddum. „Við fáum mikið hrós fyrir þessa þjónustu, ekki sist er- lendis frá. Það er greinilegt að þetta er einhver besta gjöf sem (slendingar á er- lendri grund geta óskaö sér. Ég legg áherslu á að menn skili skýrum og greinilegum utanáskriftum, og að fólk komi tímanlega. Senn fer í hönd mikill annatími pósts- ins víða um heim og þá er hraði afhendingarinnar ekki sá sami og þegar minna er að gera,“ sagði Pétur að lok- um. 800 verslanir og þjónustufyrirtæki sem öll eru tilbúin að þjóna þér sem best? ALLIR í BÆSNN ALLA DAGA í miðbænum VEKJUM ATHYGLIÁ AÐÁ LAUGARDÖGUM ERU NÓG BÍLASTÆÐI í MIÐBÆNUM.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.