Morgunblaðið - 14.11.1987, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 14.11.1987, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1987 i Blágresi — þijú afbrigði íslenska blágresisins. (Mynd Ó.B.G.) BLAGRESI (Geranium silvaticum) „Hlíðin mín fríða, hjalla meður græna, blágresið blíða, beijalautu væna, á þér ástaraugu ungur réð ég festa, blómmóðir besta." Svo kvað Jón Thoroddsen um Barmahlíðina sína blómfögru, og mörg er fögur hlíðin á landi voru og „blómmæður" góðar, þó á síðustu áratugum hafi ofnýting lands rúið margar þeirra skærasta skrauti sínu:; blómjurtunum. „Fögur er hlíðin" sagði forðum Gunnar á Hlíðarenda, sneri aftur í Fljótshlíðina og fór hvergi. Hún hefur líklega fóstrað fleiri blóm- jurtir þá en nú er orðið. Menn sem komnir eru yfir miðjan aldur muna Hlíðina blómum klædda svo sem enn má sjá á þeim friðuðu blettum, sem þar er að fínna t.d. í minningarreit Þorsteins Erlings- sonar við Hlíðarendakot, í landi Soffíu Túbals austan Merkjaár ogí brekkunni fyrir ofan stöð Skóg- ræktarfélagsins við Múlakot. Þama vex hnéhátt blómstóð: blá- gresi, mjaðurt og ijalldalafífíll ásamt hvönninni, sem hátignarleg gnæfir yfír þessa nágranna sína, ekki alveg laus við stærilæti! En einmitt þessar og fleiri blómjurtir eru það góðgæti sem búpeningur byijar að gæða sér á, þetta eru konfektmolamir í gróðurkökunni! Sú jurt sem einna mestan svip setur á þetta blómlendi er Blá- gresið, sem algengt má telja um allt land og hvert mannsbam þekkir. Færri munu þó vita að af blágresinu má fínna að minnsta kosti fjórar útgáfur hér á landi: hina venjulegu algengu aðalteg- BLOM VIKUNNAR 76 Umsjón: Ágústa Bjömsdóttir und með allstómm blárauðum blómum, þá afbrigði með minni blómum, rósrauðum, síðan af- brigði með snjóhvítum blómum og loks afbrigði með ljósbleikum blómum og dekkri æðum í krónu- blöðum. í Flóm íslands em nefnd 3 tilbrigði (forma) þ.e.a.s. F. rosiflorum (með rósrauð blóm) f. albiflorum (með hvít blóm) og Ioks f. parviflorum (með smá blóm). Hið síðastnefnda hefí ég ekki séð en það kynni þá að vera fímmta útgáfan. Ef meðfylgjandi mynd prentast vel má greinilega sjá mismuninn á þessum þrem afbrigðum. Ég nefni þetta viljandi afbrigði (varietas) en ekki tilbrigði því ég er ekki sáttur við þá skilgrein- ingu. Tilbrigði (forma) er, samkvæmt skilgreiningu þess hugtaks, tilkomið vegna ytri kjara og einkenni þeirra hverfa fljótt þegar kjömm þeirra er breytt. Þetta á ekki við um þessi þijú afbrigði. Ég hef haft þau ámm saman í garði mínum og á þeim sést engin breyting þó telja megi víst að vaxtarskilyrði og jarðvegur sé ólíkur og á uppmnalegu vaxt- arstöðum þeirra. Ljósbleika af- brigðið fann ég í fjallinu ofan við Laugarvatn, þar sem nokkrir slíkir einstaklingar uxu á víð og dreif. Þetta afbrigði mun vera sjaldgæfast og hefí ég ekki séð það annars staðar en þama, en það hefur þá staðið sig ágætavel hér í garði mínum. Hvíta afbrigð- ið vex hér og hvar um landið t.d. í Þórsmörk og all víða á Hom- ströndum. Rósrauða afbrigðið vex víða innanum hina venjulegu aðal- tegund. eins og nafnið G. sylvaticum (eða silvaticum) bendir til er blá- gresið skógaijurt (silva = skógur) enda vex það hér gjaman í bland við birkikjarrið okkar. Blágresið er algengt um alla Evrópu, vest- anverða Asíu og Síberíu. Fyrmrn var blágresið notað til litunar, og fékkst af því svartur litur. Þetta kemur fram í fær- eyska nafninu en þar heitir það sortugras. Olafur B. Guðmundsson Hudson SAMKVÆMISSOKKABUXUR í ÚRVALI. FAST I VERSLUNUM UM LAND ALLT. Heildsölubirgðir: DAVIÐ SJONSSON & CO.H.F. SÍMI 24333 mmæ*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.