Morgunblaðið - 14.11.1987, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 14.11.1987, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1987 Viðtalstími borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins verða til við- tals í Valhöll, Háaleitisbraut 1, á laugardögum frá kl. 10-12. Er þar tekið á móti hvers kyns fyrirspurn- um og ábendingum og er öllum borgarbúum boðið að notfæra sér viðtalstíma þessa. Laugardaginn 14. nóvember verða til viðtals Anna K. Jónsdóttir, formaður stjórnar Dagvistar barna og í stjórn heilbrigðisráðs veitustofnana og Sólveig Pétursdóttir, formaður Barnaverndarnefndar Reykjavíkur og í stjórn félagsmálaráðs. EITTHVAÐ FYRIR ÞIG ^ SPEGLAFLÍSAR Láttu ímyndunaraflið hlaupa með þig í gönur. Það er leikur einn með spegla- flísunum okkar. % HILLUBERAR Þú getur notað rörhillu- berana á ótrúlegustu stöð- um. Þeir notast sem hillur, bekkir og borð. RR BYGGINGAVÖKUR HF Suðurlandsbraut 4, Sími 33331 • • • • • • • • Ennsegirfrá HAFNIU 87 Frímerki Jón Aðalsteinn Jónsson Þar var frá horfið í síðasta þætti, að sagt var frá þeim verðlaunum, sem íslenzku safnaramir hlutu á HAFNIU 87 í Kaupmannahöfn. En eins og þar sagði, er við ramman reip að draga, þar sem útlendir ís- landssafnarar eiga í hlut. Er nú rétt að víkja nokkrum orðum að söfnum þeirra og þeim verðlaunum, sem þau fengu. Fyrst verður þá fyrir safn Banda- ríkjamannsins Gene Scott af skild- inga- og aurafrímerkjum. Þetta er víðkunnugt safn, og í því eru geysi- skemmtilegir og kolfágætir hiutir og ekki sízt bréf. Þar eru m.a. þijú honum tekizt að ná saman miklum íjölda fallegra bréfa frá þessu tíma- bili. I safni hans eru tvö skildinga- bréf, m.a. hið eina, sem þekkt er utan skjalasafna, með þjónustufrí- merki á. Hins vegar eru frímerki þessara bréfa bæði gölluð, og það dregur þau auðvitað niður við verð- launaveitingu. Aftur á móti hefur Tysland náð í mjög skemmtileg og fágæt aurabréf, og þar er styrkur þessa safns mestur. Því voru einnig dæmd stór gullverðlaun. Framsetn- ing safnsins var mjög góð, og það er örugglega vel að þessum verð- launum komið. Þriðja safnið í röðinni, sem hlaut gull, var safn Bandaríkjamannsins Roger A. Swansons, en það nær einnig yfir sama tímabil og fyrr- nefnd söfn. í þessu safni eru margir Frá frímerkjasýningunni HAFNIU 87. skildingabréf, sem eru einstæð. Eitt þeirra er skipsbréf til Englands með 2 + 8 sk. og hið eina, sem varð- veitzt hefur af íslenzkum skildinga- bréfum til Englands, að því er bezt er vitað. Annað bréf er svo til Kanada með 2+4 + 16 sk. Myndir af þessum bréfum eru í bókinni íslenzk frímerki í hundrað ár. í þessu safni er einnig eina bréfið, sem þekkt er frá tíma dönsku frímerkjanna hér á landi og með stimplinum 236. Þetta safn skar sig þannig frá öðrum íslandssöfnum. Auk þess eru svo í safninu fjölmörg sjaldséð aurabréf. Raunar eru þar einnig nokkur bréf, sem telja verður vafasöm og jafnvel hreinan tilbún- ing. En slíkir hlutir sjást því miður í mörgum söfnum, enda getur stundum verið erfítt og þá ekki sízt fyrir erlenda safnara að varast þess konar efni. En hvað sem um það má segja, er ljóst, að Scott hefur hvorki sparað fé né fyrirhöfn til þess að ná í svo góða hluti, að safn hans hlýtur að eiga skilið hin hæstu verðlaun. Mér þykir hins vegar frá- gangur og uppsetning safnsins í engu samræmi við þann góða efni- við, sem í því er. Ljóst er, að dómnefndin hefur horft fram hjá þvf atriði og metið meira gæði safnsins og fágæti hlutanna, því að safnið fékk stórt gull og að auki heiðursverðlaun. Á ég ekki von á öðru en þeir, sem hér þekkja vel til, séu vel sáttir við þau úrslit. Næsta safn að verðlaunastigum var safn Norðmannsins Haralds Tysland, en þess hefur verið getið áður hér í þætti, þar sem það var hér á sýningu í vor er leið. Harald er óþreytandi við að auka og bæta safnið, en hér sýndi hann ísland frá upphafi og til ársins 1903. Hefur skemmtilegir hlutir og sumir sjald- gæfir. M.a. eru þar í tvö skildinga- bréf og eins áhugaverð aurabréf. Ljóst er hins vegar, að bæði Scott og Tysland eiga fleiri bréf en Swan- son. Hins vegar finnst mér sjálfum safn Swansons betur sett upp en bæði fyrrgreindu söfnin og snyrti- legri frágangur á öllu saman. Þá eru í safni Swansons góð eintök af frímerkjum og stimplum. En hér er margt annað þyngra á metunum, þegar til dóms kemur. Danski læknirinn Ebbe Eldrup átti safn póstsögulegra hluta og frímerkja frá 1847—1903. Þetta safn er orðið mjög gott og í því mörg falleg og fágæt aurabréf, m.a. ábyrgðarbréf innan lands. Segja mér fróðir menn, að ekki sé vitað um annað slíkt. Þá er þetta safn mjög snyrtilega sett upp og greining prentana nákvæm. Safnið hlaut stórt gyllt silfur og var örugg- lega vel að því komið. Annað safn fékk einnig stórt gyllt silfur. Var það safn gamals kunningja okkar hér heima, Svíans Ingvars. Anderssons í Gautaborg. Þetta er safn íslenzkra póststimpla fyrir 1893. Hér er því keppinautur við safn Hjalta Jóhannessonar. Ingvar hefur dregið saman drjúgt efni og náð miklu af skildinga- merkjum með stimplum víða að. Hins vegar er ekkert skildingabréf í safni hans, og eins vantar mörg aurabréf. Þá eru gæði margra merkja ekki góð. Engu að síður er þetta safn til muna betra en safn Hjalta. Ingvar fékk fyrir þetta safn stórt gyllt silfur á STOCKHOLMIU 86, og hélt hann því verðlaunastigi á HAFNIU 87. Annar Svíi átti þama gott safn aurafrímerkja frá 1876—1904. Va,r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.