Morgunblaðið - 14.11.1987, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 14.11.1987, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1987 21 WJJlKQij Landsleikur á hverjum laugardegi. Upplýsingasími: 685111 Launakostnaður tónlistarskóla Hjörtur Þórarinsson Verkaskipting- ríkis og sveitarfélaga eftirHjört Þórarinsson Fyrirhuguð er breyting með sam- rekstrarverkefni ríkis og sveitarfé- laga. Breytingin er fólgin í því að fækka þessum samrekstrarverkefn- um og færa þau annað hvort alfarið til ríkis eða sveitarfélaga. Jafnframt verður þessi breyting þá metin, hver útgjaldaaukning er eða verður hjá þeim aðilanum sem yfirtekur verkefnið. í það heila tekið eru sveitarstjómir hlynntar þessum til- lögum og finnst skynsamlegt að aðgreina eftir föngum verkefnin. Samt hafa sveitarstjómir sterkan fyrirvara sérstaklega á tveim þátt- um þesssara fyrirhuguðu breytinga. Annað er að ljúka verður samnings- bundnum og/eða óloknum verkefn- um og hitt er að tekjutrygging sveitarfélaga verður að vera ótví- ræð og undanbragðalaus af ríkisins hálfu. Það ber að viðurkenna að sveitar- stjómir hafa enn eigi gefið sér tíma til að fara nánar ofan í, hvaða verk- efni hafa verið dregin í dilka og hveijar em fjárhagslegar og stjóm- arfarslegar afleiðingar. Um þetta hefur undirritaður engar beinar saþykktir séð, enda þótt verka- skiptanefndin, Samband íslenskra sveitarfélaga o.fl. hafi eindregið leitað eftir afstöðu sveitarstjóma til þessara tillagna. Hér og nú þykir mér ástæða til að kveða upp úr með eitt af þeim verkefnum sem em í tillögum verkaskiptanefndarinnar. Þar er lagt til að launakostnaður tónlistar- skólanna falli alfarið í hlut sveitar- félaganna. Þetta tel ég rangt. Ég þekki allvel til þessara skóla. Hefi annast um vöxt þeirra og viðgang yfir 3 áratugi, verið annt um þá og veit um tengsl þeirra við hið almenna skólakerfi. Tónlistarskól- amir eiga að tilheyra ríkis„pakkan- um“ hvað launakostnað snertir, en ekki sveitarfélögunum, ef breyta skal núverandi skiptingu launa- kostnaðar. Ástæður fyrir þessu em ekki fyrst og fremst fjárhagslegar. Reikningar má alltaf jafna. Það má auðveldlega færa tölur yfir jöfnuna" og breyta formerkjum. Ástæðumar em miklu fremur stjómarfarslegt samræmi í kjara- málum kennara, fagleg námsstjóm, raunhæft og samræmt námsmat og tengsl við gmnn- og framhalds- menntun. Þetta hlutverk hefur verið á vegum menntamálaráðuneytis. Þótt sveitarfélög fái þetta launa- framlag tvöfalt, en ómarkað sem telq'ustofn, þá hljóta þau að meta það hveiju sinni í hvaða áhersluröð verkefni fara. Þar geta komið fram sveiflur milli ára, en sérstaklega er hætt við þessum áherslusveiflum á 4 ára fresti. Þessar sveiflur geta jafnvel komið fram hjá ijölmennum og vel stæðum sveitarfélögum eins og hinum fámennari, þótt hættan sé þar miklu meiri. Tilvemréttur skólanna verður háður velvild og áhuga miklu meir en áður var. „Tónlistarskólarnir eiga að tilheyra ríkis,,- pakkanum“ hvað launakostnað snertir, en ekki s veitarfélögun um, ef breyta skal núverandi skiptingu launakostnaðar.“ Með því að ríkið taki að sér launa- kostnaðinn þá fyrst er komið fullt samræmi við þá tillögu að ríkið verði með launakostnað í gmnn- skólunum en heimaaðilar annan rekstur, eins og nú er og hefur ávallt verið með rekstur tónlistar- skólanna. Það er mikill og almennur áhugi meðal þjóðarinnar á tónlistar- menntuninni. Vöxtur og viðgangur skólanna staðfestir þá fullyrðingu. Það er eindregin áskomn mín bæði til ráðgjafa og ráðamanna að kynna sér rök í málinu og taka þá ákvörð- un, er verði málinu til heilla. Meningarmál em þjónusta en ekki verslunarvara. Höfundur er rekstrarstjórí Tón- listarskóla Amessýslu. Endurskoðun fiskveiði- stefnunnar meðal helstu mála á Fiskíþingi FISKIÞING verður sett af Þor- steini Gíslasyni fiskimálastjóra mánudaginn 16. nóvember nk. klukkan 14 í Höfn, húsi Fiskifé- lagsins við Ingólfsstræti. Þá mun Halldór Ásgrímsson sjávarút- vegsráðherra ávarpa þingið og Þórður Friðjónsson forstjóri Þjóðhagsstofnunar, Jón Ólafsson haffræðingur og dr. Grímur Valdimarsson forstjóri Rann- sóknastofnunar fiskiðnaðarins flylja erindi. Helstu málaflokkar þingsins verða: Endurskoðun fiskveiðistefn- unnar og stjórn fiskveiða, frjáls verðlagning á sjávarafla, endumýj- un fiskiskipa, afkoma veiða og vinnslu, fræðslumál sjávarútvegsins og undanþáguvandinn, markaðs- mál, vinnuaflsskortur í fiskvinnsl- unni, öryggismál, rækjuveiðar og vinnsla, fastgengisstefnan og- gámaútflutningur. Þijátíu og sjö fulltrúar eiga rétt til setu á þinginu. Auk þess hafa fulltrúar Landssambánds smábáta- eigenda og Félags rækju- og hörpudisksframleiðenda málfrelsi á þinginu sem lýkur föstudaginn 20. nóvember, segir í fréttatilkynningu frá stjóm Fiskifélags íslands. Metsölublað ú hverjum degi! 'i Viö færum ykkur góðar fréttir! Nú hefur Sjónvarpiö aukið framboð sitt á íþróttaefni, með nýjum íþróttaþætti á fimmtudögum kl. 19-19.30. í nýja þættinum verða teknar fyrir þær greinar sem litt hefur borið á í öðrum íþróttaþáttum. Sjónvarpið kemur hér því enn frekar til móts við þá fjölmörgu sem áhuga hafa á íþróttum. Laugardaginn 21. nóvember hefjast svo beinar útsendingar frá ensku knattspyrnunni. Þær verða alla laugardaga kl. 14.55. Á næsta ári eru góðir tímar framundan því þá verða beinar útsendingar frá Olympíuleikunum í Seoul. SJONVARPIÐ -Pinn miðill, eign okkaraiira
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.