Morgunblaðið - 14.11.1987, Blaðsíða 62
62
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1987
KNATTSPYRNA
Guðmundur Magnússon.
Gudmundur
Magnússon
til SeHoss
GUÐMUNDUR Magnússori, sem
var í herbúðum KR undanfarin ár,
hefur tilkynnt félagaskipti í 2. deild-
arlið Selfyssinga og mun leika með
liðinu næsta sumar.
Guðmundur lék þijá fyrstu leik-
ina með KR-ingum í sumar
en meiddist síðan illa og var ekkert
- y með fyrr en í síðasta leiknum. Hann
hefur áður leikið með liðum Fylkis,
Breiðabliki og ísfirðingum.
Þá má geta þess að Wilhelm Fred-
riksen, sem á sínum tíma lék með
KR, Völsungi, Þrótti og síðasta
keppnistímabil í Svíþjóð verður
einnig með Selfyssingum næsta
sumar.
Sverrir
’ áfram með
Gróttu
Sverrir Herbertsson hefur verið
endurráðinn sem þjálfari
Gróttu fyrir næsta keppnistímabil.
Sverrir þjálfaði og lék með liðinu í
4. deild á síðasta keppnistímabili
og kom liðinu upp í 3. deild.
Sverrir reiknar ekki með að leika
með liðinu heldur einbeita sér alfar-
ið þjálfuninni. Mikill hugur er í
Gróttumönnum og ætla þeir sér að
halda sæti sínu í deildinni.
Aðalfundur
Aðalfundur Körfuknattleiks-
deildar Hauka verður haldinn
í dag, kl. 14,í Gistiheimilinu Berg
í Hafnarfirði.
HANDKNATTLEIKUR
HSÍ veitir leikmönnum fjár-
hagsaðstoð til að koma heim
eir leikmenn sem fluttust frá
erlendum liðum heim til ís-
lands fyrir þetta keppnistímabil
fengu ijárstuðning frá HSÍ til
þess ama. Atli Hilmarsson kom
frá Vestur-Þýskalandi, og Sigurð-
ur Gunnarsson og Einar Þorvarð-
arson frá Spáni.
Jón Hjaltalín Magnússon, formað-
ur HSÍ, staðfesti í samtali við
Morgunblaðið í gær að sambandið
hefði styrkt leikmennina fjár-
hagslega við að flytja búslóðir
sínar heim og einnig hvað ferða-
kostnað Ijölskyldna þeirra varðaði
en vildi ekki staðfesta upphæðir
í þessu sambandi. „Ég sé ekkert
athugavert við það sem við gerð-
um. Þetta er liður í markaðssetn-
ingu okkar á handknattleiknum á
íslandi. Ég get heldur ekki fallist
á að við séum að stjrrkja ákveðin
lið. Þetta var algjörlega án allra
skuldbindinga af okkar hálfu, og
eins og allir vita fóru leikmennim-
ir allir í sitt hvort liðið," sagði
Jón, en óánægjuraddir hafa heyrst
vegna þessarar ákvörðunar
stjómar HSÍ — og hafa þeir sem
Morgunblaðið ræddi við nefnt að
ekki sé rétt að gera þetta af
prinsippástæðum.
Jón tók fram að öllum þeim lands-
liðsmönnum sem leika erlendis
hefði verið boðin aðstoð í þessu
formi hefðu þeir viljað koma heim,
en ekkert orðið úr því að fleiri
kæmu núna. „En næsta sumar
stefnum við að því að fá Sigurð
Sveinsson, Pál Ólafsson og Alfreð
Gíslason heim. Kristján Arason
er í námi og kemur ekki, en hina
munum við aðstoða á sama hátt
ef þeir koma heim næsta sumar.
Þetta er gífurlegur spamaður fyr-
ir okkur vegna ferðakostnaðar við
að fá þá oft heim í æfíngabúðir.
Ef þeir em hér heima geta þeir
einbeitt sér betur að undirbúningi
fyrir ólympíuleikana í Seoul. Þar
stefnum við á að ná toppárangri,"
sagði Jón Hjaltalín.
KÖRFUKNATTLEIKUR / NBA BANDARÍKIN
Pétur lék
vel gegn
Seattle
- þegar San Antonio
vannsigur, 123:118
„Við náðum að sýna mjög góðan leik gegn
Seattle og unnum öruggan sigur, 123:118,“
sagði Pétur Guðmundsson, eftir að San An-
tonio Spurs hafði lagt Seattle að velli í
NBA-deildinni á fimmtudagskvöldið.
Pétur átti góðan leik. hann lék
inn á í 23 mín. og skoraði 15
stig, hirti sjö fráköst og „blokker-
aði“ Ijögur skot. Pétur skoraði níu
stig í fyrsta hluta leiksins. „Við
náðum fljótlega tíu stiga forskoti
sem við héldum út leikinn," sagði
Pétur.
Johnny Dawkins skoraði 28 stig og
hinn bakvörðurinn Alvin Roberts-
son skoraði 27 stig. Bestir hjá
Seattle vom skyttumar McDaniel,
Ellis og nýliðinn Derrick McKey,
sem talinn er einn besti leikmaður-
inn í NBA.
Þess má geta að Dawkins skoraði
þriggja stiga körfu með skoti frá
miðjum vellinum á lokasek. fyrri
hálfleiksins.
Pétur Pótursson sést hér senda kttinn í körfuna.
ISLENSK GETSPA
KNATTSPYRNA / V-ÞÝSKALAND
HSÍ yill að fulHiúar
ÍSÍ segiaf sér
STJÓRN Handknattleikssam-
bands íslands samþykkti á
síðasta fundi sínum að beina
þeim tilmælum til stjórnar
Iþróttasambands íslands, að
fulltrúar ÍSÍ í stjórn íslenskrar
Getspár segðu af sér. Ástæð-
an er sú að greiddar voru út
sex milljónir aukalega vegna
mistaka við drátt á dögunum.
Við teljum að þetta hafí
komið illa niður á íþrótta-
hreyfíngunni. Við dæmum ekki
um hvort það hafí verið rétt eða
rangt að greiða út þessa auka
Qárhæð en það er mjög alvarlegt
að þetta skildi gerast á þessum
tíma. ÍSÍ fór fram á það við sérs-
amböndin að þau létu í sér heyra
vegna fyrirhugaðs niðurskurðar
ríkisstjómarinnar á framlögum til
íþróttahreyfíngarinnar, en svo er
greidd út upphæð sem er svipuð
framlagi ríkisins til Ólympíu-
nefndar á næsta ári,“ sagði Jón
Hjaltalín Magnússon, formaður
HSÍ, í samtali við Morgunblaðið
í gær.
Aðaifundur íslenskrar Getspár
verður haldinn 18. þessa mánaðar
og nú þegar hefur verið ákveðið
í stóm ISI að fulltrúar sambands-
ins í stóm fyrirtækisins sitji þar
áfram næsta kjörtímabil. Þeir em
Þórður Þorkelsson og Alfreð Þor-
steinsson.
240 þúsund boðin
í peysu Udo Lattek
Peysan hans Udo Lattek, ráð-
gjafa Kölnarliðsins, hefur verið
þvegin. Hún er nú til sölu á upp-
boði. Lattek keypti ljósbláu peysuna
sína, sem hann lét
Frá ekki þvo á meðan
Jóhannilnga Köln var á sigur-
Gunnarssynii brautj á kr 154
V-Þyskalandi H6tel það gem leik.
menn Kölnar gistu á í Bremen
þegar félagið tapaði um sl. helgi,
hefur boðið kr. 240 þúsund í peys-
una. Peningamir sem fást fyrir
peysuna eiga að renna til aðstoðar
bömnum sem eru með krabbamein.
Þess má geta að sonur Lattek dó
úr krabbameini fyrir nokkrum
ámm.
Toni Schumacher, markvörður
Schalke, mun leika gegn sínum
gömlu félögum í Köln á morgun.
Toni hefur sagt að hann vilji gefa
kr. 2.4 milljónir fyrir sigur gegn
Köln. Hann er mjög óhress með
framkomu sinna gömlu félaga.
„Þeir hafa umgengist mig eins og
ég væri með eyðni. Hreinlega forð-
ast mig,“ sagði þessi snjalli og
umdeildi markvörður.
Uwe Rahn, miðvallarspilari Glad-
bach, meiddist í bikarleiknum gegn
Bayem á dögunum. Hann getur
ekki leikið vináttulandsleik með
V-Þjóðverjum gegn Ungveijum í
Búdapest í næstu viku. Heldur ekki
Rudi Völler, sem leikur með Roma
á Italíu.