Morgunblaðið - 14.11.1987, Blaðsíða 64
rs
juglýsinga-
síminn er 2 24 80
aana
^SUZUKI
LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1987
VERÐ í LAUSASÖLU 55 KR.
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Flugvélin TF AIE brennur við Selfossflugvöll skömmu eftir óhappið. Flugvélin var smíðuð árið 1947 og af gerðinni North American
Navion A. Hún var keypt hingað af Flugmálastjórn árið 1953 og var í notkun þar til árið 1963 er hún var seld Flugsýn hf. Síðastliðin 15
ár hefur hún verið í eigu ýmissa einkaaðila. Á innfelldu myndinni, sem Pétur P. Johnson tók, er TF-AIE eins og hún leit út fyrir óhappið.
Gengu óstuddir frá brenn-
andi flaki flusrvélarínnar
Selfossi. ^mm ^
TVEIR menn björguðust giftusamlega úr
brennandi lítilli eins hreyfils flugvél, TF
AIE, sem nauðlenti skammt vestan flug-
valiarins á Selfossi síðdegis í gær. Eldur
kom upþ í vélinni skömmu eftir flugtak.
Vélin fylltist strax af reyk en þrátt fyrir
það tókst flugmanninum að nauðlenda eft-
ir að hafa reynt að snúa vélinni inn á
flugvöllinn.
Að sögn sjónarvotta kom eldu'rinn upp í
vélinni þegar hún var komin í um hundrað
metra hæð og magnaðist fljótt. Vélin tók sig
upp í norðurátt af norður-suður-brautinni.
Flugmaðurinn sveigði vélinni í vestur og hugð-
ist ná inn á vestur-austur-brautina en tókst
ekki og nauðlenti á sandfláka skammt frá
brautinni. í nauðlendingunni stakkst vélin
bratt niður á nefíð og fór á hvolf. Hún varð
strax alelda en flugmanninum og farþega
hans tókst að komast út úr vélinni og gengu
þeir óstuddir frá flakinu inn á flugvöllinn þang-
að sem sjúkrabifreið sótti þá.
Þór Mýrdal flugmaður sagði að vélin hefði
strax fyllst af reyk og þeir ekki séð neitt.
Hann kvaðst hafa opnað vélina til að reyna
að losna við reykinn en ekkert dugði. Það
hefði verið vonlaust að ná inn á flugbrautina
og ekki annað að gera en koma vélinni niður.
„Mér er það eiginlega óskiljanlegt hvemig
við komumst út,“ sagði Þór og að þeir hefðu
varla vitað almennilega af sér eftir nauðlend-
inguna fyrr en þeir vom komnir út og flýttu
sér frá brennandi vélinni. Þór brenndist á fót-
um og skrámaðist á höndum. Farþegi vélarinn-
ar hlaut eina smáskrámu í andliti.
Læknir heilsugæslustöðvarinnar, Sigurður
Ingi Sigurðsson, sagðist ekki hafa trúað eigin
augum þegar mennimir komu gangandi
óstuddir inn á slysastofuna eftir að hann hafði
fengið tilkynningu um flugslys.
Gert var að sámm mannanna á heilsugæslu-
stöðinni, flugmaðurinn var fluttur í bmnadeild
Landspítalans en farþeginn fékk að fara heim.
Sig. Jóns.
Forsætisráðherra um sölu ríkisfyrirtækja:
Andvirðið til uppbygg-
ingar á landsbyggðinni?
Selfossi, frá Stefáni Friðbjamarsyni blað
„VÍÐAST í hinum vestrænu
löndum er nú unnið að því að
losa eignir ríkisins i atvinnufyr-
irtækjum og fjármálastofnunum
eins og bönkum,“ sagði Þor-
steinn Pálsson forsætisráðherra
á ráðstefnu Byggðastofnunar
og Sambands ísl. sveitarfélaga
um byggðamál á Selfossi í gær.
„Eðlilegt er að slíkar umbreyt-
ingar tengist með einum eða
öðrum hætti almanna hagsmun-
um. í þessu ljósi varpa ég fram
þeirri hugmynd til umhugsunar
að andvirði af sölu opinberra
fyrirtækja eða stofnana verði
anni Morgunblaðsins.
hagnýtt til að efla og auka fjöl-
breytni atvinnulífsins tun land
allt. Ekki með þvi að ríkið stofni
fyrirtæki heldur með þvi að
aðstoða einstaklinga og fyrir-
tæki á hveijum stað við að
leggja fram hlutafé til að
treysta starfsemi fyrirtælga og
stofna ný.“
Forsætisráðherra sagði að nýta
mætti söluandvirðið tii að auðvelda
einstaklingum og félögum þeirra
að leggja fram eigið fé í starfandi
eða ný fyrirtæki í heimabyggð.
Þetta gæti ef til vill tengst þeim
hugmyndum sem Þróunarfélag Is-
lands hefur sett fram og vinnur
nú að um stofnun fjárfestingarfé-
laga í einstökum landshlutum,
sagði ráðherrann.
Með aukinni framleiðni í hefð-
bundnum framleiðslugreinum,
sjávarútvegi og landbúnaði. sé lögð
sífellt meiri áhersla á vöruþróun,
úrvinnslu, söiustarf, markaðsmál
og þjónustu. „Atvinnulífið er að
breytast úr framleiðslu í þjónustu,"
sagði ráðherrann. Og hann bætti
við: „Tryggja verður að atvinnulíf-
ið á landsbyggðinni fylgi þessari
almennu þróun.“ Hann nefhdi tvö
dæmi um hvemig það mætti verða.
í fyrsta lagi að forræði og framtak
í sölu og vinnslu á afurðum hinna
hefðbundnu búgreina, færðist
heim í héruðin. Með því sköpuðust
störf í héraði við þjónustu og mark-
aðssókn. „Stærstu fyrirtækin eiga
bændumir sjálfir. Það eru því hæg
heimatökin," sagði ráðherrann.
í annan stað, að sölusamtök
sjávarútvegs efli tengsl einstakra
fyrirtækja við markaðinn, þannig
að störf að sölu- og markaðsmál-
um, tækni og vömþróun, verði til
á landsbyggðinni, ekki síður en á
höfuðborgarsvæðinu.
Allt að
67% verð-
munur
VERÐLAGSSTOFNUN birti nið-
urstöðu verðkönnunar í stór-
mörkuðum á höfuðborgarsvæð-
inu í október. Kannað var verð
á 280 algengum vörutegundum
og reyndist Fjarðarkaup í Hafn-
arfirði með lægsta verð á mun
fleiri vörutegundum en aðrir
stórmarkaðir, eða 127 af 269.
í könnuninni reyndist mestur
hlutfallslegur munur á verði ein-
stakra vörutegunda á frystum
rækjum í 500 g pokum. Lægsta
verðið var 219 kr. en það hæsta
365, sem er 67% hærra. Frystar
gulrætur og grænar baunir kostuðu
47% meira í einni verzlun en ann-
arri.
Sjá ennfremur bls. 44.
Morgunblaðið/RAX
FAGNAÐAR-
FUNDIR
Fegurðardrottning íslands, Anna
Margrét Jónsdóttir, sem hafnaði í
þriðja sæti í keppninni Ungfrú
Heimur 1987 í Lundunum í fyrra-
dag, kom heim til íslands í gær
með þotu Flugleiða. í anddyri Flug-
stöðvar Leifs Ejríkssonar beið
unnusti hennar, Ámi Harðarson,
eftir henni og urðu með þeim fagn-
aðarfundir.
Sjá fréttir og viðtöl á bls. 26
og 27.
Neyðarblys
sást yfir
Geithálsi
NEYÐARBLYS sást á lofti
skammt frá Geithálsi fyrir ofan
Árbæ í gærkvöldi.
Tilkynning um blysið barst lög-
reglunni í Hafnarfirði og Árbæ um
kl. 22 í gærkvöldi og voru leitar-
menn sendir á staðinn. Leit stóð
enn yfír á miðnætti.