Morgunblaðið - 14.11.1987, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 14.11.1987, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1987 55 Bjöggi Gísla á velmektarárum Pelican. Síða hárið, sem var að- alsmerki hans, er nú horfið og hann er kominn með bursta. Pétur Kristjáns skömmu áður en hann var rekinn úr Pelican. Hann kom þó uppréttur út úr þeim sviptingum og stóð með pálmann í höndunum að lokum. ★Austurstræti 22, ★Rauðarárstig 16, ★Glæsibæ, ★Standgötu Hf. ★ Póstkröfusimi 11620. ★Simsvari 28316. Pelican á æfingu í Þórsc- afé.Frá vinstri: JónÓl- afsson, Ómar ' Óskars- son, Asgeir Óskars- son, Pétur Krisfj- ánsson og Björg- vin Gísla- son (þessi með burstann lengst til hægri). ÞfTTA Tfí Hljómplatan Leyndarmál. hefur hlotið frábærar móttökur plötukaupenda. Lögin „Presley" og „Prinsessan11 þeytast upp íslenska vinsældarlista og „Leyndarmál" rokselst. Komið og fáið áritað eintak af plötunni „Leyndarmál" í Hagkaupum Kringlunni í dag kl. 15.00 og sjáið Grafík flytja lagið „Presley" í íslenska listanum á Stöð 2 í kvöld kl. 19.45. Grafík munu spila með Cock Robin á hljómleikum í Reiðhöllinni og hér og hvar um landið á næstu vikum. Misstu ekki af þeim þegar þau verða í nágrenni við þig. Nýbýlavegi 4,200 Kópavogi, Simi 45800 „Fimm milljóna sukkið", eins og við kölluðum hana eftir á. Platan féll algjörlega í sölu en var að mínum dómi meiriháttar góð og vönduð plata. Það fer hins vegar ekki alltaf saman, sala og gæði og þetta fór allt út í tómt rugl og vitleysu, sem út af fyrir sig væri efni í heila bók. En þetta endaði sem sagt í málaferl- um. Málið var að það höfðu komið upp hugmyndir um að koma okkur á framfæri í Bandaríkjunum og þeir hjá stúdíóinu höfðu ætlað að kaupa af okkur plötuna og skipu- leggja hljómleika úti. Reyndar spiluðum við á hljómleikum og skemmtistöðum í Bandaríkjunum og meðal annars á 4.000 manna tónleikum í einhveijum skóla, þar sem við komum fram ásamt hljóm- sveitinni „Shannon Doan“, sem síðar lék með Arlo Guthrie, en þeir voru upphitunarband hjá okkur. Þetta voru stórskemmtilegir tón- leikar og við stóðum okkur eins og hetjur. En síðan fór allt í einhvem baklás og þeir fóru að bítast um að ná samningum við okkur, eig- andi stúdíósins og umboðsmaður- inn, sem hafði haft okkur á sínum snærum þama úti, og það endaði með því að þeir komu hingað heim á eftir okkur. En eins og ég sagði þá fór þetta allt til andskotans og skömmu síðar rákum við Pétur." Bjöggi vill sem minnst um það mál ræða, en viðurkennir þó að brottreksturinn hafí verið mistök. „Ég lít svo á að við höfum drepið Pelican þegar við rákum Pétur. Það var eins og fótunum væri kippt undan hljómsveitinni þegar Pétur fór, enda fékk hann alla samúðina og fór á toppinn með nýju hljóm- sveitna sína Paradís. Hins vegar hallaði smátt og smátt undan fæti hjá okkur og 1. desember 1975 hætti Pelican endanlega. Skömmu síðar voru ég og Geiri komnir til Péturs í Paradís. En þetta er allt komið í gott lag og við höfum verið í flnu formi á æfíngunum að und- anfömu." Tilboð sem við gátum ekki hafnað En hvers vegna að endurreisa Pelican endilega nú? „Eigum við ekki bara að segja að við höfum fengið tilboð frá Þórscafé sem við gátum ekki hafn- að. Raunar hefur þetta blundað með okkur lengi. Við vorum góðir saman á sínum tíma og þetta hefur svona legið í loftinu. Það hentar bkkur líka vel að gera þetta í Þórscafé nú þar sem við erum að vinna þar, ég og Geiri. Ég hef annast hljóð- stjóm þar í eitt ár og Geiri er að spila með hljómsveit Stefáns P. Þetta gæti líka orðið eitthvað meira en að koma bara saman nokkrar helgar, og það hefur jafnvel komið til tals að fara út í plötu. Til að byija með munum við þó byggja á lögunum frá Pelican-tímabilinu, „Jenny Darling, My Glasses og Sprengisandi", svo eitthvað sé nefnt. Ef vel gengur má vel vera að eitthvað framhaldi verði á þessu og Pelican verði endurreist til fram- búðar, hver veit?“ COSPER ©PIB —t *r\ copibmu* — Ég fékk bara eitt svar við hjúskaparauglýsingu minni — og það var frá manninum þinum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.