Morgunblaðið - 14.11.1987, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 14.11.1987, Blaðsíða 60
 „ p&tta. er 5yst\r -fyrstu konU elstet, $onc*r mins." Ást er... ... sem eyðimörk án hennar. TM Reg. U.S. Pat Oft—all rights reserved 01986 Los Angeles Times Syndicate Með morgunkaffínu eftir honum og geng úr skugga um hvert hann fer__ HÖGNI HREKKVÍSI Atlaga að Stefáni Jóhanni Til Velvakanda A síðustu dögum hefur verið flutt dálítil framhaldssaga í ríkisútvarp- inu, hljóðvarpi og sjónvarpi, og er hún á þá leið, að Stefán Jóhann Stefánsson hafi sem forsætisráð- herra talað við fólk, þar á meðal við fulltrúa Bandaríkjastjómar hér á landi. Á miðvikudagskvöld kynnti þula sjónvarpsins lesturinn með alvöru- svip og þeim orðum, að þetta mál hefði vakið „mikla athygli". Beið ég þá í ofvæni eftir eftir raun- verulegum upplýsingum um „samsæri" Stefáns Jóhanns og bandarískra „útsendara" og um hugsanleg svik hans við íslenska þjóð. Ekki rættist það. í tíunda eða tuttugasta sinn var sagt, að Stefán Jóhann Stefánsson hefði talað við fólk, þar á meðal við fulltrúa Banda- ríkjastjómar hér á landi. I útvarpi og sjónvarpi hefur verið rætt við Þorleif Friðriksson sagn- fræðing um málið og er ekki hægt að segja, að ummæli hans hafi gert hlut fréttastofanna betri. Sagði hann, að sér þætti fátt eðlilegra en að Stefán Jóhann hefði rætt við fulltrúa Bandaríkjastjómar. Á þess- um tíma var Marshall-aðstoðin á döfínni og innganga íslands í Sam- einuðu þjóðimar auk þess sem á fyrstu árunum eftir stríð var ástandið þannig, að þá ríkti raun- verulegur ótti við byltingarstarf- semi kommúnista, ekki síst í Bandaríkjunum. Þarf það ekki að koma á óvart neinum, sem þekkir meira til sögu síðustu áratuga en fréttamennimir á ríkisútvarpinu. Þá þótti Þorleifi heldur ólíklegt, að einhvetjir Bandaríkjamannanna hafí kynnt sig sérstaklega sem starfsmenn leyniþjónustunnar. Vegna þessa fréttaflutnings vakna ýmsar spurningar. Getur það t.d. hugsast, að fulltrúar Banda- ríkjastjómar hafí rætt við ráðamenn í öðrum vestrænum ríkjum á þess- um tíma? Ræddu þeir kannski aðeins við ráðamenn í Noregi og íslandi? Getur það hugsast, að Stef- án Jóhann hafi einhvem tíma rætt við fulltrúa annarra ríkisstjórna hér á landi? í frásögnum fréttamann- anna kemur fram, að af leyniþjón- ustuskýrslunum verði í raun ekkert ráðið en samt er sagt, að Stefán Jóhann hafí haft „náin samskipti" við fulltrúa Bandaríkjastjómar. Hvað er verið að gefa í skyn? Að lokum þetta: Hver er fréttin í þessari framhaldssögu ríkisút- varpsins? Hver er tilgangurinn? Er hann sá að draga æru látins manns ofan í svaðið og gera hann tor- tryggilegan í augum afkomenda sinna og annarra, sem þekktu hann að góðu. Skyldu skýringamar vera nærtækari en margan gmnar? Haf nfirðingur P.S. Þegar ég var að ljúka við þessar línur heyrði ég í fréttum ríkisútvarpsins, að Hjörleifur Guttormsson ætiaði að taka þetta mál upp á alþingi. Er ekki dæm- ið gengið upp? Þessir hringdu . . Stjórnlaus sjón- varpsdagskrá Rögnvaldur Siguijónsson - hringdi: „Mig langar til að gera athuga- semd við þáttinn Á tali hjá Hemma Gunn sem var á dagskrá sjónvarps sl. miðvikudagskvöld. Fyrir utan alla lágkúmna, sem ég ætla ekki að gera að umræðu- efni hér, fór þátturinn 37 mínútur fram yfir auglýstan tíma. Þetta er algert tillitsleysi gagnvart þeim sem em að bíða eftir næsta dag- skrárlið. Það er lítið gagn af auglýstri dagskrá sjónvarpsins þegar hún stendst ekki kvöld eft- ir kvöld. Auðvelt væri að gera betur.“ Góð þjónusta hjá Polarn og Pyret Karen hringdi: „Ég vil þakka fyrir góða þjón- ustu hjá versluninni Polam og Pyret í Kringlunni. Starfsfólkið þar er ákaflega almennilegt og mættu aðrar bamafataverslanir taka sér þjónustuna þama til fyr- irmyndar." Seiko úr Gyllt Seiko úr með keðju tapað- ist fyrir skömmu. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 83911. Pijónahúfur með nöfnum Fyrir nokkm var spurt um hvar pijónahúfur með nöfnum eftir vali væm fáanlegar. Slíkar húfur fást hjá versluninni Adam og Evu og getur fólk hringt inn pantanir í síma 981650, 982057 og 981134. Radarvarar M.F. hringdi: „Ég var dálítið hissa á auglýs- ingunni sem birtist í Morgun- blaðinu í síðustu viku þar sem menn vom hvattir til að fá sér radarvara til að geta séð við lög- reglunni. Emm við ekki öll sammála um að hraðatakmarkan- ir em nauðsynlegar og enginn hagnaður getur verið af því að koma sér upp tækjum til að geta brotið lög? Umferðarlögin em sett til að tryggja öryggi okkar allra. Nú hefur lögreglan upplýst í þætt- inum 19:19 á Stöð 2 að þessir radarvarar koma ekki að neinu gagni fyrir ökufanta. Það em góðar fréttir fyrir alla sem vilja aukið öryggi í umferðinni." Víkverji skrifar Iþessum pistli var í gær vikið lítillega að innkaupaferðum ís- lendinga til útlanda og hversu vömverðið væri lágt í sumum ná- lægum borgum, svo sem Glasgow. Þeirri spumir.gu var þar varpað fram hvort þessi verðmunur væri eðlilegur og hvort verið gæti að íslensk kaupmannastétt stæði ekki nógu vel að innkaupum sínum. Víkverji hafði vart sent frá sér þessar vangaveltur, þegar inn á borð hans barst „Skeyti" — eins konar fregnmiði frá Félagi ísl. stór- kaupmanna og þar var sama mál á dagskrá, með yfírskriftinni: „Ætlar þú í innkaupferð?" XXX 1* fregnmiðanum er vakin athygli á að nú sé mnninn upp sá tími þegar auglýstar em innkaupaferðir til nálægra stórborga. Félag ísl. stórkaupmanna áætlar að amk. 5 þúsund íslendingar fari utan í þess- um-erindagjörðum nú í haust. „Ef hver þessara ferðamanna verslar fyrir rúm 660 pund eða kr. 40.000, þýðir það að verslun sem flyst út landi á þessum stutta tíma nemur um 200 milljónum króna. Gagnstætt öðmm innflutningi myndar þessi ijárhæð hvorki skatt- stofn né skattskyldan hagnað í verslunum hér heima,“ segir í Skeyti. „Ef þessi verslun ætti sér stað innanlands myndu u.þ.b. 40 milljón- ir renna í ríkissjóðs í formi sölu- skatts. Þá komast ferðamenn hjá því að greiða aðra eins íjárhæð í formi söluskatts. Þá komast ferða- menn hjá því að greiða aðra eins upphæð í aðflutningsgjöld, eða jafn- vel enn hærri, því að væntanlega er mest sótt í þær vömr sem bera hæstan toll. Sú er raunar forsenda innkaupaferðanna." Bent er á að sá sem býr sig vel undir slíka innkaupaferð hafí vænt- anlega í huga hvað borgi sig best að kaupa, t.d. síma, útvörp og seg- ulbönd, hljómplötur, reiknivélar, fílmur, videóspólur, smá rafmagns- tæki, varaliti, rakblöð, skæri og skóáburð. Þessar vömr og margar fleiri séu hátt tollaðar. Með útsjón- arsemi megj greiða ferðakostnaðinn niður með kaupum á fáum, vel völd- um hlutum. XXX Dæmi er tekið af geislaspilara, þar sem þessi nýja hljómflutn- ingstækni sé nú sem óðast að ryðja sér til rúms. Slík tæki sé hægt að fá erlendis fyrir 10-12 þúsund krón- ur en út úr búð hér á landi kosta þessi tæki um 20 þúsund krónur. Erlenda kaupverðið er sagt vera um 5.100 krónur, 15% flutnings- kostnaður (CIF) hækkar hana í 5,865, þá bætist við 40% tollur og hækkar hana í 8.210 kr. Síðan leggst á 30% vömgjald og geisla- spilarinn er þá kominn upp í 10.675. Þá leggst á um 50% verslunarkostn- aður ( álagning í heilsölu og smásölu) og verðið er komið upp í 16.013. Þá er 25% söluskattur eftir og varan út úr búð kostar því um 20.016 og er því um 100% dýrari heldur en fá má hann víðast erlend- is. Svipað er upp a teningnum með geisladiska en stórkaupmenn giska á að hlutur ríkisins af einum geisla- spilara og 10 geisladiskum sé uþb. 15 þúsund krónur en það sé nálægt verði flugmiða til London með gist- ingu í 3 daga. Hins vegar er bent á að gjaldtaka hins opinbera hér heima hafí í for með sér að það séu erlend ríki sem fái skatttekjumar til sín og erlent verslunarfólk sem fái vinnulaunin fyrir þjónustuna. „Hveijir sitja eftir með sárt enni?“ spyija stórkaupmenn og er nema von að spurt sé um leið og nú skýr- ist flest sem að var spurt í Víkveija í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.