Morgunblaðið - 14.11.1987, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 14.11.1987, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1987 17 Sýn Konstatíns og hermanna hans fyrir orrustuna við Milvia brúna. Kristsmerkið er hérefstá hjálminum, rétt undir fjaðra- skúfnum. Þarna bera augu keisarans það með sér að þau eru sýkt. Konstantín og hermenn hans leggja tíl orrustu við Maxentíus undir Kristsmerkinu, sem er efst á her- merkinu og einnig málað á skildi, hjálma og gunnfána. reið þá á hvítum gæðingi. Urðu klæði hans þvi oft blóði drifin. í frægasta bardaganum hafði Konstantín sigur yfir Maxentínusi við Milvia-brúna við ána Tíber, sem fellur um Róm, og varð um leið keisari vest-rómverska ríkisins. Konstantín var heiðinn en sór það síðar, að sigurinn hefði hann unnið undir vemdarvæng Krists og gat þess oft að hann hefði fengið köllun frá Kristi. Konstantín sagði, að tákn á himni hefði birst honum og hemum áður en þeir héldu til bardagans og þar hefði honum verið heitið sigri. Hann lýsti tákninu sem samtvinnun grísku bókstafanna X og P skínandi ofar sólu (X=K og P=R). Þetta vom tveir fyrstu stafimir í grísku letri á orðinu KRistur. í Opinberunarbókinni 19:12 stend- ur „. .. og hefir hann nafn ritað, sem enginn þekkir nema sjálfur hann“. Á þessu augnabliki var það aðeins Konstantín, sem skildi merkingu staf- anna. Enginn rómversku hermann- anna vissi hvað X og P stóðu fyrir. Þetta „kristogram", ritað með grískum bókstöfum, hafði aldrei verið notað svona fyrir þennan atburð. Konstantín sór að Kristur hefði birst honum í svefni nóttina fyrr, kynnt honum merkið og heitið að vemda hann í öllum viðskiptum hans við óvini, en um leið skipað honum að hafa þetta merki fyrir hemum. í dögun fól Konstantín gullsmiðum sínum að búa út nýtt hermerki, þar sem efst væri kristogram. (í Opin- bemnarbókinni 19:16 stendur: „Og á skikkju sinni og lend sinni hefir hann ritað nafn: Konungur konunga og Drottinn drotna." Þessi texti hefir vafist fyrir mönnum, en nýlega hefir á það verið bent af fræðimönnum, að þama sé um ranga þýðingu að ræða úr semitískum texta yfir á grísku og ætti orðið „hermerki" að standa þar í stað orðsins „lend“.) Konstantín gjörði þetta nýja hermerki að keisaralegu merki sínu í vest- rómverska ríkinu og síðan árið 324 að merki Rómaveldis. Konstantín setti stafina K og P á hjálm sinn áður en hann hélt til bar- dagans við Maxentínus. Nýlega hefir fundist mynt frá dögum Konstantíns, slegin um 318, þar sem merki þetta er á hjálmi ungs manns, sem greini- lega er hress stríðsmaður, en Konst- antín var aðeins 32 ára, er hann lagði Róm undir sig. Peningur frá árinu 315 ber mynd keisarans. Á myntinni er hann miklu ellilegri að sjá, en aldur hans gefur tilefni til, því þá hefir hann aðeins verið 35 ára. Sérstaklega hafa menn tekið eftir því hve augu hans em útstæð. Halda menn að þetta sé vegna þess að hann hafi veikst af „trakoma", sem var landlægur augn- sjúkdómur í Miðausturlöndum. Ber þá aftur að vitna í Opinberunarbók- ina, 19:12, en þar stendun „En augu hans eru eldslogi..." Margt virðist því styðja kenningar sagn- og myntfræðinga að Konst- antfn uppfylli forspá Opinberunar- bókarinnar. Þótt hann væri heiðinn bar hann stafi Krists á hjálmi sínum og á hermerki hans trónaði hæst kristogrammið, sem táknar Konung- ur konunga og Drottinn drotna. Christopher Headington SAGA TÓNUSTAR Saga vestrænnar tónlistar ísafoldarprentsmiðja hf. hefur gefið út bókina Saga vestrænnar tónlistar eftir Christopher Head- ington í þýðingu Jóns Ásgeirs- sonar tónskálds. í fréttatilkynningu útgefanda segir: „í bókinni rekur höfundurinn þróun vestrænnar tónlistar frá upp- hafi hennar í fomöld og fram á okkar daga. Hann ræðir um fram- lag allra helstu tónskálda, margvís- leg tónlistarform, félagslega og pólitfska þætti sem haft hafa áhrif á starfandi tónlistarmenn gegnum aldimar og rekur þróun hljóðfæra. Fjölmörg tóndæmi eru notuð til að skýra textann auk þess sem margar myndir prýða bókina. Bókin er rituð á léttu og lipru máli og hentar því jafnt tónlistarfólki sem áhuga- mönnum um tónlist." Bókin er 463 bls. Matar- og kaffistell I miklu úrvali... Híð eftirsótta hvíta stell frá Tékkóslóvakíu með úrvali fylgihluta. MokkaboIIamír gylltu... Hvítír-Svartír-Rauðir-BIeikir- Dökkbláir-Ljósbláir-Gulir- Ljósgrænir-Dökkgrænir. Pökkum öllum pökkum f glæsilegar gjafaumbúðír. Póstsendum um allt land. N vtsa ,/l/h (Qr V \\Jjy 1:O ' c Uj i f1 / - x 71 V w* f-.V- m 'viijfe í Kt »pi '* '**><**; ■; I Kv i ^ Laukmynstrið sívinsæla í miklu úrvali. Opíð í dag frá kl. 10-16 ^ljSrtur^ <‘7tieke#v_, k/$ KRISTALL OG POSTULÍNSVÖRUR TEMPLARASUNDI 3 - SÍMI 19935 Sérvcrslun með áratuga þekkíngu. "W
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.