Morgunblaðið - 14.11.1987, Blaðsíða 40
40
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1987
Jómfrúræða Margrétar Frímannsdóttur:
Atvinnu á að efla með auknu
innlendu fé og ráðgjöf
HÉR fer á eftir jómfrúræða
Margrétar Frímannsdóttur
(Abl.-Sl.) er flutt var á Alþingi
27. október sl. i umræðum um
stefnuræðu forsætisráðherra.
Herra forseti. Góðir tilheyrendur.
Það var einkennileg tilfínning að
sitja hér og hlusta á ræðu forsætis-
ráðherra. Eg segi einkennileg vegna
þess að þrátt fyrir lengd ræðunnar,
þrátt fyrir alla hugljúfa kafla henn-
ar segir ræðan mér nánast ekkert
um stefnu ríkisstjómarinnar eða
hvert raunverulegt ástand efna-
hagsmála er. I öðru orðinu hælir
ráðherra sér af síðustu ríkisstjóm,
segir hana hafa komið á stöðugleika
í efnahagsmálum, segir okkur búa
við efnahagslega velsæld eins og
hún best gerist. í hinu orðinu segir
hann hins vegar að vegna óstöðug-
leika í efnahagsmálum, erlendrar
skuldasöfnunar og halla ríkissjóðs
verði núverandi ríkisstjóm að grípa
til róttækra ráðstafana.
Og hveijar em svo þessar rót-
tæku aðgerðir? Er þeim lýst í
stefnuræðunni? Nei. En ef grannt
er hlustað má fínna innan um hug-
ljúfu kaflana eina og eina setningu
sem lætur ekki mikið yfír sér en
segir þó svo mikið ef að er gáð.
Eins og t.d.:
„Ríkisstjómin mun koma á
skattakerfí sem er einfaldara, rétt-
látara og skilvirkara."
Með þessari setningu er ráðherra
m.a. að segja þjóðinni frá skattlagn-
ingu á matvöru og skattlagninu á
bifreiðar öryrkja eldri en 67 ára.
Ríkisstjómin hefur nú þegar lagt
skatt á hluta af matvöru, en 1.
nóvember á að stíga skrefíð til
fulls, skattleggja allan mat. Vissu-
lega einföld og skilvirk aðferð til
að ná í peninga í ríkiskassann, en
er hún réttlát? Er eitthvert réttlæti
í því að leita aftur og aftur í ráðstöf-
unartekjur heimilanna til að borga
óráðsíu stjómvalda? Þessi skatt-
lagning á eftir að bitna af fullri
hörku á flölskyldum landsins, ekki
einungis í formi hækkaðs verð á
matvöru heldur líka í formi hækk-
unar á afborgunum verðtryggðra
lána.
Það er kannski ekki nema von
að í stefnuræðunni er ekki að fínna
aðrar skýringar á neyslusköttunum
en þessa einu setningu. „Ríkis-
stjómin mun koma á nýju skatta-
kerfí, einfaldara, réttlátara og
skilvirkara." Það þarf fjári mikinn
kjark og sterk rök til að réttlæta
slíka aðgerð.
Og það eru aðrir þættir ráðstaf-
ana þessarar stjómar sem ekki er
farið mörgum orðum um í ræð-
unni. Um leið og hærri skattar eru
lagðir á almenning er dregið úr eða
felldir niður stórir þættir þeirrar
þjónustu sem ríkið hefur fram að
þiessu veitt skattgreiðendum, fólk-
inu í landinu. Nokkur þjónustuverk-
efni, sem áður vom sameiginleg
ríki og sveitarfélögum, eru nú alfar-
ið færð yfír á sveitarfélögin. Þar
getum við nefnt sem dæmi: heima-
þjónustu við aldraða, hluta af
málefnum fatlaðra, tónlistar-
kennslu bama og dagvistarstofnan-
ir. Allt eru þetta verkefni sem ríkið
hefur fram að þessu tekið þátt í
að greiða, samfélagsleg verkefni
sem fólkið í landinu greiðir fyrir
með sköttum sínum. Nú eykst
skattlagningin, en á sama tíma
dregur úr þjónustunni sem skatt-
greiðendur fá.
En til að mæta þessum kostnaði
eiga sveitarfélögin að fá auknar
tekjur úr Jöfnunarsjóði sveitarfé-
laga. Að sögn ríkisstjómarinnar fá
þau mun hærri upphæð en sem
nemur þeim kostnaði sem færist
yfír á þau. Jöfnunarsjóður sveitar-
félaga hefur ekki komið óskertur
til úthlutunar undanfarin ár. A
síðasta ári var þar um stórkostlega
skerðingu að ræða. Það er hins
vegar ekki áætlað að bæta hana
nema að hálfu leyti. Auk þess er
lagt til að ýmis önnur þjónusta og
framlög, sem sveitarfélögin hafa
beint og óbeint notið góðs af, verði
skorin niður eða felld út, eins og
t.d. framlög til vatnsveitufram-
kvæmda, rekstur landshafna,
framlög í Félagsheimila- og íþrótta-
sjóð, framlög til ungmenna- og
íþróttafélaga og síðast en ekki síst
framlög til iðnráðgjafar.
Iðnráðgjafar hafa verið starfandi
í nær öllum landsfjórðungum. Þetta
er þjónusta sem sveitarfélögin og
þeir einstaklingar sem hyggjast
setja upp nýja atvinnustarfsemi úti
á landsbyggðinni hafa mikið notað.
Nú er áformað að leggja þessi störf
niður. Hrædd er ég um að þegar
allir þessir liðir ásamt mörgum öðr-
um, sem ég hef ekki talið upp, eru
lagðir saman verði upphæðin hærri
en svo að skertur Jöfnunarsjóður
bæti það upp. Reyndin verði að eins
og alltaf bitni þessar ráðstafanir
harðast á minnstu sveitarfélögun-
um úti á landsbyggðinni. Þeim verði
gert ókleift að byggja og reka dag-
vistarstofnanir og að þar verði ekki
heldur um neina tónlistarkennslu
bama að ræða. Það að færa í aukn-
um mæli verkefni og ákvörðunar-
rétt út til sveitarfélaganna er af
hinu góða en það má hins vegar
ekki gerast án þess að þeim séu
um leið tryggðir auknir tekjustofn-
ar. Verði það ekki gert mun bilið
milli byggðanna í landinu, sú tog-
streita sem nú ríkir milli höfuð-
borgarsvæðisins og landsbyggðar-
innar og forsætisráðherra minntist
á áðan, enn aukast.
Margrét Frímannsdóttir.
Það kom berlega í ljós í síðustu
kosningum að eitt aðaláhyggjuefni
frambjóðenda, hvar í flokki sem
þeir stóðu, var flóttinn frá lands-
byggðinni á Stór-Reykjavíkursvæð-
ið. Því hefði mátt ætla að það hefði
verið eitt af forgangsverkefnum
þessarar ríkisstjómar að taka á
þessu máli. En ekki gal ég heyrt í
stefnuræðunni hér áðan neitt í þá
áttina. Ekki var t.d. minnst á að
jafna ætti orkukostnað landsmanna
sem þó á stóran þátt í því misrétti
sem við búum við. í stefnuræðunni
segir að efla eigi atvinnuvegina og
stuðla að stofnun smáiðnaðarfyrir-
tækja. En er það best gert með því
að draga úr ráðgjafarþjónustu iðn-
aðarins eða með því að auka skatta
á fískvinnsluna eða með því að
hvetja bændur til að hefja störf við
nýjar búgreinar um leið og lagt er
til að framlög til landbúnaðar og
ráðgjafarþjónustu á vegum hans
verði stórskert? Er þetta leiðin til
uppbyggingar fjölbreyttara og
styrkara atvinnulífs, eða er það
kannski, eins og boðað er í ræð-
unni, að fá erlenda aðila til að kaupa
og reisa hér atvinnufyrirtæki?
Góðir tilheyrendur. í umræðum
fólks er algengt að heyra þá fullyrð-
ingu að enginn munur sé á vinstri
og hægri í stjómmálum. Það sé
sami rassinn undir þeim öljum, eins
og svo gjaman er sagt. Ég viður-
kenni að þegar hlustað er á ræðu
eins og ræðu forsætisráðherra hér
áðan hlýtur fóik að ruglast ofurlítið
í ríminu. Vilja t.d. ekki allir taka
undir hugljúfu kaflana um aukinn
kaupmátt, bættan hag þeirra verst
settu, draga úr verðbólgunni, búa
heimilum og bömum aukið öryggi,
draga úr ijárlagahallanum, gera
skattakerfíð réttlátara og elskum
við ekki öll landið okkar, tungu og
menningu? Jú, við getum öll tekið
undir þetta. En það eru setningam-
ar innan um hugljúfu kaflana sem
skipta hér máli, hvemig á að viri'ná
að þessum verkefnum, hver á for-
gangsröðin að vera. Þar greinir á
milli hægri og vinstri.
Alþýðubandalagið vill ekki leysa
halla ríkissjóðs með aukinni skatt-
lagningu á brýnustu nauðsynjar.
Við viljum ná í skatta þeirra sem
alltaf hafa komist hjá því að greiða
þá. Við viljum tryggja næga dag-
vistun fyrir öll böm sem á þurfa
að halda. Við teljum að dagvistar-
mál séu samfélagslegt verkefni sem
ríkinu beri að leysa. Atvinnu á að
efla með auknu innlendu fé og ráð-
gjöf en ekki með því að veita
erlendum aðilum aðgang að því að
kaupa íslensk fyrirtæki og koma
hér upp fyrirtækjum í erlendri eign.
En fýrst og síðast: Munurinn á
hægri og vinstri í stjómmálum er
sá að við vinstri menn samþykkjum
aldrei að þeir lægstlaunuðu í þjóð-
félaginu skuli æ ofan í æ vera þeir
sem látnir eru borga alls konar ór-
áðsíu og stjómleysi, svo sem eins
og gífurlega óþarfaeyðslu við bygg-
ingu flugstöðvar eða Útvegsbanka-
málið margumrædda.
— Góðar stundir.
Nýtt Kjarvalskort
Jafnréttisráð:
Hlutur kvenna í stjómum
launþegasambanda lítill
LITBRÁ hefur gefið út nýtt
kort með málverki eftir Jó-
hannes Kjarval.
Málverkið er 104x142 sm að
stærð og heitir Fomar slóðir. Það
var málað 1943. Myndin er í eigu
frú Eyrúnar Guðmundsdóttur,
ekkju Jóns Þorsteinssonar, en þau
hjónin áttu mikið safn mynda eft-
ir Kjarval.
Þetta er níunda kortið sem Lit-
brá gefur út eftir Kjarval. Einnig
hefur fyrirtækið gefíð út sem jóla-
kort þrjár klippmyndir eftir
Sigrúnu Eldjám; Hestar á hjami,
Akureyrarkirkja og bátar í fjöru.
Kortin eru öll prentuð með silf-
urfólíu.
Kortin em til sölu í flestum
bóka- og gjafavöruverslunum.
JAFNRÉTTISRÁÐ hefur nýlok-
ið athugun á hlut kvenna í
stjómum nokkurra launþega-
sambanda og hjá Vinnuveitenda-
sambandi Islands. Niðurstaða
hennar er að staða kvenna í
stjómum og ráðum innan Al-
þýðusambands íslands og
Bandalags starfsmanna rikis og
bæja er ekki í samræmi við hlut-
fallslegan fjölda þeirra. í stjóm-
ujn og ráðum á vegum Bandalags
háskólamanna er hlutfallsleg
skipting milli kynjanna í sam-
ræmi við félagafjölda þeirra
innan aðildarfélaganna og 7%
stjómarmanna í stjómum aðild-
arfélaga Vinnuveitendasam-
bands Islands em konur en engar
konur vom í framkvæmdastjórn
eða sambandsstjóm Vinnuveit-
endasambandsins árin 1985-86.
Aðild að Alþýðusambandi íslands
eiga 8 landssambönd og 33 félög.
Konur eru 46% félagsmanna og er
hlutur kvenna í stjómum þessara
landssambanda og félaga nokkum
veginn í samræmi við hlutfallslegan
flölda þeirra. Hið sama verður hins
vegar ekki sagt um nefndir, stjóm-
ir ográð á vegum Alþýðusambands-
ins. í sambandsstjóm ASÍ em konur
26% fulltrúa, í miðstjóm 33% og í
samninganefnd árið 1986 voru kon-
ur 27% fulltrúa.
Konur eru 64% félagsmanna inn-
an BSRB. í stjómum aðildarfélag-
anna eru konur nokkum veginn í
samræmi við hlutfallslegan fjölda
en ekki í nefndum, stjómum og
ráðum á vegum BSRB. Sem dæmi
má nefna að konur eru 36% stjóm-
armanna BSRB, 29% stjómar-
manna í verkfallsstjóm og 26% í
stjóm verkamannabústaða.
Konur em 27% félagsmanna inn-
an BHM. Hlutfall kvenna í stjómum
aðildarfélaganna er nokkum veginn
í samræmi við fjölda þeirra með
nokkmm undantekningum, til
dæmis sitja engar konur í stjómum
Félags tölvunarfræðínga og Sál-
fræðingafélags íslands þrátt fyrir
að konur séu yfír 20% félags-
manna. í nefndum, stjómum og
ráðum á vegum BHM er hlutfallsleg
skipting milli kynjanna hins vegar
í samræmi við félagafjölda þeirra.
Aðild að Vinnuveitendasamband-
inu eiga fyrirtæki en ekki einstakl-
ingar og því er ekki hægt að greina
frá almennri kynjadreifíngu á sama
hátt og hjá launþegasamtökunum.
Frá miðju ári 1985-86 sat engin
kona í sambandssjóm eða fram-
kvæmdastjóm Vinnuveitendasam-
bandsins.
Þess skal getið að athugunin tek-
ur til ársins 1985 nema annað sé
sérstaklega tekið fram.
(Úr fréttatilkynningu)