Morgunblaðið - 14.11.1987, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 14.11.1987, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1987 Afmæliskveðja: Þór Guðjónsson fv. veiðimálasljóri Sjötugur er í dag, 14. nóvember, Þór Guðjónsson, fyrrverandi veiði- málastjóri. Á merkum tímamótum í ævi manna er ekki úr vegi að rifja upp þætti úr lífshlaupi þeirra, sem athyglisverðir þykja, ekki sist ef starfíð hefur verið í þágu lands og þjóðar og verið heillaríkt á alla lund. í afmælisriti í tilefni af 50 ára afmæli rannsókna í þágu atvinnu- veganna segir m.a.: „Veiðimála- stofnunin, sem fer jöfnum höndum með stjómun og rannsóknir á sviði veiðimála, hefur verið að þróast allt frá 1946 til þessa dags. Starf- seminni óx fískur um hrygg, ef svo má taka til orða. Fleiri menn komu til starfa. Unnt var að sinna aðkall- andi verkefnum betur en áður og þau urðu fleiri. Óhætt er að fullyrða að stofnunin sé þegar orðin öflug rannsóknarstofnun með sérhæft fagfólk og býr að góðum tækja- kosti. Þegar embætti veiðimálastjóra (Veiðimálastofnun) var sett á stofn árið 1946 með skipun veiðimála- stjóra, á grundvelli ákvæða laga frá 1933, hafði Fiskideild Atvinnudeild- ar Háskólans sinnt um skeið rannsóknum á laxi og silungi, í ám og vötnum. Þór Guðjónsson, fiski- fræðingur, hafði verið ráðinn til Fiskideildar 1. janúar 1946 og starfaði þar uns hann tók við stöðu veiðimálastjóra 1. apríl það sama ár. Þannig má segja að samtenging- in hafí verið frá Atvinnudeild og að sérstöku skipulegu og sjálfstæðu rannsóknarstarfí í þágu veiðimála." Þór varð það fljótt ljóst eftir að hann kom til starfa sem veiðimála- stjóri, að nauðsyn bæri til að komið yrði á fót tilraunaeldisstöð ef veru- legra framfara ætti að mega vænta í fiskeldi og fískrækt. Hann vann að því á árunum 1948—50 að koma þessu í framkvæmd, en það heppn- aðist ekki þá, þó nærri lægi að það tækist. Þetta varð hins vegar að veruleika 1961 eftir að hann hafði gert tillögu um slíka stöð til þáver- andi ráðherra, Ingólfs Jónssonar, og ríkisstjómin fyrir forgöngu Ing- ólfs ákvað að hverfa að þessu ráði og festi ríkið kaup á jörðinni Kolla- fírði til nota í þessu skyni. í Laxeldisstöð ríkisins hefur, sem kunnugt er, verið unnið brautryðj- endastarf á sviði gönguseiðafram- leiðslu og laxahafbeitar, þvi grundvöllur var lagður I Kollafírði að framleiðslu góðra eins árs gönguseiða í hafbeit hér á landi. Af mörgu er að taka í sambandi við 40 ára starfsemi Veiðimála- stofnunar í þágu lax- og silungs-' veiði og ræktunar undir forustu Þórs Guðjónssonar, þó ekki verði farið út í nema fátt eitt. Það var tvímælalaust mikið happ hversu vel tókst til þegar grundvöllur þessara mála var lagður með veiðilöggjöf- inni frá 1933 og þeim endurbótum, sem gerðar hafa verið á lögunum síðan. Miklar framfarir hafa orðið hér á landi á þessu tímabili, enda ástand veiðimála gott. Víst er að á fyrstu áratugum starfsins fór mik- ill tími í að koma til framkvæmda ýmsum ákvæðum laganna. Jafn- framt og síðar hefur víðtæk gagnasöfnun í þágu veiði og físk- ræktar farið fram. Minna má á athyglisverð gögn varðandi lax- veiðina í landinu. Sú gagnasöfnun er einstæð meðal laxveiðiþjóða. Fullyrða má að þar séum við fremst- ir þjóða f þessu efni. Þá þykir skipulag veiðimála okkar til fyrir- myndar meðal erlendra áhuga- og kunnáttumanna um veiðimál, sem hafa hrósað okkur fyrir ástand veiðimála hér á landi. Við starfslok Þórs Guðjónssonar 1986 voru m.a. átta fískifræðingar starfandi hjá Veiðimálastofnun; einn sinnti rannsóknum í fískirækt, fískeldi og hafbeit, annar sinnti verkefnum á sviði straumvatna, þriðji stöðuvatnarannsóknum, fjórði starfar á fískeldissviði. Þá voru fjór- ir fískifræðingar hver með aðsetur í deildum stofnunarinnar úti á landi. Víðtækum rannsóknum á fiski í ám og vötnum hefur verið unnið að og þar á meðal sérstök verkefni á þessu sviði, eins og við Blöndusvæðið og víðar. Þór gerði sér far um alla tíð að fylgjast vel með öllu því, sem gerð- ist erlendis í þessum efnum og afla sér aukinnar þekkingar í faginu, m.a. með námsdvöl erlendis. Nefna má að á Veiðimálastofnun er gott bókasafn erlendra bóka og rita, sem sum eru fágæt. Það sýnir m.a. áhugi erlendra stofnana á að fá ljós- rit héðan úr þessum ritum. Þór sat auðvitað oft sem fulltrúi landsins á alþjóðlegum fundum um þessi mál; átti sæti í Lax- og silungsnefnd Alþjóðahafrannsóknarráðsins allan starfstíma sinn og sat einnig í ráð- gjafamefnd alþjóðlegra laxvemd- unarstofnana. Hann hefur lagt fram fjölda vísindalegra ritgerða á ráðstefnum erlendis og flutt marga fyrirlestra m.a. í boði erlendra fé- laga og stofnana, og auk þess ritað Qölda greina í blöð og tímarit. Eft- ir að Þór lét af starfí að eigin ósk á miðju sl. ári, hefur hann í tvígang verið beðinn um að flytja erindi um laxveiðimál á íslandi á alþjóðlegum ráðstefnum virtra samtaka um Atl- antshafslaxinn, en vitað er að Þór nýtur mikils álits erlendis meðal forustumanna á sviði rannsókna og stjómunar laxveiðimála. Hið fyrra erindið flutti hann í Frakklandi sl. vetur hjá Atlantie Salmon Tmst og hið seinna skipti í Bandaríkjunum nýlega á ráðstefnu sem átta þekkt samtök og stofnanir um vemdun og nýtingu laxins efndu til um stjómun laxveiða í framtíðinni. Ýmsum mun vafalaust fínnast það nokkur forréttindi að fá að vinna brautryðjendastarf. En svo varð einmitt raunin með veiðimálin og störf Þórs Guðjónssonar. Hitt vita þeir sem í slíku starfí lenda, að ekki er alltaf logn eða friður á ferð, ekki síst ef verið er að koma til framkvæmda ákvæðum laga er snerta hagsmuni manna, eins og veiðimálin em. Það ráða oft tilfínn- ingar svo að hlutimir geta verið snúnir. Þór var að mínum dómi sómakær og gætinn í störfum sínum, og mér fannst hann vilja segja og gera sem réttast í máli hveiju án tillits til þess hvort það myndi valda honum óvinsælda. Þór Guðjónsson var í gær heiðr- aður fyrir brautryðjendastarf í þágu veiðimála á ráðstefnu, sem efnt var til í tilefni af 50 ára afmæli rann- sókna í þágu atvinnuveganna. Það var Rannsóknarráð ríkisins sem beitti sér fyrir samkomuhaldi af þessu tilefni í samvinnu við þær tfu stofnanir, sem koma við þessa sögu. Þór hefur lagt ýmsum öðmm góðum málum lið, m.a. með þátt- töku í Lionshreyfingunni þar sem hann hefur tvisvar verið umdæmis- stjóri þeirra samtaka hér á landi og því notið mikils trausts þar. Sem ungur maður átti hann ásamt tveimur félögum sínum þátt í að stofna farfuglahreyfinguna hér á landi. Oft er spurt, hverra manna við- komandi sé. Foreldrar Þórs vom sæmdarhjónin Margrét Einarsdóttir og Guðjón Guðlaugsson, er bjuggu á Lokastíg 26 hér í borg, en þau áttu ættir að rekja í Ames- og Rangárvallasýslur. Þór gekk menntaveginn og tók stúdentspróf. Síðan fór hann til náms í fískifræði í Seattie í Washington undir hand- leiðslu hins heimskunna vísinda- manns dr. Donaldson og lauk mastersprófí í fískifræði með vatna- líffræði í öndvegi. Kona Þórs er Elsa E. Gudjónsson, safnvörður, og eiga þau þijú böm. Ég vil nota þetta tækifæri að lokum til að flytja Þór bestu ham- ingjuóskir í tilefni dagsins og óska honum og Elsu alls hins besta í framtíðinni. Einar Hannesson Þór Guðjónsson, fiskifræðingur og fyrrverandi veiðimálastjóri, er sjötugur í dag. Hann lauk meistara- prófí frá University of Washington, Seattle, Bandaríkjunum og var sér- grein hans vatnafískafræði. Leið- beinandi hans var prófessor Donaldson, heimsþekktur vísinda- maður á því sviði. Þeim sem þetta ritar er kunnugt um, að Donaldson hafði miklar mætur á Þór, heim- sótti hann hingað og studdi hann með ráðum og dáð. Og mörgum árum eftir að Þór lauk embættis- prófí dvaldist hann aftur um eins árs skeið á fiskifræðideild Wash- ington-háskóla hjá Donaldson við framhaldsnám og rannsóknir. Skömmu eftir að Þór kom heim frá námi árið 1946 var hann skipað- ur veiðimálastjóri og gegndi því starfí að mestu óslitið í 40 ár, eða til ársins 1986. Hann á því að baki langt og erilsamt starf, sem hann hefur frá upphafi sinnt af mikilli kostgæfni. Það er erfítt að hugsa sér Veiðimálastofnunina án Þórs. Þá stofnun byggði hann upp frá grunni. í byijun voru þeir 2 starfs- mennimir, nú eru þeir yfír 20. Veiðimálastofnun býr nú að hans mikla brautryðjendastarfí að skipu- lagningu veiðimála. Hér er ekki ætlunin að tíunda embættisferil hans og framlag til fjölda mála, enda Qarri því að vera tímabært. En störf hans hafa öll einkennst af stakri samviskusemi, vandvirkni og góðu skipulagi. Oft hefur hann þurft að taka óvinsælar ákvarðanir, en í því efni hefur hann ávallt gert það sem samviskan bauð honum. Fyrir utan ágætt starf á sviði veiðimála hefur Þór ávallt verið mikill áhugamaður um vatnarann- sóknir. Frá rannsóknarferðum með Þór á fyrri árum er mér sérstaklega minnisstætt, hve vandvirkur og nákvæmur hann var við alla gagna- söfnun. En í hans erilsama starfí hefur lítill tími gefíst til rannsókna. Þrátt fyrir það hefur hann ritað fjölda greina um laxfískarannsókn- ir. Meðal vísindalegra ritgerða Þórs vil ég sérstaklega nefna ítarlega og ágæta grein um íslenska laxinn, lífssögu hans, göngur, hrygningu, klak og eldi, sem birtist fyrir nokkr- um árum í ritinu Islenskar land- búnaðarrannsóknir. Og nú eftir að hann lét af starfí veiðimálastjóra gefst honum kærkomið tækifæri til að halda áfram úrvinnslu úr þeim mikla efnivið sem hann hefur safn- að um íslenska laxinn. Efa ég ekki að sú vinna eigi eftir að skila góðum árangri á komandi árum. Ég á margar og skemmtilegar minningar um Þór frá okka: fyrstu kynnum. Hann er drengur góður, gæddur næmri kímnigáfu og jafn- framt hlýr persónuleiki. Ég vil nota þetta tækifæri til að þakka honum trausta vináttu í 40 ár. Við Guðrún samfögnum Þór og Elsu á þessum tímamótum og sendum þeim okkar bestu kveðjur og óskir. Unnsteinn Stefánsson Bresk minningarathöfn í Fossvogskirkjugarði HIN árlega minningarathöfn um fallna hermenn Breska samveld- isins verður haldin sunnudaginn 15. nóvember við hermanna- grafreitinn í Fossvogskirkju- garði og hefst hún kl. 10.50 að venju. Þá gefst fóki tækifæri til að heiðra minningu þeirra milljóna, sem látið hafa lífíð í þágu friðar og frelsis og eru allir velkomnir. Athöfninni stjómar sr. Amgrímur Jónsson. í hermannagrafreit samveldisins í Fossvogskirkjugarði eru grafír 128 breskir hermenn og 84 annarra þjóða, þar á meðal 47 Kanada- manna og 5 Ástralíubúar. (Fréttatilkynning) Raufarhafnarfélagið: Félagsvist og kaffisala Raufarhafnarfélagið í Reykjavík verður með sína ár- Iegu félagsvist og kaffisölu sunnudaginn 15. nóvember. Félagsvistin og kaffísalan fara fram í sal Sparisjóðs vélstjóra í Borgartúni 18 í kjallara og hefst kl. 14. AUSTURBÆR Lindargata 39-63 o.fl. VESTURBÆR Ægisíða 80-98 o.fl. Nýlendugata SELTJNES Sæbraut KÓPAVOGUR Holtagerði Hrauntungu1-48 Bræðratungu Skjólbraut GARÐABÆR Háholt Hrísholt Eskiholt ÚTHVERFI Austurgerði o.fl. Grænahlíð Birkihlíð Efstasund 60-98 Lerkihlíð s
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.