Morgunblaðið - 14.11.1987, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1987
íttesKur
á tnorgun
FRÆÐSLUKVÖLD á vegum
Reykjavíkurprófastsdæmis,
sem öllum er opið, verður í Ás-
kirkju nk. miðvikudagskvöld kl.
20.30. Sr. Árni Bergur Sigur-
björnsson og Hólmfríður Péturs-
dóttir kennari flytja erindi um
söfnuðinn í draumi og veruleika.
Umræður og kaffisopi á eftir.
Samverunni lýkur með kvöld-
bænum.
ÁRBÆJARPRESTAKALL: Barna-
samkoma i Foldaskóla í Grafar-
vogshverfi laugardag kl. 11
árdegis. Barnasamkoma í safn-
aðarheimili Árbæjarsóknar
sunnudag kl. 10.30 árdegis.
Guðsþjónusta í Árbæjarkirkju kl.
14. Anders Josephsson syngur
einsöng. Organleikari Jón Mýr-
dal. Öllu eldra fólki í söfnuðinum
sérstaklega boðið til guðsþjón-
Fyrst er að líta á nokkur bréf.
Haukur Eggertsson í Reykjavík
hefur stundum áður látið í ljósi
sama sjónarmið og kemur fram
í bréfí hans hér á eftir. Honum
þykir stundum sem lærðir hafí
nokkurt séra-jóns-sjónarmið
gagnvart leikum, leyfi sjálfum
sér jafnvel að sletta erlendum
orðum, en banni öðrum það.
Gamlir Rómverjar sögðu: „Quid
licet Jovi non licet bovi.“ En það
er svo að skilja, að það sem leyf-
ist Júpíter, leyfíst ekki nautinu,
eða í lauslegri þýðingu, sem ég
sá einhvers staðar: Þeir banna
það kúnum sem boðið er frúnum.
Gefum svo Hauki orðið:
„Sæll Gísli.
Þú hvetur okkur lesendur þína
til að skrifa þér. Ég tek áskorun-
inni, á við þig erindi nokkurt.
Mjög er að okkur sótt um að
vanda mál í ræðu og riti. Það
snýst ekki síst gegn „fyrirtækja-
heitum“ beri þau ekki íslensk
nöfn. Þar koma fram á sviðið
hinir bestu menn. Dæmi um það
eru tvær greinar í Morgunblað-
inu, önnur 22. ágúst sl. Hugvit-
ið í Krmghumi og hin 9.
september íslensk tunga í
íslenskum kaupstað. Auk þess
er málið komið inn á Alþingi,
og er þar nokkur hiti í kolum.
Ég er hlynntur málvemd.
Það eru að sjálfsögðu
íslenskufræðingar, sem mest
láta að sér kveða um málhreins-
unina. Gott og vel. En mér fínnst
oft herfilegt ósamræmi í mál-
flutningi þeirra.
Á dögunum heyrði ég í út-
varpinu fyrirlestur, sem fluttur
var í húsakynnum Háskóla ís-
lands undir heitinu „ERÓTÍK“.
Það birtist í Morgunblaðinu í dag
[25. október]. Eg leyfi mér að
vitna í erindið sem áhugavert
innlegg í umræðuna um íslenskt
mál:
Heitið ERÓTÍK segir sitt. Þá
koma fræðiheitin, ogþar er (sko)
ekkert „leynipukur, hræsni eða
læðupokagang^-ur. SEMIÓ-
TÍSKT/SYMBÓLSKT, KÓRA,
JOUISSANCE, MÍKROKOSM-
OS og MAKROKOMOS. Þessi
orð eru margnotuð og koma
fram í flestum tilbrigðum tölu
og falla.
Guðspjall dagsins: Matt.
18: Hve oft á að fyrirgefa?
ustunnar. Samvera eldra fólks í
safnaðarheimilinu eftir messu.
Dagskrá og kaffiveitingar í boði
kvenfélags Árbæjarsóknar. Sr.
Magnús Guðjónsson biskupsrit-
ari flytur ræðu og skólakór
Árbæjarskóla syngur undir stjórn
Áslaugar Bergsteinsdóttur. Sr.
Guðmundur Þorsteinsson.
ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta
kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Sr.
Árni Bergur Sigurbjörnsson.
Fundur safnaðarfélaga Ás-
prestakalls í safnaðarheimili
Áskirkju verður mánudaginn 16.
Ég bjóst við að fínna þessi
orð í orðabókum Menningar-
sjóðs, útgefnum 1963 og 1983.
Eg fann aðeins tvö þeirra, míkro
í báðum en symból aðeins í hinni
síðari. Það virðist benda til þess,
að „symból" sé búið að vinna
sér hefð í málinu á þessum 20
árum og því orðið íslenskt. En
eru hin orðin þá ekki útlend
„orðskrípi", þar sem þau eru
ekki í íslenskri orðabók, eða hve
langan tíma þurfa þau til að
vinna sér þegnrétt í málinu?
Morgunblaðið kynnir höfund
ofangreinds erindis svo: „er að
ljúka námi á cand. mag.-stigi í
íslenskum bókmenntum". Bæri-
legur árangur! Blaðið boðar
framhald.
Með bestu kveðju.“
Þar með lauk bréfí Hauks
Eggertssonar sem ég þakka
honum og önnur fyrri. Um þessa
sérstöku grein, sem Morgun-
blaðið hefur þegar birt fram-
haldið af, segi ég ekki annað í
bili en ég býð höfundi að svara
hér fyrir sig.
Um vandamálið sjálft, erlend
fræðiheiti í íslensku, skrifaði ég
í 321. þætti að gefnu tilefni frá
Hauki Eggertssyni og öðrum
bréfritara og sagði þá:
„Sjálfsagt er að taka í streng
með Charles Agli Hirt og H.E.,
þegar þeir hringja inn málvönd-
unarkröfu á hendur listamönn-
um og menntamönnum.
Fordæmi þeirra er þungvægt.
Af mörgum slíkum hafa dæmi
verið tekin í þáttum þessum og
reynt að sýna fram á hvemig
þeir hafa öld eftir öld stutt að
varðveislu og þróun móðurmáls-
ins. Hitt er svo annað mál, að
oft getur verið erfítt að komast
með öllu hjá því að nota að ein-
hveiju marki útlend „lærdóms-
orð“ sem alþjóðleg mætti kalla,
svo sem dós"nt, rektor, pró-
fessor og kandídat. Lágmarks-
krafa er þá sú að rita þau orð
að íslenskum hætti.“
★
Halldór Kristjánsson frá
Kirkjubóli er alltaf jafn ritfær.
Hann segir:
„Hrannarskaflinn er auðvitað
báran. Brimskaflinn minnir
þ.m. kl. 20.30. Gestir úr bræðra-
og kvenfélögum Langholts- og
Laugarnessókna sitja fundinn.
BREIÐHOLTSPRESTAKALL:
Barnaguðsþjónusta í Breiðholts-
skóla kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14.
Organisti Daníel Jónasson. Sókn-
arprestur.
BÚSTAÐAKIRKJA: Barnasam-
koma kl. 11. Guðrún Ebba
Ólafsdóttir og Elín Anna Antons-
dóttir. Guðsþjónusta kl. 14.
Organleikari Jónas Þórir. Æsku-
lýðsfélagsfundur þriðjudags-
kvöld. Félagsstarf aldraðra
miðvikudagseftirmiðdag. Sr. Ól-
afur Skúlason.
DIGRANESPRESTAKALL:
Barnasamkoma í safnaðarheimil-
inu við Bjarnhólastíg kl. 11.
Guðsþjónusta í Kópavogskirkju
kl. 14. Sr. Þorbergur Kristjáns-
son.
DÓMKIRKJAN: Laugardag 14.
nóv.: Barnasamkoma í kirkjunni
kl. 10.30. Egill Hallgrímsson. Kl.
14.00: Basar kirkjunefndar
kvenna (KKD) í Casanova.
Sunnudag kl. 11.00: Prests-
vígsla. Settur biskup íslands hr.
Sigurður Guðmundsson vígir
cand. theol Yrsu Þórðardóttur
að Hálsi í Fnjóskadal. Sr. Auður
Eir Vilhjálmsdóttir lýsir vígslu.
Vígsluvottar auk hennar sr. Dalla
Þórðardóttir, sr. Hanna María
stundum á snjóskafl, einkum
þegar hann er kominn að því
að brotna og hvítur faldurinn
er að steypast fram yfír sig. Þá
er það holskefla.
Vígtennur í hákarli voru kall-
aðar skaflar. E.t.v. hafa þær
minnt á brodda á skaflajámum.
Annars hef ég aldrei séð upp í
hákarlskjaft.
Hesthófsskaflinn er að sjálf-
sögðu broddur á skeifu —
skaflajámum.
Svo er þá að lokum snjóskafl-
inn með hengjuna sem fellur.
í sambandi við garð sem
grannasætti er rétt að muna
orðið mannasættir sem er ljós-
lifandi. Hann er mannasættir,
enginn mannasættir o.s.frv.
Hvenær skyldi fyrst hafa ver-
ið talað um að menn týndu lífí?
Ég man ekki eftir því úr gömlum
sögum. Menn týndust, fórust og
létust og létu líf sitt, enda hefur
lengi verið talað um andlát og
líflát. Þó er sennilega gamalt
tilsvar: „Skaltu engu fyrir týna
nema lífínu." Og sjálfsagt eru
líftjón og manntjón gömul orð.
Ég heyrði nefndan skepnubú-
skap í útvarpinu. Það er víst hið
sama og Karl Finnbogason
nefndi kvikfjárrækt í sinni
landafræði.
Bestu kveðjur."
Umsjónarmaður mun seinna
reyna að svara spumingu Hall-
dórs um að týna lífí. En svona
í tilefni af bréfslokum lætur
hann þess getið, að ekki þykir
honum gott mál að í sauðfjár-
stofni séu svo og svo mörg dýr.
Þetta var í sjónvarpsfréttum, en
umsjónarmaður talar um skepn-
ur í þessu sambandi.
Á Stöð tvö þekktu þeir ekki
orðið Bæheimur og klúðruðu
því í Bóhemía, en á rás eitt í
útvarpinu hét Köln Kólonía, líkt
því sem Englendingur væri að
tala.
★
Ekki meir ég amra í bráð
á hana ritvél mína.
íslenskt mál á enda kljáð,
allt í þessu fína.
Pétursdóttir og sr. Miyako Þórð-
arson. Sr. Hjalti Guðmundsson
þjónar fyrir altari ásamt biskupi.
Dómkórinn syngur. Organleikari
Guðni Þ. Guðmundsson. Messa
kl. 14. Fermingarbörn lesa bænir
og ritningartexta. Sr. Þórir Step-
hensen.
ELLIHEIMILIÐ Grund: Messa kl.
14. Sr. Grímur Grímsson. Félag
fyrrverandi sóknarpresta.
FELLA- OG HÓLAKIRKJA:
Barnasamkoma kl. 11. Ragn-
heiður Sverrisdóttir. Guðsþjón-
usta kl. 14. Sr. Hreinn Hjartar-
son. Mánudag: Fundur í
Æskulýðsfsélaginu kl. 20.30.
Miðvikudag: Guðsþjónusta með
altarisgöngu kl. 20. Organisti
Guðný Margrét Magnúsdóttir.
Sóknarprestar.
FRÍKIRKJAN í Reykjavík: Barna-
guðsþjónusta kl. 11. Guðspjallið
í myndum. Barnasálmar og smá-
barnasöngvar. Afmælisbörn
boðin sérstaklega velkomin.
Framhaldssaga. Við píanóið Pa-
vel Smid. Sr. Gunnar Björnsson.
GRENSÁSKIRKJA: Barnasam-
koma kl. 11.00. Messa kl. 14.
Organisti Árni Arinbjarnarson.
Fimmtudag: Almenn samkoma
kl. 20.30. UFMH. Kaffisopi á eft-
ir. Allir hjartanlega velkomnir. Sr.
Halldór S. Gröndal.
HALLGRfMSKIRKJA: Laugar-
dag: Basar kvenfélags Hallgríms-
kirkju kl. 14 í safnaðarsal.
Sunnudag: Messa og barnasam-
koma kl. 11. Sr. Ragnar Fjalar
Lárusson. Þriðjudag: Fyrirbæna-
messa kl. 10.30. Beðið fyrir
sjúkum. Laugardag 21. nóv.:
Samvera fermingarbarna kl. 10.
LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10.
Sr. Jón Bjarman.
HÁTEIGSKIRKJA: Barnaguðs-
þjónusta kl. 11. Messa kl. 14.
Organisti Orthulf Prunner. Sr.
Arngrímur Jónsson.
HJALLAPRESTAKALL í Kópa-
vogi: Barnasamkoma kl. 11 í
Digranesskóla. Sr. Kristján Einar
Þorvarðarson.
KÁRSNESPRESTAKALL: Barna-
samkoma í safnaðarheimilinu
Borgum kl. 11 árdegis. Guðs-
þjónusta í Kópavogskirkju kl. 11
árdegis. Prestur Magnús Guð-
jónsson biskupsritari. Sóknar-
nefndin.
LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja
Guðbrands biskups. Óskastund
barnanna kl. 11. Söngur — sögur
— myndir. Þórhallur Heimisson
og Jón Stefánsson sjá um stund-
ina. Guðsþjónusta kl. 14. Prestur
sr. Pjétur Maack. Organisti Jón
Stefánsson. Sóknarnefndin.
LAUGARN ESPREST AKALL:
Guðsþjónusta kl. 11.00 fyrir alla
fiölskylduna. Altarisganga. Sr.
Olafur Jóhannsson messar.
Mánudag: Æskulýðsstarf kl. 18.
Sóknarprestur.
NESKIRKJA: Laugardag: Æsku-
lýðsfélagsfundur fyrir 11—12 ára
kl. 13. Samverustund aldraðra
kl. 15. Heimsókn úr Garðabæ.
Sunnudag: Barnasamkoma kl.
11. Munið kirkjubílinn. Guðs-
þjónusta kl. 14. Orgel- og kór-
stjórn Reynir Jónasson.
Guðmundur Óskar Ólafsson.
Fræðslufundur kl. 15.15. Dr. Sig-
urður Örn Steingrímsson fjallar
um nokkra valda texta úr Gamla
textamentinu. Umræður að er-
indi loknu. Mánudag: Æskulýðs-
félagsfundur kl. 19.30. Þriðjudag
og fimmtudag: Opið hús fyrir
aldraða kl. 13—17. Miðvikudag:
Fyrirbænamessa kl. 18.20. Guð-
mundur Óskar Ólafsson.
SELJASÓKN: Barnaguðsþjón-
usta í kirkjumiðstöðinni kl. 11.
Guðsþjónusta í Ölduselsskóla kl.
14. Sóknarprestur.
SELTJARNARNESKIRKJA:
Barnaguðsþjónusta kl. 11. Eirný
og Solveig Lára tala við börnin
og stjórna söng. Skólakór Sel-
tjarnarness kemur í heimsón og
syngur nokkur lög. Guðsþjónusta
kl. 14. Organisti Sighvatur Jónas-
son. Prestur sr. Solveig Lára
Guðmundsdóttir. Kaffisopi á eft-
ir. Æskulýðsfélagsfundur
mánudagskvöld kl. 20.30. Opið
hús fyrir 10—12 ára þriðjudag kl.
17.30. Biblíulestur í kirkjunni
miðvikudagskvöld kl. 20.00.
Sóknarprestur.
KIRKJA Óháða safnaðarins: Ný-
messa kl. 17. „Börnin og kristin-
dómurinn". Barnakór Öldutúns-
skóla kemur í heimsókn. Ungt
fólk leikur á hljóðfæri og les upp
ritningarlestra. Messa fyrir alla
fjölskylduna. Organisti Heiðmar
Jónsson. Sr. Þórsteinn Ragnars-
son.
DÓMKIRKJA Krists konungs
Landakoti: Lágmessa kl. 8.30.
Hámessa kl. 10.30. Lágmessa
kl. 14. Rúmhelga daga lágmessa
kl. 18 nema á laugardögum, þá
kl. 14.
MARÍUKIRKJA Breiðhotti: Há-
messa kl. 11.
HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnu-
dagaskóli kl. 14. Sameiginleg
samkoma í Fíladelfíukirkjunni kl.
20. Þar talar Roger Larson frá
Svíþjóð.
GARÐAKIRKJA: Barnasamkoma
í Kirkjuhvoli kl. 11. Guðsþjónusta
kl. 14. Sr. Bragi Friðriksson.
KAPELLA St. Jósefssystra
Garðabæ: Hámessa kl. 11.
MOSFELLSPRESTAKALL:
Barnasamkoma í Lágafellskirkju
kl. 11 og messa þar kl. 14. Sr.
Birgir Ásgeirsson.
FRÍKIRKJAN Hafnarfirði: Barna-
samkoma kl. 11. Guðsþjónusta
kl. 14. Altarisganga. Orgel- og
kórstjórn Örn Falkner. Biblíulest-
ur öll miðvikudagskvöld kl. 20 í
Framsóknarhúsinu. Sr. Einar Eyj-
ólfsson.
H AFN ARFJ ARÐ ARKIRKJ A:
Sunnudagsskóli kl. 10.30. Munið
skólabílinn. Guðsþjónusta kl. 14.
Fermingarbörn aðstoða. Sigríður
Guðmundsdóttir framkvæmda-
stjóri Hjálparstofnunar kirkjunn-
ar heimsækir söfnuðinn og leiðir
samveru í Fjarðarseli eftir guðs-
þjónustu, fjallar með litskyggnum
um þróunarstarf. Vænst er þátt-
töku fermingarbarna og foreldra
þeirra. Sr. Gunnþór Ingason.
KAPELLA St. Jósefsspítala: Há-
messa kl. 10. Rúmhelga daga kl.
18.
KARMELKLAUSTUR: Hámessa
kl. 8.30. Rúmhelga daga messa
kl. 8.
INNRI-NJARÐVÍKURKIRKJA:
Barnastarf í safnaðarheimilinu kl.
11. Sóknarprestur.
YTRI-NJARÐVÍK: Messa og
barnastarf kl. 11. Barnakórinn
syngur. Lesmessa. Sóknarprest-
ur.
KEFLAVÍKURKIRKJA: Sunnu-
dagaskóli kl. 11. Munið skóla-
bílinn. Fjölskylduguðsþjónusta
kl. 14. Vænst er þátttöku ferm-
ingarbarna og foreldra þeirra.
Sóknarprestur.
GRIN DAVÍ KURKIRKJ A: Fjöl-
skylduguðsþjónusta kl. 11 sem
sameinar sunnudagaskóla og
hefðbundna messu. Foreldrar
eru hvattir til að koma til kirkju
með börnum sínum. Börnin fá
að venju mynd og verkefni og
mætingarstimpil í kirkjumöpp-
una. Nk. þriðjudag kl. 20.30
bænasamkoma sem lýkur með
kaffidrykkju í safnaðarheimilinu.
Sr. Örn Bárður Jónsson.
AKRANESKIRKJA: Barnasam-
koma kl. 11. Fjölskylduguðs-
þjónusta kl. 14. Vænst er
þátttöku fermingarbarna og for-
eldra þeirra. Messa á dvalar-
heimilinu Höfða kl. 15.15.
Organisti Jón Ólafur Sigurðsson.
Sr. Björn Jónsson.
BORGARPRESTAKALL: Messa í
Borgarneskirkju kl. 14. Að lokinni
messu verður aðalsafnaðarfund-
ur. Sóknarprestur.
SIGLUFJARÐARKIRKJA: Messa
kl. 14 í safnaðarheimilinu vegna
framkvæmda í kirkjunni. Fundur
í félagi eldri borgara kl. 15. Nk.
miðvikudagskvöld kl. 20.30.
æskulýðsfundur í safnaðarheim-
ilinu. Fimmtudaginn opið hús kl.
14—15 og verður svo vikulega
nú í vetur. Sr. Vigfús Þór Árna-
son.
Umsjónarmaður Gísli Jónsson 413. þáttur