Morgunblaðið - 14.11.1987, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1987
23
það Lars Ingemann, sem sýndi
þetta safn einnig hér á landi á
FRÍMEX 87 á liðnu vori. í þessu
safni eru mjög góð og fágæt aura-
bréf, en skýringar með safninu eru
nánast engar. Verður að telja það
galla, enda er einmitt þörf á að
skýra margt í sambandi við þessa
útgáfu. Safn þetta hlaut gyllt silfur.
Danskur safnari, Tor C. Jensen,
sýndi nú í fýrsta sinn safn sitt af
útgáfunni í GILDI ’02—’03. Hefur
Tor um allmörg ár verið að safna
frímerkjum úr þessari útgáfu, sem
er sérstakur kapítuli í íslenzkri
frímerkjasögu, svo sem alkunna er.
Hygg ég óhætt að fullyrða, að þetta
sé bezta í GILDI-safnið, sem nú
er til. í því eru bæði stimpluð og
óstimpluð merki og mikill fjöldi
þeirra afbrigða og „prentvillna“,
sem kom fram við yfírprentun þessa
á sínum tíma. Eins hefur Tor náð
í fjölda bréfa með þessum frímerkj-
um, og það, sem mest er um vert,
er, að þau virðast öll eða flest hafa
verið réttilega notuð á þeim stutta
tíma, sem þau giltu til burðar-
gjalds. Það kom þess vegna tæplega
á óvart, að safnið fengi gyllt silfur.
Kunnur danskur safnari, Ole
Svinth, átti svo mjög gott safn af
íslenzkum skipspóstsbréfum og eins
frímerkjum með erlendum póst-
stimplum. Fyrir þetta safn sitt hlaut
hann stórt silfur.
Þá átti íjórði Daninn úr hópi ís-
landssafnara, Orla Nielsen, safn,
sem spannar yfír árin 1847—1918.
í þessu safni eru margir áhugaverð-
ir hlutir, en það stendur samt enn
töluvert að baki þeim söfnum, sem
nú hefur verið lýst. Það fékk silfur-
verðlaun.
Enn eitt íslenzkt safn kom nú
fyrst fyrir augu á alþjóðasýningi'.
Það á danskur maður, Torben Jen-
sen, en hann er eins og flestir landa
hans einnig vel þekktur hér á landi.
Er þetta sérsafn frímerkja með
mynd Kristjáns konungs X., en þau
komu fyrst út árið 1920. Hafa kom-
ið fram margs konar afbrigði við
prentun þessara merkja, og hefur
Torben viðað að sér verulegu efni
á liðnum árum. Eru það stök merki
og eins á heilum bréfum eða á
snyfsum. Þetta safn hlaut silfrað
brons. Eru allar líkur til, að mönn-
um hér heima gefíst kostur á að
sjá þetta safn og eins safn það af
í GILDI-merkjunum, sem lýst var
hér að framan, á væntanlegri af-
mælissýningu LÍF, LÍFÍL 88, í
marz á næsta ári.
Af því, sem nú hefur verið rakið,
geta lesendur séð, að ótrúlega flöl-
breytt íslenzkt frímerkjaefni var á
HAFNIU 87. Það eitt var ærið skoð-
unarefni fyrir áhugamenn um
íslenzka frímerkjasögu. En þó var
þetta ekki nema dropi í frímerkja-
hafínu, 78 rammar af um 4000, sem
á sýningunni voru. í sambandi við
þessa sýningu vakna margar al-
mennar spumingar, og verður
komið að sumum þeirra í næsta
þætti.
Ég vil svo að endingu minna les-
endur á skiptimarkað, sem verður
haldinn í húsakynnum Landssam-
bandsins í Síðumúla 17 sunnudag-
inn 22. þ.m. Eftir nokkurra ára hlé
ákvað stjóm Félags frímerkjasafn-
ara að endurvekja þessa starfsemi
í apríl síðastliðnum. Svo vel tókst
til, að nú er aftur farið af stað með
skiptimarkað og enn í samvinnu við
Félag myntsafnara og nokkra
áhugamenn um póstkortasöfnun.
Er þess að vænta, að þessir markað-
ir verði árviss atburður í starfí
safnara, því að þar fá menn oft
ágæta hluti í söfn sín og geta svo
um leið losað sig við annað, sem
þeir hafa ekki þörf fyrir. Þannig
verður þetta hagur allra, þegar upp
er staðið. Skiptimarkaðurinn hefst
kl. 13 og stendur til kl. 17 og er
að sjálfsögðu öllum opinn. Nánar
má vafalaust lesa um hann í frétta-
tilkynningu frá FF.
Loks vil ég minna félaga í FF á
fundinn næstkomandi fímmtudag
kl. 20.30 í Síðumúla 17. Þar mun
Magni R. Magnússon segja frá
HAFNIU 87, og eins verður stutt
uppboð á frímerkjum.
Kynning á bamabókum
í Borgarbókasafninu
Vísnakvöld
á Hótel Boi'g’
Tónlistarfélagið Vísnavinir
heldur vísnakvöld mánudaginn
16. nóvember á Hótel Borg.
Á vísnakvöldinu flytur Bergþóra
Ámadóttir m.a. efni af nýrri plötu
sinni, „í seinna lagi“. Áuk þess
koma fram Bjami Hjartarson og
Bræðrabandið, Sævar Magnússon
og félagar og ljóðskáldið Birgitta
Jónsdóttir.
Dagskráin hefst kl. 20.30.
Bergþóra Ámadóttir er meðal
þeirra sem koma fram á vísna-
kvöldi á Hótel Borg á mánudag-
inn.
Borgarbókasafn Reykjavikur
gengst í samvinnu við bókaútgáf-
una Vöku-Helgafell fyrir kynn-
ingu á bamabókum í dag,
laugardag, í Bústaðasafni og
Borgarbókasafninu í Gerðubergi.
Á bókmenntakynningunni lesa rit-
höfundamir Guðmundur Ólafsson og
Kristín Steinsdóttir úr nýútkomnum
bókum sínum, „Klukkuþjófurinn
klóki" og „Franskbrauð með sultu".
Þau hafa bæði hlotið verðlaun úr
Verðlaunasjóði íslenskra bamabóka,
sem stofnaður var 1985 í tilefni af
70 ára afmæli Armanns Kr. Einars-
sonar rithöfundar, en fjölskylda
Ármanns og bókaútgáfan Vaka
lögðu fram stofnfé sjóðsins.
Verðlaunin voru í fyrsta skipti
veitt Guðmundi Ólafssyni fyrir bók-
ina „Emil og Skundi" árið 1986 og
1987 hlaut Kristín Steinsdóttir þau
fyrir bókina „Franskbrauð með
sultu".
Kynningin hefst í Bústaðasafni kl.
13.30 og verður síðan endurtekin í
Borgarbókasafninu í Gerðubergi kl.
15.30.
Höfundamir árita bækur sínar
sem verða á boðstólum að kynningu
lokinni.
ER K0MINTILLANDS1NS
Viö slógum enn eitt SKODASölumetiö þetta áriö og uröum því uppiskroppa fyrr en ella.
Þess vegna geröum viö sérstakar ráðstafanir og fáum 88 árgeröina til landsins
rakleitt frá verksmiöjunum á mettíma.
Kíktu á upphitunarsýninguna um helgina, viö erum sannfæröir um
aö þetta eru bestu bílakaupin í dag.
Já, hvaö segir þú um nyjan bíl fyrir kr. 165.900.-
SÝNINC
LAUGARDAG
KL.13-17