Morgunblaðið - 14.11.1987, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 14.11.1987, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1987 Stjóm Þroskahjálpar: Framtíð Kópavogs Htagunfybrirtfe Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 600 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 55 kr. eintakiö. Hvað er að gerast í Moskvu? Stefnumörkun til fyrstu umræðu að hefur alltaf verið erfítt fyrir Vestur- landabúa að átta sig á því, sem gerist að tjaldabaki í Moskvu. Þegar litið er til baka verður ljóst, að flestir nýir valdamenn í Sovétríkj- unum hafa í upphafi valda- ferils síns hafíð einhvers konar áróðursherferð á Vesturlöndum til þess að sannfæra vestrænar þjóðir um, að nýir tímar væru í aðsigi austur þar. Fýrsta verulega tilraunin í þessa átt var gerð eftir að Nikita Krúsjoff tók við völdum fyr- ir u.þ.b. þremur áratugum. Þá var því mjög haldið á lofti í Moskvu, að ný um- bótasinnuð öfl hefðu tekið við stjómartaumunum aust- ur þar og vestrænar þjóðir ættu að grípa tækifærið og semja við Krúsjoff um deilu- mál milli austurs og vesturs. Afhjúpun Krúsjoffs á grimmdarverkum Stalíns varð til þess að ýta mjög undir trú vestrænna þjóða á að grundvallarbreyting hefði orðið á stjómarfarinu austur þar. Smátt og smátt kom í ljós, að engin breyting hafði orð- ið í Sovétríkjunum, sem orð var á gerandi. Berlínarmúr- inn var byggður, Krúsjoff hafði í hótunum við Kennedy Bandaríkjaforseta í Vínar- borg og reyndi síðan að koma upp eldflaugum á Kúbu. Næsta meiriháttar tilraun til að sannfæra Vestur- landaþjóðir um, að nýir tímar væru á næsta leiti austur þar, var gerð, þegar forystumaður KGB, Andr- opov, tók við æðstu völdum í Kommúnistaflokknum. Það var nánast ótrúlegt hvað fjölmiðlar á Vesturlöndum voru fljótir að falla fyrir þeim áróðri frá Moskvu, að með valdatöku Andropovs hefðu orðið tímamót í Sov- étríkjunum. Þó hefur þessi áróður aldrei orðið jafn árangursríkur og nú síðustu misserin, eftir að Gorbachev varð aðalritari Kommúnista- flokksins. Honum hefur verið hampað mjög á Vest- urlöndum og sú trú hefur verið sterk, að loksins væri kominn fram á sjónarsviðið fyrir austan maður, sem mundi breyta sovézku þjóð- skipulagi. Á margan hátt hefíir sovézki leiðtoginn orð- ið einn vinsælasti stjóm- málamaður á Vesturlöndum! Nú berast fréttir frá Moskvu, sem benda til þess, að ekki sé allt sem sýnist. Háttsettur forystumaður í Kommúnistaflokknum í Moskvu hefur verið rekinn. Sá hefur verið talinn náinn samstarfsmaður Gorbach- evs. Nú er það svo, að fjölmiðlar á Vesturlöndum vita í raun lítið um það, sem gerist í Kreml. Fréttir um það byggjast mjög á getgát- um og þess vegna geta þær verið meiri eða minni vit- leysa. En jafnvel þótt menn hafí þá fyrirvara á, benda síðustu fréttir frá Sovétríkj- unum þó til, að hinn nýi valdamaður þar í landi eigi í erfíðleikum innan Komm- únistaflokksins. Vesturlandaþjóðir hafa oft orðið fyrir vonbrigðum með framvindu mála í Sov- étríkjunum. Þess vegna er tilhneigingin mjög sterk til þess að trúa því, að breyting sé að verða á, sem geti losað þessar þjóðir við það farg, sem mikill vígbúnaður óneit- anlega er. Þrátt fyrir það sýnir fengin reynsla, að það er nauðsynlegt að taka með mikilli varúð öllum upplýs- ingum og áróðri frá Moskvu um, að þar hafí orðið tíma- mót með nýjum valdamanni. Auðvitað getur komið að því, að svo sé og margir hafa hallast að því, að Gorbachev væri í raun og veru umbótasinni, sem vildi breyta sovézku þjóðskipu- lagi. En í þeim efnum er bezt að láta verkin tala og byggja samskipti við Sovét- menn á því, sem þeir gera en ekki því, sem þeir segjast ætla að gera. Morgunblaðinu hefur borizt eftirfarandi greinargerð frá stjórn Þroskahjálpar: Stjóm Landssamtaka Þroska- hjálpar fagnar grein Jóns S. Karlssonar sálfræðings og Sævars Halldórssonar bamalæknis, sem birtist í Morgunblaðinu 3. nóvember sl. undir heitinu „Framtíðarskipulag Kópavogshælis". Greimn ber vitni um vilja til að ræða málefnalega þær skipulagsbreytingar á Kópa- vogshæli sem Þroskahjálp hefur lagt til og er það vel. Þar kemur ennfremur fram að ekki virðist vera gmndvallarágrein- ingur á milli greinarhöfunda og Þroskahjálpar í þessu efni. Báðir aðilar em sammála um að þörf sé á vemlegri fækkun vistmanna á Kópavogshæli, eins og raunar einn- ig er gert ráð fyrir í nýlegri reglu- gerð um hælið, en ekki er samstaða um hve mikil sú fækkun getur orð- ið á næstu ámm. Hins vegar em í greininni nokkur atriði sem gefa tilefni til frekari umræða á opin- bemm vettvangi. Tillögnr Þroskahjálpar Áður en vikið er frekar að ofan- nefndri grein er ástæða til að skýra í stuttu máli þær tillögur sem stjóm Þroskahjálpar lagði fram á nýaf- stöðnu landsþingi samtakanna og vom samþykktar þar samhljóða. Kjami tillagnanna er sá að fram til 1995, þ.e. á sjö ára tímabili, verði starfsemi Kópavogshælis dregin saman á þann veg, að í lok tímabilsins verði þar einungis deild- ir fýrir vistmenn, sem þurfa óvenju mikla og sérhæfða umönnun, t.d. beina hjúkmn. Gert er ráð fýrir að þeir verði 25—30 talsins. Nú era hins vegar á Kópavogshæli 155 vistmenn. Lagt er til að þeim sem flytja brott verði boðið að búa í sambýlum, þ.e. 5—6 manna heimil- um í almennum íbúðarhverfum, í samráði við aðstandendur og við- komandi yfirvöld málefna fatlaðra. í því skyni þarf að koma á fót rúm- lega 20 sambýlum. Lögð er rík áhersla á að fé- lagsleg tengsl vistmanna, jafnt við fjölskyldu sem vini, skerðist ekki við að flytja búferlum. í tillögunum er ennfremur bent á að nýta megi með sölu þau verð- mæti, sem felast í lóð Kópavogs- hælis og þeim byggingum, sem ekki verða nýttar fýrir starfsemi hælisins sem eftir verður á svæð- inu. Um er að ræða eftirsóknarvert byggingarland, t.d. undir íbúðar- byggð. Sögnlegar forsendur Kópavogshæli tók til starfa 1952 og var þá mikilvægt framfaraskref. Áður áttu vangefnir í fá hús að venda, utan foreldrahús, til að fá nauðsynlega -umönnun. Segja má að með stofnun hælisins hafi í fýrsta sinn verið reynt að koma skipulagi á þjónustu samfélagsins við þennan hóp landsmanna. Þau viðhorf vom þá ríkjandi að umönnun vangefinna væri best fyr- ir komið með því að þeir byggju margir saman, m.a. í því skyni að þekking og íjármagn nýttust sem best. Einnig ber að líta á stofnun Kópavogshælis í ljósi þess að fram undir allra síðustu ár var litið á vangefni sem sjúkdóm — eða hlið- stæðu þess. Þess vegna vom stofnanir fýrir vangefna skipulagð- ar í anda hefðbundinnar heilbrgiðis- þjónustu, þ.e. sem sjúkrastofnanir. Á Kópavogshæli hefur verið unn- ið mikið og gott starf og rétt er að taka skýrt fram að með tillögum Þroskahjálpar er á engan hátt verið að efast um hæfni eða góð- an vilja starfsfólks hælisins ellegar gera athugasemdir við vinnubrögð, miðað við ríkjandi aðstæður. Viðhorf breytast Á áttunda áratugnum verða vemlegar breytingar á viðhorfum til vangefmna og annarra fatlaðra. Meðal annars er bent á að það skerði félagslega stöðu þeirra og þroskamöguleika að vera nánast í hlutverki sjúklinga — nema í þeim tilvikum að þeir séu beinlínis sjúk- ir, sem sjaldnast er. Einnig óx þeirri skoðun fýlgi að þessum hópi beri sami félagslegi réttur til menntun- ar, búsetu og atvinnu og öðmm þegnum samfélagsins. Þessi viðhorf þróuðust frá því að þykja óraunsæ og byltingarkennd í það að verða ríkjandi, eins og glöggt kemur fram í lögum um aðstoð við þroskahefta frá 1979 og áréttað er enn frekar í lögum um málefni fatlaðra frá 1983. Þar seg- ir m.a. að markmið laganna sé að: „. . . tryggja fötluðum jafnrétti og sambærileg lífskjör við aðra þjóð- félagsþegna og skapa þeim skilyrði til þess að lifa eðlilegu lífi og hasla sér völl í samfélaginu þar sem þeim vegnar best“. Hin nýrri viðhorf fela það meðal annars í sér að fatlaðir skuli eiga þess kost að búa við svipaðar að- stæður og almennt gerist, þ.e.a.s. á heimilum af venjulegri stærð í almennum íbúðarhverfum. Með því „Kjarni málsins er sá að núverandi skipulag og starfsemi Kópavogs- hælis er ekki í samræmi við ríkjandi viðhorf um stöðu og rétt vangef ins fólks, né heldur í sam- ræmi við þær grund- vallarhugmyndir sem lög um málefni fatlaðra byggja á.“ móti gefist þeim kostur á almenn- ari og virkari þátttöku í daglegu lífi samfélagsins, sem aftur er for- senda þess að njóta samvista við aðra og læra af þeim samskiptum. Ennfremur má benda á að með þessum hætti verður fatlað fólk eðlilegur hluti samfélagsins í aug- um almennings, sem einnig er til þess fallið að draga úr félagslegri eingangmn þess. Augljóst er að sá, sem ekki fær tækifæri til að umgangast fólk al- mennt og fara um í samfélaginu, lærir heldur ekki ríkjandi umgengn- isvenjur, kynnist ekki umhverfi sínu með því t.d. að ferðast með almenn- ingssamgöngutækjum, kann lítil skil á verslunum og annarri þjón- ustu o.s.frv. Og sá, sem fær matinn tilbúinn á bakka á hveijum degi og hrein og strokin föt án þess að eiga hlut að máli, hann gerir sér heldur ekki grein fyrir hvað til þess þarf. M.ö.o. lærir hann ekki að bjarga sér, jafnvel þótt hann hafí til þess getu. Þá hefur verið bent á það hvað eftir annað á síðari ámm að þegar fyöldi manna, sem á einhvem hátt Úr sambýlinu á Vesturgötu 102 á Iðnaðarráðherra: Vona að samkomula^ um framlag til Iðnlán MARÍA E. Ingvadóttir (S.-Rvk.) bar i sameinuðu þingi á fimmtu- dag upp fyrirspurn til iðnaðar- ráðherra um lánasjóði iðnaðar- ins. Spurði hún hvenær mætti vænta frumvarps um breytingar á lögum um Iðnlánasjóð og hvernig fyrirhugað væri að bregðast við tekjumissi Iðnlána- sjóðs frá næstu áramótum og þar til lögin yrðu endurskoðuð. í svari iðnaðarráðherra kom m.a. fram að tillögur um lagabreyt- ingar yrðu lagðar fram á Alþingi eftir áramót. Hann sagðist einnig vona að samkomulag næðist um framlag til sjóðsins frá rikinu en lögbundið framlag er alveg fellt niður i fjárlagafrumvarpinu. Friðrik Sophusson, iðnaðar- ráðherra, sagði lögbundið framlag ríkissjóðs til vömþróunar- og mark- aðsdeildar Iðnlánasjóðs vera alveg fellt niður í fjárlagafrumvarpinu en það væri 25 milljónir í ár og ætti' að vera um 48 milljónir ef lögum væri fylgt. í athugasemdum með íjárlagafmmvarpinu segði m.a.:„ Ætlan stjómvalda er, að fella niður sem mest af lögbundnum framlög- um og tekjustofnum og í samræmi við það verður stefnt af breytingum á lögum um Iðnlánasjóð." Iðnaðarráðherra sagði þetta orðalag vera frá fjármálaráðherra og hefði það ekki verið sérstaklega borið undir hann. Framlag það sem verið væri að fella niður að fullu rynni til vömþfounar- og markaðs- deildar en ekki til fjárfestinga, eins og margir virtust telja. Tilgangur þeirrar deildar væri að stuðla að vömþróun og aukinni samkeppnis- hæfni iðnaðarins, örva nýsköpun og auka útflutning. Þetta framlag væri nánast eina opinbera framlag- ið til nýsköpunar og þróunar í iðnaði. Niðurfelling þess í einu lagi væri mjög tilfínnanleg fyrir fjárhag sjóðsins og tiltölulega mun meiri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.