Morgunblaðið - 14.11.1987, Síða 35

Morgunblaðið - 14.11.1987, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1987 35 Tryggvi Ólafsson listmálarí og Þrándur nur hans. Morgunblaðið/Klaus Ivetsen Sex af norrænu listamönnunum ásamt borgarstjóra Ballerup. Norræn sýning í Ballerup: Tryggvi Olafsson fulltrúi Islands Jónshúsi, Kaupmannahöfn. ÁTTA norrænir listamenn taka nú þátt í sýningu i stóra salnum í Ballerup Bibliotek, sem opnuð var 3. nóvember. Sýningin er á vegum deildar Norræna félagsins i Ballerup i samvinnu við sveitar- félagið. Var hún opnuð af borgar- stjóranum Ove E. Dalsgaard og formanni norrænu deildarínnar, Thomas Seeberg, sem báðir fögn- uðu listamönnunum innilega og færðu þeim gjafir. Eru þeir Finn Brandstrup, Sven Havsten-Mik- kelsen og Henry Heerup frá Danmörku, Hans Lynge, Grænl- andi, Amariel Nordoy, Færeyjum, Tryggvi Ólafsson, íslandi, Inghild Karlsen, Noregi og Annikki Tii- ríkkala frá Finnlandi. Sænskur listamaður hætti við á síðustu stundu. Fáskrúðsfjörður: Bilun í að- altogspili Hoffells Fáskrúðsfirði. TOGARINN Hoffell SU hefur verið frá veiðum í rúmlega hálf- an mánuð vegna bilunar i aðal- togspili skipsins. Er veríð að gera við hann í Reykjavík og mun við- gerðin vera langt komin. Hoffellið kom í sumar frá Pól- landi eftir miklar viðgerðir og endurbætur á skipinu. Meðal ann- ars var sett í það nýtt togspil og undirbygging undir það. Þegar skipið kom síðast til hafnar á Fá- skrúðsfirði kom í ljós að öxull í aðaltogspilinu hafði gengið til. Reyndist það vera vegna skekkju í undirbyggingunni. Hætta var á stórskemmdum svo skipinu var siglt til Reykjavíkur til viðgerðar. Ljóst er að útgerðin verður fyrir miklu tjóni vegna bilunarinnar en óljóst hver borgar það. Albert Voru sex listamannanna viðstadd- ir opnun sýningarinnar, en Havsten- Mikkelsen og Nordoy vantaði. Ræðumennimir fögnuðu sérstaklega einum þekktasta listamanni Dana, Henry Heerup, sem fyllti áttunda tuginn daginn eftir, og sýnir hann 3 málverk og 5 höggmyndir, elzta lista- verkið er frá árinu 1936. Aðrir tveir meðal hinna norrænu listamanna eru heldur engin unglömb: Hans Lynge varð áttræður í fyrra og hafði bæði olíumálverk og hinar fínlegu grafík- myndir sínar, allar af grænlenzkum mótívum, á sýningunni; og Sven Havsten-Mikkelsen, sem nýlega er orðinn 75 ára, sýnir 4 olfumálverk, þar af eitt frá íslandi, af Hafnarfjalli. Frá hendi Amariels Nordoy eru 4 málverk í skærum litum, sem minna á stórkostlega litaspeglunina í Fær- eyjum. Tryggvi Ólafsson sýnir 7 akrylmálverk í sínum skemmtilega og kunna stíl. Tryggvi er nú á förum til íslands, m.a. vegna útgáfu lista- verkabókarinnar um hann, sem út kemur fyrir jólin. Inghild Karlsen á lappatjald úr ullarfilti á sýningunni, en verk hennar bera keim foms tíma eða víkingaaldar. Annikki Tiirikkala er með frábærlega fallegar klippi- myndir, svartar á hvítum grunni. Finn Brandstrup er þekktur fyrir „emaleraðar" málmmyndir sínar, sem margar eiga sér stoð í goðsögn- um. Hann sýnir hér 6 þeirra. Formaður deildar Norræna félags- ins, Thomas Seeberg, kvað sýning- una vera aðra í röð norrænna sýninga sem áformað væri að halda annað hvert ár, sú fyrsta var árið 1985. Mikil aðsókn er að sýningum á bóka- safninu og komu þegar margir meðan verið var að koma listaverk- unum fyrir. Norræna félagið í Ballerup starfar nú aftur af fullum krafti og vonar Seeberg að eignast aftur vinabæ á íslandi, en hann var áður Borgames. Seeberg telur borg- arstjómina í Ballemp sinna vel listum og menningarmálum, ekki síst hvað varðar skreytingar úti við, t.d. hafi nýlega verið skreyttur gafl á 14 hæða húsi, en það muni vera Norður- landamet. Gerir formaðurinn orð spánska heimspekingsins Ortega y Gasset að sfnum: List er ekki dægra- stytting, list rekur dauðann á flótta. — G.L.Ásg. Engin óhöpp í 13. skákinni Skák Margeir Pétursson Þrettándu einvígisskák þeirra Karpovs og Kasparovs í Sevilla á Spáni lauk með jafn- tefli í gærkvöldi og leiðir heimsmeistarinn þvi ennþá ein- vígið, hann hefur hlotið sjö vinninga, en Karpov sex. Eftir er að tefla ellefu skákir. Það höfðu margir spáð því að Karpov myndi taka sér frest í gær, því hann er þekktur fyrir að vera hjátrúarfullur og búist við að hann veigraði sér við að tefla þrettándu skákina á föstu- deginum þann þrettánda, sem er frægur óhappadagur. Þar við bætist að Kasparov segir þrettán vera happatölu sina. Karpov lét sig þó hafa það að tefla, en þessi einkennilega tilvilj- un hefur e.t.v. orðið þess valdandi að hann kaus að fara að öllu með gát. Hann virðist nú loksins hætt- ur að tefla hið umdeilda peðsráns- afbrigði sitt gegn Griinfelds-vöm heimsmeistarans. Það færði hon- um sigur í fimmtu skákinni, en elleftu skákinni tapaði hann illa með því. í gær valdi hann tízkuafbrigði sem hefur verið rannsakað í þaula síðustu ár. Kasparov tók sér góð- an tíma til svars og fór þá leið sem vinsælust hefur verið upp á síðkastið. Karpov reyndist ekki hafa mikið nýtt fram að færa og lauk skákinni með jafntefli í 36 leikjum, eftir fremur lítil tilþrif. Skákin gerði því ekkert annað en að staðfesta ríkjandi kenningar um þetta afbrigði Griinfelds- vamarinnar. Það virðist sem nokkurs konar millibilsástand ríki í einvíginu um þessar mundir. Kasparov er skilj- anlega ánægður með að sitja á vinnings forskoti sínu, en Karpov virðist þurfa að safna kröftum og sjálfstrausti fyrir næsta áhlaup. 13. einvígisskákin: Hvítt: Anatoly Karpov Svart: Gary Kasparov Grilnf elds-vörn 1. d4 - Rf6 2. c4 - g6 3. Rc3 — d5 4. Rf3 — Bg7 5. cxd5 — Rxd5 6. e4 — Rxc3 7. bxc3 — c5 8. Hbl Þessi leikur hafði varla sézt þar til Kasparov beitti honum á Ólympíumótinu 1980. Hann varð þegar gífurlega vinsæll og það hafa þróast mörg og flókin af- brigði. Hvítur hefur átt síðasta orðið í þeim flestum, en síðustu tvö árin hefur svarti yfírleitt tek- ist að jafna taflið með þeirri sem Kasparov beitir. 8. — 0-0 9. Be2 — cxd4 10. cxd4 - Da5+ Þetta er ömggasta leiðin sem svartur á völ á gegn 8. Hbl af- brigðinu, því hvítur hefur tæplega nægar bætur fyrir peð eftir 11. Bd2 — Dxa2, eins og reynslan hefur sýnt. Hann verður því að sætta sig við uppskipti á drottn- ingum. 11. Dd2 - Dxd2+ 12. Bxd2 - e6 13. 0-0 - b6 14. Hfdl Framhaldið í skák minni við sovézka stórmeistarann Lputjan á síðasta Hastings-móti varð 14. Hbcl - Bb7 15. Bb4 - Hd8 16. Bb5 - Ba6 17. a4 - Bxb5 18. axb5 — a6! og svartur hefur nokk- um veginn jafnað taflið. 14. - Bb7 15. d5 - exd5 16. exd5 - Rd7 17. Bb4 - Hfc8 18. Be7 - Bf6 Fram að þessum leik höfðu keppendur fylgt troðnum slóðum, þ.e. skákinni Wells-Wolff, ungl- ingamóti í Oakham í fyrra. Þar lék svartur 18. — Bf8, sem er óvirkari leikur, en sá sem Ka- sparov velur. 19. d6 - Kg7 _ Þegar hér var komið sögu í skákinni hafði Kasparov eytt 54 mínútum meira en Karpov. Nú virðist koma sterklega til greina að leika 20. Rd4!? með hótununum 21. Bg4 og 21. Bb5, en Karpov velur fullrólegan leik: 20. Hel - Hc5 21. Bb5 - Bc6 22. Bxc6 - Hxc6 23. Hbdl - Bc3 24. He3 - f6 Vamaráætlun svarts byggist upp á því að halda yfirráðum yfir c-línunni og að halda hvíta bisk- upnum á e7 föngnum. Þar sem þetta tekst kemst hvítur ekkert áleiðis í ffamhaldinu. 25. g4 - g5 26. h4 - h6 27. hxg5 — hxg5 28. Rd4 — Bxd4 29. Hxd4 - Hh8 30. Hel - Hc2 31. a4 - a5 32. f4 - Kg6 33. fxg5 - Kxg5 34. Hfl - Kg6 35. Hf2 - Hhc8 36. Hdf4 - Hxf2 og í þessari stöðu var samið jafntefli. Á fímmtudaginn féllu leikimir í tólftu einvígisskákinni niður, sem tefld var á miðvikudaginn. Hún gekk þannig fyrir sig: 12. einvígisskákin: Hvítt:Gary Kasparov Svart: Anatoly Karpov Drottningarbragð 1. c4 - e6 2. Rc3 - d5 3. d4 - Be7 4. cxd5 Svo virðist sem meistaramir hafi gefist upp á að reyna að klekkja á hinu trausta Tartako- ver-afbrigði, sem kemur upp eftir 4. Rf3 - Rf6 5. Bg5 - h6 6. Bh4 — 0-0 7. e3 — b6. Það hefur verið þaulprófað í fyrri einvígjum þeirra og sömuleiðis „anti-Tar- takover“-leiðin, 6. Bxf6 — Bxf6. Heimsmeistarinn velur því upp- skiptaafbrigðið, sem leiðir venju- lega til þungrar stöðubaráttu. 4. - exd5 5. Bf4 - Rf6 6. e3 - Bf5 í þeirri frægu 8. einvígisskák í fyrra, lék Karpov hér 6. — 0-0 7. Bd3 — c5. Sú skák endaði með því að hann féll átíma í 31. leik. 7. Rge2 Hér er miklu hvassara að leika 7. Db3!? og það hefði verið fróð- legt að sjá hvemig Karpov hefði svarað þeim leik. í skákinni Salov-Timoshenko, Sovétríkjun- um 1986, fékk hvítur yfirburða- stöðu eftir 7. — Rc6 8. Dxb7 — Rb4 9. Bb5+ - Kf8 10. Kd2! 7. - 0-0 8. Hcl - c6 9. Rg3 - Be6 10. Bd3 - He8 11. Db3 - Db6 12. Dc2 - Rbd7 13. 0-0 - g6 14. h3 - Bf8 15. Rge2 - Hac8 16. Dd2 - Rh5 17. Bh2 - Rg7 18. g4 - Dd8 19. f3 - Rb6 20. b3 - Ba3 21. Hc2. í þessari athyglisverðu stöðu, þegar baráttan virtist rétt að byrja, bauð Kasparov jafntefli sem Karpov þáði. Hvítur hefur meira rými, en svarta staðan er afar traust og hvítur getur ekki lagt út í sóknaraðgerðir nema taka vemlega áhættu. Staðan í einvíginu gefur Kasparov ekkert tilefni til slíks. Hafnarstjórn Reykjavíkur: Hafnarsvæðið verði stækkað í Kleppsvík HAFNARSTJÓRN hefur sam- þykkt að fela hafnarstjóra að undirbúa stækkun hafnar- svæðis í Kleppsvík sunnan Holtabakka. Verði stefnt að þvi að gera viðlegu og uppland tilbúið til notkunar á næstu tveimur árum. Þá verði stefnt að því að framkvæmdum við lengingu Kleppsbakka verði lokið á árinu 1988. í greinargerð frá hafnarstjóm segir að sunnan Holtabakka séu miklir möguleikar til að stórauka athafnasvæði fyrir sjóflutninga og vörudreifingu. Með viðlegu og lagfæringu á upplandi verði hægt að taka í notkun um 20 hektara lands til þessarar starfsemi. Þar verði meðal annars hægt að bjóða farmeigendum og skipafélögum aðstöðu til skipaafgreiðslu, vöm- geymslu og vömdreifíngar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.