Morgunblaðið - 14.11.1987, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 14.11.1987, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1987 Viðamiklar stjórnkerf- isbreytingar í burðar- liðnum hjá Akureyrarbæ Ekki gert ráð fyrir uppsögnum starfsfólks AÐ UNDANFÖRNU hefur verið unnið að viðamiklum stjórnkerf- isbreytingum hjá Akureyrarbæ sem fela meðal annars í sér að starfsemi bæjarins verði skipt upp í fjögur svið í stað þess að nú heyra átján manns beint und- ir bæjarstjóra. Þau fjögur svið, sem um ræðir, eru félags- og fræðslusvið, fjármála- og stjórn- sýslusvið, tæknisvið og veitusvið. Einnig er lagt til að vegna sér- stöðu sinnar verði atvinnumál undir beinni stjórn bæjarsljóra í náinni framtið vegna eignar- halds bæjarins á mikilvægum fyrirtækjum. Tillaga þessa efnis frá stjórnkerfisnefnd liggur fyr- ir fundi bæjarstjómar, sem haldinn verður nk. þriðjudag, til fyrri umræðu. Ekki er búið að ákveða hvemig hinum einstöku sviðum verður deildaskipt, en á fundinum verður jafnframt tekin um það ákvörðun að samelna allar þijár veitustofnanir bæjar- ins, það er raf-, vatns- og hita- veitu, í eina stofnun, Veitustofn- un Akureyrar. Tekur nokkur ár Stjóm veitustofnana leggur þó til að fyrst um sinn verði skipulagi þó þannig háttað að starfseminni verði skipt í hitaveitu-, rafveitu- og vatnsveitusvið, en nú þegar verði unnið að breyttu skipulagi með sammna verkþátta. „Þetta mun fela í sér mikla hagræðingu, en menn vilja fara hægt í sakimar þar sem mjög dýrt er að breyta húsnæð- um stofnana auk þess sem ekki verður farið út í að segja fólki upp störfum, heldur komi sameiningin af sjálfu sér þegar fólk annaðhvort hættir störfum sökum aldurs eða af sjálfsdáðum. Hjá þessum þremur stofnunum starfa nú um 60 manns og er meiningin að fækka í rúmlega 40,“ sagði Sigfús Jónsson bæjar- stjóri Akureyrar. Hann sagði að veitustofnanir væm á fjórum stöð- um í bænum í dag og yrði fyrsta skrefíð væntanlega að færa stofn- animar á tvo staði í stað fjögurra „Líklega verður mjög fljótlega um einhvem sammna að ræða, en þess- ar fyrirhuguðu breytingar munu taka nokkur ár.“ Þess hefur ekki verið nægilega gætt á undanfömum ámm að skipuleggja formleg tengsl milli deilda og óformleg tengsl hafa ver- ið takmörkuð, m.a. vegna þess að starfsemin er dreifð um allan bæ, að sögn bæjarstjóra. „Þróast hefur óskipulögð valddreifíng, þar sem deildir starfa mjög sjálfstætt án skilgreindrar stöðu í heildinni. Sum- ar stofnanir hafa jafnvel mjög takmarkaða tilfínningu fyrir því að þær séu hluti af einni heild er vinni að sameiginlegu markmiði. Sam- skiptavandamál em milli sumra deilda og stofnana sem veldur því að verkefni em stundum ekki leyst af hendi á hagkvæmasta máta. Valddreifing hefur ýmsa kosti þeg- ar hún er hluti af vel skilgreindu stjómkerfi, þ.e. þegar hin sjálf- stæða deild lýtur sameiginlegum meginreglum og aðhaldi kjörinna fulltrúa." Stjómkerfísnefnd leggur til minniháttar breytingar á fjármála- og stjómsýslusviði frá því sem nú er. Gert er ráð fyrir að hinn fjár- hagslegi þáttur heilbrigðismála heyri undir þetta svið á meðan rekstur heilbrigðisstofnana er sam- starfsverkefni ríkis og sveitarfé- laga. Sama er að segja um önnur samstarfsverkefni ríkis og sveitar- félaga þar sem skömnin er aðallega í fjármálum. Til félags- og fræðslusviðs heyra félagsmál, öldrunarmál, mennta- og menningarmál, æskulýðs- og íþróttamál og hinn faglegi þáttur heilbrigðismála. Til tæknisviðs heyra öll tæknileg málefni að veitu- málum undanskildum. Má þar nefna: skipulagsmál, byggingareft- irlit og fasteignaskráningar, bygg- ingamál, gatna- og holræsamál, umhverfismál, strætisvagna, slökkvilið, heilbrigðiseftirlit, hafn- armál og tæknilega þjónustu við ýmsar deildir stofnana bæjarins. Samræmingaraðilar Lagt er til að ákveðnum embætt- ismönnum verði falið samræming- arhlutverk innan félags- og fræðslusviðs annars vegar og tæknisviðs hinsvegar. Ennfremur er lagt til að samræmingaraðili tæknisviðs hafí frumkvæði að tengslum milli veitustofnunar ann- ars vegar og annarra stofnana á tæknisviði hinsvegar. í megindrátt- um skal verkefni samræmingaraðil- anna fólgið í að halda fundi með forstöðumönnum deilda og stofnana þar sem verkefnin eru kynnt, miðl- að upplýsingum til og frá bæjarráði, aðstoðað við samræmingu verkefna og leyst hugsanleg ágreiningsmál milli forstöðumanna. Einnig eiga þeir að beita sér stöðugt fyrir sem mestri samvinnu einstakra deilda og stofnana á sínu sviði. Til að leysa þessi verkefni er óhjákvæmilegt að koma upp fastmótuðu samskipta- kerfí innan stóru málaflokkanna þriggja. Gerðar eru sérstakar tillög- ur þar um. Starfshæfni kerfisins Lögð er megináhersla á leiðir til að tryggja sem besta starfshæfni stjómkerfísins í heild. Lagðar eru til nokkrar innbyrðis breytingar ein- stakra deilda og stofnana, þar á Morgunblaðið/Guðmundur Svansson Börn að leik í Arholti meðal sameiningu verkefna tveggja eða fleiri stofnana eða deilda þar sem breytingin var talin nauðsynleg til að ná fram aukinni samvirkni. Ekki er nægilegt að samþykkja formlegt skipurit ef ekki er tryggt að lykilmennimir leiki sitt hlutverk rétt. Því er talið nauðsynlegt að fyrirskipa formlegt samskiptakerfí innan stjómkerfís embættismann- anna á sama hátt og innan nefnda- kerfísins. Fækkun nefnda nauðsynleg- Sigfús sagði að þá mætti fækka hinum ýmsu nefndum í bænum, en þær tillögur sem nú væm til um- fjöllunar tækju ekki tillit til þeirra. Nefndarkerfi bæjarins yrði að skoð- ast betur, en það yrði ekki gert fyrr en þær breytingar sem nú stæðu fyrir dymm væm útkljáðar. „Það er mikið af smánefndum, sem geta sameinast öðmm stærri. Til dæmis er einn og sami maðurinn æskulýðs- og íþróttafulltrúi hér á Akureyri sem er með eina æsku- lýðsnefnd og aðra íþróttanefnd í stað þess að hafa eina æskulýðs- og íþróttaneftid. Þá má nefna hinar ýmsu landbúnaðamefndir, sem mætti sameina, svo sem fjallskila- nefnd og riðunefnd auk þriggja skólanefnda, sem em í bænum, tón- listarskólans, verkmenntaskólans og gmnnskólans,“ sagði bæjar- stjóri. Kaupþing Norðurlands hf.: Fundur um verðbréfa- markaðinn á Wall Street KAUPÞING Norðurlands hf. efnir tíl hádegisverðarfundar nk. miðvikudag 18. nóvember þar sem rætt verður um erlenda verðbréfamarkaði. Gestur fund- arins verður Davíð Björnsson rekstrarhagfræðingur og starfs- NÝJAR B/EKUR NÝJAR BAEKUR NÝJAR BÆKUR NÝJAR BÆKUR NÝJAR BÆKUR Ert omíöA búin að fá þér þessar bækur? RAUM SERÍAN Gerist áskrifendur það borgar sig, tvær bækur í mánuði kosta aðeins kr. 550. Hringið í áskriftarsíma 96-24966. NÝJAR B/EKUR NÝJAR B/EKUR NÝJAR BAEKUR NÝJAR BÆKUR NÝJAR BÆKUR maður Kaupþings hf. í Reykja- vík. Davíð er menntaður _ viðskipta- fræðingur frá Háskóla íslands og lauk MBA-gráðu í fjármálum og verðbréfaviðskiptum frá Westem Ulinois University í Bandaríkjunum. Davíð hefur undanfarin þijú ár starfað sem deildarstjóri verðbréfa- deildar Kaupþings hf. Davíð hefur kynnt sér sérstak- lega hlutabréfamarkaðinn á Wall Street í New York og hann mun ræða hvemig verðbréfamarkaðir starfa erlendis, en starfsemi þeirra er gjörólík því sem gerist hér á landi. Hann mun ræða um verð- hmnið 1929 og heimskreppuna sem því fylgdi, verðhmnið á dögunum og hugsanleg áhrif þess á efna- hagslíf heimsins og þá sérstaklega áhrif þess hér á landi. Einnig mun hann ræða möguleika íslendinga á fjárfestingu í skulda- og hlutabréf- um erlendis í kjölfar síðustu efnahagsráðstafana ríkisstjómar- innar. Þátttaka er öllum opin er áhuga hafa á að fyigjast með þróun verð- bréfaviðskipta og taka þátt í umræðum um efnahagsmál. Þátt- taka tilkynnist til Kaupþings Norðurlands hf. fyrir 18. nóvember. Jón Hallur Pétursson fram- kvæmdastjóri Kaupþings Norður- lands sagði að fyrirtækið ráðgerði slíka fundi af og til eftir efnum og ástæðum. „Við höfum hugsað okk- ur röð slíkra funda eftir því sem tilefni gefst. Fundimir verða þó ekki reglulegir. Við ætlum að taka fyrir mál, sem flokkast undir efna- hagsmál í vfðasta skilningi. Búast má við að á næsta fundi verði kvóta- málið tekið fyrir og verður þá væntanlega fenginn gestur, sem byggja mun erindi sitt upp á fræði- legum grunni." Trillukarlar funda á Akureyri Smábátasjómenn úr svæðis- félagi smábátaeigenda, Kletti, ætla að halda fund um málefni smábátaútgerðar á morgun, sunnudag, kl. 14.00. A fundinn mætir formaður Landssambands smábátaeigenda, Arthur Boga- son úr Vestmannaeyjum. Yngvi Amason formaður Kletts sagði í samtali við Morgunblaðið að til fundarins væru boðaðir bæj- ar- og sveitastjómarmenn. Svæðis- félagið nær yfír byggðir á Norðurlandi, allt frá Siglufirði aust- ur að Húsavík. Yngvi sagði að smábátaeigendur, sem ættu báta undir 6 tonnum, væm harðast leikn- ar samkvæmt nýrri fiskveiðistefnu, og ljóst væri að ef þær hugmyndir næðu fram að ganga sem uppi væm, myndu þær gera út af við tríllukarla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.