Morgunblaðið - 09.12.1987, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 09.12.1987, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1987 9 Fáksfélagar Sýnikennska í jólaskreytingum verður í félags- heimilinu, fimmtudaginn 10. des. kl. 20.30. Veitingar: Jólaglögg. Allir félagar velkomnir. Kvennadeildin. FÉLÖG - SKÓLAR - ÍÞRÓTTAFÉLÖG Samtök psoriasis og exemsjúklinga Baldursgata 12,101 Reykjavik. Simi 25880 SOLUBORN OSKAST UM ' LAND ALLT! Ódýrir og fallegir jólalimmiðar til styrktar góðu málefni Upplýsingar í síma 25880 milli kl. 13.00-17.00 virka daga. KÍIV/V PANNA Fyrir rafmagnshellur „Kína“ pannan er notuð til að snöggsteikja. Snöggsteiking er aðal eldunaraðferð í kínverskrir matargerðarlist. Pannan er hituð með olíu t.d. soyjaolíu. Þegar pannan er orðin vel heit er smáttskorinn maturinn settur i og snöggsteiktur með því að snúa og velta honum hratt. Leiðbeiningar um notkun og nokkrar uppskriftir fylgja. Þessi panna er steypt með sér- stakri fargsteypuaðferð sem gefur bestu hugsanlegu hitaleiðni. Þess vegrfa hentar hún mjög vel fyrir snöggsteikingu á raf- magnshellum. Kínapönnuna má nota til að djúpsteikja og gufusjóða. Einnig til að brúna og krauma (hægsjóða). Fæst í um 80 búsáhaldaverslunum um allt land. Framleidd af Alpan hf., Eyrarbakka. Heildsöludreifing Amaro-heildverslun, Akureyri s: 96-22831. Ferðatöskur handtöskur ÚRVALIÐ ER HJA OKKUR POSTScNOUM Forréttindi og sjávarlén „Ef Einar Guðfinns- son, Haraldur Böðvars- son og Tryggvi Ofeigsson væru ungir og upprennandi menn í dag kæmust þeir ekki inn í sjávarútveginn, af þvi að þeir vóru þar ekki fyrir. Þá hefði þeirra saga ekki orðið til,“ segir Matthias Bjamason, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra (1974-1978), í sanitali við Sjávarfréttir. „Með þessu kerfi er í raun verið að lögbinda forréttindi til handa örf- áum mönnum. Mér finnst þetta afskaplega líkt for- réttindum lénsherranna fyrr á öldum . . . Þetta kerfi er skömmt- unarkerfi. Ég viðurkenni að við þurfum að hafa heildarskömmtun, en að skammta til hvers og eins finnst mér afskaplega andstyggileg aðferð. Þetta minnir mig á inn- flutningshöft millistríðs- áranna. í öðru lagi er það ákaflega alvarlegt mál þegar staðir missa rétt til veiða við það að fiski- skip er selt burt . . . í þriðja lagi get ég ekki fellt mið við það, að áveðnir einstaklingar fái þau forréttindi að eiga tiltekið magn af fiski í sjónum og geti selt það öðrum . . .“ „Já, það myndi ég gera,“ segir Matthías í lokin, aðspurður um, hvort hann myndi beita sér fyrir afnámi kvóta- kerfisins, ef hann settist á ný i stól sjávarútvegs- ráðherra. Aö selja Selvogsbanka! „Ég er á móti kvóta- stcfnunni og ýmsum meginþáttum núgildandi fiskveiðistefnu," sagði Lúðvik Jósefsson, fyrr- verandi sjávarútvegs- ráðherra (1956-58 og 1971-74). Lúðvík segir að marg- Hvað segja þeir um kvótakerfið? Sjávarfréttir ræddu nýverið við þrjá fyrr- verandi sjávarútvegsráðherra um álit þeirra á kvótakerfinu. Staksteinar glugga í fáein efnisatriði viðtalanna. ar spár fiskifræðinga sýni að „fiskifræðileg þekking er af mjög skomum skammti". „Kvótinn sé langt frá þvi að vera nákvæm skipting á heildaraflamagni.“ „Fiskveiðistefnan hefur orðið afskræmd smá- skammtaúthlutun, t.d. þegar verið er að eltast við veiðar smábáta . . .“ Fiskveiðistefnan hefur leitt til þess að „flotinn hefur elzt og er í mörg- um greinum orðinn gamaldags". „Ein rökin fyrir núgildandi fisk- veiðistefnu em þau að byggja þurfi upp stærri hrygningarstofn," segir Lúðvik, og bætir við: „Fiskifræðilega er ekk- ert sem sannar að stór hryggningarstofn skili af sér stærri og lífvænlegri fiskárgangi en minni hrygningarstof ninn, enda sýna dæmin það.“ Lúðvik segir: „Talnaspekingar, sem aldrei hafa komið nærri útgerð en hafa að visu háa háskólagráðu, boða að nú sé bezt að úthluta kvóta til næstu 14 ára og selja kvótann fijálst. Ef slíkt væri gert, væri það hreinn afglapaháttur. Með þvi væri auðvitað boðið upp á þá hættu að viss útgerðarfyrirtæki kaupi upp mestallan kvótann, þannig að út- gferðin dreifist á örfáa staði og aðrir fari í auðn í þessu kapphlaupi með ófyrirsjánlegum afleið- ingum fyrir þjóðarbúið í heild . . . Nú er verið að tala um það í fúlustu alvöm, að selja einhveijum einum Selvogsbankann, öðrum verði seld Halamið og þeim þriðja Hvalbaks- mið! Þetta getur komið út úr þessari vtileysu“!, segir Lúðvík i Iok sam- talsins. Skera þarf á milli skips og kvóta Kjartan Jóhannsson, fyrrverandi sjávarút- vegsráðherra (1978-80), segir: „Sjávarútvegurinn hefur tilhneigingu til þess að éta undan sjálf- um sér, bæði með offjár- festingu í fiotanum og ofsókn í fiskistofnana. Ég tel að meginárangur kvótakerfisins sé e.t.v. sá að hafa haft hemil á stærð fiskiskipastólsins og haldið sókninni í skefjum. En ef fiskveið- stjómunin ætti að vera verulega góð, þyrfti hún líka að leiða til þess að veiddur væri fullvaxta fiskur í ríkara mæli en smár fiskur. í þeim efn- um hefur kvótakerfið brugðizt." En hvaða breytingar vill Kjartan gera? „í fyrsta lagi þarf að afnema þessa mismunum milli norður- og suður- svæðis." „í annan stað að skera á milli skips og kvóta." Skip em núna seld á miklu yfirverði, vegna þess að þeim fylgir kvóti. Þá tel ég að þeir sem ekki sækja sjálfir sjó út á kvóta sinn, heldur selji hann öðrum, eigi að hafa tvo valkosti. Annarsveg- ar að kvótann megi geyma. Hinn kosturinn er sá að kvótinn verði seldur í eitt skiptí. fyrir öll. „Auðvitað mættí hugsa sér, að kvótakerfið væri miðað við fjölda fiska í stað tonna,” segir Kjart- an, „til þess að stuðla að sókn í stærri fisk“. PREÐJA OG SJÖUNDA HEILRÆÐI FRÁ VERÐBRÉFAMARKAÐIIÐNAÐARBANKANS TIL ÞEIRRA SEM ERU AÐ BYRJA AÐ SPARA. 3 Hyggiö vel að vöxtunum, hverju einasta prósentubroti! Leitiö hæstu vaxta hverju sinni en gætið þess jafnframt að fjárfesting verði ekki of áhættusöm eða torskilin. 7 Góð yfirsýn yfir fjármálin er nauðsynleg. Best er að geta jafnan fylgst með hvernig eignir og skuldir breytast frá einum tíma til annars. ... OG ÞAÐ ER EKKERT ERFITT AÐ STÍGA FYRSTU SKREFIN! VIB VERÐBRÉFAMARKAÐUR LÐNAÐARBANKANS HF Ármúla 7. 108 Reykjavik. Simi 68 15 30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.