Morgunblaðið - 09.12.1987, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 09.12.1987, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1987 Kína: Haskólastúdent- ar í Peking mót- mæla aðbúnaði Peking, Reuter. STÚDENTAR við háskóla í Peking fyrir afburðanemendur sem mótmæltu í gær dauða fé- laga síns sögðu að fulltrúar stjórnvalda hefðu lofað þeim að málið yrði tekið fyrir og að lögregla myndi hætta að beita mótmælendur valdi. Zang Wei lést á laugardag eftir átök á stúdentagarði við hjólreiða- viðgerðarmann. Ekki voru nein hjálpargögn fyrir hendi á garðin- um til að veita Zang aðhlynningu og telja námsmenn að ella hefði mátt bjarga lífi hans. Þegar á sjúkrahús kom neitaði starfsfólkið að sinna Zang fyrr en greiðsla hefði verið tryggð. Þegar sú trygg- ing fékkst var það orðið um seinan að sögn námsmannanna. Stúdentamir fengu áheyrn hjá Zheng Tuobin, ráðherra utanríkis- viðskipta, á mánudag en Utanríki- sviðskiptaháskólinn í Peking lýtur yfirstjóm Zhengs. Þá höfðu fimm hundmð stúdentar gengið í kröfu- göngu frá stúdentagörðum til miðborgarinnar til að mótmæla dauða félaga síns á laugardag. Þeim þótti lögregla beita sig harðneskju og því færðust mót- mælin í aukana í gær. „Okkur var lofað að strax yrðu tekin fyrir þau atriði sem unnt er að leysa úr á skjótan hátt en að önnur atriði yrðu skoðuð gaum- gæfilega," sagði einn af stúdent- unum við Utanríkisviðskiptahá- skólann í Peking við fréttamenn eftir fundinn með Zheng. Um það bil tvö þúsund stúdentar hittu Li Lanqing aðstoðarráðherra ut- anríkisviðskipta að máli í tvær klukkustundir í gær og frekari viðræður em á dagskránni í dag. Námsmennirnir bám upp kröfur sínar um bætta læknisþjónustu fyrir námsmenn og lausn á matar- skorti sem hefur hijáð þá. „Þetta em ekki pólitísk mót- mæli. Við beinum kvörtunum okkar til stjórnar háskólans," sagði einn stúdentanna. Tæpt ár er nú síðan bylgja stúdentaóeirða gekk yfir Kína. Þá kröfðust náms- menn aukins lýðræðis. Reuter Flugvélin sundraðist gersamlega þegar hún kom niður og dreifðist brakið um stórt svæði. Eru stærstu brotin ekki nema um tveggja feta löng. Á minni myndinni er flugvél sömu tegundar og fórst í Paso Robles. Fjörutíu og fjórir farast í flugslysi í Kaliforníu: Flugvélin sundraðist þegar hún kom niður ERLENT Flugsljórinn heyrði skotið af byssum rétt fyrir hrapið Paso Robles, Kaliforníu. Reuter. Sérfræðingar frá bandarísku alríkislögreglunni, FBI, voru kallaðir til í gær til að rannsaka flak flugvélar, sem fórst með 44 mönnum. Leikur grunur á, að byssuskotum hafi verið hleypt af í farþegarýminu rétt áður en vélin hrapaði. Samkvæmt upplýsingum frá bandarísku flugmálastofnuninni skýrði flugstjóri vélarinnar frá því skömmu fyrir slysið, að hann hefði Sovétríkin: Náðunarbeiðm Rusts hafnað heyrt skothvelli í farþegarýminu, og sagði Fred Reagan, talsmaður FBI, að kannað yrði hvort glæpsam- legt athæfi hefði átt einhvern þátt í slysinu. Flugvélin, BAe 146, fjögurra hreyfla þota í eigu Pacific South- west Airlines, hrapaði til jarðar skammt frá Paso Robles, 320 km suður af Los Angeles en þaðan hafði hún farið 47 mínútum áður á leið til San Francisco. Björgunar- menn komu strax á vettvang en talsmaður flugfélagsins sagði, að ólíklegt væri, að nokkur fyndist á lífi. Með vélinni voru 39 farþegar og fimm manna áhöfn. Vitni segjast hafa séð flugvélina alelda skömmu áður en hún hrap- aði til jarðar og talsmaður lögregl- unnar sagði, að vélin hefði brotnað í smátt og brakið dreifst um stórt svæði. „Það er varla hægt að finna heillegan líkamshluta,“ sagði hann. Svarti kassinn hefur hins vegar komið í leitimar. Moskvu, Reuter. NÁÐUNARBEIÐNI Matthiasar inu í Moskvu í maí síðastliðnum, Rust, vestur-þýska piltsins sem hefur verið hafnað að sögn Júrís lenti flugvél sinni á Rauða torg- Gremitskikh, talsmanns utanrík- Olíuvinnsla hefst í Norður-Jemen Sanaá, Reuter. I DAG bætist Norður-Jemen í hóp olíuframleiðsluríkja, er forseti landsins Ali Saleh opnar opinberlega olíustöð við Alif og olía mun renna í pípum þaðan til Ras Isa við Rauðahafið. Þetta þykir tíðindum sæta og menn komast svo að orði, að með þessu sé Norður Jemen að taka fyrstu skrefin inn í 20.öldina, þótt hún sé langt komin. í fyrstu verður framleiðslan mjög lítil, en á miðju næsta ári er áætlað, að hún verði um 200 þúsund tunnur á dag. Hámarksaf- köst Alifolíusvæðisins gætu orðið 500 þúsund tunnur og eitthvað ámóta er að segja um Azalsvæðið, sem er skammt frá. Ekki er þó einskær ánægja með þetta mál. Jemenar óttast, að Saudar sem hingað til hafa látið mikið fé af hendi rakna til þeirra muni kippa að sér hendi, og þar sem tekjur landsins vegna vinnu Jemena erlendis, einkum í Fló- aríkjunum, hafa minnkað mikið undanfarin ár, gæti svo farið að þeir 700-800 milljónir dollara, sem fyrir olíuna fást á ári, drægju skammt. Norður Jemen er eitt ein- angraðasta, snauðasta og vanþró- aðasta land í heimi. Ólæsi er þar mikið, og ástand í heilbrigðismál- um bágborið. í Suður Jemen hefur einnig fundizt nokkur olía, en um vinnslu á henni er ekki ljóst, enda óhægt um allan fréttaflutning frá Jem- enríkjunum báðum. í Norður Jemen búa um 8 milljónir manna, og miklar væringar eru þar milli ættbálka, auk þess sem einatt kemur til skotbardaga við landa- mæri Jemenríkjanna. isráðuneytis Sovétríkjanna. „Beiðni hans hefur verið ígrund- uð en svarið var neikvætt," sagði Gremitskikh í gær við fréttamenn. Rust sem er 19 ára gamall sendi náðunarbeiðni sína til Æðsta ráðs- ins. í september var hann dæmdur í fjögurra ára þrælkunarbúðavist fyrir skemmdarverk og fýrir að hafa virt lög um flugsamgöngur og landamærareglur að vettugi. Gremitskikh sagði að beiðninni hefði verið hafnað vegna þess að Rust væri ekki búinn að afplána helming dómsins og tilfelli hans hefði ekki sérstöðu. Samkvæmt sovéskum lögum er náðun heimil ef sakamaður hefur afplánað helm- ing fangavistar eða ef aðstæður er að einhverju leyti sérstakar. Að sögn Gremitskikhs er Rust við góða heilsu. Að sögn vestur-þýskra stjómarerindreka ver Rust tíma sínum í fangabúðunum við rúss- neskunám og lestur vísindarita. Flug Rust til Moskvu kostaði vamarmálaráðherrann og yfirmann loftvama starfið. ívan Tretjak, nýr vfirmaðurjpftvama í Sovétríkjun- um, sagði í síðasta mánuði að menn hefðu tekið eftir flugvél Rusts á sínum tíma en ekki hefði náðst í neinn yfirmann til að ákveða hvem- ig bregðast skyldi við hinni óþekktu flugvél. Reuter Finnskir blaðamenn fá að- gang að sovéskri flotastöð Síðastliðinn þriðjudag fengu nokkrir finnskir blaðamenn að sjá flotastöð Rauða flotans í Severomorsk, en hún er hluti stærstu flotabækistöðvar heims í Murmansk á Kólaskaga. Severomorsk er stærsta flotastöð ofansjávarskipa í norðurflota Sovétríkjanna. Til vinstri á myndinni er kjarnorkubeitiskipið Kirov, en til hægri gefur að líta eldflaugabeitiskip af Slava-gerð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.