Morgunblaðið - 09.12.1987, Blaðsíða 80

Morgunblaðið - 09.12.1987, Blaðsíða 80
 Þjónusta íþínaþágu SAMVINNUBANKI ISLANDS HF. ^ . - - . . ir^ir ^ A*. I ALHLIÐAPRENTÞJÓNUSTA | #1f0ítllPtoPW ISGuðjónáhf. ' 91-2 72 33 I L MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1987 VERÐ í LAUSASÖLU 55 KR. Hitinn fór í 10 stig á Norðurlandi í gær: Auð jörð um allt land og ekki þarf að fóðra fuglana VEÐURBLÍÐUNA í vetur má m.a. marka af því að Katla hf. hefur aðeins selt 2 tonn af fugla- fóðri það sem af er vetrar i stað 20 tonna á sama tima i fyrra. Katla er langstærsti framleið- andi fuglafóðurs hér á landi og hefur nýverið keypt ný tæki til að mala og blanda kommat ofan í smáfuglana, sem ættu að geta afkastað 10 tonnum á dag, en ekki hefur reynt á þau ennþá. „Ástæðan fyrir því að það hefur IWfer lítið selst af fuglafóðri er fyrst og fremst sú, að það eru engir fuglar til að fóðra,“ sagði Kristján Haukur Skarphéðinsson, líffræðingur hjá Guðmundur H. Garðarsson: Reynt verði jslö þróa sig frá kvótakerfi „Sjálfstæðisflokkurinn leggur áherslu á að svo fljótt sem unnt * er verði reynt að þróa sig út úr kvótakerfi í fiskveiðum," sagði Guðmundur H. Garðarsson í umræðum um kvótafrumvarpið í efri deild Alþingis í gær. Guð- mundur sagði einnig að margir sjálfstæðismenn væru þeirrar skoðunar að gildistími kvóta- frumvarpsins, þ.e. 4 ár, væri of langur. Þorvaldur Garðar Kristjánsson sagði að á gildistíma kvótakerfis- ins, frá 1984, hefðu verið veidd 250 -þúsund tonn af þorski umfram það sem stjómvöld hefðu ákveðið. Karl Steinar Guðnason sagði að meðan kvótakerfíð hefði verið við lýði hefði skipastóll Suðumesja- manna minnkað um 10-12 skip. Sjá nánar á bls. 45. Náttúrufræðistofnun. Hann sagði að það væm einkum snjótittlingar, sem fólk fóðraði á veturna, og þeir kæmu ekki til byggða nema jarð- bönn væru á láglendi. í veðurblíð- unni í vetur væri hins vegar nóg af fræjum og heymoði fyrir fuglana og þeir hefðu því nóg æti úti á víða- vangi og hefðu ekkert að sækja í kaupstaðinn. Þá geta kviknað flug- ur í þara í fjörunum á sólskins- dögum hvenær sem er vetrar og sækja ýmsir fuglar, svo sem þrestir og starrar, í þær. Eins og fram hefur komið í frétt- um er nýliðinn nóvember sá hlýjasti í Reykjavík síðan 1968, og sá átt- undi hlýjasti á öldinni. Á Akureyri var nóvembermánuður sá næsthlýj- asti á öldinni, en þar var meðal- hitinn 3,9 stig, sem er 3,7 stigum yfír meðallagi. Nú er enginn snjór á láglendi á landinu, að sögn Magn- úsar Jónssonar, veðurfræðings, og í gær var 7—9 stiga hiti víða um land, og 10 stiga hiti sums staðar á Norðurlandi, sem er svipað veður og í septembermánuði. DAGAR TIL JÓLA Morgunblaðið/Guðmundur Svansson Félagar í Björgunarsveitinni Tindi á Ólafsfirði kanna ástand flaksins í fjöruborðinu, 150-160 metr- um fyrir neðan veginn. Ólaf sfjarðarmúli: Ungur maður mikið slasaður eftir bílveltu UNGUR maður frá Sauðárkróki liggur nú stórslasaður í Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri eftir að hann missti stjórn á bif- reið sinni i fyrrakvöld í Ólafs- fjarðarmúla. Bifreiðin hafnaði gjörónýt í fjöruborðinu, sem er 160 til 160 metrum fyrir neðan veginn. Það vildi ökumanninum til happs að hann kastaðist út 60 til 80 metrum fyrir neðan veginn. Lá hann þar meðvitund- arlaus og höfuðkúpubrotinn er björgunarsveitarmenn frá Ól- afsfirði komu að honum á tólfta timanum þá um kvöldið. Ungi maðurinn var heldur á batavegi í gærkvöldi. Óhappið varð í svokölluðu Syðra-Drangsgili en þar hefur orð- ið dauðaslys. Þama hafa einnig orðið mörg óhöpp og er gilið aðal- slysagildran í Múlanum, að sögn lögreglu. Vegarkaflinn verður hins- vegar úr sögunni með tilkomu nýrra jarðgangna um Múlann. Apótekari Dalvíkinga, Óli Þ. Ragnarsson, átti leið um Múlann um kvöldið og sá hann hjólför í snjóföl á vegarbrúninni sem bentu til útafaksturs. Án þess að stöðva bílinn hélt hann rakleiðis á lög- reglustöðina á Ólafsfírði til að gera viðvart. Þá nutu björgunarsveitar- menn aðstoðar báta við að lýsa upp Múlann á meðan á leit stóð. Sjá nánar á Akueyrarsíðu á bls. 44. Skýrsla Ríkisendurskoðunar: 4 Morgunblaðið/Bjami Þorgils Óttar fyrirliði íslands skorar mark í gærkvöldi. Heimsmeist- arar lagðir íslendingar unnu heimsmeist- ara Júgóslavíu í landsleik í handknattleik í gærkvöldi 25:22. Þetta er þriðji sigur íslands yfir heimsmeisturun- um á þessu ári. Þjóðirnar mætast aftur í Laugardalshöll í kvöld. Kostnaður við flugstöð fór 871 milljón fram úr áætlim Ekki réttur samanburður segir byggingamefnd sem telur kostnað fara 3% fram úr áætlun SKÝRSLA ríkisendurskoðunar um byggingu flugstöðvar Leifs Eiríkssonar var lögð fram á Alþingi í gær, en í byijun ágústmánað- ar sl. óskaði Jón Baldvin Hannibalsson, fjármálaráðherra, eftir því, að gerð yrði sérstök úttekt á byggingarkostnaði flugstöðvarinnar. Niðurstaða ríkisendurskoðunar er sú, að framkvæmdakostnaður við fullgerða flugstöð nemi 2 milljörðum og 992 milljónum króna, þegar hann hefur verið framreiknaður til verðlags í september 1987, en upphafleg kostnaðaráætlun hafi numið 2 milljörðum 121 milljón króna, framreiknuð með sama hætti. Mismunur nemi 871 milljón króna. Byggingarnefnd flugstöðvarinnar sendi frá sér í gær athuga- semdir vegna skýrslu ríkisendurskoðunar og segir þar, að ekki sé rétt að bera byggingarkostnað saman við upphaflega áætlun heldur verði að taka tillit til breytinga á mannvirkinu meðan á framkvæmd- um stóð. Miðað við slíkan samanburð hafi byggingarkostnaður farið 3% fram úr áætlun. í niðurstöðum ríkisendurskoðun- ar segir, að fímmti og stærsti verkáfangi hafí farið úr böndum, þurft hafí að endurhanna loftræsi- kerfí, sem hafi komið stjómendum verksins á óvart, skort hafi á heild- aryfirsýn, bæði §árhagslega og framkvæmdalega og áætlanagerð og eftirfylgni hafí verið ábótavant. Hins vegar hafí yfírstjóm verksins brugðizt rösklega við, þegar erfíð- leikar steðjuðu að. Þá segir ennfremur, að í apríllok sl. hafí sú vitneskja borizt til fjár- málaráðuneytis, að verulegt fé vantaði til byggingarinnar umfram það, sem áætlað hafí verið. Þá hafí verið heimiluð bráðabirgðalántaka að fjárhæð 480 milljónir króna. í júlímánuði hafí svo komið í ljós, að þessi fjárþörf nam 890 milljónum króna. Loks segir ríkisendurskoðun, að athygli fjárveitingavaldsins hafí ekki verið vakin á þessum vanda fyrr en í apríllok og hafí ekki fengizt viðhlítandi skýring á því. í athugasemdum byggingar- nefndar segir, að hún sé ósammála því að skort hafi á heildaryfirsýn við yfírstjóm verksins. Gerðar hafí verið áætlanir um kostnað hvers byggingaráfanga, sem lagðar hafí verið til grundvallar Qárlagabeiðni nefndarinnar ár hvert. Um fjárþörf bygginganefndar snemma á þessu ári segir, að í sumum tilvikum hafí hún verið ófyrirsjáanleg. Byggingarnefnd segir, að þróun verðlags og gengismála hafi verið framkvæmdinni verulega óhagstæð og innlendar verðbreytingar hafí skapað mikinn fjárhagsvanda. Aætlanir byggingamefndar hafi miðast við verðlagsforsendur §ár- laga, sem því miður hafí ekki reynzt réttar, Þorvaldur Garðar Kristjánsson, forseti sameinaðs þings, sagði í gærkvöldi, að skýrsla ríkisendur- skoðunar yrði tekin til umræðu í þinginu í næstu viku. Sjá kafla úr skýrslu ríkisend- urskoðunar og athugasemdum byggingarnefndar á bls. 30, 31, 66 og 67 og samtal við formann byggingarnefndar á bls. 2.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.