Morgunblaðið - 09.12.1987, Blaðsíða 75

Morgunblaðið - 09.12.1987, Blaðsíða 75
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1987 75 _ u VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 691282 KL. 10-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Þessir hringdu . . Slæmt samband við svæðisnúmer 95 Siglfirðingur hringdi: „Ég þarf oft að hringja í svæð- isnúmer 95 og gengur það venjulega illa. Hins vegar gengur mér ágætlega að hringja til Reykjavíkur og eins í önnur svæð- isnúmer út um landið. 'Getur einhver hjá Landssímanum upp- lýst hvemig á þessu stendur?“ Verndum fuglalífið á Tjörninni Bjarni hringdi: „Ég er hlynntur fyrirhugaðri ráðhúsbyggingu við Tjörnina en sú umræða sem orðið hefur um hana er mér fagnaðarefni. Ég hef um nokkurt skeið haft áhyggjur af fuglalífinu á Ijörninni vegna þeirrar miklu mengunar sem þar er. Um það þarf ekki að rífast að öllum Reykvíkingum þykir vænt um Tjörnina og fuglalífið þar. Það er einmitt rétti tíminn núna til að krefjast þess að borg- aryfirvöld láti hreinsa Tjörnina og dýpta hana þar sem þarf.“ Meiri körfubolta Sigurður hringdi: „Ég vil þakka Jóni Óskari Sól- nes fyrir frábæra íþróttasyrpu hinn 3. desember með evrópskum körfubolta. Það yrðu margir án- ægðir ef sjónvarpið sýndi meira af evrópskum körfubolta.“ BMX-hjól Blátt BMX reiðhjól með hvítum plastfelgum og hvítri grind að framan var tekið hjá Digranes- skóla hinn 21. september sl. Þeir sem hafa orðið varir við hjólið eru beðnir að hringja í síma 43613. Fundarlaun. Ráðhús - hvílík dýrð Glæsilegjólaföt Dökk, röndótt, tvíhneppt föt. Vönduð efni, terylene/ull. Frábærtískusnið. Verð aðeins kr. 8900,00. Andrés, Skólavörðustig22, sími 18250. Til Velvakanda. Loksins, loksins! Undanfarna áratugi hef ég séð hilla undir ráð- hús, en ekkert hefur skeð. Ekkert ráðhús, auðn og tóm. Allt í einu birtist eins og vafurlogi, eða kannski hrævareldur, ráðhús og hvílík dýrð. Að sönnu er þarna um að ræða annarskonar framkvæmdir en ég hafði óskað eftir. Mér hefur fundist alveg tilvalið að í stað kaffihúss ofaná hitaveitugeymana nýju kæmi ráðhús í léttri og virðulegri út- færslu og þá að það snerist um möndul réttsælis, þar sem hnöttur- inn okkar snýst rangsælis. Þannig yrðu upphafin snúningsáhrif jarðar og sá snúningur til vinstri, sem nú á sér stað og er mjög óæskilegur og alls ekki virðulegur, en sem maður verður að sætta sig við. Það væri sko ekkert skemmtilegt ef sólin okkar blessuð færi allt í einu að koma upp í vestri, eins og hjá skipstjóra mótorbátsins, sem lá við bryggju en strákaskammirnar sneru um 180 gráður um nóttina. Nei, nú á að koma ráðhús í Tjörn- ina og auðvitað er það alveg tilvalið og eins og glæsileg uppljómun. Við þessar framkvæmdir hefi ég þó margt að athuga. Til dæmis vil ég alls ekki hafa bílageymslu í kjallar- anum. Þar ætti sko að vera sund- laug fyrir borgarráðsmenn og svo alla þá sém þangað ættu erindi, en herra minn trúr, ekki á bílum með tilheyrandi öngþveiti í hinni þegar ofhlöðnu götu, Vonarstræti, það væri sko klikk. Ég legg alveg hiklaust til að far- in verði betri og miklu glæsilegri leið. Dýpkum Tjörnina verulega, byggjum nokkrar léttar og áferðar- fallegar bryggjur út frá ráðhúsinu. Kaupum nokkra gondóla frá Fen- eyjum, gjarnan notaða, þá má alltaf glansmála. Byggjum svo höfn fyrir þá í sunnanverðri Tjöminni og allir sem eiga erindi í ráðhúsið taki þar gondól á leigu og stígi svo virðulega á eina af bryggjum ráðhússins. Með þessu vinnst margt. Aðalat- riðið er að þá komumst við í heimsmetabókina og svo er þetta miklu virðulegra en að þvælast með flautuöskri um hið ekki allt of rúm- góða Vonarstræti. Húrra, húrra! Afram, drífið í þessu. Jón Eiríksson Ekki Athugasemd vegna um- mæla ríkisútvarpsstj óra eftir ólaf Hauksson Markús öm Antonsson, rfldsút- varpsstjóri, lætur hafa eítir sér I Helgarpóstinum fimmtudaginn 26. nóvember að Bylgjan, Stjaman og Stöð 2 séu reknar með tapi. Fullyrðing Markúsar Amar er vægast sagt furðuleg, og flokkastl undir atvinnurðg. Rfldsútvarpsstjóril hefur engar upplýsingar um flárhagl Stjömunnar. Hann getur því ekkert ] fullyrt um það efni. Úmmæli rfldsútvarpsstjóra getal grafið undan trausti viðskipta- ] manna gagnvart Stjömunni. ÞaðJ er vægast sagt furðulegt að Markús| öm 8kuli kjósa að slá undir beltis-l ofmælt Til ritstjóra Morgunblaðsins. I blaði yðar hinn 2. desember birtist athugasemd Ólafs Hauks- sonar, útvarpsstjóra Stjörnunnar, vegna ummæla sem höfð voru eftir mér í Helgarpóstinum í síðustu viku um rekstur íslenzku útvarps- og sjónvarpsfyrirtækj anna. Getgátur mínar sem þar komu fram endurspegla aðeins mat ýmissa manna, sem hafa fylgzt náið með þróun auglýsingamarkað- ar og rekstri útvarpsstöðva síðustu vikur og höfðu sérstaklega látið í ljós áhyggjur sínar um afkomu þeirra og taprekstur þegar Stjarnan bættist við sem nýr aðili í sam- keppninni á þröngum markaði. Staða Ríkisútvarpsins hefur ekki síður verið erfið, og lét ég þess getið við blaðamann HP í áður- nefndu viðtali. Fjárlög þessa árs gera reyndar ráð fyrir verulegum hallarekstri hjá stofnuninni. Hafi forráðamönnum annarra útvarps- og sjónvarpsstöðva þótt eitthvað ofmælt í þessu viðtali um afkomu þeirra vil ég óska þeim til hamingju með gróðann og vona að þeim megi vel vegna í framtíðinni. Markús Örn Antonsson ORBYLGJUOFNAR Satin rúmteppi ásamt samstæðum púðum og gluggatjaldaefnum. Mikið úrval rúmteppa nú fyrirliggjandi. Verð við allra hæfi. Tilvalin jólagjöf. SKIPHOLTI 17A. SIMI 12323
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.