Morgunblaðið - 09.12.1987, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 09.12.1987, Blaðsíða 66
66 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1987 Fj ármálastj órn og kostnaðaráætlanir Hér fer á eftir hluti þess kafla í skýrslu Ríkisendurskoðunar um byggingarkostnað flugstöðvar- innar, sem fjallar um fjármála- stjórn og kostnaðaráætlanir: Samkvæmt lýsingu á störfum framkvæmdastjóra, dags. 12. jan- úar 1984, skal hann vinna eftirfar- andi störf. „Framkvæmdastjóri byggingar- nefndar er tengiliður hennar við byggingareftirlit, hönnuði og verk- taka. Hann annast samskipti við ROICC á Keflavíkurflugvelli. Hann fylgist með gerð útboðsgagna, áætlunargerð og framvindu verks- ins og hefur með höndum fjármála- stjóm á verkinu í heild. Framkvæmdastjóri skal halda reglulega samráðsfundi meðan á byggingu stendur." Eins og fram hefur komið var útboð á nær öllum þáttum bygging- arinnar. Áður en til útboðs var stofnað voru gerð útboðsgögn þar sem fram kemur m.a. tíminn sem verkið á að taka og í hverju verkið sé fólgið. Jafnhliða var útbúin ný kostnaðaráætlun fyrir verkþáttinn og þá haft til hliðsjónar hvað var innifalið í upprunalegri heildaráætl- un og bætt við nýjum þáttum sem ákveðið hafði verið að bæta inn af byggingarnefnd. Eftir að tilboð bár- ust í viðkomandi verkþátt voru tilboðin borin saman við nýjustu kostnaðaráætlun um þennan verk- þátt. Eigi verður séð að unnin hafi verið heildstæð kostnaðaráætlun á grundvelli tilboða og áætlaðs kostn- aðar til loka verksins fyrr en í apríl 1987. Kostnaðaryfirlit voru samin fyrir Bandaríkjamenn í samræmi við samkomulag milli Islands og Bandaríkjanna sbr. bls. 51. Framkvæmdastjóri hefur upplýst að fjármálastjóm væri m.a. fólgin í því að gera árlega á miðju ári til- lögur til fjárlaga þar sem kom frám beiðni um það Q'ármagn sem þurfti til framkvæmda á næsta ári. Tillögumar byggðust á samn- ingsbundnum fjárhæðum í verk- samningum, áætluðum Ijárhæðum verka sem eftir var að bjóða út, áætluðum kostnaði vegna yfir- stjómar, eftirlits, sérfræðiþjónustu, vaxta- og lántökukostnaðar gert upp á venjubundnum forsendum fjárlaga. Viðkomandi áætlun var unnin á skrifstofu byggingamefnd- ar af framkvæmdastjóra og Héðni Eyjólfssyni fyrrv. deildarstjóra fjár- laga- og hagsýslustofnunar. Áætlunin var útskýrð fyrir for- manni byggingarnefndar og send fjárlaga- og hagsýslustofnun eftir samráð formanns byggingamefnd- ar við utanríkisráðherra um niður- stöðuupphæð áætlunar. Samskipti við fjárlaga- og hag- sýslustofnun um ofangreindar áætlanir á byggingartímabilinu annaðist framkvæmdastjóri að mestu, en formaður nefndarinnar að einhverju leyti. í framlögðum árlegum áætlunum á byggingartímabilinu var ekki gerð grein fyrir heildaráætluðum kostn- aði framreiknuðum vegna bygging- arinnar og tengdra framkvæmda. Framkvæmdastjóri og fyrrverandi formaður byggingarnefndar (SHG) hafa upplýst að beiðni um slíkt hafi aldrei borist frá fjárlaga- og hagsýslustofnun. Ljóst er að framangreind kostn- aðaryfirlit sem gerð vom fyrir Bandaríkjamenn vom ekki lögð fyr- ir fjárlaga- og hagsýslustofnun. Ekki verður séð að framreiknaðar heildarkostnaðaráætlanir til loka verksins hafi verið lagðar fyrir fjár- veitingavaldið fyrr en í apríl 1987. Fjárlaga- og hagsýslustofnun hefur upplýst að þegar ráðist er í framkvæmd á borð við flugstöðvar- bygginguna þá reyni stofnunin yfirleitt að afla upplýsinga í upp- hafi um áætlaðan framkvæmda- tíma, áfangaskipti og árlegan framkvæmdakostnað. Þannig er leitast við að hafa ljóst í bytjun hvenær vænta má þunga í fram- kvæmdinni þannig að ekki þurfi að koma á óvart þegar hún gerist hvað fjárfrekust. Þetta hafi verið gert hvað flugstöð varðar. Hins vegar beinast árlegar kröfur fjárlaga- og hagsýslustofnunar við fjárlagagerð- ina að 'upplýsingum um fram- kvæmda- og fjárhagsáætlun næsta árs. Á byggingartímabilinu hefur framkvæmdastjóri byggingar- nefndar gert gjaldadeild fjármála- ráðuneytisins munnlega og skriflega grein fyrir áætluðu greiðsluflæði sem fylgt hefur beiðni um afgreiðslu samkvæmt lánsíjár- áætlun. Þessar áætlanir hafa verið endurskoðaðar þegar ástæða þótti til og fjármálaráðuneytinu gerð grein fyrir þeim. Auk þeirrar fjárþarfar sem rædd var við fjármálaráðuneytið í apríl/ maí 1987 hefur tvívegis á bygging- artímanum komið fram nauðsyn á viðbótarfé til að geta staðið við verksamninga og þannig forðað hugsanlegri riftun þeirra og skaða- bótakröfum verktaka. í lok ársins 1985 reyndist nauðsynlegt að út- vega í þessu skyni alls 66 mill. kr. og árið 1986 þurfti í sama skyni 159 millj. kr. Samráð var haft við ráðhérra um það hvernig standa ætti að því að leysa þennan vanda. í báðum tilvikunum var fengin bráðabirgðafyrirgreiðsla hjá við- skiptabönkum nefndarinnar. Nefndar bráðabirgðafyrirgreiðslur eru greiddar í ársbyrjun næsta árs af fjárlögum þess árs. í samantekt fyrrverandi for- manns byggingarnefndar (SHG) til Ríkisendurskoðunar dags. 1. sept. '87 kemur m.a. eftirfarandi fram: „Formanni byggingarnefndar var falið, ásamt ráðuneytisstjóra fjármálaráðuneytisins og flugvall- arstjóranum á Keflavíkurflugvelli, að gera tillögur um leigutekjur vegna rekstrar flugstöðvarinnar. Þetta samstarf hófst í ársbyijun 1987 með samkomulagi utanríkis- ráðherra og fjármálaráðherra. Grófar upplýsingar um áætlaðan kostnað við bygginguna lágu fyrir þessum hóp síðari hluta marsmán- aðar 1987. Byggingamefnd vann síðan ásamt eftirliti að nákvæmri samantekt sem lögð var fyrir fjár- málaráðuneytið 28. apríl 1987. Niðurstaða þeirra viðræðna var heimild ijármálaráðuneytisins veitt í maí til innlendrar lántöku til bráðabirgða á þessu ári að upphæð 480 millj. kr. til greiðslu bindandi verksamninga. í þeirri upphæð voru ekki teknar með kröfur verktaka né framkvæmdir á árinu 1988. Og það tekið sérstaklega fram af hálfu fulltrúa byggingarnefndar enda lágu þá hvorki fyrir allar kröfur verktaka né afgreiðsla byggingar- eftirlits á þeim kröfum er voru fram komnar og endanlegar áætlanir um framkvæmdir á árinu 1988 voru ekki tilbúnar." Greiðsluyfírlit voru gerð reglu- lega og voru kostnaðarliðir bomir saman við áætlun fyrir árið. Eftirlit með greiðslum skv. verk- samningum kvað framkvæmda- stjóri eftirlitsaðilanum að sjá um. Allir reikningar frá verktökum fara til eftirlitsaðilans og fer hann yfir þá og samþykkir til greiðslu ef þeir eru í samræmi við verksamninginn og framvindu verksins. Reikninga þessa fær framkvæmdastjóri frá eftirlitinu og greiðir þá, hafi þeir hlotið samþykki eftirlitsins. Bókhaldsgögn flugstöðvarinnar em merkt á skrifstofu flugstöðvar- nefndar og send mánaðarlega til ríkisbókhalds. Framkvæmdastjóri hefur einnig hjá sér greiðslubókhald til þess að fylgjast með greiðslum frá mánuði til mánaðar innan hvers árs. Hvorki greiðslubókhald fram- kvæmdastjóra né bókhald fært hjá Ríkisbókhaldi fela í sér sundurliðun framkvæmdakostnaðar niður á ein- stök verk. Kostnaðaráætlanir í áfangaskýrslum frá byggingar- nefnd flugstöðvar kemur frám að gerðar em nokkrar kostnaðaráætl- anir áður en framkvæmdir hefjast. Samkvæmt sundurliðaðri kostn- aðaráætlun dagsettri 11. nóvember 1980 er gert ráð fyrir að bygging flugstöðvar kosti ,USD 57 milljónir á verðlagi 1. janúar 1981 með 15% verðhækkun til loka byggingartím- ans. Var byggingartíminn áætlaður 30 mánuðir. Samkvæmt áfangaskýrslu III frá byggingarnefnd var nefnd kostnað- aráætlun lögð fyrir utanríkisráð- herra þann 28. nóvember 1980. Taldi hann byggingarkostnað allt of háan og var andvígur vissum atriðum í hönnun. Ráðherra fól byggingarnefnd að endurskoða áætlanir með það að markmiði að koma heildarkostnaði niður í um það bil 40 millj. USD. í framhaldi af því skrifaði byggingarnefnd hönnunarstjórum byggingarinnar bréf þann 1/12 1980 þar sem áliti ráðherra var lýst. Dagana 17. og 18. desember 1980 var haldinn fundur byggingarnefndar, fulltrúa sjóhers og hönnunarstjóra. Komist var að þeirri niðurstöðu að mæla með breytingum í hönnun sem lækka myndu byggingarkostnað um USD 12,1 milljónir. Utanríkis- ráðherra samþykkti tillögurnar í megindráttum Ákveðið var að ljúka hönnun samkvæmt upphaflegri áætlun í byijun janúar 1981 og vinna úr breytingartillögum þannig að end- urskoðuð hönnun lægi fyrir í lok febrúar 1981. Niðurstaða endurskoðaðrar hönnunar var sundurliðuð kostnað- aráætlun dags. 13. mars 1981 að fjárhæð USD 42.372.888 á verðlagi l. janúar 1981 með 15% verð- hækkun til loka byggingartímans. Var byggingartíminn áætlaður 30 mánuðir. Upplýst var af Almennu verkfræðistofunni og Guðmundi Eiríkssyni að síðastnefnd sundurlið- uð kostnaðaráætlun sé sú kostnað- aráætlun sem lögð var til grundvallar við upphaf fram- kvæmda. Á henni voru þó gerðar breytingar m.a. vegna breytinga á gengi dollara miðað við innlenda verðlags- og launaþróun á tímabil- inu frá 1981—1983. Lækkaði kostnaðaráætlun úr 42.372.888 USD í USD 36.329.900. Sú fjárhæð hækkaði síðan í USD 42 millj. kr. m. a. vegna landgöngubrúa o.fl. og vegna þess að verðhækkun á bygg- ingartíma var talin vera meiri vegna lengri framkvæmdatíma (44 mán- uðir) og einnig vegna þess hve mikill byggingakostnaður myndað- ist seint á byggingartímanum. Framreikningur kostnaðaráætlana og greidds byggingarkostnaðar Ríkisendurskoðun fór þess á leit við Seðlabanka Islands að hann framreiknaði kostnaðaráætlun þá sem lögð var til grundvallar bygg- ingu flugstöðvar þ.e.a.s. 33,5 millj. USD eins og fjallað hefur verið um í kaflanum um kostnaðaráætlanir. Samkvæmt þeim útreikningi jafn- gildir áætlunin kr. 2.121.463.636 á verðlagi í september 1987. Jafn- framt hefur Seðlabanki íslands framreiknað greiddan byggingar- kostnað til september 1987. Samkvæmt þeim útreikningi er heildarbyggingarkostnaður kr. 2.992.347.000. Innifalið í kostnaði er áætlaður kostnaður við að ljúka byggingu hússins að ijárhæð kr. 378.573.000 en ekki vaxtagjöld að ijárhæð kr. 109.852.000 (fram- reiknað) og áætlaður kostnaður við listaverk fyrir framan flugstöðina að fjárhæð 55 millj. kr. Einnig voru í maí 1987 færðar til lækkunar á byggingarkostnaðir kr. 74 millj. sem er andvirði skuldaviðurkenn- ingar með gjalddaga 15.01 .88. Hér er um að ræða bráðabirgðagreiðslu vegna óuppgerðra krafna bygging- amefndar vegna endurgreiðslu á aðflutningsgjöldum og söluskatti. Samkvæmt því sem hér hefur verið rakið hefur byggingarkostnaður farið fram úr kostnaðaráætlun sem hér segir: Byggingarkostnaður framreikn- aður til september 1987 ásamt 378.573.000 sem áætlaður er til að Ijúka við byggingu, samtals kr. 2.992.347.000. Kostnaðaráætlun 33,6 m USD framreiknað til september 1987, samtals kr. 2.121.463.636. Mismunur kr. 870.883.364. J. HVÍTA RÓSIN Inge Scholl Ásamt fáeinum vinum dreifðu systkinin Hans og Sophie Scholl flugritum til námsmanna í Suður - Þýskalandi á árun- um 1942-43, þar sem hvatt var til andspyrnu gegn stjórn nas- ista. Þau guldu fyrir með lífi sínu: 18. febrúar 1943 féllu þau í hendur Gestapo, og voru líflátin með fallöxi fjórum dögum síðar. “Hvíta rósin" var dulnefni andspyrnuhópsins. Inge Scholl rekur þessa uggvænlegu atburði af áhrifaríkri næmni. Einar Heimisson þýddi bókina en Helgi Hálfdanarson þýddi ljóðin. Bókaúigöfa /MENNING4RSJÓÐS SKÁLHOLTSSTlG 7« REYKJAVlK • SÍMI 6218 22 o o> ö öd o> Þd íö Q C/3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.