Morgunblaðið - 09.12.1987, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 09.12.1987, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1987 55 Saga vestrænnar tónlistar Bækur Egil! Friðleifsson Saga vestrænnar tónlistar. Höf- undur: Christopher Headington. Þýðandi: Jón Asgeirsson. Útgef- andi: ísafold. ísafold sendi nýverið frá sér bók- ina „Saga vestrænnar tónlistar" eftir Christopher Headington í þýð- ingu Jóns Ásgeirssonar. Er hér um að ræða langstærstu og ítarlegustu tónlistarsögu sem komið hefur út á íslensku. Lengi hefur verið vöntun á bók sem þessari og er hér bætt úr brýnni þörf. Raunar er furðulegt að slíkt rit hafí ekki verið tiltækt fyrir löngu, en til þess liggja sjálf- sagt ýmsar ástæður, m.a. vandi þýðandans, sem þarf að glíma við erfið orð og hugtök úr heimi tónlist- arinnar og ekki er auðvelt að snara yfir á móðurmálið, en nýyrðasmíð er vandasamt og viðkvæmt verk. En bókin er sem sé komin. Þökk sé þeim, sem að því þarfa verki stóðu. Höfundurinn, Christopher Head- ington, er fæddur í London. Hann stundaði tónlistamám við Konung- legu tónlistarakademíuna og hlaut viðurkenningu fyrir píanóleik og tónsmíðar. Hann hefur lengi fengist við kennslu auk þess að starfa við enska ríkisútvarpið BBC. Bókin „Saga vestrænnar tónlist- ar“ skiptist í 17 kafla auk formála og fjallar um sögu og þróun tónlist- ar á Vesturlöndum svo langt aftur sem rakið verður til okkar daga. Þó bókin sé allmikil að vöxtum, eða um 460 síður, er í raun farið hratt yfir sögu, því af mörgu er að taka og efnið viðamikið. Enda getur þýð- andi þess ( eftirmála, að bókin sé hugsuð sem grunnlestrarefni um sögu tónlistarinnar. Og það er víst að þeir, sem lesa bókina gaumgæfi- lega, fá góða útsýn fyrir litríka og Jón Ásgeirsson margbrotna sögu hennar. Höfund- urinn, Christopher Headington, hefur lipran og myndríkan stíl. Bókin er skemmtileg aflestrar og er langt frá því að vera þurrt fræði- rit. Fjöldi tóndæma er í bókinni til skýringa og eykur það gildi henn- ar. Einn meginkostur bókarinnar er hve höfundurinn er laginn við að tengja saman hræringar og breytingar í tónlistinni við strauma og stefnur á öðrum sviðum mannlífsins, þ.e. menningarmálum, trúmálum og stjórnmálum og þá hugmyndafræði sem ríkti hverju sinni. Eru margar ábendingar hans snjallar og eftirtektarverðar. Þó fer ekki hjá því að þeir, sem kynnt hafa sér þessi fræði áður, reki aug- un í eitt og annað og fínnst jafnvel að sumar fullyrðingar höfundar séu Asta litla lipurtá Bókmonntir Sigurður Haukur Guðjónsson Ásta litla lipurtá. Höfundur: Stefán Júlíusson. Myndir: Tryggvi Magnússon. Lituð mynd á _ kápu: Þórdís Tryggvadóttir. Útlit kápu: Al- menna auglýsingastofan hf. Prentverk: Oddi hf. Útgefandi: Æskan. 7. útgáfan stðan 1940. Þarf í raun að segja nokkuð meir? Slíkri hylli ná aðeins sögur sem sagðar eru á þann hátt, að gleðistreng hreyfir í bijósti þjóðar. Og það gerði Stefán svo sannarlega, er hann tók að segja okkur frá systur hans Kára litla, sem Lappa átti. Telpan hreinlega leið á dansspori inní hug okkar, og alltaf koma nýir og nýir sem vilja kynnast henni. Hún er alín upp á friðsælum stað, þar sem land og haf fallast í faðma. Telpan á föður og móður og stóra bróður, sem öll gefa sér t(ma til að sinna henni, svara 8pumum, sem lífið kveikir henni í huga. Í hraunbollum flögrar hún, eins og fiðrildi, milli litfagurra blóma og af heimahlaði fylgist hún með skipum sem sigla um fjörðinn. Þetta er Paradísin hennar ðll, ( raun þarf hún ekkert meir til þess að vera alsæí. Upp í heiðloftið hátt berst reykur frá nágranna- þorpi. Um þann stað er Lipurtá lítt gefið, þar er hraðinn svo mik- ill, hávaðinn svo ærandi í eyrum náttúrubarnslns, og þar eru hættur svo margar og allar á annan veg en í hraunbollunum við Huldu- hvamm. En ( þorpinu er skólinn og Ásta litla er einmítt á þeim aldri, að henni ber að mæta þar. Þetta skelfir hana, en hin eldri Stefán Júlfusson kunna að þerra tár af kinn. Já, og svo reynist þetta ókunna, sem hún óttaðist meðan hún ekki þekkti, svo bráðskemmtilegt, að hún varð að kenna brúðum sinum allt er hún sá og heyrði í skólan- um. Pabbi varð meira að segja að búa til skólabekk, svo brúðurnar nytu tilsagnarinnar betur. Kennar- anum litla flaug fram. En þá kom að því, að fullorðnir voru í byssu- leik sem náði allt til þorpsins. Þegar þannig stendur á, þýðir ekki fyrir börn að hasta á „kjánana" og segja þeim að hætta leiknum. Nei, þegar fullorðnir eru í leik, þá skipta börn engu, og eðlilega ekki nám heldur, skólinn tekinn undir leikföng hinna stóru bömin send heim. Skólagöngu Astu litlu lip- urtáar lokið þetta vorið. Mjög vel sögð saga um hugljúfa telpu. Myndir Tryggva falla lista- vel að efnii Frágangur allur útgáfunni til mikils sóma. dálítið hæpnar. Sem dæmi má nefna að á bls. 80 má lesa: „Hið mikla magn enskrar kirkjutónlistar, t.d. frá því á sextándu öld, varð til vegna pólitískra og trúarlegra ákvarðana en ekki fyrir listrænan metnað, þó áhrifa hans gæti samt sem áður,“ (tilv. lýkur). En strax á næstu síðu standa þessi orð: „Þegar öllu er á botninn hvolft er tónlist sprottin úr hugarheimi og tilfinn- ingum fólks sem lifir hátt,“ (tilv. lýkur). Sömuleiðis má velta fyrir sér hvort mat höfundar á gildi tón- verka eða mikilvægi einstakra höfunda sé rétt í öllum tilvikum, a.m.k. er þeim gert mishátt undir höfði. Raunar er höfundur meðvit- aður um þetta í sumum tilvikum og bendir meira að segja á ( for- mála að ( bókinni sé Béla Bartók gerð góð skil en varla minnst á landa hans Zoltán Kodály. Að snið- ganga Kodály á þennan hátt og það af ásetningi, er mér óskiljanlegt. Ekki aðeins að Kodály er eitt merk- asta tónskáld sem Ungvetjar hafa eignast fyrr og síðar, heldur er vafasamt að nokkur annar maður hafi haft eins afgerandi áhrif á tón- listaruppeldi á þessari öld og hann, og ná áhrif hans um allan hinn menntaða heim, m.a. til íslands. Á það má einnig benda að bókin ber nokkurn keim af því að vera rituð af Englendingi fyrir Englendinga, sem m.a. birtist ( því að enskri tón- list er gerð óvenju góð skil, ef borið er saman við aðrar fræðibækur á þessu sviði, og ýmsir enskir tónlist- armenn kvaddir á vettvang, sem lítið eða ekkert koma við sögu utan síns heimalands. Þessar aðfinnslur eru þó smámunir. Aðalatriðið er að kostir bókarinnar eru ótvíræðir, þó a ekki sé hún fúllkomin fremur en önnur mannaverk. Þýðandinn, Jón Ásgeirsson, hef- ur unnið hér mjög gott verk. Honum var verulegur vandi á höndum, eins og áður er að vikið, en leysir það með sóma, enda smekkmaður á islensku og annt um varðveislu og viðgang móðurmálsins. Ég geri ráð fyrir að bókinni verði tekið tveim höndum af tónlistarmönnum, tón- listamemum og tónlistarunnendum. Hún á það skilið. TRULOFUNAR- HRINGAR Við höfum mikið úrval trúlofunar- hringa úr gulu, hvítu og rauðagulli; slétta og munstraða. Allar breiddir. Greiðslukorta þjónusta Sendum í póstkröfu! Laugavegi 72 - Sími 17742 TIMASKORT ER ÞAÐ ÞITT VANDAMÁL??? „SKIPULEGGJARINN" er nútíma svar við tímaskorti. Besti einkaritarinn Allar upplýsingar og skila- boð viA hendina. Hagnýtur og endlngargó&ur. Ef svo þá er „SKIPULEGGJARINN“ lausnin Þú hefur stjórnunina í þínum hönd- um með „SKIPULEGGJARANN" hjá þór. „SKIPULEGGJARINN" skipuleggur störfin og tímaseturfyrirt.d. við- skiptamanninn, námsnnranninn, iðnaðarmanninn, lækninn og aðra þá sem þurfa að skipuleggja störf sín. Fáanlegt sett inn í eldri „SKIPULEGGJARANN* fyrlr 1988-1989. „SKIPULECCJARINN* IsaibtUir mx: • 2 ára dagatal (1988-1989) • DapskipuUg • ÁmkipuU|(l9U-l989) • Framleiósluplan • Nifnukrá • Slmukrt • Minnitblöð • Neyflnmúmtr • Ncríntirefnukri ' Heimilii • Mirícmi • Reiknivtl • Penni ÚTSÖLUSTAÐIRERU: Mál og menning, Reykjavik. Bókabúfl Æskunnar, Reykjavik. Bókaverslun isaloldar, Reykjavik. Bókabúflin Edda, Akureyri. Nesbúfl, Keflavik. Oddurinn, Vestmannaeyjum. BókavnrslunAndrasarNiefssonar,Aknnesi. , Kaupfélag A-Skaftfeflinga, Höfn Homiliröl. HHOÐRISF Bókabúfl Olivers Steins, Hafnarfiröi. slmU7S07n' Kaupféfag Borgfirflinga, Borgamesi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.